Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 34

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 kusch co SitzmobetwerKe KG Stóllinn SÓLEY sem teiknaður er af Valdimar Haröarsyni arkitekt, vekur nú athygli víöa um heim. SÓLEY er þœgilegur, nútímalegur klappstóll framleiddur í fjöldamörgum lita- og efnistilbrigö- um. Meö stólnum er fóanlegt hringlaga felliborö. ttpQl Síðumúla 20 Reykjavík Sími 91-3 6677 Liösstjórarnir ræöast viö. T.v. er dr. Kristján Guömundsson, liösstjóri karlasveitarinnar, en t.h. Þráinn Guö- mundsson, liösstjóri kvennasveitarinnar. f miðið er Karl Þorsteins. Ólympfuskákmótið í Saloniki: Erfitt að hrista af sér glímuskjálftann Skák Margeir Pétursson ÍSLENSKU Ólympíusveitinni í Saloniki var gefin há einkunn strax í upphafi sem viö vissum að erfitt myndi reynast aö standa undir. Viö fengum byrjunarnúmer- ið átta sem þýddi að við værum áttunda stigahæsta sveitin á mót- inu, fyrir ofan öflugar skákþjóðir eins og V-Þýzkaland, Búlgaríu, Rúmeníu, Svíþjóð og fsrael. Sú þjóð sem var í sjöunda sæti voru Englendingar og þaö var ekki laust viö að þeir og hinar sveitirnar sem sátu nálægt okkur litu vantrúar- augum á þetta norræna unglinga- lið. „Hvar hafa þessir strákar fengið öll þessi stig?“ „Þeir verða fljótt sendir niður í flóð- hestagirðinguna þessir" hafa nágrannar okkar í fyrstu umferð vafalaust hugsaö og sennilega hafa þeir brosað í kampinn er þeir sáu úrslitin hjá okkur í fyrstu umferð: Túnis — fsland 2—2 Bouaziz — Helgi 'k — 'k Belkhodja — Margeir 'k — 'k Hmari — Jóhann 1—0 Kaabi — Jón L. 0—1 Þó Túnismenn séu vafalaust öflugasta skákþjóðin í Afríku er erfitt að skýra þennan afar slaka árangur okkar. Ég ætla þó að nefna ferðaþreytu, ofmetnað vegna hins háa rásnúmers og glímuskjálfta sem samverkandi orsakir. Andstæðingur minn kunni teóríuna nægilega langt til að ná jöfnu endatafli, en mér hefði sennilega tekist að snúa á hann ef fákunnandi skákstjóri hefði ekki truflað mig í tímahraki. Andstæðingur Jóhanns tefldi enfaldlega mjög vel, „sit livs parti“, myndu Danir segja, eftir að Jóhanni hafði orðið á óná- kvæmni í byrjuninni. Jón var sá eini sem tefldi eðlilega, enda vann hann sannfærandi. Helgi tefldi af krafti í byrjuninni gegn alþjóðlega meistaranum Bouaz- iz, sem almennt er viðurkenndur sem sterkasti skákmaður heillr- ar heimsálfu. Sú skák fór aftur og aftur í bið og lifðum við því nokkra daga í voninni um að geta sviðið Túnisbúana. Svo fór að þessi skák varð sú lengsta á öllu Ólympíumótinu, 150 leikir, en allt kom fyrir ekki, Bouaziz hélt sínu. 2. umferö: ísland — Hondúras 4—0 Helgi — Singh 1—0 Margeir — Zaldivar 1—0 Jóhann — Hesis 1—0 Jón L. — Hjudza 1—0 Mótskerfið, sem kennt er við Monrad, gerði það að verkum að nú fengum við enn slakari and- stæðinga en í fyrstu umferð, jafnteflið við Túnis dró því eng- an dilk á eftir sér, a.m.k. ekki vinningalega séð. Daginn áður hafði Hondúras óvænt náð jafn- tefli við Portúgal og við áttum vægast sagt í miklum erfiðleik- um með þá, allir nema Helgi, sem vann mjög örugglega. Hinar skákirnar þrjár fóru í bið og þar varð reynslan þung á metunum, biðstöður okkar Jóhanns reynd- ust unnar og mótherji Jóns lék herfilega af sér í betra endatafli. Svein frá Hondúras myndi sennilega ekki þykja ýkja merkileg í þriðju-deildarkeppn- inni hér á landi, en það er aldrei auðvelt að tefla þegar ekkert annað en skjótur sigur þykja boðleg úrslit. 