Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
49
fttofgtiiililfifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjaid 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Lánsfjáráætlun,
erlendar skuldir og
innlendur sparnaður
Samkvæmt fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun fyrir árið
1985, sem lögð var fram á Al-
þingi í fyrradag, fer heild-
arlánsfjáröflun til opinberra
aðila langleiðina í tíu milljarði
króna. Meginhluti þessa láns-
fjár verður áfram sóttur til út-
lendinga, þ.e. í erlendan sparn-
að, eða 7.300 m.kr. Þar af ganga
til afborgana 4.700 m.kr., þann-
ig að hrein aukning erlendra
langtímalána verður 2.600
m.kr., sem samsvarar um 6% af
útflutningstekjum þjóðarinnar.
Þrátt fyrir ráðgerðan fram-
kvæmdasamdrátt 1985, sem á
heildina litið nemur 3% frá
1984, eykst erlendi skuldaþung-
inn.
Löng erlend lán íslendinga
nema nálægt 43.000 m.kr. nú
um áramótin, sem er rúmlega
60% sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu. Þessar skuldir
aukast heldur á næsta ári.
Þessi skuldastaða er ógnvekj-
andi. Það bætir lítið úr skák
þótt bent sé á að hækkun skuld-
anna stafi að hluta til af lækk-
uðu raungildi krónunnar og
rýrnum þjóðarframleiðslu.
Lánsfjáráætlun gerir því
skóna að greiðslubyrði vegna
afborgana og vaxta af löngum
erlendum lánum verði hin sama
og hlutfall af útflutningstekj-
um 1985 og 1984, eða 23%.
Vegna þess, hve stór hluti af
erlendum skuldum landsmanna
er bundinn í Bandaríkjadölum,
eða 56,3% heildarskuldanna,
hafa gengissveiflur hans mikil
áhrif á skuldastöðuna — og
greiðslubyrðina í krónum
mælda. Lánakostnaður, vegna
erlendra skulda, sem nemur
milljörðum króna, er fjármuna-
færzla til erlendra sparenda,
sem rýrir kaupmátt þjóðar-
tekna samsvarandi og þar með
lífskjör í Iandinu.
Nú þarf erlend lánsfjáröflun
ekki að vera af hinu illa, ef
henni er varið til framkvæmda,
sem rísa undir fjármagns-
kostnaði og skila að auki arði
til að bæta lífskjör í landinu.
Hverfi hún hinsvegar í fjárfest-
ingarmistök, sem dæmi eru um,
skerðir hún lífskjörin.
Mergurinn málsins er þó sá,
að byggja upp innlendan sparn-
að og eiginfjármyndun þjóðar-
innar, þann veg, að hún verði
ekki jafn háð dýru, erlendu
fjármagni og nú er. Það er ekki
einungis þáttur í nauðsynlegri
lifskjarsókn þjóðarinnar heldur
ekki síður í varðveizlu efna-
hagslegs sjálfstæðis hennar.
Lánsfjáráætlun gerir ráð
fyrir því að innlend fjáröflun
nemi 2.568 m.kr., eða aðeins
fjórðungi lánsfjárþarfarinnar á
næsta ári. Innlend fjáröflun er
talin „einkar ótrygg á næsta
ári“. Þessi ályktun er m.a.
byggð á lakri lánsfjárheimtu á
skuldabréfa- og spariskírteina-
markaði í ár. Veigamesti þáttur
innlendrar lánsfjáröflunar eru
ráðgerð kaup lífeyrissjóða á
skuldabréfum húsbyggingar-
sjóða og framkvæmdasjóðs.
Gengið er út frá því að lífeyr-
issjóðirnir verji 40% af ráðstöf-
unarfé til þessara kaupa.
Við erum í brýnni þörf fyrir
innlendan sparnað og eiginfjár-
myndun. Slíkur sparnaður
verður ekki til nema vaxta- og
skattaforsendur leyfi. Stjórn-
völd hafa ekki sett fram mark-
vissa vaxtastefnu, sem fólk og
fyrirtæki geta byggt á í næstu
framtíð. Fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun verður ekki af-
greidd fyrir áramót. Engin veit
raunar hvernig lánsfjárlögin
eiga eftir að líta út að lokum.
