Morgunblaðið - 20.12.1984, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Draumurinn og táknið
— eftir Harald
Bessason
Um félagsstörf Vestur-fslend-
inga hefur margt verið skrifað.
Saga þeirra er orðin einnar aldar
gömul og einum áratug betur.
Ekki er kostur að rekja slíkt efni í
stuttri grein. f stað þess verður
hugað að einum þætti sem hefur
nokkur tengsl við heiti þessa
spjalls og réttlætir efnislega
takmörkun þess.
Rétt er að einfalda viðfangsefn-
ið örlítið með spurningu um fé-
lagslegan vilja, stefnu og hugsjón-
ir vestur-íslenska þjóðarbrotsins
frá upphafi til þessa dags. Svörin
er að einhverju leyti að finna í
viðamiklum blaða- og tímarita-
útgáfum sem rekja má aftur á átt-
unda áratug síðustu aldar. Ekki er
heldur úr vegi að gefa nokkurn
gaum að menningarsamkomum,
mannfundum og þingum með það í
huga að við slík tækifæri hafi fólk
skilgreint hugsjónir sínar og
stefnur í menningarmálum. Til
þess að þrengja efnið enn verður
hér aðeins fjallað um tvö vestur-
íslensk menningarfélög, fslend-
inganefnd, sem löngum annaðist
helstu árshátíð Vestur-íslendinga,
hvort heldur sem þeir áttu heima í
Kanada eða Bandaríkjunum, og
Þjóðræknisfélag fslendinga í
Vesturheimi. Verður þó aðeins
drepið á örfá atriði og vikið frá
rökréttri tímaröð þegar slíkir út-
úrdúrar þykja henta. Þess ber
einnig að geta að í neðanskráðum
orðum er ekki fólgin nein gagn-
rýni heldur er þeim ætlað að
geyma lauslega frásögn eða at-
hugun.
íslendingadagsnefnd, og þar af
leiðandi fslendingadagurinn, eiga
sér lengri sögu en aðrir sambæri-
legir mannfundir vestra, en fyrsti
fslendingadagurinn var hátíðlegur
haldinn í Winnipeg sumarið 1890.
Virðist Eggert Jóhannsson rit-
stjóri hafa orðið fyrstur manna til
að vekja umræðu um nauðsyn
slíkrar hátíðar í vikublaði sínu
Heimskringlu árið 1888. Er þar
brýnt fyrir íslenskum innflytjend-
um í Bandaríkjunum og Kanada
að standa vörð um íslenskan
menningararf sem sé alltof dýr-
mætur fyrir glatkistuna. Grein
Eggerts er á köflum nokkuð harð-
orð, en í henni er meðal annars
bent á að fslendingar þurfi ekki að
fyrirverða sig af þjóðernislegum
ástæðum, heldur megi þeir bera
kinnroða fyrir sinn eigin ættlera-
skap. Þannig er fyrsta kveikjan að
fslendingadegi vestra af menning-
arlegum rótum runnin, enda
menningaráhugi Vestur-íslend-
inga verulegur á níunda áratug
síðustu aldar. Nægir að benda á
Menningarfélag fslendinga í
Norður-Dakóta, sem hlaut stefnu-
skrá úr penna Stephans G. Steph-
anssonar (því félagi var að vísu
ekki markaður neinn sérstakur
þjóðernisbás), stofnun íslensku
vikublaðanna í Winnipeg og ýmis-
legt fleira. í fylkingarbrjósti stóðu
sumir af ritfærustu íslendingum
þeirra tíma. Má nefna úr þeim
hópi Stephan G. Stephansson,
Einar Hjörleifsson, Jón Ólafsson
„Ekki verður í efa dreg-
ið að í öndverðu var
miklum fjölda Vestur-
Islendinga varðveisla
móðurmálsins og þeirra
menningarverðmæta
sem því tengjast mikið
kappsmál, og varð fyrsti
íslendingadagurinn í
Winnipeg þróttmikil yf-
irlýsing um þá menning-
arstefnu.“
og Gest Pálsson, en sá síðast-
nefndi var í Winnipeg þegar fyrsti
fslendingadagurinn var þar hátíð-
legur haldinn. Vestur-íslensku
blöðin vörðu miklu rúmi í menn-
ingarumræður, og er nokkur hluti
þess efnis áhugaverður, einkum
greinar um framtíð og varðveislu
íslenskrar tungu vestra. Urðu
hugmyndir ýmissa um íslenskan
menningararf þeim mun skýrari
því meira sem að þeim arfi
kreppti, og er þá vitaskuld átt við
íslenska málvernd, því að grein-
armörk arfsins verða fremur
þokukennd þar sem tungunni
sleppir.
