Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
23
Sallendur toknir tali í vortídarlok
Sfldar-
söltunin
mikil
lyftistöng
— segir Gunnlaugur
Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri
Búlandstinds á
Djúpavogi
„ÞAÐ er Ijóst að sfldarsöltunin í
haust hefur verið bæði fyrirtækinu
og byggðarlaginu mikil lyftistöng.
Söltunin sjálf stóð í um mánaðar-
tíma og var þá saltað í 14.453 tunn-
ur og einnig hafa verið frystar um
200 lestir. Vinnulaun þennan tíma
nema til landverkafólks um 5
milljónum, sem er nálægt einum
sjöunda af áætluðum launagreiðsl-
um þetta ár. Við söltunina unnu
allt upp í 100 manns, þegar mest
var, bæði börn og opinberir starfs-
menn í verkfalli og var þeim það
mikil búbót,“ sagði Gunnlaugur
Ingvarsson, framkvæmdastjóri Bú-
landstinds á Djúpavogi, í samtali
við Morgunblaðið, en Búlands-
tindur var hæsta einstaka söltun-
arstöðin á öllu landinu.
Gunnlaugur sagði ennfremur,
að ljóst væri, að hefði Búlands-
tindur og fleiri sjávarútvegsfyr-
irtæki austanlands ekki fengið
síldina, væru þau hreinlega
stopp í dag. Svona miklu máli
skipti síldin. Það væri stílað inn
á síldina með afborganir og ýms-
ar greiðslur, bæði fyrirtækjanna
og einstaklinga og síðan væri
allt á rauða dampi, þegar ævin-
týrið hæfist. Því færu pen-
ingarnir, sem inn kæmu, að
mestu í skuldgreiðslur. Því væri
sú hætta fyrir hendi, vegna þess
hve söltunin væri sna’r þáttur í
afkomunni, að yrði hún stöðvuð,
væri ekkert framundan hjá þess-
um stöðum annað en „heljar-
stökk“.
Eins og málum væri háttað
meðan á söltun stæði, væri oft á
tíðum ekki mannskapur til ann-
arra starfa í fiskvinnslunni og
væri þá gjarnan gripið til þess
ráðs að láta sigla með ísfiskinn.
Það kæmi sér reyndar í raun
ágætlega, því þannig fengist
bæði reiðufé fyrir aflann og
möguleikar á kaupum á ódýrum
veiðarfærum og öðrum búnaði.
Þá bæri þess að geta, að þó sölt-
un hefði aðeins staðið í um mán-
aðartíma, væri nokkur vinna við
síldina allt fram á næsta ár,
þannig að mikilvægi söltunar-
innar væri verulegt.
Værum
steindauðir
án sölt-
unarinnar
— segir Bergur Hall-
grímsson, fram-
kvæmdastjóri Pólar-
síldar á Fáskrúðsfirði
„VIÐ værum steindauðir, hefðum
við ekki fengið sfldina í haust.
Hún er það raikil búbót meðan bú-
ið er að öðrum sjávarútvegsgrein-
um eins og nú er. Við söltuðum nú
alls í 12.400 tunnur og vorum með
60 til 70 manns í vinnu við það.
Þetta er sá tími, sem launagreiðsl-
ur hjá fyrirtækinu eru mestar,
skipta milljónum, en auk þess er
vinna við sfldina fram á næsta ár.
Svo höfum við verið að frysta sfld-
arflök, svona í atvinnubótavinnu,
að undanförnu,“ sagði Bergur
Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Pólarsfldar á Fáskrúðsfirði, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Bergur sagði ennfremur, að
útgerðarmenn og fiskverkendur
væru orðnir svo illa farnir vegna
óstjórnar stjórnmálamanna, að
þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Það væri hreinlega ekkert lag á
þessum málum og hann væri
ekki frá því, að það hlakkaði í
stórum hluta þjóðarinnar yfir
því, hvernig þeim væri komið.
