Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
t
Móðir okkar,
STEINUNN SVEINBJARNARDÓTTIR,
andaöist i sjúkrahúsinu Sólvangi 24. nóvember sl.
Úttörin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir frábæra hjúkrun og
umönnun.
Kristin Benjaminsdóttir,
Sofffa Benjamínsdóttir Polhemus.
t
GUÐRÚN BENÓNÍSDÓTTIR,
fró Laxórdal,
Álftamýri 12,
andaöist i Landspitalanum, miövikudaginn 5. desember.
Börn hinnar lótnu.
t
Móöir okkar,
INGIBJÖRG JÖRUNDSDÓTTIR,
Álfheimum 28,
iést í Borgarspítalanum 6. desember sl.
Gyða Salomonsdóttir, Lilja Salomonsdóttir,
Jóhann Mosdal, Jóhanna Sumarlióadóttir.
t
ELÍSABET PETERSEN
andaöist i Borgarspítalanum 6. desember.
Systkinin.
t
Móöir okkar,
SIGRÚN HARALDSDÓTTIR,
Bósenda 4,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 10. desember
kl. 10.30.
Guörún Stefónsdóttir,
Helga Stefónsdóttir Mogensen,
Stefón B. Stefónsson.
t
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö fráfail og jaröarför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUDNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR
fró ívarshúsum,
Dvaiarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstaklega viljum viö þakka starfsfólki Sjúkrahúss Akraness og
dvalarheimilisins Höföa.
Guöbjarni Sigmundsson,
Sveinn Guöbjarnason,
Fjóla Guöbjarnadóttir,
Vigdfs Guöbjarnadóttir,
Lilja Guöbjarnadóttir,
Erna Guöbjarnadóttir,
Sigmundur Guöbjarnason,
Sveinbjörn Guóbjarnason,
Sturla Guóbjarnason,
Hannesfna Guóbjarnadóttir,
Gyöa Pólsdóttir,
Jóhannes Guöjónsson,
Jóhann Bogason,
Jón Hallgrfmsson,
Magnús Ólafsson,
Margrét Þorvaldsdóttir,
Sigrfóur Magnúsdóttir,
Sjöfn Pólsdóttir,
Eggert Steínþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og
vináttu viö andlát
GUDMUNDARJÓNSSONAR,
Grfmsey.
Guö blessi ykkur öli.
Steinunn Sigurbjörnsdóttir,
Hafliöi Guömundsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR
rafmagnseftirlitsmanns.
Svanhildur Jósefsdóttír,
Edda Magnúsdóttir og fjölskylda,
Skúlí Magnússon og fjölskylda.
Kveðja:
Sigjón Jónsson,
Suðurhúsum
Fæddur 29. október 1894
Dáinn 1. desember 1984
Þegar ég var 11 ára hafði svo
ráðist ég færi í sveit að iæra að
vinna og verða að manni. Ég sótti
það reyndar sjálfur fast, því bróð-
ir minn hafði verið tvö sumur í
Hólum í Hornafirði og ég vildi
ekki vera minni. Faðir minn hafði
kynnst Sigjóni Jónssyni smið og
bónda í Suðurhúsum í Borgarhöfn
í Suðursveit og sagt honum hann
ætti dreng sem þyrfti að fara að
temja. „Heveðisárinn, láttu strák-
inn koma!“ sagði Sigjón og skaut
út hægri olnboganum.
Það hefur verið í júnímánuði
1932 að Sigurður Ólafsson kom til
Eskifjarðar einhverra erinda á
nýja Björgvin SF 50 og var þá af-
ráðið að senda mig með honum til
Hornafjarðar. Ég átti að dveljast í
Hvamminum hjá Sigurði og Berg-
þóru og konu hans þangað til þeim
á Björgvin gæfi að færa Suður-
sveitungum björg í bú. Þetta varð
langdregið ferðalag, því ekki var
lendandi við Bjarnahraunssand
vegna brims fyrr en að hálfum
mánuði liðnum.