Ekki verður í efa dregið að í
öndverðu var miklum fjölda
Vestur-íslendinga varðveisla móð-
urmálsins og þeirra menningar-
verðmæta sem því tengjast mikið
kappsmál, og varð fyrsti íslend-
ingadagurinn í Winnipeg þrótt-
mikil yfirlýsing um þá mennlng-
arstefnu. Stóðu þar að baki bæði
lærðir og leikir, og rétt er að geta
þess sérstaklega að hlutur kirkj-
unnar manna í þessum efnum
varð talsverður, enda verður ekki
fram hjá því gengið að allt fram á
fimmta tug þessarar aldar fóru
guðsþjónustur vestur-íslenskra
safnaða fram á íslensku. Er sú
staðreynd þeim mun athyglisverð-
ari frá sjónarmiði málverndar-
manna sem Vestur-íslendingar
virðast hafa rækt kirkjugöngur af
miklu meiri alúð en aðrir afkom-
endur Egils og Snorra. Má lengja
þennan útúrdúr með þeirri at-
hugasemd undirritaðs að þegar
hann fyrst kynntist íslensku safn-
aðarlífi vestra kom honum helst í
hug að á ofanverðri nítjándu öld
hefðu trúmálaerjur á íslandi orðið
slíkar að kristnir menn hefðu
hrakist úr landi, en þeir setið eftir
sem trúðu á stokka og steina.
Vitaskuld ber þó að hafa svo frá-
leita athugasemd að engu.
Sé þess freistað að leita þess
manns sem tók skarið af í hinum
fyrstu íslendingadagsumræðum,
berast böndin að Jóni ólafssyni,
en í júnímánuði árið 1890, þá ný-
orðinn meðritstjóri vikublaðsins
Lögberg, skrifaði hann grein í blað
sitt undir fyrirsögninni Fram fram
íslendingar og hvatti landa sína
eindregið til þess að efna til þjóð-
hátíðar 2. ágúst þá um sumarið.
Var þá þegar í stað undinn bráður
bugur að undirbúningi hátíðarinn-
ar og til hans vandað eftir föng-
um. Að hátfðinni lokinni birtist
lýsing á henni í Lögbergi, og segir
þar meðal annars:
„Það fór að síga í hjartað á oss
sumum íslendingum á föstudag-
inn 1. ágúst þegar himnaraufarn-
ar opnuðust og stórrigningu hellti
niður með þrumum og eldingum,
svo að allt fór á flot sem á flot gat
komist hér í Winnipeg.
Og svo hélt þessu áfram fram á
nótt — það var auma útlitið fyrir
næsta dag: hátíðahaldið virtist
allt eyðilagt. Forstöðunefndin sér-
staklega var súr í skapi og eins
svartgrá á svipinn eins og svart-
asti skýjaflókinn sem þetta Nóa-
flóð streymdi niður úr. Hún átti
mest á hættu af öllum. Auk alls
annars hafði hún lagt út talsvert
fé og tekið upp á sig enn meiri
skuldbindingar, alls ekki svo lítið,
á annað hundrað dollara. En tekj-
urnar ásamt öðrum árangri af
hennar mikla striti og mæðu virt-
ust nú vera að rigna niður í forina
— hina nafnfrægu Winnipeg-for.
