Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Jón G. Sólnes segir sögu sína Bókmenntir Björn Bjarnason Jón G. Sólnes, Halldór Halldórsson blaðamaöur skráöi, 266 bls. meö nafnaskrá og Ijósmyndum. Orn og Örlygur, 1984. í undirtitli þessarar bókar stendur að í henni segi Jón G. Sól- nes frá viðburðaríkri og storma- samri ævi. Skrásetjarinn er Hall- dór Halldórsson, blaðamaður, sem starfað hefur við blöð og ríkis- fjölmiðla. Hann var einn þeirra sem töldu að með „rannsókna- blaðamennskunni" svonefndu væri runninn upp nýr tími í fjöl- miðlum. Með því að ræða við Jón G. Sólnes kemst hann í náin kynni við þann mann sem á undanförn- um árum hefur þótt eitthvert for- vitnilegasta viðfangsefni þeirra sem áherslu hafa lagt á gildi rann- sóknablaðamennskunnar. Ramm- inn sem bókinni er settur gefur þó ekki mikla möguleika til að stunda þessa grein blaðamennskunnar sem ef til vill á ekki jafn mikið upp á pallborðið nú og áður. Bókin er ekki rituð eftir neinum reglum rannsóknablaðamennskunnar. Þá ber hún sama merki og bækur af svipuðu tagi, að ekki er lögð næg- ileg rækt við að skrifa textann. Hér er málum lýst frá sjónarhóli sögupersónunnar og hún látin tala næstum milliliðalaust. Jón G. Sól- nes liggur ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Hann hikar ekki heldur við að gagnrýna ým- islegt í eigin fari, bæði að því er varðar hann sjálfan persónulega og þau málefni sem hann hefur tekist á við í opinberu lífi. í aðfaraorðum lýsir Halldór Halldórsson söguhetjunni meðal annars með þessum orðum: „A ytra borði er Jón óneitanlega hryssingslegur og stundum frá- hrindandi fyrir þá, sem ekki jtekkja manninn. En þegar maður hefur kynnst honum kemur í ljós, að hryssingurinn er bara gríma, skrápur. Og skrápurinn er ekki þykkur. Það er stutt í hjartahlýj- una og Jón er trygglyndur maður." 1 bókinni kemur fram að þessi lýsing er hárrétt. Það er einkenni frásagnarinnar hve Jón getur ver- ið dómharður um þá menn sem Veistu svarið? Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson Veistu svarið? Axel Ammendrup tók saman. Þorsteinn Eggertsson myndskreytti. Setning: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun: Viðey offsett. Útgefandi: Vaka. Þetta er 6. bókin í flokki gátu- leikja- og þrautabóka forlagsins, og í fáum orðum sagt, þá er þetta afbragðs bók. Þar kemur fyrst til, að hún eykur þekkingu þess er les, í annan stað kemur, að hún er bráðskemmtileg, og í þann þriðja að hún nýtist jafnt einum sem hópi. Slíkar bækur, sem Veistu svar- ið?, hafa verið og eru meðal vin- sælustu bóka erlendis, og hrein furða, að í gerð íslenzkrar skuli ekki hafa verið ráðizt fyrr. En nú hefir verið úr því bætt og það á mjög myndarlegan hátt. Efnið er ákaflega fjölbreytt; Spurnir úr sögu, fréttum; spurnir um lönd og álfur; spurnir um færni í reiknilist; þekkingu á málsháttum og margt, margt fleira er að finna í jæssu skemmti- lega kveri. Það er víst, að sá sem kann svörin við spurningunum öll- hann telur að hafi gert eitthvað á sinni hlut en hlýr í garð hinna, sem hann metur og virðir. Jóni er ósárt um að ná sér niðri á þeim sem hann telur til dæmis að hafi ekki metið sig að verðleikum eftir að hann settist á þing, 1974, 64 ára gamall. „Þegar ég kom á þing 1974 varð ég fyrir mjög sérkennilegri reynslu. Maður var nú búinn að gutla svolítið í pólitík öll þessi ár (Jón fór fyrst í framboð til bæjar- stjórnar 27 ára, 1938, en komst í öruggt sæti 35 ára, 1946 innsk. Bj.Bj.) og búinn að vera leiðtogi flokksins í bæjarstjórn á Akur- eyri. En Jægar ég kom á þing, var manni tekið eins og busa í mennt- askóla, alveg bókstaflega ... Og ég var nú ekki meiri maður en það, að ég hálf lúffaði fyrir þessu helvíti. Og svo er verið að tala um, að maður sé einhver mektarmaður og frekur og ég veit ekki hvað!