Rekstrarhalli ríkissjóðs ræður
miklu um það.
Það þarf vissulega tíma til að
vinna sig út úr vandanum. En
það þarf ebki síður að kort-
leggja leiðina og tímasetja
áfanga að settu marki. í því
efni þarf löggjafinn að vera
markvissari.
Alþingi og
K-bygging
Landspítala
Krabbamein og hjarta- og
æðasjúkdómar hafa færzt
í aukana hér á landi og eru
helztu dánarorsakir íslendinga.
Á sl. tíu til fimmtán árum
hefur orðið tæknibylting í heil-
brigðisþjónustu í V-Evrópu og
N-Ameríku, ekki sízt í rann-
sókn og meðferð þessara sjúk-
dóma. Við eigum vel menntaðar
heilbrigðisstéttir en höfum
dregizt verulega afturúr í
tækniþróun heilbrigðismála.
K-bygging Landspítala er
forsenda þess að vinna upp það
forskot sem aðrar þjóðir hafa
fram yfir okkur á þessu sviði.
Henni er ætlað að verða mið-
stöð rannsókna, skurðlækn-
inga, krabbameinslækninga,
röntgengreiningar og háþró-
aðrar tækni á þessum vett-
vangi.
Alþingi tekur væntanlega í
dag, við afgreiðslu fjárlaga,
ákvörðun um, hvort í þessa
byggingu verður ráðizt eða
ekki. Það er mikil ábyrgð sem
hvílir á þingmönnum í þessu
efni. Sparnaður er að vísu
nauðsynlegur, þegar harðnar á
dalnum í ríkisfjármálum og
þjóðarbúskap, en hann á ekki
að koma niður þar sem sízt
skyldi.
Kjarnavopn til íslands:
Aðeins að fengnu samþykki
íslensku ríkisstjórnarinnar
George Shultz, uUnríkisráðherra Bandaríkjanna, Richard Burt, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Geir
Hallgrímsson, utanríkisráðherra, ræðast við á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel í síðustu viku.
Utanríkisráduneytinu
hefur borist svar frá
bandaríska sendirádinu
í Reykjavík vegna fyrir-
spurnar sem Geir Hall-
grímsson, utanríkis-
ráöherra, beindi til
Bandaríkjastjórnar í til-
efni af því að hinn 5.
desember síðastliðinn
sýndi William Arkin,
bandarískur sérfræð-
ingur um vígbúnaðar-
mál, ráðherranum leyni-
legan lista, sem á að
sýna að 1975 hafi Ger-
ald Ford, þáverandi for-
seti Bandaríkjanna,
veitt flota Bandaríkj-
anna heimild til að
flytja 48 djúpsprengjur
með kjarnahleðslum til
íslands á stríðstímum.
Hér fer á eftir frétta-
tilkynning utanríkis-
ráðuneytisins um þetta
mál ásamt fylgiskjölum
frá 1980.
Fréttatilkynning
19. desember 1984
„í tilefni fyrirspurnar sinnar
hinn 5. þ.m. hefur Geir Hall-
grímssyni utanríkisráðherra nú
borist svar ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna í eftirfarandi bréfi frá
forstöðumanni bandaríska sendi-
ráðsins í Reykjavík dagsettu 17.
desember 1984 varðandi kjarna-
vopn:
„Eins og mér er ljóst að yður er
kunnugt hefur það um langt ára-
bil verið fastmótuð stefna Atl-
antshafsbandalagsins og Banda-
ríkjanna að játa hvorki né neita
heimildargildi skjala sem sögð eru
trúnaðarskjöl Bandaríkjanna eða
bandalagsins.
Um leið hefur mér verið falið að
ítreka að Bandaríkin hafa í einu
og öllu farið eftir og munu halda
áfram að fara eftir ákvæðum
varnarsamningsins við Island frá
1951 og samþykkt Atlantshafs-
bandalagsins varðandi staðsetn-
ingu kjarnavopna sem áskilja að
sérhver heimild til Bandaríkja-
hers til þess að flytja kjarnavopn
til íslands mundi aðeins vera veitt
að fengnu samþykki íslensku rík-
isstjórnarinnar.
f samræmi við þetta hefur mér
verið falið að fullvissa yður um aö
bandarísk stjórnvöld halda enn
fast við þann gagnkvæma skilning
ríkisstjórna okkar varðandi
kjarnavopn sem fram kom í bréfi
dagsettu 11. ágúst 1980 til dr.
