Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Iðnaðarráðherra: Landsvirkjun taki við rekstri Kröfluvirkjunar Skuldir nema 3,2 milljörðum króna Iðnaðarráðherra hyggst beita sér fyrir því að Lands- virkjun taki við rekstri Kröfluvirkjunar, en hann mun óska eftir formlegum viðræðum við meðeigendur ríkisins í Landsvirkjum um þetta. Að svo komnu er ekki hægt að segja um söluverð virkjunarinnar. Ef afl Kröflu- virkjunar verður aukið í 60 MW, getur virkjunin sjálf lokið við að greiða niður skuldir sínar skömmu eftir næstu aldamót, samkvæmt mati Rafmagnsveitna ríkis- ins. Upplýsingar þessar komu fram í máli iðnaðarráðherra, Sverris Hermannssonar er hann svaraði fyrirspurn frá Steingrími J. Sig- fússyni, Alþýðubandalagi, á Al- þingi síðastliðinn þriðjudag. Að viðbættum áföllnum vöxtum nema skuldir Kröfluvirkjunar miðað við verðlag 20.11. 1984 3.266 milljónum króna. Vextir eru reiknaðir og áætlaðir fram til áramóta. Áætlað er að hreinar tekjur á þessu ári fyrir afskriftir verði um 70 milljónir króna, en á næsta ári 98,5 milljónir króna. Miðað við núverandi söluverð, 5700 nýtingarstundir á ári og 30 MW framleiðslu getur virkjunin ekki lokið að greiða niður áhvíl- andi skuldir fyrir árið 2015. Sé framleiðslan aukin í 60 MW er hægt að greiða skuldirnar árið 2012, ef vextir lána verða 4% og afvöxtun kostnaðarraða 5%. Ekki tekst að greiða skuldirnar ef mið- að er við 8000 nýtingarstundir og 30MW framleiðslu, til að ná því marki verður að auka framleiðsl- una um helming og vextir að verða eins og áður er getið. í svari ráðherra kom fram að Kröfluvirkjun hefur, vegna stað- setningar sinnar, mjög mikið gildi í þá veru að auka rekstrar- Sverrir Hermannsson öryggi á byggðalinum. Sparnaður vegna minna orkutaps á byggða- línum getur numið 5—6MW ef framleidd eru 30MW. Eyjólfur Konráð Jónsson: Afnám „Ólafslaga" — Seðlabanki í fyrra form Eyjólfur Konráð Jónsson (S) lagði fram tvö frumvörp til laga í gær: 1) að iög um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13/1979 (Ólafslög) verði felld niður og 2) að starfssvið Seðlabanka verði faert í það horf sem upphaflega var ætlunin varðandi bundið fé o.fl. í greinargerð með hinu fyrra þingmálinu segir m.a.: „Tímabært er að afmá slitur þessara laga úr íslenzka lagasafninu, en vera má að einhverju þurfi að hnika til í öðrum lögum þegar þessi væri felld úr gildi. Kæmi það til athug- unar í þingnefnd." Lögin telur EKJ „lögfræðilegan ósóma og í flestu fánýtt plagg". Þau hafi ver- ið rangnefnd Ólafslög, enda „al- þjóð kunn tregða þáverandi for- sætisráðherra að flytja frumvarp- ið og fylgja því fram“. Breyting sú sem síðara frum- varpið greinir beinist að því „að færa starfssvið Seölabanka smám saman í það horf sem upphafalega var ætlunin. Þannig var bundið fé í bankanum fyrst í stað aldrei yfir 10%, þótt heimildir væru til 15% bindingar og 20% af innstæðufé sem ávísa má með tékka. f annan stað er lagt til að taka nú í lög ákvæði upphaflegu laganna frá 1961. Ákvæðið hljóðar svo: „... sama hlutfall skal ætíð gilda um hvern málaflokk hjá öllum innlánsstofnunum. Og við þetta er bætt orðunum: „Öll frekari inn- stæðubinding er óheimil." Aðalbankinn hefur nú heimild til að binda allt að 38% sparifjár þjóðarinnar, segir í greinargerð, auk þess sem viðskiptabönkum er gert að lána Framkvæmdasjóði ís- lands 4% sparifjársins með samn- ingi en undir þrýstingi fram- kvæmdavaldsins. Eyjólfur Konráð Jónsson Álver við Eyjafjörð: Kostnaður sókna um vegna umhverfisrann 1,3 milljónir króna Umhverflsrannsóknir vegna hugs- anlegrar byggingu álvers við Eyja- fjörð hafa kostað rúmar 1,3 milljónir króna miðað við 1. nóvember síðast- liðinn, en gert er ráð fyrir að kostnað- urinn verði kominn upp í tvær millj- ónir við næstu áramót. Ef haflst yrði handa nú þegar við að reisa verk- smiðjuna, er áætlað að taka mætti hana í notkun eftir 10 ár. Þessar upplýsingar komu fram í svari iðnaðarráðherra, Sverris Hermannssonar, við fyrirspurn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, Kvennalista, um byggingu álvers við Eyjafjörð, á fundi sameinaðs