Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Svíþjóð: Langvarandi ofneysla hass veldur andlegu heilsutjóni AÐ ÖLLUM LÍKINDUM veldur langtímaneysla Ka.su enn meira tjóni en vitaó hefur verið um. Nýjar sænskar rannsóknir sýna, að langvarandi of- neysla efnisins getur valdið alvarlegu andlegu heilsutjóni. Fjöldi innlagðra „hasssjúklinga“ á sænsk sjúkrahús hefur þrefaldast á fáum árum. Kr það ein af afleiðingum hassbylgjunnar svonefndu, sem skall á Svíþjóð í lok 7. áratugarins. Flestir þeirra sem nú fá meðhöndlun vegna geðrænna vanda- mála eru á fertugsaldri og hafa verið ofneytendur hass í 10—15 ár. Eftir því sem læknar á Hudd- inge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi segja er þetta aðeins það sem upp úr stendur af ísjakanum og ber fyrir augu. Fyrrum var vitað að hassneysla gæti leitt til tímabundinna and- legra truflana, en menn gerðu sér ekki grein fyrir, að alvarlegir og þrálátir geðrænir sjúkdómar gætu hlotist af. Á Stokkhólmssvæðinu hefur tala þeirra sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús aukist frá 25 á ári í lok 8. áratugarins í 95 árið 1982. Alls leituðu 175 manns aðstoðar. Af 17 manns sem meðhöndlaðir voru á Huddinge-sjúkrahúsinu á árinu 1982 vegna ofneyslu hass, eru 9 haldnir geðsjúkdómum. Þjást þeir af ofskynjunum og öðr- um erfiðum meinum. Flestir þeirra sem rannsakaðir voru áttu við svo alvarlegan geð- rænan vanda að stríða, að leggja varð þá inn á sjúkrahús. í nokkr- um þessara tilfella var hassið að- alástæða þess, hvernig komið var fyrir sjúklingnum, en að því er flesta varðaði var hassneyslan eina ástæðan. Það reynist læknunum oft hið mesta vandaverk að telja hass- neytendur á að láta leggja sig inn til meðferðar. Eftir langvarandi ofneyslu hassins er líkami þeirra orðinn svo gegnsýrður, að þeir eru orðnir sinnulausir og kæra sig kollótta um það sem gerast muni. Oft eru eiturlyfjaneytendur sem nota amfetamín og heróín mun fúsari til að hætta, segja læknarn- ir. Emmanuelle í sjónvarpinu á nýársnótt? ZUrich, 7. des. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. AÐDÁENDUR kynlífsmynda hafa rétt á kvikmyndum við sitt hæfi eins og aðrir, yfirmenn frönsku- mælandi sjónvarpsstöðvarinnar í Sviss komust að þessari niður- stöðu á fundi og ákváðu að sýna kvikmyndina „Emmanuelle" í sjónvarpinu i nýársnótt. Þegar þetta fréttist varð uppi fótur og fit í landinu og nú hafa 48 svissneskir þingmenn skrifað útvarpsstjóra bréf og farið fram i að hann komi í veg fyrir þessa ákvörðun sjón- varpsmannanna. Fæstir þingmann- anna gangast við að hafa séð myndina en hafa heyrt margt ósið- samlegt um hana. „Emmanuelle" hefur farið sig- urför um heiminn síðan hún var gefin út snemma á siðasta ára- tug. Hún flokkast undir klám- myndir en þykir með efnismeiri og fallegri kynlífsmyndum sem gerðar hafa verið. Almenningur í Sviss virðist af stuttum blaða- viðtölum að dæma frekar já- kvæður í garð myndarinnar og sér lítið athugavert við að hún verði sýnd. „Af hverju má ekki sýna ást og hlýju í sjónvarpinu einu sinni í staðinn fyrir sífelld morð og ofbeldi?", spurði einn viðmælandi dagblaðsins Blick. Þeir sem eru á móti því að „Emmanuelle" verði sýnd segja að börn og unglingar vaki langt fram að nótt á gamlárskvöld og það sé ein fárra nótta ársins þegar fjölskyldur vilja gjarnan sitja saman fyrir framan sjón- varpið og skemmta sér yfir því. Það þykir ekki rétt að bjóða upp á klámmynd í sjónvarpinu, jafn- vel þótt hún byrji ekki fyrr en klukkan 2 um nóttina. Eldisfiskur í Noregi: Vélmennaiðnaður í Bandaríkjunum eflist Washington, 7. de*. AP. FRAMLEIÐSLA á vélmennum í iðnaði jókst mjög í Bandaríkjunum á þessu iri og fyrirtæki sem hafa lagt sig eftir að framleiða róbóta telja að framtíðin blasi við björt því að eftirspurn fari stöðugt vaxandi. Þó að vélmennanotkun hafi aukizt f