ólafs Jóhannessonar utanríkis-
ráðherra íslands."
Samkvæmt þessu er ljóst að
heimild til geymslu kjarnavopna á
íslandi á ófriðartímum hefur ekki
verið veitt.
Utanríkisráðuneytið lætur
fylgja hér með skjöl frá 1980 sem
vitnað er til hér að framan, þar
sem fram kemur að það hefur
ávallt verið stefna ríkisstjórna ís-
lands að engin kjarnavopn skuli
leyfð í landinu og er sú stefna í
fullu gildi.
Utanríkisriðuneytið,
Reykjavík,
19. desember 1984.“
Yfírlýsing sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi,
Richard A. Ericson, Jr.,
11. ágúst 1980.
„Með vísun til þess að gefið hef-
ur verið í skyn að kjarnavopn séu
á íslandi, skal tekið fram að það
hefur lengi verið stefna Banda-
ríkjanna aö játa hvorki né neita
tilvist kjarnavopna nokkurs stað-
ar. Hins vegar er stefna ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna í sam-
ræmi við þá ákvörðun sem tekin
var á leiðtogafundi aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins í París
1957, þar sem lýst var yfir að
„staðsetning birgða þessara (átt
er við kjarnaodda sem eru til taks
í þágu varna bandalagsins) og
flauga, og fyrirkomulag varðandi
notkun þeirra, munu samkvæmt
þessu verða ákveðin í samræmi
við vamaráætlanir Atlantshafs-
bandalagsins og með samþykki
þeirra ríkja sem beinan hlut eiga
að máli“.
Þessi skuldbinding er í sam-
ræmi við 3. grein samningsins frá
1951 um Keflavikurstöðina, þar
sem segir: „Það skal vera háð sam-
þykki íslands, hverrar þjóðar
menn eru í varnarliðinu svo og
með hverjum hætti það tekur við
og hagnýtir þá aðstöðu á íslandi,
sem veitt er með samningi þess-
um.““
Yfirlýsing Ólafs Jóhannes-
sonar, utanríkisráðherra, 11.
ágúst 1980 um kjarnavopn.
„Yfirlýsing sendiherra Banda-
ríkjanna, sem hann gefur fyrir
hönd ríkisstjórnar sinnar, vísar til
tveggja skuldbindinga, sem leiða
til þess að bandarísk kjarnavopn
verða ekki flutt til íslands nema
fyrir liggi samkomulag íslands og
Bandaríkjanna þar að lútandi, og
áréttar að þetta sé í samræmi við
stefnu Bandaríkjanna.
Hin fyrri er samþykkt leiðtoga-
fundar Atlantshafsbandalags-
ríkjanna frá desember 1957 um
staðsetningu kjarnavopna og
flugskeyta í Evrópu til mótvægis
við vaxandi vígbúnað Sovétríkj-
anna. Þessi samþykkt kveður
skýrt á um að slíkum vopnum
verði ekki komið fyrir í neinu Evr-
ópuríki, nema með fullu sam-
komulagi þeirra ríkja, sem málið
snertir beint, þ.e. þess ríkis sem
vopnin eru flutt til og þess ríkis
sem þau koma frá.
Síðari skuldbindingin felst í 3.
gr. varnarsamnings íslands og
Bandaríkjanna frá 5. maí 1951.
Samkvæmt henni er það háð sam-
þykki íslands með hverjum hætti
varnariiðið hagnýtir þá aðstöðu á
íslandi, sem veitt er með varnar-
samningnum, og er þá m.a. átt við
fjölda varnarliðsmanna, vopna-
búnað og framkvæmdir á varnar-
svæðinu.
Af hálfu Bandaríkjamanna hafa
ekki verð settar fram óskir um
staðsetningu neinna tegunda
kjarnavopna á íslandi og ekki
hafa heldur af hálfu neinna ann-
arra aðildarílkja Atlantshafs-
bandalagsins, eða herstjórnar
þess, verið gerðar athgasemdir við
þá stefnu íslands að hér skuli ekki'
vera kjarnavopn.
