Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984
Nýjungar í atvinnumálum
- eftir Jónas
Bjarnason
Um ólífrænan efnaiðnad
í tveimur fyrstu greinunum
fjallaði ég nokkuð um lífrænan
efnaiðnað, þ.e. syntetískan
efnaiðnað og hugsanlega
framleiðslumöguleika á því sviði á
fslandi. Það þarf tæpast að taka
það fram, að hér er aðeins fjallað
um takmarkaðan fjölda af mögu-
leikum hverju sinni. Útilokað er
auk þess að ræða um öll þau sjón-
armið, sem kunna að skipta máli
gagnvart hverri framleiðsluað-
ferð. Ég leitast aftur á móti við að
fjalla nokkuð um meginforsendur,
en slík mál eru að sjálfsögðu álita-
mál, sem orka tvímælis oft á tíð-
um.
Hvað er ólífrænn
efnaiðnaður?
Ég hef hvergi rekist á nákvæma
skilgreiningu, sem er „pottþétt". í
mínum huga er ólífrænn efnaiðn-
aður framleiðsla á ólífrænum
efnasamböndum eða efnablönd-
um, en framleiðslan getur falið í
sér efnabreytingar eða efnaað-
skilnað („efnahreinsun") svo og
efnablöndun. Koparvinnsla úr
efnasamböndum, sem innihalda
kopar, er því klassískur ólífrænn
efnaiðnaður, en þá eru fram-
kvæmdar efnabreytingar. Ef gull
er unnið úr grýti með mölun og
söfnun gullsands, er það líka efna-
iðnaður, þótt engar efnabreyt-
ingar séu framkvæmdar. Ef aftur
á móti vikursandur er sigtaður og
hreinsaður, er tæpast um ólífræn-
an efnaiðnað að ræða heldur bygg-
ingaefnaiðnað.
Hvaða ólífrænn efna-
iðnaður er nú
á íslandi?
Álframleiðslan í Straumsvík og
áburðarframleiðslan í Gufunesi
eru dæmi um klassískan efnaiðn-
að. Hið sama má að mestu segja
um sementsframleiðsluna á Akra-
nesi og kísiljárnframleiðsluna á
Grundartanga. Ál-, sements- og
Dr. Jónas Bjarnason
Þriðja grein
„í blöðunum er tönnl-
ast á öllum Kröflunum
svokölluðu, salt-, stein-
ullar-, sykur-, kísiljárn-
og jafnvel álverksmiðj-
unni. Hvað er um að
vera, er allt ómögulegt á
íslandi?“
áburðarframleiðslan krefst efna-
breytina, en kísiljárnframleiðslan
er nær því að vera efnablöndun.
Kísilgúrvinnslan við Mývatn er
fyrst og fremst „hreinsunarefna-
iðnaður", sem er á mörkum þess
að geta kallast ólífrænn efnaiðn-
aður, en hreinsunin felur í sér
vissan efnafræðilegan aðskilnað
efna, sem tæpast á sér stað við t.d.
vikursandsigtun. Annar ólífrænn
efnaiðnaður á sér tæpast stað svo
umtalsvert sé. Vissulega fram-
kvæma málmsteypur og ýmis
smáiðnaðarfyrirtæki verkþætti,
sem kalla mætti ólífrænan
efnaiðnað, en slíkt skiptir ekki
miklu máli varðandi þessa um-
fjöllun nú.
Hvaða möguleikar
koma til greina
á íslandi?
Ólífrænn efnaiðnaður er gífur-
lega fjölskrúðugur hjá iðnvæddu
þjóðunum sérstaklega. Öll efna-
samböndin, málmarnir, efna-
blöndurnar, áburðarefnin, sýrurn-
ar, gler- og postulínsefnin, kalk-
efnin og nú síðast kísilefnin eru
næstum óteljandi. Ef reynt er að
átta sig á því, hvaða atriði skipta
mestu máli fyrir framleiðslu á
einstökum ólífrænum efnaafurð-
um, verður niðurstaðan gamal-
kunnug. Stóru iðnvæddu þióðirnar
framleiða obbann af öllu. I sumum
tilvikum skipta þó góðar námur
það miklu máli, að tekist hefur að
hefja framleiðslu á einstökum efn-
um utan hins háiðnþróaða heims.
