Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 36
36 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Mezzoforte heldur tón- leika í Háskólabíói Morgunblaöið/Bjarni Hluti af norrsnu samstarfsnefndinni sem hélt hér fund fyrir skommu. Talið frá vinstri: Thomas Jensen, Danmörku. Kristina Medin, Svíþjóð, Karl Christian Kristensen, Noregi. Guómundur Auðunsson, íslandi, og Gjeir Axelsen. Noregi. Framhaldsskólanemar á Norðurlöndum: Vinna saman að bættum kjörum svartra f S-Afríku HUÓMSVEITIN Mezzoforte held ur tónleika í Háskólabíói sunnudag- inn 16. desember nk. Mezzoforte hefur ekki haldið tónleika hér á landi í eitt ár, eða síðan 18. desember 1983 er hljómsveitin hélt jólatónleika í Háskólabíói til styrktar tónlist- arskóla FÍH. Nú hefur verið ákveðið að halda aðra slíka tón- leika sunnudaginn 16. desember nk. Verða haldnir tvennir tónleik- ar, þeir fyrri um daginn kl. 15.00 og síðari tónleikarnir kl. 21.00. Verður sami háttur hafður á og í fyrra þ.e. fyrri tónleikarnir verða haldnir í nafni Flugleiða og Steina hf. Munu Flugleiðir og Steinar hf. bjóða fólki sem á við fötlun að stríða uppá ókeypis skemmtun, en þetta fólk á vanalega ekki kost á að njóta skemmtunar sem þessar- ar. Síðari tónleikarnir eru ætlaðir almenningi og mun allur ágóði af tónleikunum renna til hljóðfæra- kaupa handa einhverfum börnum, en þau hafa mjög mikla unun af tónlist. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 10. desember í hljómplötuverslunum Karnabæj- ar, Fálkans og Skífunnar. (FrétUtilkynning. í TILEFNl af alþjóðaári æskunnar á nssta ári, hafa stjórnir Landssambands mennta- og fjölbrautaskóla og Iönaðarsambands íslands ákveðió að vinna í samstarfi við systursamtök sín á hinum Norðurlöndunum að verkefni sem kallast NOD-85, þ.e. Norræn samstaða og felst í því að kynna aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og aðstæður hins svarta meirihluta þar í landi. Er fyrirhugað að koma af stað víðtækri herferð hér á landi upp úr áramótum þar sem þessi málefni verða kynnt. LMF og INSÍ hafa tekið upp samstarf við Hjálparstofnun kirkjunnar og mun verkefnið á íslandi verða unnið í samvinnu við bana. Árið 1982 var stofnuð norræn samstarfsnefnd sem vinna skyldi að þessum málum og eiga i henni sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna nema þrír frá Noregi. Aðeins ár er liðið frá því að ísland gerðist samstarfsaðili og eiga nú sæti í nefndinni tveir full- trúar tslands, Gunnar Gunnars- son frá LMF og Guðmundur Auð- unsson frá INSÍ. Helgina 1. til 2. desember sl. var haidinn hér á landi 13. fundur norrænu sam- starfsnefndarinnar og var starf hennar þá kynnt fyrir blaða- mönnum. Guðmundur Auðunsson, annar íslensku fulltrúanna : nefndinni. Kísiliðjan sækir um endurnýjun námaleyfis KÍSILIÐJAN við Mývatn hefur sótt um framlengingu á námaleyfi sínu í Mývatni en það rennur út árið 1986. Kísiliðjan vinnur kísilgúr úr vatninu til framleiðslu sinnar. Iðnaðarráðherra gefur út náma- leyfi og að sögn Halldórs J. Krist- jánssonar, deildarstjóra í ráðu- neytinu, er umsókn Kísiliðjunnar nú til athugunar í ráðuneytinu. Sagði hann að sótt væri um efnis- töku á tilteknum svæðum í vatn- inu og væri óskað framlengingar um 20 ár. Halldór sagði að um- sóknin færi nú til umsagnar Nátt- úruverndarráðs