Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Minning: Þórarinn Þorfinm- son á Spóastöðum Fieddur 20. ágúst 1911 Dáinn 27. nóvember 1984 Ef ég mætti yrkja yrkja vildi’ ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. blómgar akur breiður blessun skaparans. (Bjarni Ásgeirsson.) Þetta gullfallega erindi úr „Söngur sáðmannsins" kom mér fyrst í hug sem yfirskrift minn- ingarorða um vin minn, Þórarinn bónda á Spóastöðum. Þórarinn hafði þann lífsmáta að ganga ávallt jörð sina með lotningu, því hann unni henni, hún var hans helgidómur, bóndans nægta- brunnur. Hann skildi þá ábyrgð sem bóndanum var falin í hendur, með öllu því lífi bæði í jarðar- gróðri og búfé, og af næmum skilningi tókst honum að hlúa þannig að hvoru tveggja, að það óx og margfaldaðist í höndum hans. Ættartré Þórarins stóð djúpum rótum í íslenskri bændamenningu, þess vegna urðu greinarnar sterk- ar og báru ríkulegan ávöxt. Þórarinn fæddist á Spóastöðum 20. ágúst 1911, sonur hjónanna Þorfinns bónda Þórarinssonar frá Drumboddstöðum og Steinunnar Egilsdóttur frá Kjóastöðum. Drumboddstaðasystkinin voru kunn langt út fyrir sina heima- byggð fyrir skarpar gáfur, félags- lyndi, lífsgleði, með brennandi hugsjónaeld í brjósti. Þorfinnur var þar fremstur meðal jafningja. Steinunn var menntuð í Flens- borgarskólanum og Kvennaskól- anum. Glæsikona í sjón og raun. Vinur hennar, fjölmenntaður gáfumaður, segir að strax hafi sér orðið það ljóst er hann átti orð- ræður við hana, að þar mætti hann algjörum ofjarli svo yfir- gripsmikil var þekking hennar. Mikils var vænst af ungu hjón- unum á Spóastöðum. En þegar síst skyldi ríða höggin yfir, þung og óvægin. Eftir fimm ára sambúð lést Þorfinnur, öllum harmdauði. Þá hófst hetju- og baráttusaga Steinunnar, og er hún skráð í bók- inni íslenskir bændahöfðingjar. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir áfallið og mikla fötlun. Hún bjó áfram í rúma tvo áratugi með af- burða glæsibrag, og gat með því móti skapað börnunum traust og gott æskuheimili og látið þau njóta góðrar menntunar. Börnin voru auk Þórarins, Hildur, nú lát- in, Egill og fóstursonurinn Valdi- mar Pálsson. Það lá í hlutarins eðli að Þórar- inn byrjaði snemma að hjálpa til Minning: Fæddur 22. aprfl 1950 Dáinn 30. nóvember 1984 Dáinn, horfinn, harmafregn. Okkur setti hljóð, fermingar- systkinin, er við fréttum að einn úr okkar hópi væri látinn. Kannske höfum við haft grun um að hverju stefndi, en ekki að það yrði eins fljótt og raun varð á. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd, því dauðinn virðist svo fjarlægur þeim sem telja sig í blóma lífsins. Helgi Guðmundsson er sá fyrsti 'úr hópi 14 fermingarsystkina sem kveður þennan herm. Flest okkar eru búsett hér í við bústörfin, enda viljugur og vinnufús. Þannig teygaði hann sem barn ilminn frá moldinni og grösunum. Forsjónin hafði úthlut- að Þórarni því hlutskipti að verða bóndi. Því hlaut hann menntun er beindist að því. Hann innritaðist í bændaskólann á Hvanneyri. Þar voru valinkunnir kennarar, er beindu sjónum nemenda sinna að lausnum þeirra margvíslegustu vandamála sem bóndinn þarf að glíma við. Oft vitnaði Þórarinn í það sem kennararnir höfðu sagt og veruna með góðum skólafélögum. Að námi loknu hófst dýrmætur skóli lífsins. Hann notaði Þórar- inn alla tíð til að byggja ofan á sterkan grunn uppvaxtaráranna og verunnar á Hvanneyri. Hann hóf búskap á Spóastöðum 1934 í félagi við fóstbróður sinn Valdimar. Þá voru miklir erfið- leikatímar, ekki sist i sveitum landsins. Valdimar hefur svo frá sagt að búskapurinn hafi samt gengið sæmilega og þakkar það forsjálni Þórarins og hvað hann var hreinskiptinn f öllum