Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 33 Grænland: Vissi Motzfeldt um lækkunina? Kaupmannahöfn, 11. desember. Frá Nils J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Mbl. EINS og kunnugt er befur danska stjórnin lækkað framlagið til Græn- lendinga um 30 milljónir dkr. og hef- ur þessi niðurskurður valdið nokkr- um úlfaþyt á Grænlandi. Formaður landsstjórnarinnar segist ekkert veður hafa haft af niðurskurðinum fyrr en frá honum var skýrt en um það hefur Grænlandsmálaráðherr- ann allt aðra sögu að segja. Niðurskurðurinn hefur verið mikið til umfjöllunar í græn- lenska útvarpinu og ekki síst vegna þess, að Jonathan Motz- feldt, formaður landsstjórnarinn- ar, kveðst ekkert hafa vitað um hann fyrirfram. Nú hefur það hins vegar verið upplýst, að lækkunin á framlagi Dana hafi margsinnis komið til umræðu á opinberum vettvangi og að Grænlandsmála- ráðuneytið hafi tvisvar sinnum beðið landsstjórnina að ræða um hvaða verkefnum skyldi frestað í sparnaðarskyni. Auk þess var haldinn í nóvember fundur emb- ættismanna, danskra og græn- lenskra, um þetta mál. Þrátt fyrir það segist Jonathan Motzfeldt ekkert hafa vitað um hvað til stæði. Stjórnarflokkarnir dönsku sömdu um það 11. október sl að fjárlagaútgjöldin á næsta ári skyldu ekki fara fram úr 186 millj- örðum dkr. og þess vegna var ljóst, að víða þurfti að skera niður. Grænlandsmálaráðuneytið varð að leggja sitt af mörkunun eins og önnur ráðuneyti og var þaó niður- Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grænlands. staðan, að af tveggja milljarða dkr. framlagi Dana til Grænlend- inga skyldi spara 30 milljónir. Niðurskurðurinn mun einkum hafa þau áhrif í Grænlandi að fresta verður ýmsum byggingar- framkvæmdum. Kína: Kenningar Karls Marx geta stundum átt við Peking, 11. desember. AP. RITSTJÓRI Dagblaðs alþýðunnar í Kína sagði í blaðinu í dag, að hann hefði tekið fulldjúpt í árinni þegar hann sagði, að marx-leninisminn gæti ekki boðið upp á neinar lausnir á vandamálum Kínverja nú á dög- um. Ritstjórinn segir, að vissulega beri að kynna almenningi verk Karls Marx og lærisveina hans, Friedrichs Engel og Vladimirs Lenin, þótt ekki sé víst, að kenn- ingarnar eigi allar við í nútíma samfélagi. Leiðréttingar á borð viö þessa eru fremur sjaldgæfar í málgögn- um kínverska kommúnistaflokks- ins og hefur engin opinber skýring verið gefin á henni. Sérfræðingar í kínverskum málefnum telja hins vegar, að ráðamönnum hafi þótt nóg um athyglina, sem upphaflega forystugreinin vakti erlendis og vilji þess vegna draga dálítiö í land. Kínafræðingunum ber þó saman um það, að „leiðréttingin" sé merkust fyrir það, að í raun sé verið að ítreka fyrri yfirlýsingu um gagnsleysi kommúnískra kenninga. Nýkomið i Vorum aö taka upp glæsilegt úrval af borölömp- um, vegglömpum og hengilömpum. GElSiB? | Metsölublad ú hverjum degi! Rúmgóður tvíbreiði svefnsófinn frá Belgíu og góður til að sitja í - er hann \, :.r V, % Irésnnicljan vídirí HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI45100 ll ** ,á atwr 'pess® ávokWr 'Vrsta' 8 mw pa''tan:Vp0do«'</ia Þ»v sem aw p u a6 eno aD -Jvwar ewrsv-” Á4' Glæsileg sófasett í stóru úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.