Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Miður, kona, bam er eftir höfund
„Love Story" Erich Segal.
i Fullkomnu hjónabandi, sem allir
öfunda, er skyndilega og óvamt ógnað
af rödd frá fortíðinni. Bob Beckwith
stærðfræðiprófessor er hamingjusamur
fjölskyldufaðir, þar til í ljós kemur að
eina hliðarspor hans í hjónabandinu
hefar haft óvæntar afleiðingar.
Maður, kona, bam er langbesta
skáldsaga Erich Segals, og jafnvel
ennþá áhrifameiri en „Love Story“.
Skáldsagan TIM er eftir Colleen
McCullough höfund Þymifuglanna
sem nú er framhaldsmynd í sjónvarp-
inu. Bókin segir frá Mary sem var
komin yfir fertugt. menntuð kona sem
naut velgengni í starfi og bjó ein. Tim
var tuttugu og fimm ára og glæsileg-
ur eins og grískur guð en með bams-
liuga....
Hjartnæm og fullkomlega trúverðug
saga sem yljar manni um hjartaræt-
umar án þess að verða væmin.
Margir þeirra, sem hlustað hafa á
bamasögur Guðrúnar Sveinsdóttur í
útvarpinu á liðnum árum, hafa beðið
þess með óþreyju að sögur hennar birt-
ust á prenti. Jólasveinafjölskyldan á
Grýlubæ segir frá Grýlu, Leppalúða og
jólasveinunum. Þetta er auðvitað
alþekkt fjölskylda, en við verðum þess
þó vör, þegar við lesum söguna, að
okkur hefur verið margt óljóst um lífið
á Grýlubæ og annars staðar í Trölla-
byggð.
Margar myndir prýða bókina og
gerir það hana enn skemmtilegri fyrir
yngstu lesenduma.
ÍSAFOLD
Með röntgenmyndum má lækka
dánartíðni úr brjósta-
krabbameini um allt að 70 %
— eftir Úlaf Ólafsson
I umræðum um brjóstaröntgen
sem fram fóru á Alþingi nýlega
kom ekki nægilega vel fram hverj-
ar voru niðurstöður svokallaðrar
mammógrafíunefndar, sem heil-
brigðisráðherra skipaði til að
kanna forsendur 3kipulegrar leit-
ar að brjóstakrabbameini. Nefnd-
in byggði álit sitt á ýmsum inn-
lendum og erlendum rannsóknum
sem eru bað sannfærandi að
mammógrafíunefnd skilaði ein-
róma áliti um nauðsyn þess að
gefa öllum íslenskum konum á
vissum aldri kost á slíkri rann-
sókn. Á alþjóðlegri ráðstefnu um
brjóstakrabbamein, sem haldin
var í Reykjavík í vor, kom fram
eindreginn stuðningur við álit
nefndarinnar. Þessa ráðstefnu
sóttu m.a. átta helstu sérfræð-
ingar í brjóstakrabbameinsleit í
heiminum.
Sumir vilja bíða eftir „öruggum
sönnunum" áður en hafist verður
handa um brjóstaröntgenmyndan-
ir. Ef krafist væri slíkra sannana
á öllum sviðum læknisfræði mætti
lengi bíða og jafnvel loka mörgum
sjúkrahúsum. Þess er ekki nægi-
lega getið í umræðunum að grein-
ing krabbameins í brjósti á frum-
stigi með brjóstaröntgeni er orðin
mjög almenn í mörgum fylkjum
og borgum austan og vestan hafs,
t.d. í Bandarikjunum og Svíþjóð.
Helstu ástæður fyrir því að ekki
„Á það var drepið í um-
ræðunum að sjúkrahús-
in gætu ekki tekið á
móti þeim fjölda
kvenna sem greinast
myndu á fyrstu mánuð-
um slíkra brjóstarönt-
genrannsókna. En eru
þau frekar tilbúin að
taka við sömu konum
nokkrum árum seinna
með sjúkdóminn á
hærra stigi?“
er hafist handa um víðtækari að-
gerðir eru yfirleitt taldar vera
skortur á fjármagni, en ekki að
fagleg rök séu ekki til staðar. ís-
lenskar konur hafa ekki haft styrk
til að koma þessum málum fram.
Ef menn telja sig ekki hafa efni á
að hefjast handa nú, þá er illa
komið.