þings síðastliðinn þriðjudag. Ráð- herra tók fram að ef rannsóknir leiddu það í ljós að mengunar- hætta stafaði af álverinu, mundi hann leggjast gegn því að hún verði reist við fjörðinn. Halldór Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði þingmenn Kvenna- lista reyna að gera hugsanlega byggingu álvers við Eyjafjörð tor- tryggilega. Benti hann á að Akur- eyrarsvæðið er þýðingarmesta iðnaðarsvæðið fyrir utan Reykja- vík og nágrenni, hins vegar hefur meirihuti bæjarstjórnar Akureyr- ar ekki sýnt þessu skilning. Vegna þessa hafa nokkrir atvinnurek- endur flúið bæinn en þess eru dæmi að þeir hafi beðið í tvö ár eftir lóð undir iðnaðarstarfsemi, án árangurs. Eiður Guðnason, Al- þýðuflokki, lagði áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem fyrir hendi eru í stóriðjumálum og taldi þröngsýni og afturhald ein- kenna málflutning Kvennalistans. Stefán Valgeirsson, Framsókn- arflokki, sagði að ekki hafi verið staðið að náttúrurannsóknum sem skyldi, þannig að hægt sé að taka mark á þeim. Um 90% sveitafólks í Eyjafirði eru mótfallin byggingu álvers af þessum sökum. Flokksbróðir Stefáns, Guðmundur Bjarnason, lagði áherslu á að allir kostir verði athugaðir án hleypi- dóma, og benti á möguleika á orkufrekum iðnaði á Húsavík. Hjörleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, taldi stóriðju ekki leysa neinn vanda í atvinnumálum Eyfirðinga og vitnaði í skýrslu iðnþróunarnefndar, er komst að þeirri niðurstöðu að álver við fjörðinn mundi í hæsta máta út- vega 'A þeirra starfa sem nauð- synlegt er að skapa næstu 10—15 árin. Páll Pétursson sagði stóriðju enga alsherjarlausn og undirstrik- aði að hann væri mótfallin því að íslendingar greiddu niður raforku til fleiri stóriðjuvera. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, minnti á að efling menntunar og rannsókna sé forsenda iðnaðar- uppbyggingar. Auk fyrrgreindra þingmanna tóku til máls, Björn Guðbjartsson, (S) Guðrún Agn- arsdóttir (K), Steingrímur J. Sig- fússon (Abl.). STITTAR ÞINGFRÉTTIR Mörk og markaskrár Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um breytingu á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Frumvarpið er samið í landbúnað- arráðuneytinu á grundvell til- lagna frá nefnd, sem endurskoðaði reglugerð um mörk og markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjar. Helztu nýmæli í frumvarp- inu eru: • Plötumerki í eyra með tiltekinni lágmarksáletrun er löggilt sem fjármark. • Heimilt er með reglugerð að löggilda frostmerkingar sem mörk á hrossum og nautgripum. • Heimilt er að fela Búnaðarfé- laginu að hafa umsjón með sam- ræmingu og gerð og útgáfu markaskráa — og upptöku nýrra marka. • Rýmkað er um heimildir stjórna í fjallskilaumdæmum til að leggja á markagjöld. • Itarlegri reglur eru settar um sammerki sauðfjár. • Komið er á sérstakri marka- nefnd, sem m.a. má skjóta til ágreiningi um mörk. Fyrirspurnir varðandi sam- skipti við Eþíopíu og Noreg EIÐUR GUÐNASON (A) hefur borið fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra: „Hyggst ríkisstjórnin láta fé af hendi rakna til hjálpar- starfs á þurrka- og hungursvæð- um í Eþíópíu?" Sami þingmaður spyr mennta- málaráðherra: „Hefur mennta- málaráðherra í nafni ríkisstjórn- arinnar hafið samningaviðræður við norsk stjórnvöld um móttöku hér á landi á sendingum norska sjónvarpsins frá gervihnettinum ECS—2?“ — „Liggur fyrir hvern kostnað það myndi hafa í för tneð sér fyrir fslendinga ef hafin yrði móttaka og dreifing á dagskrá norskra sjónvarpsins hér á landi?" Bann við geymslu kjarnavopna Guðrún Helgadóttir (Abl.), Páll Pétursson (F), Stefán Benedikts- son (Bj) Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir (Kvl.) og Geir Gunn- arsson (Abl.) flytja tillögu til þingsályktunar „um bann við geymslu og notkun kjarnorku- vopna á íslenzku yfirráðasvæði". Tillagan felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, að hefja nú þeg- ar undirbúning að löggjöf um bann við geymslu og notkun hvers konar kjarnorkuvopna hér á landi, jafnt á tímum friðar sem ófriðar. Bannið nái til siglinga með kjarnavopn, flutninga í lofti eða á annan hátt um eða yfir íslenzkt yfirráðasvæði. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Svo sem fyrr hefur fram komið á þingsíðu Morgunblaðsins var nýlega lögð fram á Alþingi tillaga um kosningu „sjö manna nefndar er kanni hugsanlega þátttöku ís- lands í umræðu um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um“. Flutingsmenn tillögunnar eru: Páll Pétursson (F), Eiður Guðnason (A), Ellert B. Schram (S), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.), Guðmundur Einarsson (Bj) og Guðrún Helgadóttir (Abl.). Rekstrar- og afurðalán bænda Eyjólfur Konráð Jónsson (S) hef- ur lagt fram eftirfarandi spurn- ingar til viðskiptaráðherra: 1. Hverjar eru í einstökum atrið- um þær nýju reglur sem bank- arnir hafa sett til að tryggja að bændur fái lán sín í hendur „um leið og lánin eru veitt" í samræmi við fyrirmæli Alþing- is í þingsályktun frá 22. maí 1979 og bréf viðskiptaráðuneyt- isins á fimm ára afmæli hennar 22. maí sl.? 2. Hafa nokkrir bankar eða útibú reynt að sniðganga þessi fyrir- mæli? Ef svo er, hvaða viður- lögum hyggst ráðherra beita? 3. Hvaða veð hafa bankar fyrir rekstrar- og afurðalánum ann- ars vegar og lánum til afurða- sölufyrirtækja hins vegar? Telja viðskiptabankar veðsetn- ingar samvinnufélaga yfirleitt fullnægjandi? Sitja einkafyr- irtæki við sama borð og sam- vinnufélög að þvi er tryggingar varðar í ríkisbönkunum? Beinar greiðslur til bænda Eyjólfur Konráð spyr ennfremur landbúnaðarráðherra: 1. Hvernig hafa bændur tekið því nýmæli að fá nú beint í hendur rekstrar- og afurðalán sín „um leið og lánin eru veitt" í sam- ræmi við fyrirmæli Alþingis í þingsályktun 22. maí 1979 og bréf viðskiptaráðuneytisins á fimm ára afmæli hennar 22. maí sl.? Hafa bændasamtök látið í ljós álit sitt á þessu ný- mæli? 2. Hafa nokkur brögð verið að því að afurðasölufélög reyndu að sniðganga fyrirmæli Alþingis eða einstakir bankar hliðrað sér hjá að sjá til þess að fyrir- skipunum viðskiptaráðuneytis- ins væri hlýtt? 3. Hafa sláturhús stuðlað að því að bændur fengju greitt fullt grundvallarverð á þessu hausti? Ef svo er ekki, hvernig er uppgjöri þá háttað, almennt og hjá einstökum afurðasölu- fyrirtækjum? Kaup opinberra aðila á inn- lendum iðnaðarvörum Eggert Haukdal (S) spyr iðnað- arráðherra: 1. Hvað hefur verið gert af hálfu ráðuneytisins til að auka inn- kaup opinberra aðila á innlend- um iðnaðarvörum, sbr. þings- ályktun sem samþykkt var á Alþingi 2. apríl 1981? 2. Hvaða áform eru núna fyrir- huguð í þessum efnum? Skattfrelsi síðasta starfsárs Stjórnarfrumvarp um skatt- frelsi tekna síðustu tólf mánaða i starfsævi manna var afgreitt milli þingdeilda sl. mánudag. Tvær breytingar vóru gerðar á frum- varpinu í efri deild. I fyrsta lagi var frádrátturinn miðaður við 1 m.kr. sem hámark. í annan stað var aldursmarkið fært niður í 55 ár, „enda kemur þessi frádráttur ekki til greina nema einu sinni fyrir hvern mann“. „Hernaðar- ratsjárstöðvar“ Steingrímur Sigfússon (Abl.) og Kolbrún Jónsdóttir (Bj.) hafa flutt tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti „að fallið skuli frá öllum hugmyndum um að heimila að reisa nýjar hernaðarr- atsjárstöðvar á íslandi og felur ríkisstjórninni að synja öllum óskum sem kunna að berast um leyfi til að reisa slík mannvirki á íslenzkri grund." Almannafé til tækifærisgjafa Fram er komin tillaga þess efn- is að ríkisstjórnin „setji reglur sem kveða á um að takmarka notkun almannafjár til tækifær- isgjafa hjá stofnunum í eigu ríkis- ins“. Tillögunni fylgja upplýsingar um fyrirkomulag þessara mála í Danmörku og Noregi. Flutnings- menn eru fjórir: Jóhanna Sig- urðardóttir (A), Guðrún Helga- dóttir (Abl.), Eiður Guðnason (A) og Kristín Halldórsdóttir (Kvl.). Örorkumatsnefnd Þrír þingmenn Alþýðubanda- lags flytja frumvarp til laga um örorkumatsnefnd, sem úrskurði í deilumálum þegar öryrki er óánægður með úrskurð trygginga- yfirlæknis. Nefndina skipi þrír menn: Frá hæstarétti, heilbrigð- isráðuneyti og samtökum öryrkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.