Stefna islenskra stjórnvalda í
þessu efni hefur alla tíð verið skýr
og ótvíræð og hafa ekki færri en 5
íslenskir utanríkisráðherrar gefið
opinberar yfirlýsingar um þessa
stefnu, auk þess sem hún hefur
hvað eftir annað verið áréttuð á
ráðherrafundum Atlantshafs-
bandalagsins, t.d. á fundi Atlants-
hafsráðsins í Brússel í desember
1979 og nú síðast á fundinum í
Ankara í júnílok sl.
Ummæli mín þar voru á þessa
leið: „Ég vil við þetta tækifæri
ítreka þær yfirlýsingar, sem fyrir-
rennarar mínir hafa gefið hér í
ráðinu, þess efnis að það er og hef-
ur ætíð verið eitt af grundvallar-
atriðum íslenskrar varnarmála-
stefnu að engin kjarnavopn skuli
vera í landinu. Og ég er þess full-
viss, að engin íslensk ríkisstjórn
getur samþykkt að falla frá þeirri
stefnu." Við þessa yfirlýsingu var
engin athugasemd gerð.
Eg fagna því að Bandaríkja-
stjórn hefur orðið við þeim til-
mælum, sem ég setti fram og
ræddi síðan við utanríkisráðherra
Bandaríkjanna á Ankara-fundin-
um, að hún staðfesti afstöðu sína í
málinu með opinberri yfirlýsingu.
Þar með liggja óvefengjanlega
fyrir yfirlýsingar beggja aðila.“
Leikfélag Reykjavíkur:
Dagbók
Önnu Frank
um jólin
LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir um
hátíðirnar leikritið Dagbók Önnu
Frank, sem byggt er á dagbókinni
eftir gyðingastúlkuna, sera dvaldist í
felum á stríðsárunum á þriðja ár
vegna gyðingaofsókna na.si.sta. Guð-
rún Kristmannsdóttir er í hlutverki
Önnu, en hún er aðeins 16 ára að
aldri. Með önnur stór hlutverk fara
Sigurður Karlsson, Valgerður Dan,
Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Gísli Halldórsson,
Kristján Franklín Magnús og
Kagnheiður Tryggvadóttir. Leik-
stjóri er Hallmar Sigurðsson.
Dagbókin verður sýnd laugar-
dagskvöldið 29. desember og
Guðrún Kristmannsdóttir i hlutverki önnu Frank.
sunnudagskvöldið 30. desember í
Iðnó. Aðrar leiksýningr leikfélags-
ins liggja niðri, en Gísl heldur
áfram eftir áramótin ásamt Fé-
legu fési Darios Fo.
Síðustu æfingar standa nú yfir
á næsta verkefni félagsins sem er
bandaríska verðlaunaleikritið
Agnes — barn Guðs eftir John Pi-
elmeier í þýðingu Úlfs Hjörvar.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir en með hlutverkin þrjú fara
Sigríður Hagalín, Guðrún Ás-
mundsdóttir og Guðrún S. Gfsla-
dóttir. Leikritið gerist að hluta til
í nunnuklaustri og hefur á sér yf-
irbragð spennuleikrits eða jafnvel
sakamálaleikrits. I klaustrinu hef-
ur ung nunna eignast barn og
barnið finnst síðan látið í klaustr-
inu. Geðlæknir er kvaddur á vett-
vang til þess að kanna málavexti
og heilbrigði stúlkunnar. Þetta
leikrit hefur á síðustu þrem árum
farið sigurför um heiminn, einna
frægust varð sýningin á Broadway
þar sem leikritið gekk á þriðja
leikár og hlutu leikkonurnar þrjár
þar hin margvíslegustu verðlaun.
Frumsýning á Agnesi verður
laugardagskvöldið 5. janúar.
Frá afhendingu bókagjafarinnar. Frá vinstri: Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, Guðmundur Magnússon,
háskólarektor, Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar, og Sveinn Einarsson, sonur Einars
Olafs Sveinssonar, sem afhenti gjöflna.
Stofnun Arna Magnússon-
ar fær bókasafn Einars
Ólafs Sveinssonar að gjöf
HINN 12. desember síðastliðinn afhenti Sveinn Einarsson rithöf-
undur Stofnun Árna Magnússonar að gjöf vísindabókasafn föður
stns, Einars Ól. Sveinssonar prófessors, sem andaðist á liðnu vori.
