Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Hvaða lit viltu? Mú einnig öll málningar- þjónusta 15% afsláttur af málningu til jóla. Þjónusta viö heimili og atvinnuvegi. Ananaustum Sími 28855 ÍSLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 ÍSLENSKIR LAMPAR TABELLA SKRIFSTOFUHÚSGÖGN OPIÐ FRÁ KL.10-18 Vextir ofan á verðtryggingu sp _____ eftir Asbjörn Dagbjartsson Grein Ragnars Arnalds um vaxtamál í Morgunblaðinu 13. nóv. síðastliðinn virðist hafa vakið mikla athygli. Viðbrögð manna eru yfirleitt neikvæð og er mönnum nokkur vorkunn, hugsa eflaust „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?" og hafa þá í huga afstöðu Alþýðubandalagsins i flestum framfaramálum, svo sem álmálinu fyrr og síðar. En þessi grein Ragnars hefur þó nokkra sérstöðu. Hún er tiltölulega hóg- vær og skrifuð til að vekja athygli á þjóðfélagslegu misrétti, sem nú er að verða mjög alvarlegt. Það er mismunurinn á lífskjörum þeirra, sem eignuðust húsnæði fyrir óverðtryggt lánsfé og þeirra, sem nú sprikla í snöru lánskjaravísi- tölunnar. í Degi 19. nóv. sl. er þessum mismun lýst á þann veg að fyrir íbúð, sem keypt var 1974, hafi kaupandi greitt liðlega helming raunverðs, en fyrir íbúð, sem keypt er 10 árum síðar, þurfi að greiða fjórðungi meira en nemur raunverði. Síðan þessar upplýsingar voru teknar saman hefur ástandið versnað til muna samfara hækkun vaxta á verðtryggðum lánum. Óðaverðbólga í greiðslubyrði Á myndinni eru sýndar fjórar línur. Sú efsta er hinn dæmigerði feriIII óöaverðbólgu. (Exponenti- alkúrfa.) Næstefsta línan sýnir breytingar á greiðslubyrði af vísi- tölutryggðu láni til fimm ára með tveim afborgunum á ári. Láns- upphæðin var 100 þúsund í októ- ber 1981 og fylgir lánskjaravísi- tölu eftir það. Fylgni þessara lína er ótrúlega mikil (r = 0,991). Það geisar því ennþá óheft óðaverð- bólga í þessu efni og eru engar horfur á að því linni í bráð. Þegar vísitalan hægði loksins á sér fyrir um ári, fóru vextir ofan á verð- tryggingu hækkandi í staðinn. Þetta var líka látið ganga yfir gamlar skuldbindingar. Það er staðreynd, sem lítið er haldið á loft. Þetta skiptir miklu máli fyrir þær fjölskyldur, sem greiða þriðj- ung ráðstöfunartekna sinna i vexti og afborganir. Verst er þó að svo verður áfram næstu 20—25 ár, eða þar til skuldirnar eru að fullu greiddar. Þriðja línan sýnir hlutfallslegar breytingar á fasteignamati frá 1. des. 1981 til 1. des. 1984. (Blokkar- íbúð á Akureyri.) Samkvæmt því hefur lánskjaravísitalan hækkað 10% umfram fasteignamat. Með öðrum orðum hvílir nú á þeirri íbúð eða hluta úr íbúö, sem var að fullu veðsett 1. des. 1981, skuid, sem er 10% hærri en verðmæti hennar. Neðsta línan er 15. launaflokkur BSRB. Hún kemur ekki þessu máli við. Hún gerir það ekki vegna þess að ég tek gild þau rök að laun fyrir vinnu sé í samhengi við þau verð- mæti, sem hún skapar. Kaupmátt- ur ræðst af þjóðartekjum. Eins og áður sagði hefur láns- kjaravísitalan hækkað meira en verðmæti þeirra ibúða, sem keypt- ar voru. I verstu tilfellum hefur þetta misgengi étið upp allt eigið fé húseigandans og stundum meira. Engar horfur eru á að þetta misgengi jafnist aftur. í besta falli helst það óbreytt. Það er því augljóst að húseigandinn getur ekki selt án þess að tapa verulegum fjárhæðum og í sumum tilfellum á hann ekki fyrir skuld- um. Það er meginforsenda frjálsra viðskipta að báðir aðilar hafi val um hvort viðskiptin fara fram eða „Niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú að vísitölutrygging, í hvaða formi sem hún er, er della. Það er hrein della að hækkun heimsmark- aðsverðs á neysluvörum eins og kaffí og sykri skuli sjálfkrafa hafa í för með sér hækkun upphæða hér á íslandi.