Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Krístínn Revr
I FIMMTÁN songlog
útsífrwTj. £»*pór Mjlatofi
i
19«
Fimmtán sönglög
eftir Kristin Reyr
KRIOTINN Reyr hefur gefið út hefti
með fimmtán lögum sínum í útsetn-
ingu Eyþórs Þorlíkssonar.
Ljóðin sem lögin eru við, eru:
Ætti ég ekki vífaval eftir Árna
Böðvarsson, Glugginn minn eftir
Theodóru Thoroddsen, Jónas Hall-
grímsson eftir Grfm Thomsen,
Etude eftir Karl ísfeld, Ingi Lár
eftir Þorstein Valdimarsson, ís-
lands hrafnistumenn eftir Örn
Arnarson, Asja eftir Gunnar Dal,
Eldsvoði eftir Stein Steinarr,
Söngur sáðmannsins eftir Bjarna
Ásgeirsson, Þögul nóttin eftir Pál
ólafsson, Tárið eftir Kristján
Jónsson, Aftansólin eldi steypir
eftir Guðmund Böðvarsson, Mun-
arblíð staka eftir Pétur Jónsson
frá Hópi, Konan sem kyndir
ofninn minn eftir Davíð Stefáns-
son og Brot eftir Jóhannes úr
Kötlum.
WOMUNDURl
Jakobsson\
JÓNAS ÁRNASON
þessar
standa
upp ur
bókaflóöinu!
Jónas Ámasoa
Fleira íólk.
Eftir tveggja áratuga hlé, ný bók Jónasai
Ámasonar. Hann er enn sami Jónas og þessi
bók er vœntanlega hans íjölmörgu
addáendum kœrkomin.
Gudmundur Jakobssoa
Mannlíf undir Kömbum.
Nokkrir Hvergeröingar teknir
tali Allt er þaö ágœta íólk
búsett í Hveragerdl en á
rœtur víösvegar um land
Bókin er harla fjölbreytt aö
efni. sjór aí fróðleik, en að
auki skemmtilestur.
Steíán Jónssoa
Mínir menn,
Vertíðarsaga Stefáns Jónssonar á sér
ekki hliðstœðu í sjómannabókum
Pekking hans á eíninu stíll og tungutak
er hans einkaeiga Tvímœlalaust
raunsannasta bök sem sést hefur um
sjómannalíí á vertíð.
Jónas Ámasoa
Syndin er lœvís og lipui.
Pessi frœga bók kom út fyrir 20 árum síðan og
varð hún metsölubók á einum mánuði. Ætla
má að mörgum þeim 50 þúsund fslendin*
sem síöan haía komist til vits og ára leiki
íorvitni á, hvers vegna hún hlaut þessar
viðtökur.
Reykjaforlagiö, Laugavegi 178, Símar: 17802
686110
Jólasveinar úr Ing-
ólfsfjalli skemmtu
SdfOflSI 14 (téfú*lny
JÓLASVEINARNIR í Ingólfsfjalli
hafa það fyrir árlegan sið að koma
til byggða á Selfossi nokkrum dög-
um fyrir jól. Þeir hafa fært sér tækn-
ina í nyt og koma á vélknúnum öku-
tækjum. I ár var farartæki þeirra
fólksflutningabifreiðin Drjóli sem
þeir böfðu tekið traustataki hjá Sér-
leyfisbílum Selfoss og merkt sér
kyrfilega. Segja sumir að þetta stafi
af því að bflarnir seú málaðir í hvít-
um og rauðum lit.
Mikill mannfjöldi safnaðist
saman við brúarsporðinn eins og
venja er þegar þeir félagar koma.
Þetta er einn af þeim atburðum
sem yngsta kynslóðin vill ekki
fyrir nokkurn mun missa af, þó
svo sumum sé nú um og ó þegar
heilsa þarf þeim sveinum. Jóla-
sveinarnir voru vel undir þessa
samkomu búnir. Þeir höfðu sett
upp tjald á þaki Selfossbíós þar
sem þeir voru með hljómsveit-
argræjur sem þeir sögðust hafa
fundið. í för með þeim voru þrjár
furðuverur úr tröllaheimum, þeir
Leppur, Skreppur og Völustallur.
Öllum til mikillar furðu kunnu
þessar verur vel að leika á hljóð-
færin í tjaldinu.
Það var góð stemmning á
Tryggvatorginu þennan laugardag
og úr augum barnanna mátti lesa
eftirvæntingu og tilhlökkun enda
farið að styttast í jólahátíðina.
Mörg barnanna höfðu orðið við til-
mælum jólasveinanna að mæta á
Tryggvatorg í jólasveinabúning-
um, en það báðu þeir um í dreifi-
bréfi sem þeir sendu í hvert hús í
kaupstaönum. Auk þess var þar
tekið fram að þeir foreldrar sem
ættu góð og þæg börn gætu haft
samband við umboðsmenn þeirra
hjá Ungmennafélaginu í Tryggva-
skála, ef þeir vildu að krökkunum
yrði færður jólapakki á aðfanga-
dag, um fótaferðartlma.
Sig. Jóns.
E.G.
Slægja aflann um borö og ísa
Vogum 11. desember.
Tveir Suðurnesjabátar sem róa með línu, Boði og Haffari hafa að undan-
förnu slægt allan afla um borð og ísað í kassa. Með því hefur þeim tekist að
ná frara auknum gæðum, þar sem í flskinum eru ekki þunnildaskemmdir og
flskurinn verður minna marinn. Aflinn hefur undantekningalaust farið í 1.
flokk. Myndin er tekin þegar verið var að landa úr Boða f Njarðvíkurhöfn.