hlutum. Eftir fjögurra ára búskap varð Valdimar að hætta sökum heilsu- brests. Árið 1938 var mikið gæfuár fyrir Þórarinn. Ræður hann þá til sín Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Innri Hjarðardal i Önundar- firði sem kaupakonu og leiddi dvöl hennar til þess að þau gifta sig 9. september 1939. Ingibjörg er mannkostakona sem enginn kunni betur að meta en Þórarinn. Það duldist engum er til þekkti að hjónaband þeirra var byggt á gagnkvæmu trausti og tillitssemi sem entist meðan bæði lifðu. Það má segja að bærinn þeirra hafi staðið um þjóðbraut þvera. Því var oft gestkvæmt, öllum var tekið fagnandi og veitt af rausn. Umræðuefnið gat orðið æði víð- feðmt, þó að búskapurinn væri einatt efstur á baugi. Og þó tóm- stundir gæfust ekki margar var þó einatt gripin góð bók þegar næði gafst frá önnum. Minni Þórarins var með ólikindum. Hann gat endursagt orðræður er hann hafði heyrt fyrir áratugum. Það var enn þungt fyrir fæti í íslenskum land- búnaöi fyrstu búskaparár ungu hjónanna á Spóastöðum. En þegar hin mikla framfarasókn hófst í sveitum landsins, tóku Spóastaða- hjónin þátt í þeirri ævintýralegu byltingu af einstökum dugnaði. Hús voru endurbyggð yfir fólk og fénað, ræktun og bústofn margfaldaður og vélakostur efldur til þess besta sem þekktist. Hita- veitu lögðu þau um langan veg. Var það mikið átak sem breytti öllum lífsskilyrðum til hins betra. Grindavík, svo við fylgdumst vel með baráttu hans. Þó þakka megi Guði fyrir að sú barátta stóð stutt, þá er erfitt að sætta sig við þessa staðreynd lífs- ins, sérstaklega þegar hugsað er til eiginkonu hans og þriggja ungra sona. Helgi var traustur og dagfars- prúður vinur, og munum við ætíð minnast hans sem slíks. Að leiðarlokum viljum við þakka Helga samfylgdina í gegn- um öll okkar skóla- og uppvaxtar- ár. Eiginkonu, sonum, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönn- Þetta kostaði oft langan vinnudag og alltaf var húsbóndinn i farar- broddi. Þau hjónin voru einstak- lega hjúasæl og batt kaupafólkið við þau ævilanga tryggð. Þannig litur búskaparsaga Spóastaðahjónanna út i stórum dráttum. Arið 1980 hætta þau búskap og selja jörð og bústofn í hendur einkasyninum Þorfinni og Áslaugu konu hans, en þau höfðu búið með þeim félagsbúi í tiu ár. Var það vel ráðið. Uppbyggingin heldur áfram af sama myndar- skapnum og áður, og enn er að vaxa upp ný kynslóð á Spóastöð- um sem vonir eru bundnar við. Ingibjörg og Þórarinn áttu barna- láni að fagna. Þau eignuðust sex börn sem hafa orðið nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Þau eru: Steinunn gift Garðari Hannessyni, stöðvarstjóra Pósts og síma, Hveragerði. Sigríður gift Gísla ólafssyni, rannsóknar- manni, Reykjavík. Þorfinnur bóndi, kvæntur Áslaugu Jóhann- esdóttur, Spóastöðum. Guðríður Sólveig gift Úlfari Harðarsyni, verktaka, Flúðum. Bjarney Guð- rún gift Helga Sæmundssyni, rafvirkja, Reykjavík. Ragnhildur gift Pálmari Þorgeirssyni, bifreiðastj., Flúðum. Þórarinn var framfarasinnaður félagsmálamaður þrátt fyrir hlé- drægni og naut óskoraðs trausts sveitunganna. Eftir að hafa verið Ungmennafélaginu góður liðsmað- ur var hann kjörinn i hreppsnefnd Biskupstungnahrepps. Sat hann þar um árabil og síöustu átta árin oddviti. Þá voru ýmsar merkar framkvæmdir í gangi sem hann studdi af alhug. Ein er sú fram- kvæmd sem hugsjónaeldur Þórar- ins brann hvað heitast fyrir, var það bygging félagsheimilisins Aratungu. Á engan trúi ég hallað þó sagt sé að hann hafi verið lifið og sálin í þeim framkvæmdum. Sá hann auk þess um fjárreiður húss- ins í mörg ár. í hreppsmálum hafði hann ætíð fastmótaðar skoðanir sem reynd- ust sveitarfélaginu