Einn góðan veðurdag komu
loksins boð frá símstöðinni á
Kálfafellsstað að sjór væri geng-
inn niður og ládautt við sandana.
Var þá strax farið að ferma
Björgvin timbri, olíu, kolum,
sekkjavöru og síðan lagt í hann.
Ég stóð uppi í stýrishúsi við hlið-
ina á Sigurði formanni út úr
Ósnum. Þó veður væri hið feg-
ursta og báturinn hreyfðist varla
vorum við ekki komnir nema fá-
einar bátslengdir vestur með fjör-
um þegar ég tók að kenna drunga
yfir höfði og óstyrkleika í hnjálið-
unum. Ég litaðist um, kom auga á
smurolíudunk í horni stýrishúss-
ins bakborðsmegin og tyllti mér.
„Ertu nokkuð sjóveikur?" spurði
Siggi. Ég veit ekki, svaraði ég tví-
rætt til að koma ekki upp um mig
í ótíma ef svo ólíklega færi ég
slyppi við að æla. „Ég skal opna
fleiri glugga svo það verði betra
loft,“ sagði Sigurður. Ég dró sjáv-
arloftið djúpt að mér og var ekki
frá því ég hresstist ögn í svip, en
þorði ekki að hreyfa mig. Þó ég
væri í vetrarfrakka gráum setti að
mér kulda að ofan við að húka
þarna, en frá vélarhúsinu lagði
notalegan yl upp eftir fótunum.
Sigurður fylgdist með mér og
fannst ég orðinn grámyglulegur í
andliti. „Þér er kalt, settu upp
vettlingana mína,“ sagði hann og
rétti mér sjóvettlinga sem lágu á
syllu í stýrishúsinu. Þeir voru grá-
ir og að því leyti í stíl við allt mitt
ástand, en svo stórir að þumlarnir
hefðu nægt; ég átti erfitt með að
hemja þá á höndunum þó ég
teygði fitina upp undir olnboga.
Svo kom fyrsta gusan og hálffyllti
stýrishúsið á Björgvin. „Neh, hgur
andskotinn, mahður,“ sagði Siggi
og leit ósjálfrátt niður fyrir fætur
sér til að athuga hvort hann yrði
stígvélafullur. Eg var fljótlega bú-
inn að týna sálinni: sat bara þarna
gróinn við olíudunkinn og ældi án
afláts galli og öllu föstu og fljót-
andi sem í mér var. „Djöhfull er
að sjá drenginn, mahður," sagði
Sigurður og gætti meðaumkunar í
rómnum.
Loks vorum við komnir á leiðar-
enda. Björgvinsmenn byrjuðu
strax að ryðja út timbri, bundu
það á seil; losuðu um sponsana á
olíufötunum, festu línu í milli og
hertu að, hentu þeim svo fyrir
borð líka. Þetta voru nýstáriegar
aðfarir og allstórkarlaleg uppskip-
un þótti mér. Eftir dálitla stund
kom bátur róandi úr landi og á
honum fjölmennt lið. Þegar hann
nálgaðist gaf ég körlunum gætur
út um stýrishúsgluggann. Þvílíkan
fornmannaflokk hafði ég aldrei
augum litið: allir í skinnburu,
skinnbrók, skinnsokkum og leð-
urskóm, vafðir þvengjum um úln-
liði og ökkla, með skinnsjóhatt
bundinn undir kverk. Einn var
hærri en flestir hinna: ekki fríður
sýnum, en broshýr, með skro-
svertu á vörum sem virtust allar
sprungnar. Sigurður sneri sér að
honum og sagði: „Ég er kominn
með lítinn kaupamann til þín.
Rúskinn strákur, bara dálítið sjó-
veikur. Jhá, andskotinn, mahður,
he-he!“ Þegar búið var að hlaða
bátinn bað langi maður Sigurð að
rétta sér þann litla. Ég heyrði á
tal þeirra, staulaðist á fætur og
dróst fram dekkið, kvaddi Sigurð
og menn hans, brölti síðan út að
lunningunni. „Heveðisárinn, hann
er alveg glær“, sagði Sigjón smið-
ur og seildist eftir mér.
