Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 15
M0RGUN3LAÐIÐ, MrÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 15 Kynning á öllum frönskum fatnaði sem hér er seldur FRANSKA sendiráðið og fyrirtækið Gildi hf. gangast fyrir tískusýningu í Súlnasai Hótel Sögu laugardaginn 15. desember nk. þar sem kynntur verður allur sá franski fatnaður sem fæst hér á landi. Verslunarfulltrúi Frakklands, Gina Letang, hefur haft veg og vanda af sýningunni en henni til aðstoðar hafa verið útflutnings- miðstöðin, samtök franskra fata- framleiðinda og fulltrúar fræg- ustu tískuhúsanna í París. M. Engel, dans- og tískusýningar- stjóri, mun setja sýninguna á svið. Dagskráin á laugardag hefst með kvöldverði kl. 20.30. Að hon- um loknum sýna Módel 7í> fransk- an kven-, karla- og barnafatnað eftir frægustu tískuhönnuði Frakklands. Meðal vörumerkja má nefna Kenzo, Chacharel. Yves Saint-Laurent, Givenchy og Christian Dior en umboðsmenn fatnaðarins eru eftirtaldar versl- anir: Eva, Hjá Báru, Gullfoss, Utboð vegarkaf la á Vesturlandi: Lægstu tilboðin 43—56 % af kostn- aðaráætluninni AÐ undanförnu hefur verið boðin út lagning þriggja vegarkafla á Vestur- landi, sem hver um sig er 3 til 5 km að lengd og leggja á í vetur og vor. Tíu til fjórtán tilboð hafa borist í hvert þessarra verka og hafa flest þeirra verið undir kostnaðariætlun Vegagerðarinnar. Lægstu tilboð hafa verið á bilinu 43%Cil56%. f gær voru opnuð tilboð í undir- byggingu þjóðvegarins fyrir ofan Borgarnes. Tilboðsgjafar höfðu tvo valkosti, 2 km vegarkafla frá Hamarslæk að Brennistöðum og 5,4 km vegarkafla frá Hamarslæk að Gufá. I lengri kaflann bárust 12 tilboð og voru 9 þeirra undir kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins, sem var 16,6 milljónir kr. Lægsta tilboðið var frá Hetti sf. í Hrútafirði, 9,4 milljónir kr., sem er um 56% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið var frá Suð- urverki á Hellu, 10,9 milljónir, sem er 65% af kostnaðaráætlun. Birgir Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, sagði í samtali við Mbl. að þar sem tilboðin hefðu verið þetta hagstæð væri útlit fyrir að ráðist yrði í lagningu lengri kaflans og lægsta tilboði tekið. Sagði hann að ekki væri bú- ið að taka ákvörðun um lagningu bundins slitlags á veginn en það yrði hugsanlega gert næsta sumar. í síðustu viku voru opnuð tilboð í undirbyggingu 3 km kafla á Vesturlandsvegi, frá Akranes- vegamótum að Galtarholti. 14 til- boð bárust í verkið og öll nema eitt lægri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Lægsta tilboðið var frá Ósi hf. í Skagafirði. 1,9 milljónir kr., sem er 48% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar, en hún hljóðaði upp á 3,9 milljónir. Næstlægsta tilboðið var frá Húna- virki í Hrútafirði, 2,0 milljónir kr., sem er 51% af kostnaðaráætlun. í gær var gengið frá samningi á milli Vegagerðarinnar og verk- takafyrirtækjanna Árverks og Fossverks á Selfossi um undir- byggingu 3,2 km af Stykkishólms- vegi, það er frá Vogsbotni að Stykkishólmi. Þessi fyrirtæki voru með lægsta tilboðið í verkið, 2,9 milljónir kr., sem er 43% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar, en hún hljóðaði upp á 6,9 milljónir kr. Tíu tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út og voru þau öll lægri en kostnaðaráætlunin. Næstlægsta tilboðið var frá Hilm- ari Sigursteinssyni í Skagafirði, 3,0 milljónir, sem er um 44% af áætlun, en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 5,8 milljónir sem er um 84% af kostnaðaráætlun. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 10. maí og í sumar er fyrirhugað að leggja slitlag á veginn. Verður þá komið bundið slitlag á allan Stykkis- hólmsveg f rá vegamótum að kaup- túninu. Christine, Pelsinn, Herragarður- inn, Englabörnin og Pakkhúsið. Að tiskusýningunni lokinni verður happdrætti og Parísarferð í vinning. Þá leikur Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar fyrir dansi fram eftir nóttu. Tískusýn- ingin verður síðan endurtekin daginn eftir, sunnudag, kl. 16.30 í Átthagasal Hótel Sögu. í vikunni var haldinn fundur með blaðamönnum þar sem dagkskrá kvöldsins var kynnt. Gina Letang sem kom hingað til lands sl. mars hefur verið ráðin verslunarfulltrúi Frakklands á ís- landi næstu þrjú ár. Sagði hún að á Islandi væru sérlega faileg og vönduð föt, en þó væri úrvalið af frönskum fatnaði að hennar mati ekki nægilega mikið. Nefndi hún sérstaklega í því'sambandi karla- fatnað. Kvaðst Letang vonast til þess að tískusýningin yrði til þess að fslendingar kynntust þeim frægu vörumerkjum sem nú þegar fengjust hér á landi og sagðist hún vonast til að fleiri merki bættust í hópinn innan tíðar. Letang bætti því við að þetta væri aðeins byrj- unin, síðar væri fyrirhugað að halda hér á landi alls kyns kynn- ingar á frönskum varningi sem hér er seldur. Söfnuðu fyrir kirkjubygg- ingu á Seltjarnarnesi Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju skýrir frá því í frétt, sem hún hefur látið fara frá sér, að í haust hafi allstór hópur barna safnað pening- um til styrktar kirkjubyggingunni á Seltjarnarnesi. Á meðfylgjandi mynd er nokkur hluti þeirra barna, sem haldið hafa hlutaveltur og látið ágóðann renna til byggingarinnar. Myndin er tekin fyrir framan kirkjuna í byggingu. Frá vinstri eru: Guðrún Norðfjörð, Jóhanna Skúladóttir, Helga Björnsdóttir, Hildur Norð- fjörð, Guðrún Inga Sívertsen, Sig- ríður Björg Sigurðardóttir, Svana Margrét Davíðsdóttir, Ásta Björg Davíðsdóttir, Björg Guðmunds- dóttir, Guðrún Vala Davíðsdóttir og Anna Björg Erlingsdóttir. Gina Letang, verslunarfulltrúi Fr; einn þriggja eigenda Gikiis hf. Morgunblaoio/Frioþjófur ids á fslandi, og Vilhelm Wessmann, Bankastræti 10. Sími 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.