“ Raunar má ráða af bókinni að Jóni hafi aldrei líkað sérlega vel að sitja á þingi. Á einum stað seg- ir hann, að Hf sitt hafi á vissan hátt „verið samhangandi keðja af mistökum. Eg gæti talið upp lang- an lista af mistökum, sem ég hef gert í lífinu." Jóni mistókst að komast í fjárveitinganefnd, stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, bankaráð Seðlabankans og stjórn Norræna fjárfestingarbankans og segir að hann hefði getað komið í veg fyrir minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins haustið 1979. Þá tel- ur hann það mistök hjá Alþingi að hafa samþykkt iög um Kröflu- virkjun með Jæim hætti sem gert var, aldrei hefði átt að byggja svona stórt orkuver þarna, þá hafi það verið óskiljanleg reginskyssa hjá sér og Gunnari Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráðherra, að Jón tók að sér að vera bæði formaður og framkvæmdastjóri Kröflu- nefndar, það hafi verið mistök að kratar fengu ekki mann í Kröflu- nefnd, þá hafi verið mistök að taka mark á spám Orkustofnunar um Kröflusvæðið „þær voru hrein markleysa," segir Jón G. Sólnes í bókinni. Jóni liggur þungt orð til Geirs Hallgrímssonar, sem var formað- ur Sjálfstæðisflokksins á þeim ár- um sem Jón sat á þingi. Telur Jón að allt sé það Geir að kenna að um, hann verður talinn fróður maður. Það er gaman að vera með bók- ina í nálægð forvitinna barna, sjá þau halda með hana í eitthvert næðishornið, lesa sér fróðleikinn tii, koma síðan og reyna kunnátt- una á hinum fullorðnu. Þau brosa drjúg, er þau finna, að bókin gerir þeim fært að miðla fróðleik til Jæirra sem hingað til voru álitnir vita flest. Stoltur má Axel vera að hafa rétt fram svo þroskandi bók. Mál hans er létt, myndrænt, auðskilið. Teikningar Þorsteins eru bráð- vel gerðar, loga af fyndni. Hafi Vaka J)ðkk fyrir mjög góða bók, sem uppalendur ættu að taka eft- ir. Halldór Halldórsson og Jón G. Sólnes. frami sinn hafi ekki orðið meiri á Alþingi. Á hinn bóginn hallmælir Jón flokksformanninum fyrir að vera ekki nægilega afdráttarlaus við flokksstjórnina og vilja vera of sáttfús. Geir hafi þó enn brugðist hrapallega bogalistin í sáttfýsinni Jægar hann tók þátt í því fyrir kosningarnar í desember 1979 að bola Jóni út af þingi og lista Sj álf stæðisf lokksi ns. Fyrir þann sem Jækkir þá báða, Geir Hallgrímsson og Jón G. Sól- nes, er sárt að lesa um þetta allt saman, enn sárara er þó að lesa um vinslit Jæirra Halldórs Blöndal og Jóns. í raun segir Jón berum orðum að hann fyrirlíti Halldór Blöndal, sem var honum nákom- inn bæði persónulega og pólitískt. Hafa fáir þingmenn líklega kom- ist í verri aöstöðu gagnvart sam- herja en Halldór, þegar hann sem yfirskoðunarmaður ríkisreikninga stóð frammi fyrir því haustið 1979 að skjöl sýndu að Alþingi hafi greitt Jóni G. Sólnes símareikn- inga sem hann hafði þegar fengið greidda frá Kröflunefnd. Jón telur að Halldór hafi í raun staðið þarna að pólitísku samsæri um að bola sér af framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra og tryggja þann- ig eigin stöðu. Farið hefði vel á því að í bókinni hefði síðasta ræða Jóns G. Sólnes á Alþingi, 16. október 1979, um þetta mál verið birt í heild. Þar les hann bréf yfir- skoðunarmanna ríkisreikninga og gerir grein fyrir málavöxtum frá sínum sjónarhóli. Hann lýsir því sem einskonar nauðvörn af sinni hálfu aö hafa látið Alþingi greiða þessa reikninga, þar sem hann hefði leitað eftir því við iðnaðarráðuneytið að það heimil- aði Kröflunefnd að greiða þá. „Því vil ég benda á hvort ekki mundu