3. umferö: Argentína — ísland 0—4 Barbero — Margeir 0—1 Gomez-Baillo — Jóhann 0—1 Ricardi — Jón L. 0—1 Monier — Guðmundur 0—1 Þó flestum hafi líklega þótt stórsigurinn yfir Hondúras næsta sjálfsagður, dugði hann til að koma okkur í gang. Nú mættum við Argentínumönnum, sem að þessu sinni höfðu gefið stórmeisturum sínum frí, en tefldu fram ungum mönnum sem höfðu orðið hlutskarpastir á meistaramóti landsins. Stór- meistarinn Quinteros var að vísu skráður á fyrsta borð í Argent- ínsku sveitinni, en við nutum góðs af því hann mætti ekki til leiks fyrr en nokkrar umferðar voru búnar af mótinu. Helgi Ólafsson fékk einnig frí, til þess að rannsaka biðskákina við Bou- aziz, sem enn var í fullum gangi. Skemmst er frá því að segja að við náðum allir okkar bezta 1 þessari umferð. Argentínumeist- arinn nýbakaði fór í röng upp- skipti gegn mér og lenti skyndi- lega í töpuðu endatafli, Jóhann vann á mjög vandlega upp- byggðri sókn og Jón náði snemma að snúa á andstæðing sinn og ná frumkvæðinu með svörtu. Helsta vandamál hans var að velja úr mörgum vænleg- um leiðum, en eftir að honum tókst loks að ákveða sig mátaði hann mótherjann úti á miðju borði. Fljótt á litið lét staða Guðmundar lítið yfir sér í mið- taflinu, en seinna kom í ljós að andstæðingur hans gat ekkert annað en leikið mönnum sínum fram og til baka á meðan Guð- mundur jók hinn stöðulega sókn- arþunga jafnt og þétt. Skáklistin stendur mjög traustum fótum i Argentinu, þar voru t.d. haldin Olympíumót 1939 og 1978 og þó þeir geti óneitanlega stillt upp betra liði en því sem við burstuðum, var þetta stórkostlegur sigur sem fleytti okkur alla leið upp i „ljónagryfjuna", þar sem efstu þjóðirnar tefldu innbyrðis. Ilvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Gomez-baillo Slavnesk vörn I. c4 — c€, 2. d4 — d5, 3. Rf3 — RfG, 4. Rc3 — dxc4, 5. a4 — Bf5, 6. e3 — e€, 7. Bxc4 — Bb4, 8. (H) — 0-0, 9. Rh4 — Bg4, 10. f3 — Rd5I? Svartur vill flækja taflið, en 10. — Bh5 er miklu traustara framhald. Nú fær hvítur bisk- upaparið og sóknarfæri. II. fxg4 — Dxh4, 12. e4I? Karpov lék 12. Df3 gegn Kupr- eitschik 1975 og náði betri stöðu. Hugmynd Jóhanns er sú að eftir 12. — Rxc3,13. bxc3 — Bxc3,14. Ha3 kemst drottningarhrókur hvits strax í kóngssóknina. 12. — Rb€, 13. Bb3 — c5,14. Ra2! — Ba5, 15. d5 — cxd5, 1€. exd5 —R8d7, 17. Rc3 Leikurinn 14. Ra2 hefur gert sitt gagn. Ba5 kemst ekki í vörn- ina á kóngsvæng. 17. — Re5, 18. h3 — Rbd7? Þessi eðlilegi leikur svarar ekki til þeirra krafna sem þessi hvassa staða gerir. Til greina kom 18. — c4, 19. Bc2 Bxc3, 20. bxc3 — Had8 með það fyrir aug- um að reyna að hagnýta sér tæt- ingslega peðastöðu hvíts. 19. Re4 — h€. Þessi veiking reynist afdrifa- rík, en hvítur hótaði 20. Bg5. 20. Bc2 — De7?! 21. g5! — hxg5, 22. d€ — De8, 23. Rxg5 — g€, 24. Ha3! Allir menn hvíts taka nú virk- an þátt í sókninni. Eitthvað hlýtur undan að láta. 24. - Bd8, 25. h4 — f€, 2€. Rh3 — Kg7, 27. Rf4 - 15, 28. Dd5 — Df7, 29. Re€+ — Kg8, 30. Hg3 — Bxh4. 31. Hxí5! — BfG. 31. - Bxg3 - 32. Hxf7 - Rxf7, 33. Bxg6 var engu betra. 32. Hxf€! — Dxf€, 33. Rxf8+ — Kxf8, 34. Bh€+ — Ke8, 35. Dg8+ — Rf8, 3€. Bxf8 og svartur gafst upp. Eftir þrjár umferðir voru Rússar efstir með fullt hús vinn- inga því þeir sigruðu aðalkeppi- nauta sína frá fyrri ólympíu- mótum, Ungverja, hvorki meira né minna en 4—0. Gárungarnir sögðu að þetta hefðu verið óskaúrslit fyrir báðar þjóðir, því Rússarnir hefðu fengið alla vinningana, en Ungverjarnir hafi getað glaðst yfir óförum hvers annars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.