Nú væri tap á ölium greinum
nema síldarsöltuninni og sigl-
ingum skipa með afla til annarra
landa. Það væri enginn ■ ljós
punktur í vinnslu bolfisks í landi
og útgerðin gengi ekki nema með
löndun erlendis. Enda væri mál-
um svo komið, að hvergi væri
aukning nema hjá Sambandinu
og þá á kostnað annarra.
Þá gat Bergur þess, að þeir,
sem önnuðust sölumál á saltsíld,
hefðu staðið sig frábærlega vel.
Það ætti ekki aðeins við um sölu-
samninga, afskipanir og greiðsl-
ur ættu sér enga hliðstæðu í öðr-
um sjávarútvegsgreinum, svo
góð skil væru þar á öllum hlut-
um. Síldinni væri afskipað eftir
framleiðsludegi og greiðslur
væru síðan eftir föstu kerfi,
þannig að menn vissu nákvæm-
lega að hverju þeir gengju. Það
væri víst upp á dag, eftir að af-
skipun hæfist, hvenær pen-
ingarnir kæmu. Það væri betur
að skipulagið væri það sama í
sölu annarra sjávarafurða.
Blómarós við vinnu í sfldinni í Grindavík.
Sfldin orðin
jafnmikil-
væg og
vertíðin
— segir Eiríkur Tóm-
asson, framkvæmda-
stjóri Þorbjörns í
Grindavík
„HJÁ Þorbirni hf. var saltað í rúm-
ar 12.000 tunnur og alls í Grinda-
vík í rúmlega 43.000 tunnur. Þetta
heldur algjörlega uppi atvinnu hér
á haustmánuðum og fram í janúar
eða febrúar því mikil vinna er eftir
þegar söltun er lokið. Þetta er því
orðin jafnmikilvæg vertíð fyrir
plássið og vetrarvertíðin," sagði
Eiríkur Tómasson, framkvæmda-
stjóri Þorbjörns hf. í Grindavík, í
samtali við Morgunblaðið.
Eiríkur sagði ennfremur, að
því væri ljóst að bærinn þyldi
alls ekki að missa söltunina,
enda léti nærri að hún skilaði
landverkafólki jafnmiklum tekj-
um og vetrarvertíðin. „Hjá
okkur heldur síldin uppi atvinnu
frá því í september fram í miðj-
an febrúar, hún er grundvöllur
atvinnulífsins. Það er kannski
fullsterkt að segja að silfur hafs-
ins sé okkur gullnáma, en síldin
má að minnsta kosti teljast
silfurnáma. Síldin heldur lífinu í
fólkinu og fyrirtækjunum hérna,
sérstaklega í slæmu ári eins og
nú. Annars væri hér geigvænlegt
atvinnuleysi og því eru saltsíld-
arsamningarnir okkur gífurlega
mikilvægir," sagði Eiríkur Tóm-
asson.
Muggur
Fjórða bókin í bókaflokknum
ÍSLENSK MYNDLIST. Hinareru:
Ragnar í Smára, Eiríkur Smith og
Jóhann Briem.
Ævi Muggs og ferill allur er í
hugum margra umvafinn ljóma
ævintýrisins. Hann var
listamaðurinn, bóheminn, sem fór
sínar eigin leiðir, frjáls og
óhindraður; hugurinn opinn, sálin
einlæg, viðkvæm og hlý.
Myndir Muggs eru um margt eins og
blóm sem spruttu upp í götu hans
fremur en ávöxtur vísvitaðs starfs.
Þær eru margar yndislegar, spegill
mikillar kýmni eða angurtrega, og
yfir þeim er ferskur blær vorsins í
íslenskri myndlist.
BjörnTh. Björnsson
listfræðingur er þjóðkunnur fyrir
ritstörf sín. Bók þessa hefur Björn
skráð og dregið upp eftir
margvíslegum heimildarbrotum
glögga mynd af sérstæðum
listamanni með göfugt hjarta.
LISTASAFN ASÍ
lögberg Bókaforíag
Þinghottsstræti 3, simi: 21960