giftudrjúgar. Sem oddviti var hann virtur fyrir að vera hreinskiptinn, fram- kvæmdasamur og trúmennska var aðalsmerki í öllum hans gjörðum. Störfum þessum hætti hann með- an hann var enn í fullu fjöri, þrátt fyrir áskoranir sveitunganna um að halda áfram. Þórarinn var trúr samvinnuhugsjóninni. Honum fannst „máttur hinna mörgu" besti kosturinn til að lyfta Grett- istökum. Af skarpskyggni sinni lagði hann alltaf gott til málanna í samvinnu- og búnaðarsamtökum bændanna á Suðurlandi, enda full- trúi sveitarinnar í þeim öllum. En bóndinn á Spóastöðum þekkti sinn vitjunartíma. Þegar aldurinn færðist yfir sagði hann þeim öll- um af sér, taldi betra að ungir menn með ferskan andblæ og nýj- ar hugsjónir tækju við. Það hefur verið mér og konu minni mikill fjársjóður að hafa átt Spóastaðahjónin fyrir hjálp- sama og trausta vini og nágranna í þrjá og hálfan áratug. Af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi átti um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Helga Guð- mundssonar. Fermingarsystkini Þórarinn alltaf ráð ef vanda bar að höndum. Var þeirra létt að leita og gott að þiggja. Fram í hugann leita nú myndir minninganna, sem þó ekki verða tíundaðar hér. Á þær fellur eng- inn skuggi. Þvert á móti, gæti ég sagt, það glitrar á þær eins og skínandi perlur. í dag verður Þór- arinn lagður til hinstu hvílu i kirkjugarðinum I Skálholti, í faðm þeirrar foldar sem ævistarfið byggðist á. Hann hafði alla tíð átt kirkjusókn í Skálholt og hafði ver- ið lengi í safnaðarstjórn. Hann unni þessum stað eins og Bisk- upstungunum öllum. Að lokum kveð ég, kona mín og fjölskylda, Þórarinn með virðingu og þökk. Ingibjörgu og ástvinum öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur með óskum að bjarmi jólaljósanna megi milda sáran söknuð. Björn Erlendsson í dag verður til moldar borinn Þórarinn Þorfinnsson, bóndi frá Spóastöðum í Biskupstungum. Mig langar, sem fyrrum snún- ingsstrákur hjá þessum góða bónda, sem ég mat svo mikils, að minnast hans með nokkrum orð- um. Þórarinn Þorfinnsson fæddist að Spóastöðum 20. ágúst 1911, sonur hjónanna Steinunnar Egils- dóttur frá Kjóastöðum og Þor- finns Þórarinssonar frá Drumb- oddsstöðum. Þórarinn átti tvö systkini, Hildi og Egil, og enn- fremur einn fósturbróður, Valdi- mar Pálsson. Snemma mun Þórarinn hafa þurft að axla mikla ábyrgð, því hann missir föður sinn ungur og verður þá stoð og stytta móður sinnar við búskapinn. Enda varð vinnudagurinn oft æði langur hjá hinum unga bónda. Að Spóastöðum ræðst til kaupa- vinnu ung stúlka, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði. Þessi kaupakonu- ráðning átti eftir að verða Þórarni gifturík, því þau fella hugi saman og ganga í hjónaband 1939. Þau eignast sex myndarbörn sem eru: Steinunn, gift Garðari Hannes- syni, búsett í Hveragerði, Sigríð- ur, gift Gísla ólafssyni og eru þau búsett í Reykjavík, Þorfinnur bóndi á Spóastöðum, giftur Ás- laugu Jóhannesdóttur, Guðríður, gift Úlfari Harðarsyni, búsett að Flúðum í Hrunamannahreppi, Bjarney, gift Helga Sæmundssyni, búsett í Reykjavík, og Ragnhildur, gift Pálmari Þorgeirssyni, búsett að Flúðum í Hrunamannahreppi. Barnabörnin eru sextán. Móðir mín, Ásthildur, réðst í kaupavinnu til Ingu og Þórarins í byrjun búskapartíðar þeirra og minnist oft með ánægju og þakk- læti þeirra mörgu sumra sem hún dvaldi að Spóastöðum. Ég átti því láni að fagna að komast í sveit að Spóastöðum og dvelja þar mörg sumur. