Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Hreinsað til í vinnslusal Jökuls eftir brunann. MorgunblaíiS/Friðþjófur. Endurbyggjum frysti- húsið á Raufarhöfn eða staðurinn leggst niður — segir Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri Raufarborn II. denember. „Það er hverjum og einum Ijóst, bæði hér á Kaufarhöfn og annars staðar á landinu, að annaðhvort endurbyggjum við frystihúsið og helst þyrfti einnig að byggja við það, eða þá við leggjum staðinn niður í álongum, eins og sumir málsmetandi menn hafa orðað það,“ sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn, þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hann í dag um það stóráfall sem byggðarlagið varð fyrir í gær, þeg- ar frystihús Jökuls hf. brann. „Einn Ijós punktur er þó, sem ég get sagt frá,“ sagði Gunnar ennfremur, „en það er að stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum i dag, að Byggðasjóður skyldi lána i nýbyggingu frystihússins, en við höfum lengi átt þar umsókn liggjandi og var það alveg óháð því áfalli sem við höfum nú orðið fyrir. Þessi umsókn okkar var á dagskrá stofnunarinnar til af- greiðslu í dag, löngu áður en til brunans kom, en ef til vill hefur hann þó ýtt enn frekar á þessa afgreiðslu." Tjón það sem í brunanum varð hefur enn ekki verið metið, þar sem fulltrúar tryggingafélag- anna, Brunabótafélagsins og Al- mennra trygginga, komust ekki til Raufarhafnar í dag en eru væntanlegir á morgun. Menn frá Rafmagnseftirliti ríkisins voru fram til kvölds að kanna upptök eldsins og virðist allt benda til þess að kviknað hafi í út frá tveggja kílóvatta rafmagnsblás- ara í vélstjóraherbergi frysti- hússins. í dag hefur verið unnið að því að koma frosti á lítinn beitufrystiklefa hússins til þess að hægt yrði að koma birgðum þar til geymslu og jafnvel þá einnig að taka upp einhverja vinnslu í frystihúsinu, þar sem vinnslusalur virðist hafa sloppið tiltölulega vel í brunanum og hugsanlegt að þar mætti hefja vinnslu aftur innan skamms tíma. Þá var í dag keyrt tvö þús- und kössum af frystum fiski til Þórshafnar í geymslu þar og á morgun er ætlunin að nokkur hluti kvennanna úr frystihúsinu verði keyrður til Þórshafnar til vinnu þar. Stjórn Jökuls hf. fundaði í dag, var þar meðal annars rætt um þann möguleika, að á meðan á endurbyggingu frystihússins stendur, verði í auknum mæli farið út í saltfiskvinnslu en til þess að svo megi verða í ein- hverjum mæli vantar flatnings- vélar til fyrirtækisins. Eins og er liggur ljóst fyrir, að stjórn Jök- uls hf. er harðákveðin f að hraða endurbyggingu frystihússins, svo sem veröa ma og leitar allra leiða til þess að þetta óhapp þurfi sem minnst að koma við starfsfólk fyrirtækisins. Af- greiðsla Framkvæmdastofnunar í dag gefur vissar vonir um að þessi fyrirætlan takist, en ljóst er þó að veruleg fyrirgreiðsla þarf til að koma frá fleiri aöilum á meðan ekki liggur fyrir um úr- slit þessara mála, horfir um þriðjungur verkafólks á Rauf- arhöfn fram á atvinnuleysi áfram, en vinna hafði legið niðri hjá fyrirtækinu um átta vikna skeið, þar til í byrjun desember. Karlmenn munu að vísu fá at- vinnu við uppbygginguna, en kvenfólk, sem hjá Jökli hefur unnið, verður nú annað tveggja að fara á atvinnuleysisbætur að nýju, ellegar sækja vinnu til Þórshafnar, en þangað er um klukkustundar ferð. Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóri er jafnframt formaður stjórnar Jökuls. Hann sagði að lokum í viðtali við Morgunblað- ið: „Ég held að öll stjórn félags- ins og þá jafnframt sveitar- stjórnin, sé sammála um að taka nú þegar rækilega til höndum og endurbygging fyrirtækisins verði látin sitja fyrir öllu öðru. Það er spursmál um líf eða dauða fyrirtækisins að okkur takist að leysa þessi mál farsæl- lega og án þess að verulegur dráttur verði á framkvæmdum." G. Berg. Byggðasjóður aðstoðar Raufarhafnarbúa: Frystihúsið verði í eigu heimamanna — segir Halldór Blöndal alþingismaður STJOKN Framkvæmdastofnunar ríklsins samþykkti á fundi í gær- morgun að Byggðasjóður aðstoðaði við uppbyggingu hraðfrystihúss á Raufarhöfn í samvinnu við Fisk- veiðasjóð og heimamenn en frysti- húss Jökuls hf. skemmdist mikið af völdum elds í fyrradag eins og kunn- ugt er. „Stofnunin mun fylgjast mjög náið með undirbúningi og fram- kvæmd þessa verks og munu menn frá henni fara norður sem allra fyrst til að kynna sér ástandið og gefa stjórninni skýrslu um það,“ sagði Halldór Blöndal, alþingis- maður og stjórnarmaður í Fram- kvæmdastofnun, í samtali við blm. Mbl. „Sjálfur vil ég leggja áherslu á nauðsyn þess að þessi uppbygg- ing geti orðið með þeim hætti að Jökli hf. verði komið á eðlilegan og heilbrigðan starfsgrundvöll og þetta undirstöðufyrirtæki Rauf- arhafnar geti verið í eigu bæj- arbúa eins og verið hefur. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að í hverju byggðarlagi sé vel rekið atvinnufyrirtæki ( eigu heima- manna,“ sagði Halldór einnig. Halldór sagði, þegar hann var spurður um hugsanlega meiri- hlutaeign kaupfélaganna á Kópa- skeri og Þórshöfn í nýju hrað- frystihúsi á Raufarhöfn: „Fyrir fundinum lá umsókn frá fram- kvæmdastjóra Jökuls hf. þar sem óskað var eftir lánafyrirgreiðslu til uppbyggingar frystihúss á þeim grundvelli að Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Langnesinga komi inn sem mjög stórir hluthafar og ef til vill meirihlutaeigendur. í þessu sam- bandi vil ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel það óeðlilega þróun og vil ekki sætta mig við að engin ráð séu til þess að tryggja það að Raufarhafnarbúar séu áfram húsbændur yfir frystihúsi staðarins." Lækkandi ísfisk- verð í Englandi MARKAÐSVERÐ á ísflski í Eng- landi fer nú lækkandi vegna tölu- verðs framboðs, en verð í Þýzka- landi stendur heldur betur. Frá því á mánudag hafa eftirtalin skip selt afla sinn í þessum tveimur löndum. Þorleifur Jónsson HF seldi 115 lestir í Hull á mánudag. Heildar- verð var 3.692.000 krónur, meðal- verð 32,11. Aflinn var blandaður, þorskur, ýsa og grálúða. Sama dag seldi Þórunn Sveinsdóttir VE 54 lestir, aðallega þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 1.837.800 krónur, meðalverð 34,03. Snæfugl SU seldi 173,5 lestir í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag. Heildar- verð var 5.469.200 krónur, meðal- verð 31,52. Aflinn var blandaður, mest grálúða, karfi og þorskur. Votaberg SU seldi 62,1 lest, aðal- lega ufsa í Cuxhaven á þriðjudag. Heildarverð var 1.506.700 krónur, meðalverð 24,27. Loks seldi Ýmir HF 84,2 lestir í Cuxhaven sama dag. Heildarverð var 2.889.400 krónur, meðalverð 34,31. Aflinn var mestmegnis karfi. Uppboðið í Kaupmannahöfn: jt Esjumynd Asgríms seld á 190.000 kr. Kaupm.nnah«rn, 11. desember, frá Guðrúnu L. Aageirsdóltur. fréttarilara Mbl. MÁLVERK Ásgríms Jónssonar, Fjallið Esja, var í dag selt á uppboði hér fyrir 52 þúsund danskar krónur eða sem svarar tæplega 190 þúsund ísl. krónum. Tvö önnur verk Ásgríms voru seld á 34 þúsund og 20 þúsund danskar krónur, eða