enda þyrfti að taka tillit til náttúru- verndarsjónarmiða við útgáfu námaleyfis á þessum stað. Helgarskákmót á Blönduósi 27. helgarskákmótið fer fram á Blönduósi um næstu helgi. Flestir beztu skákmenn okkar verða meðal þátttakenda og margir heimamenn hafa látið skrá sig til þátttöku. Mótið hefst á föstudag klukkan 16 með setningu á Hótel Blöndu- ósi. Á laugardag verður teflt í fé- lagsheimilinu á Skagaströnd en á sunnudag verða síðustu umferð- irnar tefldar á Blönduósi. Allmörg verðlaun verða í boði og 1. verð- laun eru 7.500 krónur. Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar á laugardag KRISTTJÁN Jóhannsson óperusöngv- ari syngur á Jólahljómleikum bóka- klúbbsins Veraldar sem haldnir verða í Háskólabíói næstkomandi laugardag klukkan tvjö þrjátíu. Kristján raun syngja við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar en sér- stakur gestur Kristjáns á hljómleik- unum er Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar. Kristján hefur um árabil búið i Veróna á Ítalíu en kemur sérstak- lega til þessara hljómleika frá Bandaríkjunum, þar sem hann Náttsöngur í Hallgrímskirkju SKÓLAKÓR Kársness í Kópavogi undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur aðventu- og jólalög i nátt- söng í Hallgrímskirkju kl. 22.00 í kvöld. Að því loknu verður sungin tíðargjörð. Kristján Jóhannsson hefur sungið undanfarið og vakið mikla athygli. Kór Öldutúnsskóla undir stjórn- Egils Friðleifssonar hefur gert víðreist um heiminn og þykir hafa náð lengra en dæmi eru um nokk- urn íslenskan barnakór. Efni hljómleikanna er allt helgað jól- unum og mun Kristján syngja með kórnum í lok hljómleikanna. Einungis fáir miðar eru óseldir á hljómleikana sem ekki verða endurteknir. sagði að tilgangur verkefnisins NOD-85 væri ennfremur að styrkja samstöðuna milli æskunn- ar í Norðurlöndum og æsku þriðja heimsins og sjá til þess að unnið verði kröftuglega að betri mennt- unarmöguleikum fyrir æsku þriðja heimsins með yfirskriftinni „æska hjálpi æsku“. Sagði Guðmundur að í lok mars á næsta ári væri síðan fyrirhugað að efna til söfnunar meðal al- mennings sem fælist í því að námsfólk á Norðurlöndunum gæfi vinnukraft sinn í einn dag og gæf- ist almenningi þá tækifæri til að fá það í ýmsa vinnu, eins og taka til í húsum, görðum o.s.frv. Fer söfnunin fram samtímis á öllum Norðurlöndunum og verður öllum ágóða varið til stuðnings svörtu æskufólki í Suður-Afríku og flóttamönnum þaðan. Einnig kom fram á fundinum að Norðurlöndin, að íslandi undan- skyldu, hafa ákveðið að styðja ANC, Afríska þjóðarráðið, við uppbyggingu á skólum fyrir suð- ur-afríska flóttamenn í Tansaníu, en íslendingar hafa tekið upp samstarf við SACC, Samkirkjuráð Suður-Afríku, sem lýtur forystu biskupsins Desmonds Tutu, en hann hefur sem kunnugt er hlotið Friðarverðlaun Nóbels. Næsti fundur norrænu sam- starfsnefndarinnar verður hald- inn í Stokkhólmi í byrjun mars og verður það lokafundur fyrir söfn- unina sem verður í lok mánaðar- ins. Nýja innréttingin. Blóm og afdrep þar sem afgreiðslufólk getur rætt við viðskiptavini í einrúmi. Ný íslenzk innrétt- ing hiá SPRON BÚIÐ ER að setja upp nýja íslenska innréttingu í Sparisjóó Reykjavíkur að Skólavörðustíg 11. Með þessari innréttingu vinnst aukið gólfrými fyrir viðskiptavini