Bandaríkjunum hafa þó Japanir enn forystuna í framleiöslu og notkun á vélmönnum og hafa þeir tekið vélmenni í notkun í langtum fleirí atvinnugreinum en reynt hefur verið annars staðar. Bandaríkjamenn eru farnir að 194 milljónir dollara. Talsmaður framleiða vélmenni til útflutnings og á árinu 1983 voru um þrjú þús- und bandarísk vélmenni flutt úr landi. Söluverðmæti þeirra var um framleiðenda vélmenna sagði að Bandarfkjamenn hefðu einnig flutt út varahluti í vélmenni fyrir drjúga upphæð. Fyrri helming ársins 1984 voru seld 2.200 vél- menni úr landi og framleiðslu- pantanir hafa borizt um 1.600 vél- menni í viðbót. Til samanburðar má geta þess að japönsk fyrirtæki hafa 41 þús- und vélmenni í störfum, en aðeins 9.400 vélmenni eru komin til starfa i bandarískum atvinnu- greinum. í Vestur-Þýzkalandi eru þau 4.800 og i Frakklandi 3.600. Okkar árlega Lúsíukvöld verður i Blómasal á sunnudagskvöld. Hátíðin hefst kl. 20.00. Lúsíur úr æskulýðsdeild Bústaðakirkju syngja jólalög og einnig syngur Skólakór Kársnesskóla í anddyri hótelsins. Matseöill Grafið heiðalamb með dlonsósu Fylltur kalkún að hættl hússins Ferskur ananas Grand Marnier fMatseðillinn gildir sem happdrættismiði, aðalvinningur er flugferð til London. Módelsamtökin kynna föt frá verslununum v Endur og hendur, Herraríki og Viktoríu. Borðapantanir í síma 22322 og 22321. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR f fLUGLEIOA ' HÓTEL Nitze sér- legur ráð- gjafi í Genf er viðræður hefjast þar í janúar WaKhinf'ton, 7. den. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur skipað l'aul Nitze í stöðu sér- legs ráðgjafa George Shultz utanrík- isráðherra í könnunarviðræðum þeirra Shultz og Andrei Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem fram eiga að fara í Genf 7.-8. janúar nk. Talið er víst, að þetta hafi verið gert samkvæmt ábendingu Shultz sjálfs og geti orðið til þess að auka að mun möguleika á, að samkomu- lag um takmörkun á vígbúnaði ná- ist milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Nitze, sem er 77 ára að aldri, var aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umræðunum um meðaldrægar kjarnorkueldflaugar í Genf, sem Sovétmenn slitu seint á síðasta ári. Hryðjuverkamenn dæmdir í ævi- langt fangelsi Mílanó, 7. de*ember. AP. NÍTJÁN félagar í hryðjuverka- samtökunum sem kölluöu sig rauðu herdeildirnar á Ítalíu voru dæmdir til lífstíöarfangelsis í réttarhöldum sem haldin voru yf- ir 112 grunuðum félögum. Um- rieddir 19 voru sekir fundnir um aðild að 8 morðum á árunum milli 1978 og 1983. Lífstíðarfangelsun er harð- asti dómur sem hægt er að fá á Itaiíu. Átta hinna ákærðu voru dæmdir í 30 ára fangelsi og að 13 hinna frátöldum fengu aðrir vægari dóma en stranga þó. Hinir 13 voru sýknaðir og sleppt. í hópi fórnarlamba morðingjanna voru lögreglu- menn, iðnrekendur og fram- kvæmdastjóri eins stærsta sjúkrahúss Mílanóborgar. 600—900 millj. kr. árlegt tjón Ósló, 7. drsember. Frá Jan Crik Laure. frétUriUra Mbl. SJÚKDflMAR í eldisfiski valda norskum fiskræktarfyrirtækjum milli 600—900 milljóna króna tjóni á hverju ári. Er nú verið að gera heimildamynd um vandamál þetta. Myndin á að sýna, hvernig starfsmenn fiskræktarstöðva geta sjálfir fundið sýkingarmerki á fiskinum og dregið þar með úr áhrifurn sjúkdóma og fjárhags- tjóni. Trygve T. Poppe dýralæknir segir að norsk fiskræktarfyrir- tæki hafi í stórum dráttum komist hjá alvarlegum smitsjúkdómum. Hins vegar sé mikið um það sem kalla megi framleiðslukvilla sem stafi af hinu geysimikla umfangi ræktunarinnar. Sjúkdómar höggva einnig nokk- urt skarð í klakfisk, en það hefur í för með sér að flytja verður inn meira af smálaxi en annars þyrfti. Slíkur innflutningur eykur svo aftur hættuna á að sjúkdómar berist til landsins erlendis frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.