Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
:MBER
LAUGAVEGI 61-63
SÍMI 14519
Fatadeild Sambandsins:
-Arrow^
Vandaðar skyrtur
í öllum stærdum
ÁÆTLAÐ er að skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri framleiði í ár um 65
þúsund pör af skóm, en ársnotkun íslendinga er talin vera 5—600 þúsund
pör af skóm. Á blaðamannafundi hjá Fatadeild Sambandsins á dögunum
kom fram að ef hver íslendingur notaði pör af skóm á ári frá Iðunni yrði
heildarnotkun íslendinga á skóm frá þessu fyrirtæki talsvert yfir 200 þúsund
pör. Nú eru dagsverk í skóverksmiðjunni um 40, en með fyrrnefndri aukn-
ingu yfir 200 þúsund pör yrðu störfín þar um 100.
boðið upp á frakka, peysur og
skyrtur í þessum stíl. Hönnuður er
Svíinn Jan Davidsson. Dagverk í
Gefjun er 35 og áætluð velta í ár
23 milljónir króna.
Verksmiðjan Ylrún er starfrækt
á Sauðárkróki og framleiðir sæng-
ur, kodda, svefnpoka og kerru-
poka. Sjö konur starfa hjá verk-
smiðjunni.
f ársbyrjun 1980 voru uppi
hugmyndir um að leggja skóverk-
smiðjuna Iðunni niður. Frá því
var horfið, en ákveðið að endur-
nýja allan vélakost, endurskipu-
leggja verksmiðjuna og hefja öfl-
uga vöruþróun. Hafin var fram-
leiðsla á skóm undir merkinu
ACT, sem nú er eina vörumerki
verksmiðjunnar. Framleiddir eru
karlmanna- og unglingaskór og
götuskór kvenna. Auk þess er
framleitt mikið úrval af kulda-
skófatnaði og er stærstur hluti
þess fóðraður með íslenzkri gæru.
Þá framleiðir verksmiðjan einnig
fyrir skóverzlunina Axel Ó sér-
stakan skófatnað, sem seldur er
undir vörumerkinu „Puffins".
Áætluð velta verksmiðjunnar í ár
er 50 milljónir kr.
Eftir skipulagsbreytingarnar
hjá Sambandinu í sumar og haust
tilheyra nú bæði framleiðsla og
innflutningur Fatadeildinni. Að
sögn Jafets er hagræði af að hafa
þessa tvo þætti innan sömu deild-
ar, en innkaupadeildin fylgist vel
með því, sem er nýjast og bezt
gengur á erlendum mörkuðum.
,P/fGI LEGT-VARANLE<3T
PALLEGT
í Leðursmiðjunni við Skólavðrðustíg úir og grúir af fallegum
fatnaði, töskum, veskjum og beltum - allt sérhannaðir hlutir
úr fyrsta flokks hráefni. Hver einstök flík hefur sinn sérstaka
karakter, enda eru aðeins framleidd örfá eintök afhverri gerð.
Líttu við og kynntu þér úrvalið - mátaðu það sem þér líst vel á
- og þú munt fullvissast um að leðurvörurnar frá Leðursmiðjunni
eru vandaðar, þœgilegar og fallegar flíkur.
Leðursmiðjan Skólavörðustíg 17b Sími 28570
- Keðjumottur leysa vanda ökumanna. Allir ökumenn óttast^?
sítja fastir í snjó, hálku, eöa blautum jarövegi. '
Motturnar voru reyndar hjá Félagi danskra bifreiðaeigenyda '
(FDM). Niöurstaöah varö: W »
„Þær virka mjög vel og veita mikla spyrnu meira aö seqja á
svelli."
NESTI hff.
Fossvogi og Bíldshöfóa 2. Bensínstöövar.
Fatadeild er hluti af Verslun-
ardeild Sambandsins og varð til
samfara skipulagsbreytingum
sem gerðar voru á Sambandinu
síðastliðið sumar. Undir Fatadeild
heyra skóverksmiðjan Iðunn og
fataverksmiðjan Hekla á Akur-
eyri, verksmiðjan Ylrún á Sauð-
árkróki, fataverksmiðjan Gefjun í
Reykjavík, verslanirnir Torgið í
Austurstræti, Herraríki í Glæsi-
bæ og Herraríki á Snorrabraut.
öll þessi starfsemi heyrði áður
undir Iðnaðardeild Sambandsins.
Einnig heyrir undir Fatadeild inn-
flutningur á fatnaði og skóm.
Deildin hefur umboð fyrir ýmis
þekkt vörumerki, má þar m.a.
nefna vörur frá Marks & Spencer.
Framkvæmdastjóri Fatadeildar er
Jafet Ólafsson.
Áætluð velta hjá Heklu er 43
milljónir króna í ár, en dagsverkin
í verksmiðjunni eru 45. Verk-
smiðjan framleiðir aðallega buxur
og yfirhafnir. Hjá Gefjunni eru
einkum framleidd herra- og ungl-
ingaföt. Um 20% af framleiðsl-
unni eru sérsaumuð föt, m.a. er
mikið saumað af einkennisfatnaði
fyrir hið opinbera, en einnig fyrir
fyrirtæki, sem tekið hafa upp ein-
kennisklæðnað fyrir starfsfólk
sitt, t.d. Landsbankann. í Gefjun
var nýlega hafin framleiðsla á
frjálslegum fatnaði undir merkinu
„Guts“, en í framtíðinni verður
_^\skriftar-
síminn er83033
Fjölga mætti störf-
um verulega ef
fleiri notuðu inn-
lenda framleiðslu
K
i izia uomo
THORELLA
Laugavegs Apóteki
THORELLA
Miðbæ við Háaleitisbraut