Ef gerð er einföld kostnaðargrein-
ing fyrir framleiðslu efna hjá
þeim þjóðum, sem ráða heims-
markaðsverði, er unnt að átta sig
á því, hvort unnt sé að keppa við
verðið. Kostnaðargreiningin er
vitaskuld breytileg frá einu efninu
til annars eða einni afurðinni til
annarrar.
Hinir miklu kostir stóru
iðnríkjanna eru: Stór og fjöl-
breyttur heimamarkaður, stuðn-
ingsiðnaður af margvíslegu tagi,
mikil og rótgróin tækniþekking,
efnahagslegur stöðugleiki og nóg
fjármagn. I suraum eða mörgum
tilvikanna hafa iðnþjóðirnar einn-
ig málmgrýtið eða efnanámurnar í
eigin landi.
Á íslandi eru örfáar efnanámur
til, en landið er eins og kunnugt er
mjög ungt jarðfræðilega. Þó létu
menn sér detta í hug brenni-
steinsvinnslu hér áður fyrr, en
með svokallaðri Frasch-aðferð
mátti vinna brennistein úr ríku-
legum jarðlögum t.d. á Sikiley
með svo ódýrum hætti, að hinar
mörgu íslensku námur standast
engan samanburð. Einnig voru
gerðar mælingar á kopargrýti á
Suðausturlandi, en innihald kop-
ars var talið of lágt til þess að
vinnsla borgaði sig.
Af og til skjóta einnig hug-
myndir upp kollinum um vinnslu á
surtarbrandi á Vestfjörðum. En í
Ijósi þess, að unnt er að fá góð kol
á ca. 75$ tonnið komið til íslands,
má vera ljóst, að surtarbrandur-
inn verður að bíða betri (verri)
tíma sem dýr vara- eða neyðar-
orka.
Næst létu menn sér detta í hug
efnavinnslu úr lofti og legi. Heil-
mikil vinna var lögð í útreikninga
á hagkvæmni þungavatnsfram-
leiðslu, þ.e. vatni með tvíþungu
vetni eða deuterium. Tvíþungt
vetni er að finna í öllu vatni, en
með orkufrekari eimun er unnt að
aðskilja þunga vatnið frá. Þessi
orkufreki efnaiðnaður þótti ekki
hagkvæmur þá (fyrir ca. tveimur
áratugum), en ólíklegt er að stað-
an hafi breyst íslandi í vil.
í áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi fer fram tvenns konar efna-
vinnsla úr „lofti og legi“. Köfnun-
arefni er unnið úr lofti til amm-
oníakframleiðslu, og vetni er unn-
ið úr vatni með rafgreiningu. Slíkt
ammóníak er sennilega allt að
tvisvar sinnum dýrara en amm-
oníakverð er í Bandaríkjunum, ef
rafmagnsverðið er 15 millidollar-
ar, en þá er miðað við nýja verk-
smiðju.
í Bandaríkjunum er ammoníak
bæði unnið með kolum og jarðgasi,
en sú orka er mörgum sinnum
ódýrari en t.d. raforkuverðið verð-
ur til ÍSAL eftir nýja samninginn.
Allt ber því miður að sama
brunni. Ekki einu sinni íslenska
vatnsorkan er samkeppnisfær í
efnaiðnaði, ef söluverð raforkunn-
ar er 15 mill. Einu hugsanlegu frá-
vikin virðast vera á þeim sviðum,
þar þarfnast raforku fyrir efnaiðn-
að og ekki bara varmaorku eða
efnaorku. Og ekki nóg með það.
