Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 64
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11633 HlfKKUR IHBMSKEDJU LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Fyrsti dómur- inn vegna misnotkunar á greiðslukorti í SAKADÓMI Keykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur yfir manni, sem tók út vörur fyrir upphieó um- fram heimild frá greióslukortafyrir- Uekinu Visa og gat ekki staóió við greióslur til fyrirtækisins. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir brot á 249. grein hegningarlaganna; það er um- boðssvik en ekki bein fjársvik. Maðurinn tók út vörur erlendis fyrir um 53 þúsund krónur, en hafði heimild til þess að taka út vörur fyrir aðeins 10 þúsund krón- ur. Hann gat ekki efnt skuldbind- ingar sínar. Greiðslukortafyrir- iSekið Visa-ísland kærði manninn, sem nú hefur að mestu greitt skuld sína við fyrirtækið. Þetta er fyrsti dómurinn, sem gengur hér á landi vegna misnotk- unar með greiðslukort. Embætti ríkissaksóknara hefur gefið út 5 ákærur vegna misnotkunar á greiðslukortum. Engin löggjöf er hér á landi um greiðslukort og því hefur verið látið reyna á ákvæöi í hegningarlögunum. Gunnlaugur Briem, yfirsakadómari kvað upp aóminn. Glæsilegur sigur Morgunblaðiö/Fridþjófur Helgason Kristján Arason, bezti leikmaður íslenska landsliðsins í sigurleiknum í gærkvöldi gegn Svfþjóð. fsland vann 25:21. Hér brjóta Svfar á Kristjáni. Sjá nánar á íþróttasíðu. Afengi og tóbak hækkar ÁFENGI og tóbak verður hækkað f verði á mánudag, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Kftir því sem Mbl. kemst næst mun hækkunin nema fast að 20% að meðaltali. Áfengisútsölur ríkisins verða væntanlega lokaðar á mánudag á meðan verið er að reikna út hækkan- irnar. __ ._______ Bláfjöll: Skíðasvæðið opnað í dag SKÍÐASV/EÐIÐ í Bláfjöllum verður opnað í dag og fyrirhugað er að hafa a.m.k. stólalyftuna í Kóngsgili í gangi. Er nú ágætis skíða- og göngufæri á svæðinu. Bláfjallanefnd leggur til við borg- arráð að verð átta miða fyrir full- orðna verði 90 krónur en 45 krónur fyrir börn, dagkort fyrir fullorðna kosti 220 krónur en 110 krónur fyrir börn og kvöldkort fyrir fullorðna kosti 160 krónur en 80 krónur fyrir börn. Samkvæmt þessu hækka gjöld í skíðalyftur um 25—26% frá því í fyrra. Ekki hefur enn verið lögð fram tillaga að verði árskorta. Námslánin til út- hlutunar eftir helgi „Staöiö veröur við 95 % lánshlutfall“ segir menntamálaráðherra EFTIR helgina koma til útborg- unar lán til námsmanna og verð- ^Sr lánshlutfall 95% allt þetU ár eins og að var stefnt. Mennta- málaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, sótti um aukafjár- veitingu til fjármálaráðuneytis- ins aö upphæð 46,5 milljónir króna. Á fimmtudag var 27,5 milljóna króna aukafjárveiting samþykkt og er unnið að því að afla þess fjár, sem á vantar. „Tekist hefur að leysa fjárhags- vanda sjóðsins, sem reis vegna gengisfellingarinnar. Við sóttum um aukafjárveitingu, sem þó reyndist minni en mörg undanfar- in ár. Því verður lánshlutfallið 95%, eins og til stóð,“ sagði Ragn- hildur Helgadóttir, menntamála- ráðherra, í samtali við Mbl. „Þó er nokkur vandi vegna rekstrar- og launakostnaöar enn óleystur og verður unnið að lausn hans eftir helgi. En meginatriðið er að tekist hefur að leysa vanda vegna greiðslna til námsmanna og standa við yfirlýsingu um 95% lánshlutfall,“ sagði Ragnhildur. Matthías Á. Mathiesen bankamálaráðherra um vaxtamálin: Stjórnin hefur ekki faílið frá stefnu sinni Verðtryggð útlán 40 %, óverðtryggð 60 % „RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki fallið frá stefnu sinni í vaxtamál- um, en Ijóst er að jafnháir raun- vextir og verið hafa að undanförnu geta tæpast verið á næstu mánuð- um, miðað við þá verðlagsþróun, sem búast má við,“ sagði Matthí- as Á. Mathiesen bankamálaráð- berra, er hann var spurður, hvort ríkisstjórnin hefði fallið frá raun- vaxtastefnu. Bankamálaráðherra upplýsti ennfremur að skiptingin milli verðtryggðra- og ótverð- tryggðra lána í þjóðfélaginu væri sú, að verðtryggð lán næmu 40%, en óverðtryggð því 60% Matthías sagði vegna afgreiðslu ríkisstjómarinnar á tillögum Seðlabankans: „Ríkisstjórnin óskaði eftir því, að Seðlabankinn frestaði framkvæmd á vaxta- breytingum, sem fyrirhugaðar eru af hálfu bankans. óskað var eftir nánari upplýsingum um skoðun bankans á þróun verðlagsmála næstu mánuði til samanburðar þeim vaxtabreýtingum sem fyrir- hugaðar eru. Rfkisstjórnin hefur ekki fallið frá stefnu sinni í vaxta- málum.“ Varðandi hugmyndir Seðla- bankans sagði hann: „1 hugmynd- um Seðlabankans er fyrst og fremst um leiðréttingu að ræða á misræmi sem skapast hefur á kjörum verðtryggðra og óverð- tryggðra inn- og útlána í kjölfar verðlagsþróunarinnar, hækkun verðbólgunnar. Gert er ráð fyrir að bæta ávöxtun á óverðtryggðu sparifé en lækka vexti af verð- tryggðum fjárskuldbindingum.“ Sjá leiðara um vaxtamál og söluskattshækkun. Jólaverslunin í fullan gang JÓLASVIPUR er farinn að færast yfir borg og bý enda styttist óðum til fæðingarhátíðarinnar. Jólaskreytingar eru komnar upp víða um höfuóborgina — enn vantar lítið nema snjóinn. Verslanir á höfuðborgar- svæðinu verða opnar til kl. 18 í kvöld, eins og venja er i jóla- mánuðinum. Næsta laugardag, 15. desember, verða verslanir opnar til kl. 22 og laugardaginn fyrir Þorláksmessu, 22. desem- ber, verða verslanir opnar til kl. 23. Þorláksmessu ber upp á sunnudag í ár og verða verslan- ir þá lokaðar. Opið verður til hádegis á aðfangadag. Fimmtudaginn 27. desember verður opið á venjulegum af- greiðslutíma, til kl. 18:30, föstu- daginn 28. desember til kl. 21 og laugardaginn 30. desember til kl. 16. Opið verður til hádegis á gamlársdag. Söluturnar verða opnir til kl. 16 á aðfangadag og gamlársdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.