hafa J)ótt einkennilegar aðfarir, eftir að mér hafði verið synjað um slíka tilhögun á greiðslu síma- reikninga hjá Kröflunefnd, að ég hefði komið með þriggja, fjögurra ára reikninga í skrifstofu Alþingis til að krefjast greiðslu þeirra," segir Jón í ræðunni. Eins og áður sagði leiddi þetta mál til þess að leiðir skildi með Sjálfstæðisflokknum og Jóni í vetrarkosningunum 1979. Hann bauð fram sérlista, S-lista í Norð- Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Pálmi Örn Guðmundsson: TUNGLSPÁ. Reykjavík 1984. Tunglspá er eins konar ljóðas- afn Pálma Arnar Guðmundsson- ar, hér eru saman komnar í einu bindi nokkrar fyrri bækur hans og aðrar sem koma fyrir sjónir les- enda í fyrsta skipti. Það er að mörgu leyti forvitni- legt að kynnast ljóðagerð Pálma Arnar Guðmundssonar. Til dæmis yrkir hann á einum stað: Ég er brjálaður hestur í auga eilífðarinnar nú ligg ég bara í sólbaði þarna er himinninn, hann er blár. (Síðasta ljóðið sem ég yrki) skorinorðara: urlandskjördæmi eystra, en mið- stjórn skoraði á hann að draga listann til baka. „Ein þeirra >nis- taka, sem ég hef gert í lífinu var að berjast ekki meira fyrir mínu máli á kjördæmisþingi (6. og 7. október 1979, áður en „símamálið" komst í hámæli efndu sjálfstæð- ismenn í kjördæmi Jóns til þings sem lauk án niðurstöðu, en 23. október ákvað kjördæmisráðið, að mæla gegn Jóni í framboð og hafna tillögu um prófkjör innsk. Bj.Bj.) kvelja þá og pína og rífa kjaft á Jæssum fundum. Það voru líka mistök að láta ekki úrskurða um listann til þess að knýja fram DD sem listabókstafi." Jón G. Sól- nes fór af þingi kalinn á hjarta og segist aldrei síðan hafa stigið fæti sínum inn í Alþingishúsið né neitt af J)eim húsum, sem Alþingi hefur yfir að ráða: „Ég var rekinn þaðan með skömm, og enn sem komið er hef ég ekki hugsað mér að koma þangað inn aftur." Jóni G. Sólnes liggur síður en svo þungt orð til allra manna sem hann minnist í bók sinni. Bitur- leikinn er mestur þegar hann ræð- ir þingmennskuna. Þegar hann var kjörinn á þing var hann óum- deildur höfðingi í sinni heima- byggð, mikils metinn og vinsæll maður á Akureyri, landskunnur fyrir dugnað og áræði. Hann sett- ist síðan að nýju í bæjarstjórn Ak- ureyrar. Lesandinn kemst ekki hjá því að álykta að með þingmennsk- unni og störfum í og fyrir Kröflu- nefnd hafi Jón reist sér hurðarás um öxl. Af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins hafði Jón nánast sam- band við Gunnar Thoroddsen og segir að af forystumönnum flokks- ins fyrir sunnan hafi Gunnar staðið einn með sér, Jægar hann bauð fram S-listann, J)ó hann vilji ekki segja, að Gunnar sem þá var varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hafi haft úrslitaáhrif á það að sérlistinn var boðinn fram. Þá segir Jón það liggja f augum uppi að hann hefði orðið ráðherra í rík- isstjórn Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980 hefði hann náð kjöri 1979, hvort heldur á sérlistanum eða á lista Sjálfstæðisflokksins. Jón gagnrýnir ekki samstarf við alþýðubandalagsmenn í þeirri stjorn en hallmælir ólafi Thors Vitfirringurinn segir að það sé búiö að jarða sig. Á hverjum sunnudegi fer hann uppí kirkjugarð og setur blóm á leiðið. (Blóm á leiðið) Og svona yrkir Pálmi Örn til Helga Hálfdanarsonar: Hefur þú bjarti svanur komið á veruleikans auðu strönd þarsem englamir dansa [berrassaðir á þrotlausum vegi. (Úr Poem for Helgi Hálfdanarson) Pálmi Örn Guðmundsson skreytir ljóðasafn sitt með ljós- myndum af sjálfum sér, teikning- um eftir bróður sinn, myndum af málverkum eftir Paul Gauguin og ýmsum öðrum myndum. Bók hans hefur nokkra sérstöðu að þessu leyti og Ijóðin eru ekki eins og þau