Rétt er að ítreka þá staðreynd
að við brjóstamyndatökur finnast
um 60—70% af æxlum á fyrsta
stigi, þ.e. án meinvarpa, en við
Ólafur Ólafsson
venjulega læknisleit finnast
meinvörp í 70% tilfella. Segja má
að stærð æxlisins og tilvist mein-
varpa skipti sköpum. í umræðun-
um komu ekki fram réttar upplýs-
ingar um lífslíkur. Látið hefur
verið í það skína að megin ávinn-
ingurinn við að finna brjósta-
krabbamein á frumstigi sé sá að
konan fái upplýsingar um sjúk-
dóminn fyrr en ella. Þetta er
byggt á fræðilegum rökum sem
búin eru til við skrifborð. Að vísu
eru rannsóknir á þessu sviði til-
tölulega skammt á veg komnar en
niðurstöður bandarísku HIP-
rannsóknarinnar eru þær að eftir
fjórtán ár séu dánarlíkur meðal
þeirra kvenna er fóru í brjósta-
röntgen allt að 40% lægri en hjá
þeim sem ieitað höfðu til læknis
vegna einkenna. Ennfremur hafa
nýlega verið birtar í Lancet niður-
stöður frá Hollandi þar sem fram
kemur 50—70% lækkun á dánar-
tíðni. Virðist því ljóst að lífslíkur
hafa 3tóraukist. Ég legg til að
menn kynni sér betur þessar upp-
lýsingar.
Á það var drepið í umræðunum
að sjúkrahúsin gætu ekki tekið á
móti fjölda kvenna sem greinast
myndu á fyrstu mánuðum slíkra
brjóstaröntgenrannsókna. En eru
þau frekar tilbúin að taka við
sömu konum nokkrum árum
seinna með sjúkdóminn á hærra
stigi?
Á Alþingi var vitnað til um-
ræðna sem fram fóru í Danmörku
fyrir ári, en þá var ekki mælt með
brjóstaröntgenrannsóknum. Ekki
var minnst á að Danir standa sig
mun verr á sviði fyrirbyggjandi
læknisfræði en nágrannaþjóðirn-
ar og eru því ekki til fyrirmyndar.
Þó að ótrúlegt megi teljast þá
sinna þeir ekki viðurkenndum ör-
yggisráðstöfunum í heilbrigðis-
málum eins og t.d. almennum
bólusetningum gegn mislingum og
rauðum hundum. Það er greini-
iega ekki farið nægilega eftir ráð-
leggingum iækna < því landi, og
árangurinn er meðal annars sá að
meðalævi Dana er styttri en
margra annarra þjóða.
Ef úrtölumenn hefðu almennt
ráðið ferðinni í heilbrigðismálum
á íslandi hefði margt farið á ann-
an veg en varð. Nefna má nokkur
dæmi:
1. Allsherjar berklaleit hefði ekki
hafist árið 1936, en við vorum
fyrstir til að berklaskoða heila
þjóð. Árangur þeirra aðgerða
dylst engum. Nú er berklatíðni
á íslandi sú lægsta í heimi.
2. Leit að leghálskrabbameini
hefði ekki hafist árið 1964, en
íslendingar voru einnig fyrstir
þjóða til að hefja allsherjarað-
gerðir á því sviði. Nú vilja allir
Lilju kveðið hafa og Álþjóða
heilbrigðismálastofnunin óskar
eftir því að iæra af íslending-
um, enda er dánartíðni vegna
sjúkdómsins lægst á íslandi.
3. Hjartavernd hefði ekki hafið
starfsemi sína árið 1967, en þar
voru íslendingar eins og áður í
fararbroddi, m.a. með þeim
árangri að dánartíðni vegna
háþrýstings hefur lækkað um
meira en helming og er nú sú
lægsta í hinum vestræna heimi.
Mun meiri rök liggja nú fyrir
um gildi allsherjarleitar að brjóst-
akrabbameini heldur en um gildi
framangreindra skoðana þegar
þær hófust, þótt þær hafi allar
heppnast frábærlega vel. Ég fæ
ekki séð að aðgerðaleysi annarra
þjóða sé rök fyrir aðgerðaleysi á
íslandi. Ég vil að lokum benda
mönnum á að aðgerðir íslendinga
í veigamiklum heilbrigðismálum
gefa eindregið til kynna að við sé-
um vel færir um að velja sjálfir
heppilegar leiðir í þessu efni, en
þurfum ekki að bíða eftir öðrum.
Því legg ég til að Alþingi íslend-
inga taki mið af áliti mammógr-
afíunefndar, til hagsbóta fyrir ís-
lenskar konur. Þær eiga það skilið.
Við bjóðum aðeins fyrsta flokks
DEMANTA.
Demantar eru okkar sérgrein
Við bjóðum aðeins íyrsta flokks demanta greypta í hvítagull
og rauðagull.
Ábyrgðarskírteini fylgir öllum okkar demantsskartgripum.
Meðlimir í demantsklúbbi Félags íslenskra Gullsmiða.
Greiðsiukortaþjónusta.
Ólaíur Ólaísson landlæknir dvelst
í vetur í Kaupmannahöfn og vinnur
þar að verkefnum fyrir Alþjóða
heilbrigðismálastofnunina.