Morgunblaðið - 08.12.1984, Side 43

Morgunblaðið - 08.12.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER .1984 43 Rebekka Pálsdóttir Bæjum - Minning Fædd 22. nóvember 1901 Dáin 28. nóvember 1984 Útför Rebekku Pálsdóttur, sem lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 28. nóv sl. er gerð frá ísafjarðarkirkju í dag, laugardag 8. desember 1984. Hún fæddist í Bæjum 22. nóv- ember 1901 og ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Bæj- um til 9 ára aldurs og síðar á Höfða í Grunnavíkurhreppi en þangað flutti fjölskyldan vorið 1910. Foreldrar Rebekku voru hjónin Steinunn Jóhannsdóttir og Páll H. Halldórsson bóndi á Höfða. Höfðasystkinin voru níu. Krist- ín lést í frumbernsku. Þau, sem upp komust eru: Guðmundur bóndi á Oddsflöt, síðar á ísafirði kvæntur EIísu Einarsdóttur, hann lést 1967 Halldór bóndi á Höfða, síðar á ísafirði, hann lést 1973. Sólveig gift Friðbirni Helgasyni bónda á Sútarabúðum, hann er látinn, hún dvelst nú á Elliheimili ísafjarðar; Rebekka, sú sem hér er kvödd; Jóhann bóndi á Hðfða, síð- ar í Bolungarvík kvæntur Sigríði Pálsdóttur hún er látin; María í Rvk. gift Maríusi Jónssyni; Helga á Eskifirði gift Leifi Helgasyni, hann er látinn, og Guðrún í Rvík. Foreldrar Steinunnar á Höfða voru hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Jóhann Jónsson bóndi á Svanshóli Strandasýslu. Foreldrar Páls á Höfða voru hjónin María Rebekka Kristjáns- dóttir Rebekka dvaldist í foreldra- húsum þar til hún giftist æskuvini sínum frá næsta bæ, Jóhannesi Einarssyni á Dynjanda 22. nóv- ember 1926. Það var mikið gæfuspor beggja, þau bjuggu saman í einstöku hjónabandi í 55 ár, eða þar til Jó- hannes lést 6. júní 1981. Það er óhætt að segja að það hafi aldrei borið skugga á sambúð þeirra. Þau báru slíkt traust, ást og umönnun hvort fyrir öðru að haft var á orði að þau væru alltaf í tilhugalífnu. Þau hjón byrjuðu búskap á Dynjanda í sambýli við foreldra Jóhannesar Einar Bæringsson og Engilráðu Benediktsdóttur þar til Einar lést 1930. Þá tóku þau við jörðinni ásamt bróður Jóhannes- ar, Alexander og konu hans Jónu Bjarnadóttur. Engilráð var í skjóli þeirra þar til hún lést 1941. Rebekka og Jóhannes eignuðust 8 börn, elstu dótturina Jóhönnu misstu þau 6 ára gamla og varð hún þeim harmdauði. Hin komust öU til góðs þroska. Þau eru: Óskar, býr á ísafirði kvæntur Lydíu Sig- urlaugsdóttur; Páll, býr í Bæjum kvæntur Önnu Magnúsdóttur; Rósa, býr í Reykjavík, sambýlis- maður hennar er Andrés Hjör- leifsson; Ingi, býr á ísafirði kvæntur Gunni Guðmundsdóttur; María, býr í Bolungarvík gift Sig- urvin Guðbjartssyni; Felix, býr í Reykjavík kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur; Jóhanna, býr í Reykjavík, var gift Haraldi Sæ- mundssyni bónda á Kletti í Gufu- dalssveit, sem lést af slysförum 1974. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir 44. Rebekka var sérlega hlý í viðmóti, ekki síst við barnabörn- in, sem öll elskuðu hana og virtu. En hún átti fleiri börn, það er því miður ekki vitað hve mörg þau voru sumarbörnin hennar og Jó- hannesar, sem dvöldu hjá þeim í sveitinni, mörg þeirra frá því að þau voru rétt komin á fót og fram yfir fermingu. Þessi börn, sem önnur á heimili þeirra áttu við ástríki og skilning að búa og mörg þeirra eiga ógoldna skuld að gjalda. Rebekka var kærleiksrík kona, létt í lund, vel skynsöm, fróð og minnug, félagslynd og komst vel af við fólk. Hún skrifaði ákaflega skemmtileg sendibréf og var ekki pennalöt. Hún lét sig ekki muna um það á yngri árum, þegar verið var að færa upp sjónleiki í bað- stofunni á Dynjanda eða í Flæðar- eyri að skrifa upp „rulluna" fyrir hvern og einn leikara. Rebekka ver létt á fæti og afburða dugleg kona, enda þurfti hún oft að taka til hendi á barnmörgu heimili og bóndinn í verinu vor og haust, efn- in lítil fyrstu árin eins og víðar á þessum tíma. Árið 1948 er fólki farið að fækka f Grunnavíkurhreppi og liggja ýmsar orsakir til þess, m.a. fiski- leysi innfjarða, samgönguleysi og margar jarðir harðbýlar. Þá