Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
13
Magnús Jónsson
og Olafur Vignir
Tónlist
Egill Friöleifsson
Fyrir stuttu kom út plötualb-
úm, sem hefur að geyma söng
Magnúsar Jónssonar við undir-
leik Ólafs Vignis Albertssonar.
Tilgangurinn með þessari útgáfu
mun vera að gefa nokkra mynd
af söngferli og söngsviði Magn-
úsar, en hann hefur lengi staðið
í fremstu röð tenóra okkar og
gert garðinn frægan bæði hér
heima og erlendis. f albúminu er
að finna tvær hljómplötur með
samtals 30 sönglögum og óperu-
aríum svo af nógu er að taka, og
spanna hljóðritanirnar tuttugu
ára tímabil, eða frá 1964 til ’84.
Á umslaginu er rakinn söng-
ferill Magnúsar. Skemmtileg er
sagan, þegar hann sem 17 ára
unglingur bankaði uppá hjá
Pétri Jónssyni óperusöngvara og
óskaði eftir tilsögn í söng, en var
snúið við í það skiptið. Magnús
lét þó ekki hugfallast, en reyndi
aftur að ári og þá gekk betur.
Námið sóttist honum vel, sem
best sést á því að aðeins tveimur
árum síðar söng hann hlutverk
guðspjallamannsins í Jóhannes-
arpassíunni eftir Bach. Magnús
var í þeim dugmikla hóp er dreif
upp óperusýningar hér heima á
sjötta áratugnum, en árið 1957
ræðst hann til óperunnar í
Kaupmannahöfn, þar sem hann
starfar næsta áratuginn við góð-
an orðstír. Eftir það kemur hann
heim og hefur síðan verið virkur
í faginu bæði á konsertpallinum
og eins á óperusviðinu.
Undirritaður er einn þeirra
sem lengi hafa hrifist af þrótt-
miklum, karlmannlegum söng
Magnúsar og á þessum plötum er
að finna margar perlur úr heimi
söngsins, þó ekki gefist tóm til
að rekja það allt hér. Það sem
flestum verður e.t.v. minnis-
stæðast er hetjulegir tilburðir
hans í glímunni við stórhlutverk
óperunnar, en Magnús á marga
strengi í sinni hörpu. Nægir þar
að benda á hve mildilega hann
syngur vöggukvæði Emils Thor-
oddsen og hversu lauflétt hann
upphefur rödd sína í blóma-
aríunni úr óperunni Carmen eft-
ir Bizet, en glæsileg frammi-
staða hans í þeirri óperu, er hún
var sýnd á fjölum Þjóðleikhúss-
ins fyrir áratug, er mér enn í
fersku minni.
Sem fyrr segir er elsta upp-
takan frá árinu 1964 og er ekki
sambærileg tæknilega við það
sem nú gerist. Eigi að síður er
fróðlegt að heyra þessar gömlu
hljóðritanir nú. Nokkuð virðist
rödd Magnúsar hafa dökknað á
þessum tuttugu árum, en um leið
öðlast jafnvel enn meiri fyllingu
ef nokkuð er. Meðleikari Magn-
úsar er Ólafur Vignir Alberts-
son, en samstarf þeirra hefur nú
staðið á þriðja áratug, enda eiga
þeir ekki í vandræðum með að
ná saman. Ég hafði mikla
ánægju af að hlusta á þetta alb-
úm þeirra Magnúsar og ólafs.
Alís í Undralandi
Bókmenntír
Siguröur Haukur Guöjónsson
ALÍS í UNDRALANDI.
Höfundur: Lewis Carroll.
Þýðing: Ingunn E. Thorarensen.
Myndir: Jenny Thorne.
Prentað á Spáni.
Útgefandi: Fjölvaútgáfan.
Ekki er það alltaf sem okkur er
gefið að meta þær stundir er við
lifum, meta gildi þeirra fyrir þá
sem eftir koma. Sjálfsagt hefir
Charles Lutwidge Dodgson ekki
heldur gert sér ljóst, er hann á
Temsá 1862, reyndi að hafa ofan
af fyrir systrunum Lorinu, Alice
og Edith, að hann var að segja
sögur sem fleiri eyru þráðu að
heyra, sögur sem skipuðu honum á
bekk með ástsælustu höfundum
brezku þjóðarinnar. Sjálfsagt
hefði blærinn borið sögurnar hans
út á haf gleymskunnar, ef litla
stúlku, Alice, hefði ekki langað að
sjá nafnið sitt í skrifaðri bók.
Svona verða tilviljanir, stundum,
til þess að bjarga verðmætum.
Bókin er í 12 köflum, þar sem Al-
ice litla kynnist furðuheimum
ævintýranna, henni skemmt en
jafnframt leidd að sannindum
lífsins. Stíll höfundar er nokkuð
þungur, innskotin mörg, eins og
þú heyrir tal milli vina.
Þýðing Ingunnar er listagóð, á
kjarnamáli. Myndir bókarinnar
eru meistaralega gerðar, falla að
efni, vekja spurningar og eftir-
væntingu.
Hér er sagan í sinni uppruna-
legu mynd, og í engu til sparað, er
íslenzkum bömum er rétt ein
þeirra perlna, sem brezk menning
telur meðal skartgripa sinna.
Hafi Fjölvaútgáfan kæra þökk
fyrir bráðfagra og góða bók.
Dr. Charles
Francis Potter
ÁRIN
ÞÖGLU
ÍÆVI
JESÚ
Dr. Charles Francis Potter
Árin þöglu
í ævi Jesú
Öldum saman hafa unnendur bibliunnar velt fyrir sér þeirri spurningu hvar Jesús hafi veriö og hvaö
hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þöglu ár“ í ævi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs.
Hiö mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum viö Dauðahaf 1945 og
næstu ár á eftir, hefur loks gefiö svar viö þessari spurningu.
Þaö verður æ Ijósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miöar áfram, aö Jesús hefur á þessum
árum setiö viö hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuöu
samfélagi þeirra. Glöggt má greina náinn skyldleika meö kenningum Jesú og Essena, jafnvel
oröalagiö í boðskap Jesú ber ótvíræöan essenskan svip.
Fágaö og fagurt verk.
pófeaútgáfanjjóbðasa