Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 49 fóður. Móta þarf rökstudda stefnu um fóðuröflun í landinu oc gera grein fyrir því, hvernig Islend- ingar megi verða óháðir innfluttu fóðri. IV Ef svo færi að kindakjötsneyzla drægist saman um helming, yrði framtið sveitahéraðanna drunga- leg, ekki aðeins þeirra sem búa að mestu við sauðfjárrækt, heldur annarra, þar sem þrengingar í sauðfjárrækt mundu þrengja að nautgriparæktinni með þrengsl- um á kjötmarkaði og með því að fleiri en ella sneru sér að naut- griparækt. Í þorpum landsins sem byggzt hafa upp á landbúnaði efl- ist nú skilningur á gildi landbún- aðarins fyrir afkomu og alla heill héraðanna. Dæmi um það er ályktun frá neytendafélagi Borg- arfjarðar um landbúnaðarmál, en félagið er að sjálfsögðu fyrst og fremst skipað Borgnesingum. Brýnt er að taka á þessum málum í samhengi, svo að málstaður alls almennings í sveitahéruðunum nái fram og geti mótað málstað landssamtaka neytenda og laun- þega. Það er svo sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa að hafa um það orð, að fá mætti á heimsmarkaði ódýr- ari landbúnaðarafurðir en hér eru framleiddar. Annars þyrfti ekki að vernda innlenda framleiðslu fyrir samkeppni erlendis frá. í þessu efni er ísland á sama báti og þau lönd sem þeir hafa gert frí- verzlunarsamning við, þar með talin Danmörk og Holland. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, héruðum og búgreinum, hversu mikilvæg innflutningsverndin er. Að þessu gefnu er næst að ákveða hver á að standa undir kostnaðin- um. Aðrar þjóðir hafa bein útgjöld af öryggismálum sem greiðast af stjórnvöldum. Hér á landi er ekki um annan kostnað í því sambandi að ræða en kostnað við landbúnað. Það er eðilegt ágreiningsefni, hvernig honum skuli jafnað niður. Þar er í aðalatriðum um þrennt að ræða: að halda háu verði á inn- lendum matvælum m.a. með því að leggja aðflutningsgjöld á mat- væli sem geta komið í stað þeirra; að greiða niður smásöluverð, eins og hér hefur löngum verið gert; að greiða niður framleiðslukostnað- inn, eins og þekktast er frá Bretl- andi, meðan Bretar réðu þeim málum sínum sjálfir, enda var innflutningur samtímis frjáls. V Norðmenn hafa tekið innlenda fóðuröflun skipulegum og mark- vissum tökum allt síðan 1928, að stofnuð var kornverzlun ríkisins. Var það gert undir forystu stjórn- ar hægri manna, enda hafa þeir öðrum fremur látið sig öryggismál varða. Kornverzlun ríkisins hefur einkarétt á innflutningi á mat- korni og fóðri og hefur verið mikilvæg miðstöð aðgerða í þeirri viðleitni Norðmanna að verða óháðir innflutningi á fóðri og efla um leið ræktun matkorns eftir föngum. Hafa þeir þar náð mikl- um árangri á allra síðustu árum. Þegar maður kynnist því, hversu skipulega er tekið á þess- um málum í Noregi og skilmerki- lega gerð grein fyrir þeim af stjórnvöldum, verður átakanlegt það moldviðri sem landbúnaðar- málin eru hulin hér á landi. Víst er saga Norðmanna önnur. Þeir hafa allt aðra reynslu af ófriði en íslendingar. Landið nær lengra suður og býður upp á fjölbreyttari ræktun en ísland, þótt tsland hafi jarðhita til garðyrkju umfram. Vel má vera, að sú hugmynd eigi ekki erindi við tslendinga að fylgja markvissir stefnu f fóður- öflun, eins og Norðmenn gera, þar sem hugsunarhátturinn hér sé svo ólíkur og allur skilningur á örygg- ismálum. Sá tónn sem orðið hefur ríkjandi í umræðum hér um land- búnaðarmál, minnir mig á rokur sem ganga yfir Svíþjóð annað veifið, þegar einstakir blaðamenn og hagfræðingar taka sig til og reikna út hvað mætti spara með innflutningi á matvælum. Að sjálfsögðu hafa þær umræður aldrei breytt neinu um verndar- stefnu Svía, en má vera að þær endurómi hér stundum. Um landbúnaðarmálin hefur orðið hávær togstreita um stund- arhagsmuni og meginmarkmiðin horfið í skuggann. Landbúnað- armálin hafa því umfram það sem er í nálægum löndum sýnzt vera tækifæri til að sundra flokkum og rikisstjórnum og reynt hefur verið að nota þau þannig. Má vera að fyrirkomulag verðlagsmála hafi magnað togstreituna, þar sem verðlagsmálin eru tekin úr sam- hengi við margbrotin markmið þjóðarinnar með landbúnaði og látin í hendur sex manna nefndar, sem aðeins á að meta stundar- hagsmuni