Morgunblaðið - 12.12.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984
33
Grænland:
Vissi Motzfeldt
um lækkunina?
Kaupmannahöfn, 11. desember. Frá Nils J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Mbl.
EINS og kunnugt er befur danska
stjórnin lækkað framlagið til Græn-
lendinga um 30 milljónir dkr. og hef-
ur þessi niðurskurður valdið nokkr-
um úlfaþyt á Grænlandi. Formaður
landsstjórnarinnar segist ekkert
veður hafa haft af niðurskurðinum
fyrr en frá honum var skýrt en um
það hefur Grænlandsmálaráðherr-
ann allt aðra sögu að segja.
Niðurskurðurinn hefur verið
mikið til umfjöllunar í græn-
lenska útvarpinu og ekki síst
vegna þess, að Jonathan Motz-
feldt, formaður landsstjórnarinn-
ar, kveðst ekkert hafa vitað um
hann fyrirfram. Nú hefur það hins
vegar verið upplýst, að lækkunin á
framlagi Dana hafi margsinnis
komið til umræðu á opinberum
vettvangi og að Grænlandsmála-
ráðuneytið hafi tvisvar sinnum
beðið landsstjórnina að ræða um
hvaða verkefnum skyldi frestað í
sparnaðarskyni. Auk þess var
haldinn í nóvember fundur emb-
ættismanna, danskra og græn-
lenskra, um þetta mál. Þrátt fyrir
það segist Jonathan Motzfeldt
ekkert hafa vitað um hvað til
stæði.
Stjórnarflokkarnir dönsku
sömdu um það 11. október sl að
fjárlagaútgjöldin á næsta ári
skyldu ekki fara fram úr 186 millj-
örðum dkr. og þess vegna var ljóst,
að víða þurfti að skera niður.
Grænlandsmálaráðuneytið varð
að leggja sitt af mörkunun eins og
önnur ráðuneyti og var þaó niður-
Jonathan Motzfeldt, formaður
landsstjórnar Grænlands.
staðan, að af tveggja milljarða
dkr. framlagi Dana til Grænlend-
inga skyldi spara 30 milljónir.
Niðurskurðurinn mun einkum
hafa þau áhrif í Grænlandi að
fresta verður ýmsum byggingar-
framkvæmdum.
Kína:
Kenningar Karls Marx
geta stundum átt við
Peking, 11. desember. AP.
RITSTJÓRI Dagblaðs alþýðunnar í
Kína sagði í blaðinu í dag, að hann
hefði tekið fulldjúpt í árinni þegar
hann sagði, að marx-leninisminn
gæti ekki boðið upp á neinar lausnir
á vandamálum Kínverja nú á dög-
um.
Ritstjórinn segir, að vissulega
beri að kynna almenningi verk
Karls Marx og lærisveina hans,
Friedrichs Engel og Vladimirs
Lenin, þótt ekki sé víst, að kenn-
ingarnar eigi allar við í nútíma
samfélagi.
Leiðréttingar á borð viö þessa
eru fremur sjaldgæfar í málgögn-
um kínverska kommúnistaflokks-
ins og hefur engin opinber skýring
verið gefin á henni. Sérfræðingar í
kínverskum málefnum telja hins
vegar, að ráðamönnum hafi þótt
nóg um athyglina, sem upphaflega
forystugreinin vakti erlendis og
vilji þess vegna draga dálítiö í
land. Kínafræðingunum ber þó
saman um það, að „leiðréttingin"
sé merkust fyrir það, að í raun sé
verið að ítreka fyrri yfirlýsingu
um gagnsleysi kommúnískra
kenninga.
Nýkomið i
Vorum aö taka upp glæsilegt úrval af borölömp-
um, vegglömpum og hengilömpum.
GElSiB?
| Metsölublad ú hverjum degi!
Rúmgóður
tvíbreiði svefnsófinn frá Belgíu
og góður til að sitja í
- er hann
\, :.r
V,
%
Irésnnicljan
vídirí
HÚSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI 2
KÓPAVOGI SÍMI45100
ll
** ,á atwr 'pess® ávokWr 'Vrsta'
8 mw pa''tan:Vp0do«'</ia Þ»v
sem aw p u a6 eno
aD
-Jvwar ewrsv-”
Á4'
Glæsileg sófasett
í stóru úrvali