Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 1

Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 252. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samningurinn um framtíð Hong Kong undirritaður í Peking: Brotið blað í samskipt- um Breta og Kínverja Peking, 19. desember. AP. DENG Xiaoping, hinn áttræði leiðtogi Kínverja, segir að samningurinn um framtíð Hong Kong, sem forsætisráðherrar Bretlands og Kína undirrituðu í Alþýðuhöllinni í Peking í dag, hafi sögulega þýðingu. Hann kveðst vonast til þess að verða svo heilsuhraustur eftir 13 ár, þegar Kínverjar taka við yfírráðum borgarinnar, að hann geti komið þangað í heimsókn. Samningurinn felur í sér að Bretar afsala sér yfirráðum yfir Hong Kong, sem verið hefur ný- lenda þeirra frá 1841, í hendur Kínverja árið 1997, en Kínverjar ábyrgjast aftur á móti að þar verði markaðshagkerfi við lýði næstu hálfa öldina eftir yfirtök- Huges valinn lárviðarskáld London, 19. desember. AP. TED lluges, sem í skáldskap sín- um fjallar um örlög mannsins og samband hans við náttúruna, hef- ur verið valinn til að taka við af sir John Betjemin sem lárviðarskáld Breta. Það var skrifstofa forsætis- ráðherra, sem greindi frá vali Huges, en það hefur tíðkast frá því á 17. öld að breska ríkið skipi lárviðarskáld, sem hefur það hlutverk með höndum að orða stórviðburði í þjóðlífinu I ljóði. Huges, sem er 54 ára gamall ekkjumaður, sagði, að honum þætti mikil sæmd að valinu, þó að þaö mundi ekki valda neinum straumhvörfum í lífi hans. una. Að auki hafa Kínverjar gefið Hong Kong-búum fyrirheit um sjálfstjórnarréttindi, sem tryggð verða með lögum. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvað samn- inginn marka þáttaskil í sam- skiptum Breta og Kínverja. Sam- komulag þjóðanna sýndi, að þegar skoðanamunur væri mikill, eins og í viðræðunum um framtíð Hong Kong, skipti staðfesta og vilji til að finna lausn höfuðmáli og mættu aðrir draga af því lærdóm. Valdhafar á Taiwan hafa for- dæmt samninginn og segja hann ógildan, þar eð þeir séu hinir einu lögmætu ráðamenn Kína og þar með réttir viðsemjendur Breta. Hafa þeir látið í ljós ugg um að samningurinn muni skaða verslun og viðskipti á Taiwan. Talið er að þorri íbúa Hong Kong sé ánægður með samninginn og treysti því, að stjórnvöld í Kína efni loforð sín. Borgin er þriðja stærsta fjármálamiðstöð heims og til marks um bjartsýni, sem þar ríkir um framtíð markaðshagkerf- isins, er nefnt að hlutabréf hafa almennt hækkað í verði að undan- förnu. Tæplega 50 %kusu Islamabad, 19. desember. AP. VESTRÆNIR fréttamenn og heimildarmenn þeirra teija, að innan við helmingur kjósenda í Pakistan hafi tekið þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni, sem þar fór fram í dag. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki geflð upp neinar tölur um kjörsókn, og sennilega verða úrslit ekki birt fyrr en á laugar- dag. Stjórnarandstæðingar hafa fagnað hinni litlu þátttöku í kosningunum, en þeir spá því að stjórnvöld muni ekki skýra rétt frá kjörsókninni. Frétta- menn frá Vesturlöndum, sem fóru á fjölmarga kjörstaði í höfuðborginni, Islamabad, einnig i nágrenni hennar og í Rawalpindi, segjast hafa orðið vitni að því að margt fólk sem ekki er á kjörskrá hafi fengið að greiða atkvæði. Kjósendum var aðeins gefinn kostur á því að lýsa sig sam- þykka þeirri stjórnarstefnu, sem einvaldur landsins, Mo- hammad Zia Ul-Haq hershöfð- ingi, fylgir og kjósa hann for- seta til næstu fimm ára. Khadafy Símamynd/AP. Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, skiptast á eintökum af samningnum um framtíð Hong Kong, sem undirritaður var í Alþýðuhöllinni í Peking í gær. Khadafy á leyni- fundi á Mallorca Palma, Mallorca, 19. desember. AP. MOAMMAR Khadafy, leiðtogi Líb- ýu, átti í dag fundi með Bruno Kreisky, fyrrum kanslara Austurrík- is, og Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, skammt frá borginni Palma á Mallorca, að því er yfirvöld á eynni hafa greint frá. Ekkert hefur verið látið uppi um efnisatriði þessara viðræðna. Fundirnir fóru fram hvor í sínu lagi. Fyrir hádegi átti Khadafy viðræður við Kreisky, en síðar um daginn hitti hann Gonzalez að máli. Þeir Kreisky og Gonzalez gegna báðir embætti varaforseta Alþjóðasambands jafnaðarmanna og dvelur hinn fyrrnefndi lang- tímum á ári hverju í Palma. Óstaðfestar fregnir herma, að Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínuaraba (PLO), sé einnig væntanlegur til eyjarinnar, en engar fregnir höfðu borist um komu hans þangað þegar blaðið fór í prentun í nótt. f fylgdarliði Khadafys eru 25 manns og hefur hópurinn á leigu herbergi á Son Vida-hótelinu um óákveðinn tíma. Þrír milljarðar í ráð- stefnuhöll í Eþíópíu „Svik við þær milljónir, sem búa við hungur,“ segir Bandaríkjastjórn New York, 19. desember. AP. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag, að verja 73,5 milljónum Bandaríkjadala (jafnvirði þriggja milljarða ísl. króna) til að reisa nýja ráðstefnuhöll í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Þetta var ein af síðustu samþykktum þingsins, sem nú hefur tekið sér hlé og kemur ekki aftur saman fyrr en í mars. Bandaríkjamenn lögðust ein- dregið gegn því að ráðstafa fénu með þessum hætti og hafa for- dæmt samþykktina. Þeir segja að hún sé svik við þær milljónir Eþíópíumanna, sem búi við hungur, fátækt og kúgun, og bundið hafi vonir við alþjóðlegt samstarf til að leysa vanda sinn. Sendifulltrúar 122 ríkja greiddu tillögunni atkvæði, en 5 voru á móti og 16 sátu hjá. Auk fulltrúa Bandaríkjanna greiddu fulltrúar Bretlands, Belgiu, Lúx- emborgar og Hollands atkvæði gegn tillögunni. Flestir fulltrúar annarra vestrænna ríkja sátu hjá, en öll kommúnistaríkin studdu tillöguna. Ráðstefnuhöllin í Addis Ab- aba á að hýsa Efnahagsmála- nefnd Afríku, sem er deild innan Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna. Richard Nygard, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði í dag að bygging ráðstefnuhallarinnar væri sóun á fjármunum. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvernig almenningur í heimin- um brygðist við þeim tíðindum, að Sameinuðu þjóðirnar teldu við hæfi að byggja í miðri hung- ursneyðinni í Eþiópíu höll, sem væri ekki annað en stöðutákn og langtum stærri en Efnahags- málanefndin þyrfti á að halda. Nygard sagði að nota mætti þá fjármuni, sem fara ættu í bygg- inguna, til þess; aö bólusetja eina milljón barna gegn öllum helstu smitsjúkdómum; að byggja 25 þúsund brunna og dæla úr þeim vatni handa rösk- lega tólf milljónum manna; að fæða 125 þúsund fjölskyldur I Eþíópíu í eitt ár og sjá um alla kornþörf Chad á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.