Síðan var róið að landi og mið-
aði hægt, því báturinn var hlaðinn
og dró langan slóða. Jafnskjótt og
kenndi grunns stökk áhöfnin fyrir
borð til að styðja skipið og stóð í
sjó upp undir hendur uns aldan
hafði borið það ofar. Þá varð mér
ljóst að hér voru hraustir menn og
fumlausir á ferð sem voru ýmsu
vanir í skiptum við illskeyttari sjó
en þekkist inni á fjörðum. Allt í
einu þreif Sigjón mig og bar mig á
höndum sér upp á þurrt land. Sem
ég stóð þar á fjörunum sjúkur og
sálarlaus fannst mér ég kominn
nógu langt að heiman. En það átti
eftir að breytast svo gagngert við
kynni af íbúum þessarar sveitar
að ég hef löngum litið á hana sem
mín önnur heimkynni.
Að lokinni uppskipun lulluðum
við af stað ríðandi til bæja. Ég
minnist ekki að mikið væri talað á
leiðinni. Sigjón fitjaði ekki upp á
samræðum, ég var of feiminn og
þjakaður af sjóriðu til að hafa
rænu á öðru en reyna að lafa á
baki. Þó gaf ég húsbónda mínum
gætur í laumi. Sem kunnugt er
finnst börnum allt fólk gamalt
sem komið er um eða yfir þrítugt.
Já, Sigjón var öldungur í mínum
augum: eiginlega kominn að fótum
fram. Hann hefur þá verið 37 ára
og átti meira en hálfri öld ólokið!
Þegar við nálguðumst Borgar-
höfn var mér bent á Suðurhús þar
sem ég átti að dveljast og fór þá
strax að braggast: húsið bar hátt
og var langreisulegast bæjanna í
hverfinu, steinsteypt parhús með
tveim burstum fram á hlað; hæð,
kjallari og ris. Alveg nýtt, ekki að
fullu frágengið utan sá ég á leið
heim traðirnar. Inni var ýmsu
ólokið líka: búið að innrétta eldhús
á hæðinni, tvö svefnherbergi á
loftinu, annað stóð og beið betri
tíma. Og bíður enn.
Sigjón var einhleypur og ekki
við kvenmann kenndur fyrr né síð-
ar svo ég viti. Auk okkar yngis-
sveinanna tveggja voru í heimili
systur hans Sigríður og Jónína.
Siggi var eldri og hafði hússtjórn
Minning:
Andrés Markús-
son, Grímsfjósum
Fæddur 21. júlí 1905
Dáinn 6. nóvember 1984
Andrés Markússon, smiður og
fyrrverandi bóndi að Grímsfjósum
á Stokkseyri, andaðist í Vífils-
staðaspítala eftir rúmlega eins
mánaðar dvöl þar. Foreldrar hans
voru hjónin Markús Þórðarson frá
Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi,
Jónssonar bónda í Gröf í Hruna-
mannahreppi, Jónssonar bónda á
Högnastöðum, Jónssonar, og Hall-
dóra Jónsdóttir, Adólfssonar
bónda og formanns í Grímsfjós-
um, en móðir Jóns Adólfssonar
var Sigríður yngsta Jónsdóttir
ríka í Vestri-Móhúsum. Var And-
rés sjöundi maður frá Bergi Stur-
laugssyni í Brattsholti, sem
Bergsætt er komin frá. Andrés var
einbirni og ólst hann upp hjá for-
eldrum sínum í Grímsfjósum. Á
uppvaxtarárum hans var athafn-
alíf í uppgangi á Stokkseyri og fé-
lagshyggja í blóma. Þar var ung-
mennaféíag, verkamannafélag og
fleiri félög, vélbátaútgerð talsverð
og verslun. Þótt um brimsund sé
að fara til róðra hefur Stokkseyri
verið um aldir allmikil verstöð og
þar hafa alltaf ýtt á haf skipum
sínum til róðra frægir formenn og
úrvals sjómenn verið í liði þeirra.