neytenda og framleið- enda. lega og hátt í 100% hlusta á rás 1 og horfa á sjónvarpið. Þó eru flestir sammála því að dagskrá rásar 1 sé bæði of þurr og of þunglamaleg. Samt kemur rás 2 svona illa út úr skoðanakönnun Hagvangs. Eggert ætti líka að athuga ann- að: Dægurmúsík sú sem einkennir dagskrá rásar 2 er nákvæmlega sama dægurmúsíkin og spiluð er í rás 1 og sjónvarpað í sjónvarpinu. Samanburður við annarskonar dægurmúsík, t.d. framsækið popp, er ekki til staðar. Manneskja sem hefur aldrei heyrt framsækið popp biður ekki um framsækið popp. Hún veit einfaldlega ekki að fram- sækið popp sé til. Þetta ætti jafn- vel Eggert að geta áttað sig á ef einhver vildi vera svo góður að út- skýra það nánar fyrir honum. Nauðsynleg gagnrýni Þegar Eggert hefur áttað sig á þessum hlutum veit hann hvað gagnrýni Hjáguðs á rás 2 er nauð- synleg. Gagnrýnin er ekki sett fram af illum hvötum, heldur er henni ætlað að veita rás 2 það að- hald sem henni er nauðsynlegt. Flestum ber saman um að lagaval- ið á rás 2 hafi batnað mikið eftir að gagnrýni Hjáguðs var sett fram. En betur má ef duga skal. Við verðum að halda umræðunni um dagskrá rásar 2 á loft. Aðeins þannig þroskast rásin og dafnar á eðlilegan hátt, öllum til góða þeg- ar upp er staðið. Því fleiri sem taka þátt í umræðunni þeim mun betra.________________________ Jeas Kr. Guðmundsson er riístjóri poppblaðsins Hjiguðs. Nýr formaður í Félagi mynd- menntakennara AÐALFUNDUR Félags íslenzkra myndmenntakennara var haldinn laugardaginn 1. desember í Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Fráfar- andi formaður, Ása Björk Snorra- dóttir, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Formaður félagsins var kosinn Björgvin Björgvinsson. Aðrir I stjórn félagsins eru: Anna Þóra Karlsdóttir, Margrét Jóelsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir og Ása Björk Snorradóttir. Mótmælir bygg- ingu hernaðar- mannvirkja FUNDUR í hreppsnefnd Saudanes- hrepps, sem haldinn var á Saudanesi 16. september 1984, gerði eftirfar- andi samþykkt: „Hreppsnefnd Sauðaneshrepps mótmælir harðlega öllum áætlun- um um byggingu hernaðarmann- virkja á Norðausturlandi. Jafnframt telur fundurinn að sérhver ný hernaðarframkvæmd auki ófriðarhættu og heppilegra sé til árangurs að leggja herstöðv- ar niður vilji menn stefna að friði.“ dönsku, ensku, þýsku, hollensku, frönsku, spænsku, rússnesku, ítölsku og japönsku. SJÓNVAL, Kirkjustræti 8. simi 22600. HNETUR í pokum steiktar í olíu og þurrsteiktar. PLANTERS Snack Nuts Heildsölubirgðir: AGNAR LUDVIGSSON HF. Nýlendugötu 21. Sími 12134. LEYNIÞJONUI BRETA A ISLANDI ÞOBGílR ÞBRGEIRSSBN ________________bókin um aevi Péturs Karlssonar Kidson leyniþjónustumanns á íslandi. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar I sóttu samkvæmi hans — hver voru raunveruieg áhrif hans á þróun mála?________________________________________—------- Þorgeir Þorgeirsson hefur skrifað sögu Péturs er fyrst leit lsland augum er hann sigldi inn Faxaflóa, einn í hópi þúsunda breskra hermanna sem hingað komu til að hernema landið. Pétur starfaði í upplýsingadeild hers- ,ins og meðal verkefna hans var að elta uppi þýska njósnara norður á Melrakka- sléttu. Strax í upphafi fiskveiöideilunnar var Pétur sendur hingað til njósna. Njósnari hennar hátignar fékk strax skilning á sjónarmiðum dvergþjóðarinn- ar. Og í lok fyrra þorskastríðs — þegar hann hafði verið vitni að ögrandi fram- komu Gilchrists sendiherra sem lék þýska hergöngumarsa meðan reiðir Reykvíkingar grýttu sendiráðið — ." fékk Pétur Karlsson Kidson nóg af refsskapnum og kuldanum í leyniþjón- ustunni, sagði upp starfinu og gerðist íslenskur ríkisborgari. Fyrrum njósnari varð nú mcssagutti gt hjá Eimskip áður en hann dúxaði úr fe Loftskeytaskólanum. sigldi með *5 > Fossunum á margar hafnir uas hann hvarf héðan til Spánar þar sem hann kenndi væntanlegum embættismönnum nýs lýðveldis ýmsar kúnstir sem hann hafði lært á leyniþjónustudögum st'num. Viðburðarík ævi óvenjulegs manns sem jafnan hefur frumleg og skemmtileg sjónarmið á takteinum; íslendingur sem horfir á okkur hin glöggum augum gestsins. BRÆÐRABORGARSTÍC, 16 SÍMI 2 85 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.