Iðnaðurinn verður að þarfnast
mikillar raforku þannig, að raf-
magnskostnaður sé stór
kostnaðarliður i verði hjá keppi-
nautum og það stór kostnaðarliður,
að kostir lágs raforkuverðs séu
meiri en ýmsir aðrir ókostir, sem
fylgja efnaframleiðslu á íslandi.
Er ekkert hægt
á íslandi?
f blöðunum er tönnlast á öllum
Kröflunum svokölluðu, salt-,
steinullar-, sykur, kísiljárn- og
jafnvel álverksmiðjunni. Hvað er
um að vera, er allt ómögulegt á
fslandi? Ef skyggnst er nánar í
þessi mál er niðurstaðan að tölu-
verðu leyti fyrirsjáanleg. íslensku
forsendurnar eru í sumum tilvik-
anna ekki nógu hagstæðar til að
gera fyrirtækin arðbær án vernd-
unar. Álið og kísiljárnið er flutt
út, svo þar er við hinn galtharða
heimsmarkað að kljást, og fslend-
ingar fá þar ekki neinu ráðið. Ál-
framleiðsla er mjög orkufrek, en
kísiljárnframleiðsla er á mörkum
þess að geta kallast orkufrekur
iðnaður. Það er ekki einu sinni á
valdi sérfróðustu og hæfustu
manna að meta það nákvæmlega,
hversu hagkvæm eða arðbær þessi
fyrirtæki eru, þegar til lengri tíma
er litið. Það eina, sem menn vita
nokkurn veginn er að þessir val-
kostir voru álitnir arðbærari en
aðrir sambærilegir valkostir á sínum
tíma.
Essin þrjú miðast að töluverðu
eða öllu leyti við innanlandsmark-
að og án sérstakrar verndar vænt-
anlega gagnvart innflutningi sam-
keppnisafurða. Þessar fram-
leiðslugreinar eru tæpast orku-
frekur iðnaður miðað við skil-
greiningu Iðntæknistofnunar án
þess að það sé fullyrt hér. Væri
áburðarverksmiðjan arðbær, ef
innflutningur væri leyfður ótoll-
aður á áburðarefnum og ammoní-
aki? Margar aðrar spurningar
vakna í þessu sambandi. Hvenær
er framleiðsla þjóðhagslega hag-
kvæm? Sumar framleiðslugreinar
njóta þeirra sérréttinda að hafa
annað hvort einokun á markaðin-
um eða að samkeppnisvörur eru
sérskattaðar.
Innflutt kjarnfóður, t.d. valsað
bygg og maís, ber á annað hundr-
að prósent samtals í sérsköttun
(kjarnfóðurgjald m.a.). Sam-
keppnisframleiðsla á fslandi er
t.d. graskögglaframleiðsla, sem
framleiðir hverja hitaeiningu á ca.
þrisvar sinnum hærra verði en
hitaeiningin kostar í innfluttu
korni. Það er eins víst, að bæði
salt- og steinullarverksmiðjan
þyrftu ekki nema litla verndar-
tollun á samkeppnisafurðum til að
verða arðbærar á pappírnum. Með
sérréttindum einstakra greina og
ruglingi í tollum og gengisskrán-
ingu er öll umræða um þessi mál
því miður komin út á hálan ís
reiptogs og landhornarígs.
I næstu grein verður fjallað um
einstakar hugmyndir um fram-
leiðslu á sviði ólífræns efnaiðnað-
ar.
Karl F. Garðarsson útskýrir tollútreikning fyrir nemendum Einkaritara-
skólans.
Hraðnámskeið í ensku. Kennari er Julie Ann Ingham.
