Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Til hvers verkfall? Góð gjöf gleður í hönd fer tími gleði og gjafa. Vandlátir vita hvað þeir vilja. Gefjunarteppi er vönduð gjöf - sem gleður. Hlý gjöf er góð gjöf. d&gim LEIÐANDI í LIT OG GÆÐUM - eftir Asgeir Hvítaskáld Þú sem vinnur daginn út og inn á skítakaupi, þrælar á kvöldin og um helgar til að fá mannsæmandi laun, að sjálfsögðu viltu fá betri laun. Það viljum við öll. Eina vopnið er að fara í verkfall, því miður. Þar með stöðvum við hjól þjóðfélagsins, sumir vilja helst kollsteypa öllu. Ég er ekki viss um að þetta bæti kjör okkar. Við get- um ekki mælt skaðann sem efna- hags- og atvinnumálin verða fyrir. Allt í lagi við fórum í verkfall, strætó stöðvaðist, útvarpið þagn- aði, sjónvarpið skánaði, milli- landaflug lagðist niður, skólar, sundlaugar, pósthús og þjóðleik- hús voru lokuð. En þetta bitnaði mest á borgurunum sjálfum. Til hvers að gera okkur lífið enn erf- iðara en það er? Slegist var við nemendur fyrir framan Háskól- ann sem vildu halda námi sínu áfram og fólki var meinað að fljúga til útlanda. Til hvers? Strætóbílstjóri sem var á leið í verkfall ræddi við mig um þessi mál. Hann sagði að á þeim tíma þegar myntbreytingin átti sér stað, hafi hann getað keypt sér tvö myndbandstæki fyrir mánaðar- launin, en nú getur hann aðeins fengið tæplega eitt af ódýrustu gerð. Samt miðast þetta við sömu vinnuna. Fyrir tveim árum kost- aði tréhrífa 160 krónur, sagði hann, en í dag kostar hún yfir 500 krónur. Hækkunin er 325%. Hefur kaupið hækkað svo mikið? Mörg dæmi sýna okkur að kaup- ið hefur ekki hækkað samhliða vörum. Hvað á fólk að gera þegar það á ekki lengur fyrir mat; kaup- mátturinn orðinn að engu. Alls staðar þar sem maður drepur niður læri er kvartað undan blankheitum, fólk er skuldugt upp fyrir haus. Vissulega voru ástæður fyrir þessu verkfalli. En tekjutap- ið sem fólk verður fyrir af verk- fallinu er meira en það sem kaup- hækkunin getur svarað fyrir. Síð- ast vorum við 13 mánuði að vinna upp tapið. Allir æða í verkfall án þess að hugsa. Væri ekki nær að Asgeir Hvítaskáld „Allir æöa í verkfall án þess aö hugsa. Væri ekki nær að menn reyndu aö vera skyn- samir og leysa svona deilur á annan hátt í okkar litla, borölága þjóölelagi.“ menn reyndu að vera skynsamir og leysa svona deilur á annan hátt í okkar litla, borðlága þjóðfélagi. Nú hafa samningar tekist. Hvað gerist? Það er varla liðinn dagur, þá er tilkynnt að það komi stór gengisfelling. Þar með er kaup- hækkunin farin. Til hvers að leggja allt þetta á sig fyrir ekkert? Það má plata suma. Persónulega vildi ég gjarnan fá hærra kaup, en ég vil enga platkauphækkun. Við erum að berjast við verðbólgu og það hefur gengið vel en nú fer verðbólgurúllettan aftur af stað. Verðbólgan er einmitt okkar versti óvinur, hún eitrar efna- hagskerfið, gerir laun að engu, blekkir fólk og gerir fyrirtæki og framkvæmdir þyngri í vöfum. í áratugi voru sparifjáreigendur snuðaðir um hundruð þúsunda. Þeir sem lögðu fé sitt á banka stórtöpuðu, en þeir sem tóku lán græddu. Verðbólgan át skuldir um leið og hún át sparifé. En nú hefur þetta snúist við og komnar eru nýjar öfgar. Þeir sem eru að kaupa sér íbúð, þeir taka lán sem öll eru verðtryggð í dag. En laun mannsins sem á að borga lánin eru ekki verðtryggð. Er réttlæti í þessu? Peningar eru ekki eins tryggur gjaldmiðill og menn halda. Sennilega væri tryggara að leggja brennivínsflöskur inn á banka. Matarreikningur verkamanns er stór hluti launa hans, en mat- arreikningur hjá alþingismanni er aðeins brot. Ef það koma verð- hækkanir þá koma þær verst niður hjá láglaunafólki. Sjáið til, það kom launahækkun, þar á eftir gengisfelling, síðan verðhækkanir og þar með meiri launamismunur. Til hvers var verkfallið? Ásgeir Hrítaskáld er rithöíundur, sem gefur bækur sínar út sjálfur. V^terkur og L/ hagkvæmur auglýsingamióill! staögreiösluafsláttur ____STENDUR FYRIR SiNU ^yggingarvörur Verkfærí Hreinlaztístaeki 1 ePP adei/d HarðviðarsaJa • • BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Simar: Harðviðarsala................28 604 Byggingavörur...............28 600 Málningarvörur og verklæri....28 605 Gölfteppadeild..............28-603 Flisar og hreinlætistæki......28-430 renndu við eða hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.