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil. Með óþreyju beið ég þess að skóla lyki svo hægt væri að komast austur. Og að sjálfsögðu fór maður í rút- unni hans Ólafs Ketilssonar, yfir Hellisheiðina upp Grimsnes og svo loksins við Mosfell fór að sjást til Spóastaða. Já, þá fór líka hjartað að slá örar. Á hlaðinu stóð bónd- inn á Spóastöðum, hávaxinn, grannur með alvörusvip, en þétt og hlýtt handtakið sagði meira en mörg orð. Þórarinn var afar vinnusamur maður, enda ber stórbýlið Spóa- staðir þess vitni. Sem snúnings- piltur hlaut ég að umgangast hús- bónda minn mikið, enda var margt gert og víða farið. Réttsýni var Þórarni I blóð bor- in; því var manni strax uppálagt að segja frá mistökum sínum, enda varð þá ekki mikið um skammir. Ég minnist sérstaklega atviks sem mig henti. Á hverju sumri, venjulega í lok sláttar, var farið í ferðalag. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og fólk bjóst til ferðar. Sævari vinnu- manni var sagt að sækja kartöflur í geymslu og setja siðan benzín á Landroverinn. Meðan Sævar sótti kartöflur hugðist ég færa jeppann að benzíntanknum, en ekki tókst betur til en svo að ég keyrði niður tankinn. Ég stökk út úr jeppan- aum háskælandi og beint út í fjós. Inga kom þá og hughreysti mig með sinni móðurlegu umhyggju og sagði að við þessu væri ekkert að gera, en ég væri kannski helst til ungur að aka jeppanum. Nú var farið í ferðalagið og Þórarinn hafði ekki haft orð á þessum at- burði. Allt í einu segir hann: „Þú varst heppinn í morgun, Maggi minn, að jeppinn var ekki í fram- drifinu.” Þessi orð verða mér ætíð minnisstæð. Snyrtimennska og reglusemi hafa ætíð einkennt heimilið á Spóastöðum. Dagurinn var snemma tekinn og unnið af krafti til kvölds, en á kvöldin og á sunnu- dögum var aldrei unnið nema það allra brýnasta. Þórarinn var búmaður mikill og vildi vanda vel til allra verka. Hann fylgdist því vel með nýjung- um á sviði landbúnaðar og því sem betur mátti fara. Fyrir mörgum árum lét Þórar- inn bora eftir heitu vatni sem síð- an var leitt heim til bæjar og nýtt til upphitunar og síðar þurrkunar á heyi og í gróðurhúsum. Veðurglöggur var Þórarinn og sagði vinur hans og nágranni, Björn í Skálholti, oft að þegar Þórarinn hugaði að slætti eða tæki saman hey væri víst í lagi að gera slíkt hið sama. Þórarinn og Inga nutu þess lfka að eiga góð börn, sem af dugnaði tóku þátt í uppbyggingu og rækt- un á búinu. Þórarinn var af sveitungum sín- um valinn til margra trúnaðar- starfa, enda góðum gáfum gædd- ur, íhugull, rökfastur og hrein- skiptinn með afbrigðum. Var þá sama hver í hlut átti. Hann var m.a. oddviti Biskupstungnahrepps um árabil. Síðustu tvö til þrjú árin átti Þórarinn við vanheilsu að stríða og þurfti þá oft að dvelja á sjúkra- húsum. En hugurinn var ætíð heima og þar naut hann umhyggju sinnar góðu konu og gat með stolti séð árangur starfs síns. Þorfinnur sonur hans og Áslaug tengdadótt- ir hafa nú tekið við búinu og reka það af mikilli fyrirhyggju, fram- sýni og myndarbrag. Er ég í síðasta sinn heimsótti Þórarin fyrir um hálfum mánuði á Landspítalann í Reykjavík, sá ég að hverju stefndi. En handtakið var jafn þétt og hugurinn jafn skýr og forðum. Um leið og ég minnist með þakklæti góðra daga með Þórarni sendi ég þér, Inga mín, börnum og barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur og vona að minningin um góðan og heilsteyptan mann megi verða sem flestum að leið- arljósi. Megi guð styrkja ykkur öll. Magnús Gunnarsson Fimmtudaginn 29. nóvember síðastliðinn lést í Landspítalanum tengdafaðir minn, Þórarinn Þpr- finnsson bóndi á Spóastöðum. Út- för hans fer fram frá Skál- holtsdómkirkju í dag. Síðustu árin átti Þórarinn við vanheilsu að stríða. Hann gekkst undir mikla aðgerð fyrir tveimur árum, sem talin var takast vel og gerðum við Helgi Guðmunds- son — Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.