Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsíngastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Eindregin afstaða 135 ár hefur samstaða Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í öryggis- og varnarmálum sett svip sinn á íslenskt stjórn- málalíf um leið og hún hefur tryggt þjóðinni öryggi og varn- ir. A þessu árabili hefur að sjálfsögðu gengið á ýmsu. Til dæmis sameinuðust framsókn- armenn og kratar um það í vinstri stjórninni 1956 með Al- þýðubandalaginu að varnarliðið skyldi hverfa af landi brott. Og 1971 gengu framsóknarmenn til liðs við Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem þá voru til, í sama tilgangi. í hvorugt skiptið var varnarleysis-áformunum þó hrundið í framkvæmd. Frá 1974 hefur ekki komið til ágreinings milli gömlu lýðræðisflokkanna um þessi efni. Raunar hefur ekki verið tekist á um meginatr- iði stefnunnar í íslenskum utan- ríkis- og öryggismálum heldur hafa verið uppi deilur um atriði sem rúmast hæglega innan hennar og eru hluti af pólitískri framkvæmd. Jón Baldvin Hannibalsson, nýkjörinn formaður Alþýðu- flokksins, flutti erindi um utan- ríkismál á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs síðastliðinn laugardag. Eins og menn sjá af frásögn Morgunblaðsins í blaðinu í gær er afstaða hins nýja formanns skýr og eindregin. Hann vill að íslendingar séu virkir þátttak- endur í vestrænu samstarfi og láti ekki sitt eftir liggja í varð- stöðunni um lýðræðislega stjórnarhætti. Formaður Alþýðuflokksins byggir afstöðu sína á því, að ekki sé unnt að leggja lýðræð- isríkin og lögregluríki kommún- ista að jöfnu. Og segir réttilega að menn verði að hafa þrek til að gera upp á milli alræðis og lýðræðis þegar þeir taki afstöðu til utanríkismála. Stefna Sov- étríkjanna sýni, að þau séu árásargjarnt nýlenduveldi, sem fylgi hættulegri útþenslsu- stefnu. Öryggi íslands eins og annarra lýðræðisríkja sé ógnað af þessari stefnu og hernaðar- mættinum sem ríkjasamsteypa alræðisins ræður yfir. Þá vakti hann einnig máls á því, að Sovétmenn leggi nú sér- stakt kapp á að losa um tengsl íslands við Atlantshafsbanda- lagið. Vísaði Jón Baldvin í því efni til rits sem hann telur skrifað að fyrirlagi sovéska varnarmálaráðuneytisins og þess sem hann nefndi „starfs- áætlunina miklu" um að reka fleyg á milli Evrópu og Banda- ríkjanna í nafni friðar. Segir formaður Alþýðuflokksins að Sovétmenn hafi bundið við það töluverðar vonir þegar fram- sóknarmenn komust í stjórn 1971 en halli sér nú mest að þeim aðilum sem háværastir eru í Alþýðubandalaginu. Sovétmenn hafa sýnt það á undanförnum árum að tilgang- urinn helgar meðalið. Um það þarf ekki að deila að þeir vilja Island úr Atlantshafsbandalag- inu. Jón Baldvin Hannibalsson sagði réttilega, að það yrði ótrú- legur pólitískur ávinningur fyrir Sovétríkin ef tækist að losa ísland úr NATO. Nauðsyn- legt er að menn hafi þetta í huga í því flóði neikvæðra frétta um gildi vestræns sam- starfs sem haldið er á loft á beinlínis röngum eða órök- studdum forsendum. Ekki fréttnæmt? Ríkisfjölmiðlar hafa verið óvenjulega iðnir við það undanfarnar vikur að tíunda sjónarmið þeirra sem eru nei- kvæðir í afstöðu sinni til At- lantshafsbandalagsins og aðild- ar íslands að því. Hafa þeir í þessu skyni annars vegar hamp- að Malcolm nokkrum Spaven, sem hér talaði á vegum her- stöðvaandstæðinga, og taldi eft- irlitsstarf varðskipa í íslenskri lögsögu ögrun við Sovétmenn og hins vegar William Arkin sem segir eitt í dag og annað á morgun um kjarnorkuvopn og ísland. Fréttastofum ríkisfjölmiði- anna finnst það á hinn bóginn alls ekki fréttnæmt, þegar ný- kjörinn formaður íslensks stjórnmálaflokks heldur ræðu um utanríkis- og öryggismál og lýsir afstöðu sinni til grundvall- aratriða í þessum mikilvæga málaflokki. Þá er þagað þunnu hljóði. Þetta fréttamat hlýtur að kalla á viðbrögð frá yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Hlustendur eru varnarlausir í málum sem þessum á meðan ríkiseinokunin varir. Hljóta þeir að binda vonir við það að stjórnendur útvarps- ins beini starfi fréttastofanna inn á hlutlægar brautir. Raunar hefur lengi og oft verið kvartað yfir misvægi af þessu tagi. En vegna þess hve áberandi það er í þeim tilvikum sem hér er lýst skulu kvartanirnar enn einu sinni ítrekaðar. Hvers á Jón Baldvin að gjalda andspænis þeim Spaven og Arkin? Mar:M>ion :bip!