Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 9

Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 9
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 9 Lokasmölun á Kjalarnesi veröur sunnudaginn 23. desember. Hestar verða í rétt sem hér segir: Dalsmynni kl. 10.00—11.00 — Arnarholti 12.00—13.00 — Saltvík 14.00—15.00. Bílar á staönum. Vetrarfóður á Ragnheiðarstööum Getum bætt viö hestum í vetrarfóöur. Hafiö samband viö skrifstofuna. mnmsmm KRISTJÁN THORLACIUS DAVÍD ODDSSON Söguleg málalok Félagsdómur hefur nú bundiö enda á sögulega þrætu um rétt opinberra starfs- manna til fyrirframgreiðslu launa þegar verkfall þeirra er fyrirsjáanlegt. Ekki verður sagt aö þessi málalok séu óvænt miöaö viö aðstæður, þótt þau stangist á við þann áróður sem verkfallsmenn höföu uppi þegar átökin voru að hefjast. Félagsdómur tekur af skarið lH*gar starfsmenn út- varpsins ákváðu aö leggja niöur störf I. október síö- astliðinn og binda þar með enda á alla fjölmiðlun í landinu (blöðin komu ekki út vegna verkfalls bóka- gerðarmanna) var eftirfar- andi yfirlýsing lesin í hljóð- varpið: „Fastir starfsmenn út- varpsins hafa ekki fengið mánaðarlaun sín greidd að fullu í dag, hinn 1. október, eins og lög gera ráð fyrir (sbr. 20. grein laga nr. 1954 með breytingum sam- kvcmt lögum nr. 44 frá 1961, nr. 27 frá 1965 og nr. 31 frá 1976). Stjórn starfsmannafélags útvarps- ins óskar eftir þvi að yfir- stjórn stofnunarinnar hafi þegar í stað samband við viðeigandi stjórnvöld og krefjist þess að farið verði að lögum. I>ar til svo verð- ur gert sjá starfsmenn út- varpsins sér ekki fært að sinna störfum sínum og vill SRÚ í því sambandi minna á að það er viðtekin regla í vinnurétti aö launþegi sem ekki fær greidd laun sín með umsömdum eða lög- bundnum hætti getur fyrir- varalaust lagt niður vinnu, án þess að það teljist brot á vinnusamningum. SRÚ vekur athygli á því að starfsmenn eiga fjölmargir inni hjá stofnuninni ógreidda yfirvinnu fyrir tímabilið 11.—30. septem- ber og er hér með farið fram á að hún verði greidd þegar í stað.“ Kins og sést af þessu töldu starfsmenn útvarps- ins þá ákvörðun að laun voru ckki greidd að fullu 1. október, þegar fyrirsjáan- legt var að verkfall opin- bcrra starfsmanna myndi hefjast 4. október, lögbrot. Hið sama gekk yfir starfs- menn Reykjavíkurborgar sem starfsmenn ríkisins að þessu leyti og varð út af þessu mikill úlfaþytur sem forystumenn BSRB nýttu sér til hins ýtrasta í því skyni að efia baráttukraft- inn hjá sínu fólki. Kom strax fram að þessi þytur skelfdi marga og til dæmis lét Páll Pétursson, formað- ur þingflokks framsókn- armanna, þessi orð falla: „Fólk lætur ekki svelta sig til hlýðni, sem betur fer,“ um leið og hann dæmdi ákvörðunina um að grciða ekki launin óvarlega, sið- lausa og ólöglega. Var mál- inu snúið upp í árásir á þá Albcrt Guðmundsson, fjár- málaráðherra, og Davíð Oddsson, borgarstjóra. BSRB kærði niðurfell- ingu launagreiðslna til Fé- lagsdóms. Dómurinn hefur nú komist aö afdrátlar- lausri og endanlegri niður- stöðu, sem ekki verður áfrýjað. l>ar segir meðal annars: „I»ad er meginregla í vinnurétti, að vinnusamn- ingar aðila, þ.e. vinnuveit- enda og launþega. eru gagnkvæmir á þann hátt, að skylda annars aðilans til þess að inna af hendi sitt framlag er almennt háð því, að mótaðilinn efni sinn i hluta skyldunnar. Af því leiðir, að ekki er vafi á því, að launþegi, sem er í verk- falli, á ekki rétt til launa fyrír þá daga, sem hann er í verkfallinu." I>á telur Fé- lagsdómur að samnings- ákvæði um fyrirfram- greiðslu launa „eigi ekki að skýra svo bókstaflega að það hafi átt að tryggja félagsmönnum (Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar) launagreiöslur fyrir tímabil, sem þeir fyrir- sjáanlega yrðu í verkfalli". í athugun hjá BSRB l>ví ber að fagna að fyrír frumkvæði Starfsmannafé- lags Reykjavíkur var leitað til Félagsdóms með þe'tta mál. Nauðsynlegt var að fá úr réttarstöðunni skorið í eitt skipti fyrir öll. „Mikil- vægast af öllu er að þarna liggur fyrír úrskurður um lögma'ti þess að fella niður greiðslur launa," segir Davíð Oddsson, borgar- stjóri, réttilega í Morgun- blaðinu í gær. Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, gefur hins vcgar til kynna hér í blað- inu í gær, að ekki sé öll nótt úti enn. BSRB hafi það til athugunar að vísa máli félagsmanna sinna til almennra dómstóla. Vafa- laust má með lagafiækjum draga málavafstur út af þesim lengi enn, þótt ekki verði það gert fyrir hinum rétta dómstóli í slíkum málum, Félagsdómi. Gr raunar furöulegt miðaö við hávaðann sem forsvars- menn BSRB gerðu út af þessum málum öllum í byrjun október, að þeir skuli enn vera með þaö í athugun hvernig með jafn auðsótt mál og þeir töldu þetta vera skuli farið. Hlutur út- varpsmanna í Morgunblaðinu í gær segir Davíð Oddsson með- al annars: „l>að er um- hugsunarcfni að þessi að- gerð (að greiða ekki laun- in, innsk. Stakstcina,) varð til þess að starfsmenn ríkisfjölmiðlanna lögðu niður starfsemi, scm er einstakt í veröldinni, en núna þegar úrskurður ligg- ur fyrir verður maður var við það að sömu fjolmiðlar hafa lítinn áhuga á málinu. I>að segir sína sögu og manni veröur hugsað til þess hvernig mundi vera ef þessir fjölmiðlar væru einir hér á landi." Hér er kveðið fast að orði en ekki að ástæðu- lausu. Vcrkfall opinberra starfsmanna f október markaði þáttaskil í viðhorf- um alls þorra manna til einokunar ríkisins á út- varpsrekstri. Krafan um af- nám ríkiseinokunarinnar nýtur mun almennari stuðnings eftir verkfall en áður. Á þingi er hins vegar reynt að tefja framgang þess máls, ekki síst af þeim sem töldu aðgcrðina, sem Félagsdómur hefur nú lýst lögmæta, „óvarlega, siðlausa og ólöglega". Eigendur sparískírteina og veðskuidabréfa arthugið! Óskum eftir öllum flokkum sparískírteina, verðtryggðum og óverðtryggðum veðskuldabréfum í umboðssölu. Láttu sérfraeðinga Kaupþings annast fjárvörslu Hann fer ekki í jólaköttinn þína, þeir hafa upplýsingar og auk þess yndi af fjárfestingum. /s jJÍIi KAUPÞING HF Husi Verzlunarinnar, V. Hlýir, mjúkir og fallegir mokkahanskar fyrir karlmenn ... RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.