Mímir og Einkaritaraskól-
inn með nýjungar á vetrarönn
Þann 1. júlí 1984 tók Stjórnun-
arfélag fslands við rekstri Mála-
skólans Mímis og Einkaritaraskól-
ans. Það sem af er vetri hafa verið
haldin fjölmörg tungumálanám-
skeið í ensku, þýsku, frönsku,
spönsku og ítölsku. Þátttaka á
þessum námskeiðum hefur verið
mjög góð og sýnir það vaxandi þörf
fyrir góða málakunnáttu hjá al-
menningi. Allt gengur nú hraðar
fyrir sig, alþjóðasamskipti styrkj-
ast stöðugt og íslendingar ferðast
meira erlendis en áður. Við þurf-
um að vera tilbúin að svara fyrir
okkur á mismunandi tungumálum
án nokkurs fyrirvara eða undir-
búnings, segir í frétt frá skólanum.
Námsefnið og námshraðinn eru
miðuð við getu nemendanna og
lögð er áhersla á að kenna daglegt
talað mál. Hægt er að velja um
mismunandi þyngdarstig og ekki
er ætlast til að nemendurnir und-
irbúi sig heima eða taki próf.
Kennarar skólans eru íslenskir og
erlendir. Reynt er að bjóða upp á
íslenska kennara í byrjendahóp-
um en erlenda í framhaldshópum.
Skólinn er byrjaður að innrita á
námskeið sem hefjast eftir ára-
mót, nánar tiltekið þann 16. janú-
ar, og ná þau fram í apríl. Þetta
verða 48 tíma námskeið í ensku,
frönsku, spönsku, þýsku og ít-
ölsku. Einnig verður boðið upp á
styttri námskeið í ýmsum grein-
um t.d. verslunarensku. tækni-
ensku, stafsetningu ofl. Á þessari
grófu upptalningu má sjá að mjög
mörg áhugaverð námstilboð verða
á stundaskrá Mímis á vetrarönn.
Auk tungumálanámskeiða býð-
ur Mímir upp á einkaritaranám.
Það nám kappkostar að tryggja
nemendum nútíma þekkingu á
skrifstofustörfum. Námskráin
tekur stöðugum breytingum í takt
við tímann en kröfurnar sem skól-
inn gerir til nemenda sinna eru
ávallt miklar. Skólinn reynir að
veita nemendum sínum haldgóða
menntun til að mæta þeim kröfum
sem gerðar eru á nútíma vinnu-
stað. Skólinn leggur höfuðáherslu
á að nemendurnir hafi gott vald á
íslenskri tungu, geti annast bréfa-
skriftir svo að sómi sé að, geti axl-
að ábyrgð, tekið sjálfstæðar
ákvarðanir og skipulagt starf sitt,
jafnvel þó álagið sé mikið.
í mörg ár hafa fjölmörg fyrir-
tæki leitað til Einkaritaraskólans
eftir starfskröftum, sem sýnir vel
hversu haldgóða menntun nem-
endurnir hér hafa.
Skólinn skiptist í tvær náms-
brautir, enskubraut og íslensku-
braut. Aðeins verður innritað á ís-
lenskubraut núna og hefst skólinn
14. janúar. Boðið verður upp á
árdegisbekki og síðdegisbekki.
Námsgreinar eru: Islensk bréf-
ritun; reikningur; tollur, tollskjöl,
verðútreikningur; tölvur (Apple-
works, Easywriter, Wordstar,
Applewriter o.fl.); lög og formálar;
skjalavarsla; símsvörun; enska,
talæfingar; banki, bankaskjöl;
vélritun.
Tekið er próf í hverri grein og er
lágmarkseinkunn 7.00. Námsefnið
og kröfurnar eru alltaf í endur-
skoðun og hefur skólinn notið að-
stoðar frá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Stjórnunarfélagi ís-
lands, Einkaritarafélagi íslands,
Verslunarráði íslands og ýmsum
einstaklingum í atvinnulífinu.
Málaskólinn Mímir kann þessum
félögum og einstaklingum bestu
þakkir fyrir aðstoðina.