Andrés i Grímsfjósum varð
snemma einn hinna vöskustu sjó-
manna á Stokkseyri og stundaði
þar lengi róðra á vélbátum, en
einnig réri hann um skeið á Kefla-
vík. Hann var önnur hönd foreldra
sinna við búskapinn í Grímsfjós-
um og hinn mikilvirkasti að öllum
störfum. Oft var hann á vorin og
haustin í atvinnu, sem bauðst til
og frá utan heimilis. Vann hann
meðal annars við gröf aðalskurðar
Flóaáveitunnar í flokki, sem
fylgdi skurðgröfu áveitunnar og
var sú vinna aðallega fóigin í bor-
un og sprengingum á hraunklöpp-
inni, er skurðurinn var grafinn
gegnum á nokkurra kílómetra
kafla. Man ég Andrés vel frá þeim
árum, enda var hann eftirtektar-
verður sakir prúðmennsku og
glæsimennsku, hár og beinvaxinn,
mikill um herðar, vel farinn í and-
litsfalli, glaður í viðmóti og
traustur í orðum og athöfnum.
Áhugi Andrésar beindist að því
strax á unglingsárum að vilja
verða smiður, enda var hann hag-
ur strax á trésmíði. Hann hóf því
nám í iðnskóla á Éyrarbakka og
hugðist læra húsasmíði, en varð
að hverfa frá því námi þegar hann
veiktist af lungnaberklum og
þurfti að dveljast til lækninga á
Reykjahælinu í Ölfusi hálft annað
ár. Náði hann þar góðri heilsu að
nýju. og skömmu síðar tók hann
við búi foreldra sinna í Grímsfjós-
um, en það var árið 1939 og giftist
27. maí það sama ár eftirlifandi
konu sinni, Jónínu Kristjánsdótt-
ur, Diðrikssonar bónda í Lang-
holtsparti, en móðir Jónínu var
Anna Jóhannsdóttir ljósmóðir í
Hraungerðishreppi. ólst Jónína
upp í Ölvisholti hjá Bjarna
Bjarnasyni og Elínu Guðmunds-
dóttur konu hans. Var hún svo
vinnukona hjá Valdimar Bjarna-
syni og Guðrúnu Ágústsdóttur
fyrstu búskaparár þeirra í Ölvis-
holti, en gerðist svo lausakona og
dvaldi á ýmsum stöðum. en flutti
til Stokkseyrar 1933 og stundaði
meðal annars vélprjón.
Þau hjón bjuggu í Grímsfjósum
í 30 ár og eignuðust einn son, Hall-
dór bílayfirbyggingamann á Sel-
fossi. Fluttu þau með honum til
Selfoss 1969 í nýtt hús, sem Hall-
dór reisti á Engjavegi 73 og hafa
dvalið með honum þar síðan. Móð-
ir Andrésar dó áður en hann tók
við búi, en faðir hans dvaldi hjá
syni sínum og tengdadóttur þar til
hann andaðist háaldraður. Önnu,
móður Jónínu, lóku þau til sín og
dvaldi hún þar í ellinni. Andrés og
kona hans voru mjög samhent og
áttu alltaf fallegt og gott heimili,
heilsa Jónínu var oft á völtum
fæti. Hafði hún á yngri árum
fengið berkla og varð lengi að
dveljast á heilsuhælum. Margs-
konar veikindi hafa þar að auki
þjáð hana og hefur hún oft þurft
að dvelja um lengri eða skemmri
tíma í sjúkrahúsum, meðal annars
nú og getur því ekki fylgt manni
sínum til grafar. Allar þessar
sjúkdómsraunir báru þau hjón
með hinni mestu þolinmæði. Nutu