En svo kom laugardagsmorgunn-
inn, sólbjartur og heiður. Sólin
brosti svo hlýtt til vors heiðurs-
dags, eins og dagurinn væri al-
amerískur eða sólin alíslensk. Hún
þurrkaði og þurrkaði stéttir og
stræti eftir megni. Stéttirnar voru
skraufþurrar um fótaferðartíma
og það af strætum sem brúlagt er
orðið gangfært ... Það var furða
hvað fólkið sótti vel að, þrátt fyrir
það þótt ekki væri sem allra þurr-
ast um. Klukkan kortér gengin í
ellefu var farið að fylkja liði; mar-
skálkarnir með breið silkibönd í
sauðband um öxl röðuðu öllu vel
niður og skipulega í fjórar raðir á
vellinum aftur undan hinum fjór-
um fánum. Enski fáninn var
fremstur í syðstu fylking; þá komu
þrjár fylkingar hver
bak við einn Nýja íslenska fánann.
Þeir vor þrír alls. Það var fagur
fáni sem vér höfum tekið upp og
fyrsta sinn notaður við þetta tæki-
færi. Það er heiðblár feldur og í
miðju fimmblaðastjarna stór. í
efra horninu, því er að stönginni
veit, er ferhyrndur rauður feldur
með hvítum krossi (danski fáninn)
táknandi danska ríkið sem ísland
heyrir til. Fáni þessi þykir öllum
einkar fagur, og íslendingar sem
séð hafa fálkablæjuna segja að
fálkinn sé ekki sjáandi í fána í
samanburði við stjörnuna — Fán-
inn á auðvitað að jartegna pól-
stjörnuna á blárri himinhvelfing-
unni.“
Síðan getur blaðið þess að mjög
hafi borið á þátttöku kvenna í há-
tíðinni. Þær hafa verið mýmargar
og komið inn á hátíðarsvæðið í
sérstökum vögnum. Dagskrá há-
tíðarinnar var vitaskuld öll á ís-
lensku. Ræður og minni voru fleiri
en hér verði talið. Sungin voru lög
við ljóð sem þeir ritstjórarnir Ein-
ar Hjörleifsson og Jón Ólafsson
höfðu ort. Þriðji ritstjórinn, Gest-
ur Pálsson, átti að flytja ræðu
fyrir minni fslands, en forfallaðist
vegna hæsi.
- O -
Sé framanskráð lýsing á hinum
fyrsta íslendingadegi borin saman
við frásagnir af samskonar árs-
hátíðum næstu átta áratugina eða
þar um bil, má sjá að á ytra borði
Fjallkonan
urðu aðeins smávægilegar breyt-
ingar á dagskrártilhögun. Skáld-
um sem bundu minni sín í íslenskt
ljóðform hlaut þó að fara fækk-
andi þegar fram liðu stundir, og
urðu Guttormur J. Guttormsson
og Gísli Jónsson síðustu fulltrúar
þeirra á íslendingadegi, en báðir
létust þeir í hárri elli fyrir all-
löngu.
Þess 'má geta að þótt íslend-
ingadagurinn í Winnipeg og síðar
á Gimli ynni sér sess sem aðalárs-
hátíð Vestur-íslendinga, varð
hann fyrirmynd annarra smærri
íslendingadaga sem um langt
skeið voru hátíðlegir haldnir alí-
víða um byggðir. Létu þar ræðum-
enn og skáld gamminn geisa, og
mætti skrifa langt mál um orðsins
gengi við þau tækifæri. Á einni
þessara hátíða frumflutti Stephan
G. Stephansson ljóð sitt „Þó þú
langförull legðir".
Arið 1932 var vettvangur ís-
lendingadagsins fluttur frá
Winnipeg að Gimli. Var þá holdi
klædd fjallkonan nýlega orðin
sameiningartákn dagsins. Hefur
hún ei síðan vikið úr sessi.