«K»o H.irbot Asblaod ^^^í'arry Sound PPpfc' ’ '■•'•<.N>< •!! Torooto Cradit, l«rk»or. B«y City Muskegod • Samia ?ort Stanlf y Gfabd Rap ds Datroit Ashtab Toledo Chicago • Lorain The Seaway, siglingaleiðin upp á Vötnin miklu FERÐIR Ms. Akraness hafa að undanförnu verið talsvert í fréttum vegna rúmlega hálfs mánaðar tafar, sem á þeim varð vegna bilunar á lyftibrú á leiðinni inn á Vötn- in miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Á þessum árstíma leggur vötn- in og leiðina inn á þau og henni því lokað þegar dregur að jólum. Til að gefa lesendum Morgun- blaðsins nokkra mynd af þessari siglingarleið, lengd hennar og hæð yfir sjávarmáli birtist hér meðfylgjandi kort, sem sýnir leiðina, „The Seaway". Frá Atl- antshafi og inn að innstu borg við Superior-vatn eru hvorki meira né minna en um 3.700 kílómetrar og hækkun frá sjáv- arborði upp á efsta vatnið nem- ur tæpum 200 metrum. Á kortinu eru sérstaklega merktir þeir staðir, sem Akra- „Nauðsynlegt að æsk- an tjái sig 1 leiklist“ — segir Ralph E. Slayton, sem rannsakar barna- og unglingaleikhús Hbandaríkjamaðurinn Ralph E. Sla- yton er nú staddur hér á landi til að kynna sér barna- og unglingaleikhús. Dvöl hans hér er síðasti áfangi í 6 mánaða ferð hans um Norðurlönd, þar sem hann hefur séð um 200 sýningar barna- og unglingaleikrita. Fulbright- stofnunin veitti honum styrk til rann- sóknanna, en Slayton er leikari og leikstjóri og stofnandi American- Scandinavian Children’s Theater. Slayton var spurður að því, hver væri meginmunur á barnaleikhúsi og „fullorðinna“leikhúsi. Hann hugsaði sig um dálitla stund en sagði svo: „Munurinn er ekki það sem skiptir máli. Börn eiga rétt á því besta sem völ er á í leiklist, því leiklist er fyrst og fremst tján- ingarmáti, en ekki eingöngu skemmtun. Það verður að gera allt, sem unnt er til að hvetja börn til þátttöku í leikhúsum og leyfa þeirra skoðunum að njóta sín.“ Eins og áður er sagt sá Slayton um 200 leiksýningar á ferð sinni um Norðurlönd. Hann sagði, að ein þessara leiksýninga hefði honum þótt merkust. „Leiksýning nemenda Grunnskólans í Hveragerði fannst mér bera af öllu því sem ég sá,“ sagði hann. „Flest börn í svokölluð- um þróuðum ríkjum eyða tíma sín- um sem hlutlausir áhorfendur, þau sitja aðgerðarlaus og njóta ávaxta vinnu annarra. En í Hveragerði var þessu öfugt farið, börnin voru sjálf að gera eitthvað sem verðmæti er í. Þau létu sínar eigin raddir heyrast í leikriti sem var eftir þau. Ég tel ákaflega mikilvægt að stjórnvöld sýni skilning á nauðsyn þess að hvetja börn og unglinga til að tjá sig í leiklist, því aldrei í sögunni hefur verið jafn mikil nauðsyn á stuðningi við list. Viss hluti listar er allt of sterk, peningar gera þeirri list kleift að móta skoðanir manna. Að lokum verður svo komið, að til- finningar og skoðanir fólks verða ekki þeirra eigin, heldur annarra. Þess vegna er svo nauðsynlegt að stórkostlegt framlag eins og fram- lag barnanna í Hveragerði njóti stuðnings." Slayton nefndi fleiri leiksýningar hér á landi, sem honum hefði þótt áhugaverðar, þótt greinilegt væri að Hvergerðingar áttu hug hans allan. „Á Sauðárkróki sá ég skemmtilega uppfærslu á Galdrakarlinum í Oz, á Húsavík var það Gúmmí-Tarzan, Brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius Slayton taldi leiksýningu grunnskólans f Hveragerði vera merkilegustu sýningu „Börnin eru að skapa eitthvað sem verðmæti er í, lita sínar raddir heyrast," sagð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.