ljóð sem maður rekst á daglega. Tilvísanir hans til annarra skálda oftar en einu sinni fyrir að hafa myndað nýsköpunarstjómina með kommúnistum 1944. í öðrum heimildum liggur fyrir, að 1947 vildi Gunnar Thoroddsen að ný- sköpunarstjórninni yrði fram haldið og var rætMim hann sem forsætisráðherraefni á þeim tíma. Hér hefur einkum verið staldr- að við einn þátt þessarar bókar, þann sem að mínum dómi er sögu- legastur með hliðsjón af samtíma- stjórnmálum. í bókinni er ekki sagt síðasta orðið um þessi mál öll en hún er heimild sem til verður vitnað. Á bókarkápu og í auglýsingum er Jóni lýst sem „harðsvíraðasta kapítalistanum í Sjálfstæðis- flokknum". Ég get ekki séð rökin fyrir þessari lýsingu. Jón G. Sól- nes hefur í störfum sem banka- maður, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, sveitarstjórnarmaður og þingmaður farið með fé ann- arra. Tilraunir hans til að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur báru ekki þann árangur sem hann ætl- aði. Á hinn bógin hefur Jón verið hiklaus talsmaður meira frjáls- ræðis í peningamálum en menn eiga að venjast. í Jæim efnum hef- ur gustað um hann og færi vel á því að hugmyndir hans um þau má fengju að þróast og dafna. Með hliðsjón af Jæim kom mér á óvart að lesa hnjóðsyrðin i garð ungra frjálshyggjumanna, en hann kall- ar Hannes Hólmstein Gissurarson „frjálsræðisspóa, velluspóa" sem hann segist „pípa á“. Heill kafli bókarinnar heitir: Sleggjudómar um pólitíska samferðamenn, þar sem Jón tekur sig til og gefur mönnum einkunnir. Þær segja auövitað jafn mikið um hann sjálfan og mennina. Bókin um Jón G. Sólnes er jafn margslungin og sögumaðurinn sjálfur, hún hefur að geyma marg- ar einlægar játningar, sem eru næsta óvenjulegar í bókum af þessu tagi. Hún lýsir sérstæðum manni, sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Sjálfur á ég eins og fjölmargir aðrir ánægjulegar minningar af kynn- um mínum við Jón og hans ágætu konu, Ingu. Undir lok bókarinnar fer Jón fallegum hlýjuorðum um fjölskyldu sína og lýsir trú sinni á handleiðslu og forsjá. Meðal þess sem Jón rifjar upp í bókinni er ferð sem við fórum með föður mínum frá Akureyri til Seyðisfjarðar. Þá vann ég þar í síldarbræðslu hjá Ingvari Vil- hjálmssyni og sonum hans. Fékk ég lánaðan bíl hjá fyrirtækinu og ók Jæim Jóni um bæinn. Minnist ég þess æ síðar þegar ég var að snúa bílnum við á þröngum vegi í firðinum sunnanverðum, hve litlu munaði að ég missti stjórn á hon- um og hann rynni niður bratta hiíðina og út í sjó. Hvorugur far- Jæganna tók líklega eftir Jæssu, enda jafnan í hrókasamræðum. Hef ég síðan litið svo á að þarna hafi forsjónin komið til sögunnar og forðað okkur frá afleiðingum mistaka minna. eru nokkuð djarflegar, einkum heggur hann nærri Þorsteini frá Hamri. En hvað sem um Pálma Örn verður sagt fer hann sínar eigin leiðir. Ljóðheimur Pálma Arnar er ruglingslegur, óskipulegur. En stundum getur hann hitt í mark. Meira er JxS um samsetning af Jæssu tagi: „Ég hef fundið ánægj- una í að lifa, hef fundið sólina seil- ast inn í hjarta mitt. Það er þungt og stirt. Einsog gamall maður, sem talar upphátt, án Jæss að vita það. Ég á tvö tungl, falin í djúpum helli, undir fjallinu furðulega, sem enginn skilur. Þau bíða og dreymir að ég komi. Stundum gef ég þeim eitthvað og þá tala þau. í ólinni hangir afi þinn, dauður er hann og grafinn, á morgun hittirðu stúlku- kind og horfir með henni á hafið.“ Ein bóka Pálma Arnar heitir Veruleikasprenging í leikhúsinu. Það er dæmigert nafn fyrir hann. Ég er ekki frá því að menn hafi gaman af að glugga í þessi ljóð. V eruleikasprenging
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.