Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Þaðfœst margt skemmtilegt í Álafossbúðinni, t.d. stílhrein matar- og
kaffistell úr fivítu postulíni frá fiinum þekkta framleiðanda Arzberg
Þarna erauk þess að finna listilega hoanuð vinglös. hnífapör og ýmsa
skrautmuni.
/4lafossbúöin
VESTURGOTU 2. SIMI 13404
GIAFAVORUR
Nýtt tölublað
Storðar komið út
TÍMARITIÐ Storð, þriðja tölublað
þessa árs, er nú komið út. A forsíðu
er mynd af bsnum Harðbak á Mel-
rakkasléttu, sem er nyrsta hús á fs-
landi. Ritið hefst á frásögn Sigurðar
Pálssonar rithöfundar af heimsókn á
Melrakkasléttu sl. sumar og ber hún
nafnið Húsin á sléttunni. Með henni
fylgja Ijósmyndir Páls Stefánssonar.
Aðalsteinn Ingólfsson skrifar
um byggðasafnið að Skógum undir
Eyjafjöllum og birtur er fjöldi
mynda af listilega smíðuðum grip-
um úr safninu, gerðum af völund-
um þaðan úr sveitinni á síðastliðn-
um öldum.
Páll Líndal grennslast fyrir um
þjóðsagnapersónuna Þórð Mala-
koff, sem frægur er af samnefndu
lagi og var þekkt persóna á götum
Reykjavíkur við lok síðustu aldar.
Brian Pilkington teiknari dregur
upp svipmyndir af Malakoff og lýs-
ir því hvernig læknanemar heiðr-
uðu hann á líkbörum.
Illugi Jökulsson skrifar um fjöl-
ritaskáldin svokölluðu, og útgáfu-
starfsemi ungra ljóðaskálda á ís-
landi á síðari árum. Með greininni
fylgja myndir Páls Stefánssonar
af Medúsu-hópnum, Sigurjóni í
Letri, Birgi Svan o.fl.
Birt eru þrjú ný ljóð eftir Þor-
stein frá Hamri, með teikningum
ungs listmálara, Jóns Axels
Björnssonar.
í þessu síðasta tölublaði ársins
er einnig að finna sérstaka þætti
um bóklestur, bókaskrif og þýð-
ingar bóka, undir yfirskriftinni
Bækur ’84. Þar eru m.a. greinar
um bóklestur rithöfunda og vanda
þýðenda eftir Illuga Jökulsson og
Þórarin Eldjárn og umsagnir um
nýjar bækur á jólamarkaði eftir
Gerði Steinþócsdóttur, Aðalstein
Ingólfsson, Matthías Viðar Sæ-
mundsson, Þorkel Sigurbjörnsson
og Svavar Sigmundsson.
Hina ýmsu þætti Storðar um
mat, náttúruvernd, samskipti
kynjanna, myndbönd, tölvur og
vínsmökkun skrifa Jónas Krist-
jánsson, Max Schmid, Þuríður
Baxter, Björn Vignir Sigurpálsson,
Helgi Örn Viggósson og Einar
Thoroddsen.
Loks er í Storð myndaseríur
Páls Stefánssonar, Karlar, sem
sýnir nokkra roskna íslendinga
sem hann hefur hitt á ferðum sín-
um um landið, Heiðaprýði, um
hreindýr á fjöllum, með texta Sol-
veigar K. Jónsdóttur og Síld er líf,
með texta Guðmundar Sæmunds-
sonar.
Storð er 100 síður að stærð,
litprentað að mestu. Útgefandi er
Haraldur J. Hamar, ritstjórar eru
þeir Haraldur og Aðalsteinn Ing-
ólfsson, ljósmyndari er Páll Stef-
ánsson, en útlitshönnun annaðist
Guðjón Sveinbjörnsson.
(Fréttatilkynnin.)
SKRÝTNAR OG SKeMMTiLEGAB. 'BÆKUR
FJALLAKRIUN
óvœnt heimsókn
lOUNN
STEINSOOTTin
Fj ALLAKRI Ll N
ÓVÆNT HEIMSÓKN
eftir Iðunni Steinsdóttur
Það er heldur betur kátt í
koti hjá krílunum: Fausi,
Fjárbjóður og Meinfús fá
framandi gesti og sam-
búðin verður hin söguleg-
asta.
Framhald af vinsælu
barnabókunum Knáir
krakkar og Fúfu og
fjallakrílin með skemmti-
legum myndum eftir Búa
Kristjánsson.
ÞAÐ ER EKKI
HÆTTULAUST
að vera lítil mús í leit að æti eða
íkorni úti í skógi. Við erum svo
ósköp smá og margir sem vilja
læsa í okkur klónum.
ÞU GETUR
HJÁLPAÐ
Ýttu okkur bara gegnum
rifuna. Það er smuga á
hverri blaðsíðu í bók-
unum um okkur. Og svo
geturðu lesið um okkur í
leiðinni. Eða mamma
eða pabbi.
Og þá verður gaman.
rr=n
Bókhlaðan