flytj- ast báðar fjölskyldurnar úr Neðri- bænum á Dynjanda í burtu. Alex- ander og Jóna til ísafjarðar en Jó- hannes og Rebekka í Bæ á æsku- stöðvar hennar. Þar bjuggu þau góðu búi til ársins 1960 að þau seldu búið í hendur Páli syni sín- um og konu hans Önnu Magnús- dóttur. Þau áttu heima hjá þeim áfram og unnu búinu eftir því sem heilsan leyfði. Seinni hluta ævinn- ar var Rebekka heilsulítil, en kjarkurinn og góða skapið hélst alla tíð. Hún dvaldi í Sjúkrahúsi ísafjarðar síðustu 3 árin og hafði lengst af fótavist og hélt andlegri reisn til hins síðasta dags. Eins og fyrr segir báru þau hjón sérstaka umönnun hvort fyrir öðru og trúðu á endurfundi. „Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg en anda sem unnast fær enginn að eilífu aðskilið." (J.H.) Við viljum kveðja og þakka kærri frænku og vinkonu allt sem hún var okkur og sonum okkar í gegnum árin. Innilegar samúð- arkveðjur til barna og annarra ættingja. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allL* (V.Briem) Steinunn og Kristbjörn. SPENNANDI - SPENNANDI - SPENNANDI H81 Theresa Charles Treystu mér, ástin mín Alida ertii blómstiandi öryggistyrirtœki ettir mann sina sem hatði stíað henni og yngri írœnda sínum sundur, en þann mann hetði Alida getað elskað. Hann var samstartsmaður hennar og sameigin- lega œtla þau að íramíylgja skiþun stotnandans og eyðileggja þessi leynilegu skjöl. En íleiri höfðu áhuga á skjölunum og hún neyðist til að leita til frœndans eftir hjálþ. En gat hún treyst írœndanum...? ■GmxL* Treystu mér ástin mín Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland haía um mörg undanf arin ór verið í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauöu ástarsögumar haía þar íylgt íast á eftir, enda skrif- aðar af höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höfunda eru enn fáanlegar í flestum bókabúðum eða beint frá forlaginu. J €artland Ávaldi éstarinnar Barbara Cartland Á valdi ástarinnar Laíði Vesta íerðast til ríkisins Katonu til að hitta þrinsinn, sem þar er við völd og hún hefui gengió að eiga með aðstoð staðgengils í London. Við komuna til Katonu tekur myndarlegur greiíi á móti henni og segir henni að hún verði að snúa aftui til Englands. Vesta neitar því og gegn vilja sínum tekur greiíinn að sér að íylgja henni til þrinsins. Það verður viðburðarík hœttuíör, en á leiðinni laðast þau hvort að öðm. En hver var hann, þessi dularíulli greiíi? Erik Nerlöe Hamingjustjarnan Annetta verður ástíangin aí ungum manni, sem saklaus hefur verið dœmdur í þunga refsingu íyrir aíbrot, sem hann heíur ekki íramið. í íyrstu er það hún ein, sem trúir tullkomlega á sakleysi hans, — aliir aðnr sakíella hann. Þrátt fyrir það heldur hún ötul baráttu sinni áfiam til að sanna sakleysi hans, baráttu, sem varðar lííshamingju og tramtíðarheill þriggja manna Hennar sjálírar. unga mannsins, sem hún elskar, og lítillar þriggja ára gamallar stúlku. í aÍMaja'lm: Erik Neriðe HMHMGJU STUAENAN Else-Marie Mohr ÁBYRGÐ AGNGCIM HERÐGM Else-Marie Nohr Ábyrgd á ungum heröum Rita berst hetjulegri og örvœntingaríullri baráttu við að vernda litlu systkinin sín tvö gegn manninum, sem niðdimma desembemótt, - einmitt nóttina, sem móðir hennar andast - leitar skjóls í húsi þeirra á ílótta undan lögreglunni. Hann segist vera íaðir barnanna, kominn heim írá útlöndum eítir maigra ára vem þar, en er í rauninni hœttulegur aíbrotamaður, sem lögreglan leitar ákaít, eítir ílótta úr íangelsi. Eva Steen Hún sá þaö gerast Rita er á örvœntingaríullum flótta í gegnum myrkrið. Tveii mena sem hún sá íremja hrœðilegt aíbrot, elta hana og œtla að hindra að hún geti vitnað gegn þeim. Þeir vita sem er, að uþþ um þá kemst ef hún nœr sambandi við lögregluna og skýrir íiá vitneskju sinni, og þvi em þeir ákveðnir í að þagga niður í henni í eitt skipti íyrir öll. Ógnþmngin og œsilega spennandi saga um albrot og ástir. lYdSk’CH HÚNSÁ H/\t) gerast Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá . —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.