Gjafabréfíð er á þessa leið.
„Með bréfi þessu afhendum
við Stofnun Árna Magnússonar
á íslandi til fullrar eignar og
umráða vísindabókasafn Einars
Ólfs Sveinssonar, en í því eru
margvísleg rit í íslenskum og
erlendum fræðum; bækur, rit-
raðir, tímarit, bæklingar og
sérprent. Ritin ber að varðveita
í bókasafni Árnastofnunar, en
hvert þeirra skal merkt stofn-
uninni og orðunum:
„Úr bókum Einars Ólafs
Sveinssonar". Um notkun og lán
ritanna fer með sama hætti og
önnur rit safnsins.
Ennfremur afhendum við öll
handrit Einars Ólafs Sveinsson-
ar af eigin verkum til varðveislu
í stofnuninni. Um notkun þeirra
í fræðaskyni fer eftir samkomu-
lagi forstöðumanns stofnunar-
innar og Sveins Einarssonar,
sem fer með höfundarrétt
verkanna.
Með þessu viljum við votta
Árna Magnússyni og stofnun
hans á íslandi virðingu okkar
og væntum, að gjöfin efli alla
iðkan vísinda á Árnastofnun.
Reykjavík, 12. aprfl 1983.
í umboði föður míns, Einars
Ólafs Sveinssonar, og fyrir
sjálfan mig, Sveinn Einars-
son.“.
Afhending þessa merka bóka-
og handritasafns fór fram við
hátíðlega athöfn í Árnastofnun
á afmælisdegi Einars Ól.
Sveinssonar, en hann hefði orð-
ið 85 ára þennan dag. Viðstödd
voru Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra, Guð-
mundur Magnússon háskóla-
rektor og nokkrir fleiri gestir.
Forstöðumaður Árnastofnunar,
Jónas Kristjánsson, þakkaði
hina höfðinglegu gjöf og minnt-
ist Einars Öl. Sveinssonar, sem
var fyrsti forstöðumaður stofn-
unarinnar og bar hag hennar
ávallt mjög fyir brjósti, eins og
gjöf þessi ber vitni um.
Frá Stofnun Árna Magnússonar.
Islenzka óperan:
Tónleikar í minningu
Péturs Jónssonar
HÁTÍÐATÓNLEIKAR verða í fæ
lensku óperunni laugardaginn 22.
desember kl. 14.30 í tilefni þess að
um þessar mundir eru liðin 100 ár
frá fæðingu Péturs Jónssonar óperu-
söngvara.
í frétt frá íslensku óperunni
segir: „Pétur Jónsson fæddist í
Reykjavík 21. desember 1884. Að
loknu stúdentsprófi hóf hann nám
í tannlækningum í Kaupmanna-
höfn árið 1906. En hugur Péturs
snerist þó brátt alveg að tónlist og
söng og árið 1909 stenst hann inn-
tökupróf í óperuskóla Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn.
Óperuferill hans byrjaði síðan í
Berlín árið 1911 og var það upphaf
20 ára ferils sem aðaltenórsöngv-
ari við fræg óperuhús í Þýska-
landi, svo sem í Kiel, Darmstadt,
Bremen og víðar. Pétur gat sér
mikla frægð sem hetjutenór í
óperum Wagners, en hlutverka-
safn hans var annars ótrúlega
fjölbreytt. Pétur Jónsson lést í
Reykjavík 14. apríl 1956.
Á tónleikunum í íslensku óper-
unni á laugardaginn heiðra eftir-
taldir söngvarar minningu þessa
brautryðjanda síns: Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir,
Elísabet Erlingsdóttir, Garðar
Cortes, Guðmundur Jónsson, Hall-
dór Vilhelmsson, Kristinn Halls-
son, Kristinn Sigmundsson, Magn-
ús Jónsson, ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Sigurður Björnsson og
Simon Vaughan. Á efnisskránni
eru verk eftir m.a. Puccini, Lehár,
Handel, Dvorak, Árna Thorstein-
son, Atla Heimi Sveinsson, Karl
O. Runólfsson o.fl.“
Pétur Jónsson
í hlutverki Radames í Aida.