sem svarar 123 þúsund ísl. krónum og 72.400 krónum. Kaupandi myndanna var Klausturhólar í Reykjavík. Mynd eftir Gunnlaug Blöndal var seld á 33 þúsund danskar krónur (120 þús. ísl.), myndir eftir Erró á 15 og níu þúsund danskar krónur, eða sem svarar 54 þúsund ísl. og 32.500 ísl. kr. Upplagseftirlitið: Fyrstu tölur birtar í byrjun næsta árs Listmunauppboð Arne Bruun Rasmussen hófst á hádegi í dag í húsakynnum uppboðshaldaranna við Bredgade. Var þar þröng á þingi og nokkur spenna í lofti en þó misjöfn eftir því hvaða nöfn voru í boði. Fjórtán málverk eftir sex ís- lenska listamenn verða seld á upp- boðinu og er þeim gert mjög hátt undir höfði í sýningarskrá. Þar eru birtar myndir af tíu íslensku málverkanna og hefðu verið ellefu ef málverk Jóns Stefánssonar hefði ekki borist of seint. I skránni eru tæplega fjörutíu myndir af 489 listaverkum, sem boðin eru upp I stafrófsröð listamannanna, mál- Endurskoðunarstofan N. Mancher og co. hefur tekið að sér að fram- kvæma upplagseftirlit Verslunarráðs íslands. Samningur um eftirlitið var undirritaður fyrir um ári og er búist við að fyrstu tölur verði birtar í febrú- ar eða mars nk. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem tekur þátt í upplagseft- irlitinu enn sem komið er, að sögn Áma Árnasonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs fslands. Árni sagði í samtali við blm. Mbl. að í fyrstunni yrði upplag og dreif- ing tímarita júlí til desember 1984 könnuð og birt í febrúar eða mars 1985. Síðan yrði nettóupplag og greidd eintök könnuð fyrri helming næsta árs og tölur um það birtar eftir mitt ár. Sagði hann að ekki hefði reynst unnt að kanna fjölda greiddra eintaka vegna mismunandi bókhalds útgáfufyrirtækjanna en það yrði samræmt frá og með ára- mótum. Dagur á Akureyri er þátttakandi í upplagseftirlitinu og eftirfarandi tímarit: Tímarit Sam-útgáfunnar, Gestgjafinn, Sjómannablaðið Vík- ingur, Skák, tímarit Höslu hf., ís- lenska ullin, tímarit Fjölnis hf. og Heilbrigðismál. Sagði Arni að blöð og tímarit hefðu enn möguleika til að vera með frá byrjun. Esjumynd Ásgríms verk og höggmyndir saman. Síðan koma svo húsgögn, teikningar og grafíkmyndir. í dag voru málverk Gunnlaugs Blöndal, Errós og Ásgríms Jóns- sonar boðin upp en í fyrramálið eru Kjarvalsmálverkin fimm með- al uppboðsverkanna og síðdegis á morgun kemur röðin að Jóni Stef- ánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. Fór mynd Gunnlaugs Blöndal af fiskibátum í Siglufjarðarhöfn með Hólshyrnuna í baksýn á Dkr. 33.000 (120 þús. ísl.), en það mál- verk hefur hangið undanfarnar vikur í sýningargluggum Bruun Rasmussen ásamt tveimur Kjarv- alsmálverkum. Málverk Errós voru slegin óþekktum kaupanda á 15.000 og 9.000 danskar krónur, sem var mun lægra verð en búist hafði verið við. Gekk uppboðið síð- an hratt á köflum og fóru mörg dönsku málverkanna undir mats- verði, frá 2000—5000 krónum, og sum á aðeins fáein hundruð danskra króna. Svo kom að málverkum Ásgríms Jónssonar og færðist þá heldur fjör í leikinn. Boðið var á báðar hendur og voru öll málverkin sleg- in fulltrúa Klausturhóla í Reykja- vík, Guðmundi Axelssyni. Fjallið Esja fór á 52.000 danskar krónur, Þingvallamyndin á 34.000 og vatnslitamynd á 20 þúsund. Næstur á eftir Ásgrími kom hinn frægi danski málari Asger Jorn. Varð hörð barátta um verk hans og fór hið dýrasta á 270 þús- und krónur danskar, eða sem svar- ar tæplega einni milljón ísl. króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.