auk þess sem hún er sniðin að nýj- um kröfum sem tölvuvæðing Sparisjóðsins gerir. Með nýju inn- réttingunni er afgreiðsla Spari- sjóðsins hraðari en áður. Gjald- kerum hefur einnig verið fjölgað. Afgreiðsluborðin eru ekki sam- felld heldur margar sjálfstæðar einingar. í innréttingunni er her- bergi þar sem viðskiptavinir og starfsmenn geta rætt mál við- skiptavinarins í einrúmi ef þeir vilja. Barnahornið og kaffisopinn handa viðskiptavininum hefur ekki gleymst við hönnun nýju inn- réttingarinnar. Uppi á vegg í horninu með símanum og kaffi- sopanum er bréfakassi sem við- skiptavinirnir geta lagt í hug- myndir sínar að nýbreytni og um það sem betur mætti fara. Það er Kristján Siggeirsson hf. sem framleiðir innréttingarnar. Arkitekt að afgreiðslusalnum er Gunnar Magnússon. (Fréttatilkynning.) Nýja bíó sýnir „Er þetta ekki mitt líf?44 NÝJA BÍÓ hefur frumsýnt banda- rísku kvikmyndina „Er þetta ekki mitt líf?“, en mynd þessi er byggð á leikriti Brians ('lark, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978 við mikla aðsókn. Leikstjóri er John Badham en að- alhlutverk leika Richard Dreyfuss og John Cassavetes. Myndin fjallar um listamanninn Ken Harrisson, sem lendir í bílslysi og lamast frá hálsi. I kynningu kvikmyndahússins segir m.a.: „Er Ken vaknar til með- vitundar kemst hann að því að hann, sjálfur listamaðurinn er not- aði hendur sínar til að túlka sinn innsta mann, er orðinn lamaður frá hálsi niður I tær. Algerlega ósjálfbjarga er Ken uppákominn með allt frá öðrum og þar að auki heldur véltæknin í honum lífinu. Brátt fara þær spurningar að sækja fastar að Ken, að hverju er ég orð- inn? Hvað er ég? Allt sem hann gat gert áður er horfið, ekkert eftir nema að hugsa og tala. Ken kemst brátt að þeirri niðurstöðu að hann sé lifandi látinn og betra sé að deyja alveg, taka vél- arnar úr sambandi en að valda sér og öðrum byrði með að horfa á sig tærast upp hægt og rólega með hverju árinu sem líður. Ákvörðunin er tekin af Ken er hann kemst í samband við lögfræðing er vill taka málstað hans upp fyrir lögum og rétti og berjast fyrir að fá að taka vélarnar úr sambandi, svo eitt blas- ir við, dauði Kens.“ Upplestur á Hótel Loftleiðum NÆSTKOMANDI fimmtudags- kvöld kl. 20.30 og sunnudaginn 16. desember kl. 16, verður upplestur nokkurra höfunda í ráðstefnusal Hótels Loftleiða á vegum Höfund- armiðstöðvar Rithöfundasambands- ins í samvinnu við nokkra útgefend- ur. Átta höfundar koma fra á fimmtudagskvöldið og níu á sunnu- daginn og lesa þeir úr frumsömdum bókum og þýddum, nýútkomnum. Þessir lesa á fimmtudagskvöld- ið: Eiríkur Hreinn Finnbogason (Bók um Einar Magg), Elías Snæ- land Jónsson, Gylfi Gröndal, Ingi- björg Haraldsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, Thor Vilhjálmsson og Þorgeir Þorgeirsson. Auk þess flytur Egg-leikhúsið kafla eftir Guðberg Bergsson. Á sunnudaginn kl. 16 lesa þessir höfundar: Árni Bergmann, Fríða Á. Sigurðardóttir, Jón Óskar, Lilja K. Möller, Njörður P. Njarðvík, Pétur Eggerz, Sveinn Einarsson, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. Kynnir verður Sigurður Páls- son. Áformað er að gera upplestur höfunda úr nýjum bókum sínum og gömlum að mánaðarlegum viðburði í vetur. „.rt.uuilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.