Við fyrstu kynni kemur þjóð-
brotamenning Vesturheims nú-
tíma Evrópubúum spánskt fyrir
sjónir. Þótt þeir þyki greina þar
vissa þætti úr sinni eigin menn-
ingu, geta þeir ekki varist þeim
grun að slík fyrirbæri hafi lent í
nokkurri villu úti á rúmsjó tím-
ans. Virðist fremur sennilegt að
einhverjir hinna fjölmörgu gesta
frá íslandi sem sótt hafa íslend-
ingadaginn hin síðari ár hafi orðið
fyrir einhverri reynslu af þessu
tagi. Svo að dæmi sé nefnt, kann
fjallkonan, ímynd íslenskrar nátt-
úru og landslags, að virðast ögn
framandleg vestur á sléttum
Norður-Ameríku þar sem heldur
fátt beinir huganum að jökultind-
um og grasi grónum geirum í
fjallshlíð. Einnig kunna orðræður
hennar um víkingablóð og löngu
liðin átök við Miðgarðsorm að
vekja fremur fjarrænt bergmál
innan um söiuturna með popp-
korni og pulsum, háværa rússí-
bana og himingnæf Parísarhjól.
Verður ekki fram hjá því gengið
að síðustu áratugina hefur íslend-
ingadagurinn öðlast talsvert af
svipmóti þess mannfagnaðar sem
á norður-amerísku nefnist „The
Fair“. Á slíkum góðviðrishátíðum
fækkar fólk fötum eftir því sem
landslög leyfa, er með stráhatta á
höfði, í skálmstýfðum buxum,
drekkur kók og borðar ís og puls-
ur. Þannig má á afmörkuðu hátíð-
arsvæði greina annars vegar hálf-
gleymda fortíð og hins vegar
óumflýjanlega nútíð með öllum
sínum afþreyingarmeðulum. Er
hér á ferðinni, eins og nánar verð-
ur sagt, mynd í hnotskurn með
tveim aðaldráttum, þ.e.a.s. fortíð-
artáknum sem þarfnast túlkunar
og veraldlegri nútíðarathöfn. Með
þetta í huga er ómaksins vert að
huga örlítið nánar að þeim vest-
ur-íslensku dæmum sem nú hefur
verið tæpt á.
Árin 1872 til 1875 var borgin
Milwaukee í Wisconsin höfuðstað-
ur Vestur-íslendinga í þjóðernis-
legum skilningi. Meðal íslenskra
innflytjenda sem þá höfðu staldr-
að þar við kom fram allskýr vilji
og hugmyndir um islenska ný-
lendu í Vesturheimi, og varð hvort
tveggja önnur aðalkveikjan að
fyrstu þjóðhátíð íslendinga
vestra, en til hennar var efnt í
Milwaukee 2. ágúst árið 1874. Öðr-
um þræði var hátíðin haldin til að
minnast þúsund ára afmælis Is-
landsbyggðar og til að fagna nýrri
stjórnarskrá sem íslendingar
fengu um þær mundir frá hendi
Danakonungs. Meðal þeirra sem
áttu frumkvæðið að Milwaukee-
hátíðinni voru að því helst verður
ráðið þeir Páll Þorláksson presta-
skólanemi, Jón Ólafsson skáld og
Ólafur Ólafsson frá Espihóli í
Eyjafirði. Séra Jón Bjarnason
futti messu á hátíðinni og lagði út
af nítugasta sálmi Davíðs sem var
texti allra íslenskra kirkna þann
dag. Að messu hans lokinni var
halldið i áttina að hátíðarsvæðinu,
og fóru fánaberar fremst í fylking
í þjóðbúningi sniðnum eftir for-
sögn Sigurðar málara. íslenski
fáninn var með fálka á bláum
feldi, og var sá talinn sóma sér vel
við hlið bandaríska fánans. Ræð-
Langskip á þurru.
Norrenir menn ganga á land.