Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna KÓS tölvudeiid * * ifer \ÆÍ(andi * * * * 4-^ ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA og fánar verða varla aðskilin. í erfiðri stjálf- stæðisbaráttu getur gengið treglega að koma sér saman um alþjóðlegt tákn þjóðarinnar. íslendingar hafa, eins >>g ýmsar aðrar þjóðir, átt fleiri en einn fána og er saga þeirrar þróunar vissulega athyglisverð. Nú Morgunblaðið/Árni Sæberg. Það er vel við hæfi að kynna íslenzku fánana á þeim stað, sem áður var „borgarhlið" Reykjavíkur. Bak við fólkið var fyrr á tímum undirgangur í gegn um Álfafosshúsið að höfninni og fór umferð á milli hafnarinnar og borgarinnar að mestu leyti þar í gegn. A fánunum halda, talið frá vinstri: Benedikt í bókaverzlun Snæbjarnar, Sigurður í Geysi, Dóra í Álafossbúðinni, Jón í Vtatardeildinni og Sigrún í íslenzkum heimilisiðnaði. Fánakynning í Grófinni hafa 19 verzlanir í Grófinni tekið sig saman og nafið kynningu á íslenzku fánunum >g sögu þeirra. Verður kynning oessi næstu laugardaga til jóla. Einar Egilsson, verzlunarmaður í Álafossi, er einn þeirra, sem að kynningu þessari standa. Hann sagði í samtali við Morgunbiaðið, að hún vaeri þáttur í samstarfi verzlana í Grófinni, sem hófst fyrir þremur árum. Samstarfið byggðist síðan á kynningu þessa gamla borgarhluta, sem einu sinni hefði verið miðdepill bæjarlífsins. Fyrir þremur árum hefðu 10 verzl- anir á þessu svæði hafið samstarf með útimarkaði á Stakkstæðinu. Nú væru alls 19 verzlanir á þessu svæði komnar í samstarfið, sem vissulega væri ánægjulegt fram- tak. Vegna sögulegra tengsla fán- anna við þetta svæði, hefði svo verið ákveðið að kynna þá fyrir almenningi. Fyrsti fáninn, „Jör- undarfáninn", hefði verið tekinn upp á tímum Jörundar hunda- dagakonungs árið 1809, blár með þremur fiöttum þorskum, að því að álitið væri. Svo virtist sem ís- lendingum hefði ekki þótt viðeig- andi að hafa þorskinn í þjóðfánan- um, þó hann hefði verið í skjaldar- merkinu og því hefði skammt liðið til þess, að hugmynd um nýjan fána hefði fæðzt. 1873 til 1874 hefði Sigurður Guðmundsson, málari, komið fram með „Fálka- fánann“, hvítan fálka á bláum grunni. Það hefði hins vegar verið eins með þann fána og „Jörundar- fánann“, að hann hefði ekki þótt viðeigandi. Því hefði „Hvítbláinn", hugmynd Einars Benediktssonar, orðið frelsistáknið upp úr síðustu aldamótum eins og frægt væri er Einar Pétursson, verzlunarmaður í Álafossi, hefði nánast valdið byltingu með því að róa með hann út á höfnina 12. júní 1913 og verið handtekinn fyrir. Þrátt fyrir að „Hvitbláinn" hefði þótt of lRur þeim gríska, hefði hann verið notaður til þess, að endanlegur fáni var mótaður og lögfestur með konungsúrskurði 1. desember 1918. Einar sagði, að þessi saga væri vissulega athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hann vonað- ist því til þess, að fánakynningin gæti orðið til þess, að fólk fengi áhuga á sögu þessa bæjarhluta svo og sögu lands og þjóðar. Fánasag- an væri það áhugaverð, að full ástæða væri til að rifja hana upp með útgáfu hennar. NYTT LYKTARLAUST KÓPAL Á ELDHÚSIÐ KOPAL FLOS og KOPAL JAPANLAKK Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima KÓPAL-lakkið er lyktarlaust og mengar því ekki and- hjá þér. Þú getur lakkað auðveldlega með nýja rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi KÓPAL-lcikkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri lykt eða getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað höfuðverk af þeim sökum. siðan pensla og áhöld með vatni. Betra getur það varla verið. t t t t t t t t t t t t t t t l SOLU- OG MARKAÐSSVIÐ: Markaösfulltrúi fyrir DIGITAL-tölvubúnað. Starfssviö: Markaðssetning, kynning og sala á PDP-og VAX-tölvukerfum. Fjölbreytt starfv í góðum félagsskap og í nánum tengslum við hinn ört vaxandi hóp DIGITAL-tölvunot-^ enda. Þú hefur áhuga og staögóða þekkingu á tölvum, ert röggsamur, fljótur að tileinka þér ^ nýjungar, samningaliþur og hefur yndi af mannlegum samskiþtum. Upplýsingar veitir Gísli Már Gislason í síma 24120. -t ÞJONUSTUSVIÐ: 1. Tæknimaður (DIGITAL-búnaður) t t Starfssvið: Viöhald á tölvuskjám, prenturum og einkatölvum hjá viöskiptavinum okkar. - Þú ert menntaöur á rafeindasviöi, þægilegur í umgengni og hefur áhuga og helst ♦ þekkingu á einkatölvum. ■ 2. Tæknimaður (DIGITAL/ERICSSON-búnaður) Starfssvið: Viögeröir á tölvuskjám, prenturum og einkatölvum á verkstæöi. Þú ert menntaöur á rafeindasviöi, vandvirkur og vanur viögeröum á „component level“. Æskileg þekking á stýrikerfum einkatölvu. 3. Tæknimaður (ERICSSON-búnaöur) ■ Starfssvið: Viögeröir á stjórneiningum og útstöðvum tengdum IBM tölvubúnaöi. Þú ert menntaöur á rafeindasviöi og lipur í samskiþtum. Æskileg þekking á fjarvinnslu- ^ tengingum og IBM umhverfi. Upplýsingar veitir Jóhann Þ. Jóhannsson í síma 24120. ericsson 5 Tfektronix ■ COMMITTEO TO EXCCLLfNCf fT]KRISTJÁN Ó. ! II jSKAGFJÖRD HF. j Hólmaslóö 4 P.O. BOX 906 — 121 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.