“ ekki. Þetta gildir jafnt um afnot af lánsfé og önnur viðskipti. Þann- ig getur sá, sem nú hyggur á íbúð- arkaup, frestað þvi meðan svo óhagstætt er að fá fé lánað. En sá, sem gerði sínar skuldbindingar fyrir þrem til fimm árum, hefur enga valkosti. En samt eru vext- irnir ofan á verðtrygginguna keyrðir upp einhliða, þó svo að hún ein hafi á þessum tíma skilað 10% hagnaði umfram verðmæti. Fara raunvextir lækkandi? Þessa dagana er því haldið fram, í fullri alvöru að því er virð- ist, að raunvextir fari lækkandi vegna aukinnar verðbólgu. Þetta er rétt hvað varðar óverðtryggð lán með innan við 30% vöxtum meðan verðbólga stefnir í 40%. En hvað með verðtryggð lán? Það er staðreynd að þeir raunvextir hækka sjálfkrafa með aukinni verðbólgu vegna þess að þeir eru reiknaðir ofaná verðtrygginguna. Tökum dæmi um 100 króna skuld: Verðbólga er 0%. Vextir eru reiknaðir af lokaupphæð eða 100 krónum og eru 8 krónur eða 8% raunvextir. Verðbólga er 40%. Vextir eru reiknaðir af lokaupphæð, eða 140 krónum, og eru 11,20 krónur, eða 11,2% raunvextir miðað við upp- hafsupphæð. Einhvern veginn liggur f loftinu aö þessir vextir séu ennþá á upp- leið. Alþýðubankinn auglýsir í Mbl. 29. nóv. við hliðina á grein Sigurðar Friðjónssonar 9% vexti af verðtryggöu innláni. Miðað við 2% vaxtamun þýðir það að ein- hver viðskiptavinur bankans (sennilega „alþýðufjölskylda") þarf að greiða 11% vexti ofan á verðtryggingu, 55,4% ársvexti eða 15,4% raunvexti. Forsætisráðherra hefur hvað eftir annað að undanförnu sagt að raunvextir muni lækka meðan verðbólgubylgjan gengur yfir. Ég held að hann trúi þessu. Ég held að þeir, sem valdið eiga að hafa, þ.e. Alþingi og ríkisstjórn, séu hreinlega leynd þessum stað- reyndum, sem að framan eru rakt- ar. Svo fullkomið er skilnings- og áhugaleysiö að það getur ekki ver- ið uppgerð. Sparifjáreigendur og launþegar í Morgunblaðinu 23. nóv. sl. var ágætis úttekt á vaxtamálunum eftir Sigurð B. Stefánsson, frá sjónarhóli sparifjáreigandans. Flestir geta verið sammála því, sem þar er sagt, en samt langar mig að gera eina athugasemd. Fyrst vil ég þó taka fram, að höf- undur virðist gera sér grein fyrir vanda skuldara án þess þó að fara nánar út í þá sálma, enda er öll greinin samin til að vekja athygli á alit öðru vandamáli. í grein SBS má lesa milli Iínanna skoðun, sem oft skýtur upp kollinum. Þar er gefið í skyn að launþegar séu einn og sami aðilinn, og ef hagsmunir meirihluta þeirra sé tryggður sé allt í lagi. Þessa túlkun á þessari blaðagrein hef ég a.m.k. heyrt. „Um þrír fjórðu hlutar innlána í bönkum og sparisjóðum eru í eigu fjölskyldna og einstaklinga, sem að langstærstum hluta eru í hópi launþega" og „Hins vegar er að- eins fjórðungur útlána hjá ein- staklingum og fjölskyldum." En hvað um þá einstaklinga og fjöl- skyldur sem ekki falla innan þess- ara marka? Þessi sama tilhneiging til al- hæfingar er til staðar hjá Fram- leiösluráði landbúnaðarins þegar það segir berum orðum að of hátt verð á kókómjólk komi neytendum til góða með lækkuðu verði á öðr- um mjólkurvörum, eins og neyt- endur séu einn sameiginlegur sjóður. Eða svo tekið sé fáránlegt dæmi: Ef Bifreiðar og landbúnað- arvélar seldu varahluti i Lödu Sport á tvöföldu verði en í aðrar Lödur á hálfvirði, skipti þaö engu máli, því Lödueigendur greiddu eftir sem áður sama verð fyrir varahluti. Vísitölutrygging er della Niðurstaðan af þessum vanga- veltum er sú að vísitölutrygging, í hvaða formi sem hún er, er della. Það er hrein della að hækkun heimsmarkaðsverðs á neysluvör- um eins og kaffi og sykri skuli sjálfkrafa hafa i för með sér hækkun upphæða hér á fslandi. Og það er nákvæmlega jafnvit- laust að slík hækkun hafi þessi áhrif á þá peninga, sem Jón Jóns- son skuldar bankanum og á launin hans Jóns. Þó keyrir fyrst um þverbak þegar bara önnur hliðin er vísitölutryggð. Á síðasta áratug voru sparifjáreigendur féflettir á þann hátt um gífurlegar fjárhæðir og þær m.a. notaðar til að greiða niður húseignir einstaklinga um helming. Nú eru bara lánin visi- tölutryggð, og sá, sem keypti íbúð fyrir fimm árum eða síðar, stend- ur nú í sporum sparifjáreigandans áður og er féflettur. Liklega er verið að reyna að bæta fyrir með- ferðina á sparifjáreigandanum á síðasta áratug. En eru sparifjár- eigendur í dag sama fólkið og þá? Sagt er að þeir séu launþegar. Það eru ekki þeir launþegar, sem i dag eru að kikna undan vísitöluskuld- um. Það skyldi þó ekki vera að þeir væru einmitt sama fólkið og fékk helming húsa sinna að gjöf á siðasta áratug? Ásbjörn Dngbjarlsson er náltúru- fræúingur að mennl og starfar sem útibússtjóri Rannsók narstofnunar fiskiðnadarins i Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.