Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Stefnt að því að
tvöfalda söluna
\oguw. 17. desember.
Á VEGUM Varnarliðsins og utanríkisráAuneytisins er starfandi nefnd
sem athugar möguleika á sölu á lambakjöti á Keflavíkurflugvelli. Einn-
ig med sölu á öörum afurðum og með hvaða móti mætti auka söluna til
Varnarliðsins.
Nefndin kom saman um miðj-
an september sl. og hefur látið
gera upplýsingabækling um
lambakjötið í þeim tiigangi að
auka fræðslu og til að kynna
lambakjötið fyrir íbúum á
Keflavíkurflugvelli. Hefur kynn-
ing farið fram í mötuneyti,
klúbbum og í matvöruverslun, en
stefnt er að því að auka söluna
úr fjórum tonnum á sl. ári átta
tonn á ári.
Keflavíkurflugvöllur:
íslenskar vörur
seldar fyrir rúml.
milljón á mánuði
í nóvembermánuði voru ís-
lenskar vörur seldar í matvöru-
verslun varnarliðsmanna á
Keflavíkurflugveili fyrir 1 — 1,1
milljón ísl. kr. Þær vörur sem
eru seldar í versluninni eru:
mjólk, ís, fiskur, brauð, ostar og
grænmeti.
E.G.
Kynning á lambakjöti var
haldin í kvennaklúbbi yfir-
manna, þar kom íslenska
hljómsveitin m.a. fram, haldið
var erindi um lambakjötið og ís-
lenskir matreiðslumenn sáu um
matreiðsluna. Þótti kynningin
takast mjög vel.
í matvöruverslun kom fyrsta
sendingin af lambakjöti 14. nóv-
ember, samtals 1.150 kg. Þar
hefur verið komið fyrir tveimur
frystikistum, annarri frá SÍS en
hinni frá Sláturfélagi Suður-
lands. Þær tegundir sem seldar
eru eru hryggir, læri, læris-
sneiðar, pylsur, Londonlamb o.fl.
Úrvalið verður aukið síðar. Eftir
mánuðinn hafði tekist að seija
800 kg fyrir um 200 þúsund kr.
en lambakjötið er selt með út-
flutningsbótum. í matvöruversl-
uninni iiggja frammi uppskriftir
að matreiðslu úr lambakjötinu.
I desember verður matseðill í
mötuneytinu með lambakjöts-
réttum og í klúbbunum verður
lambakjöt aðalréttur einu sinni í
viku.
E.G.
Hættan minni, þótt
ekki vilji ég sýkna þá
- segir Árni Björnsson læknir um UVA-sólalampana
„ÚTFJÓLUBLÁIR geislar eru líklegasta ástæðan fyrir sortuæxlum og því er
aldrei hægt að sýkna þá alveg þótt Ijóst sé, að hættan er misjafnlega mikil.
Og þá má segja að ef notaðir eru réttir lampar, með réttum perum, sem gefa
frá sér lágmarks B-geislun, er hættan minni þótt hún sé auðvitað alltaf fyrir
hendi í einhverjum mæli,“ sagði Árni Björnsson læknir, er hann var spurður
um ummæli John Krogh, forstjóra M.A. Solarium í Danmörku, þess eðlis, að
sólbrúnka frá UVA-sólarlömpum væri hættuminni en af völdum sólskins.
Árni Björnsson læknir sagði
ennfremur, að hann hefði að und-
anförnu unnið að söfnun gagna
um þessi mál og hefði undir hönd-
um skýrslur, greinar og upplýs-
ingar víðsvegar að úr heiminum.
„Það sem er sameiginlegt með öll-
um þessum /gögnum og upplýsing-
um er, að menn hallast að því, að
útfjólubláir geislar séu aðalorsök
þessara sortuæxla og því er í raun
og veru ekki hægt að sýkna eitt
eða neitt af því, sem sendir frá sér
slíka geisla, hvorki sólina né ann-
að. Hitt er svo annað mál, að
menn eru ekki alveg á eitt sáttir
um hvernig þetta kemur fram“,
sagði Árni. „Þó bendir allt til, að
hættan á þessari æxlismyndun
stafi af því að menn fái tiltölulega
stutta en mikla geislun, eins og
menn fá til dæmis er þeir fara
héðan og til sólarlanda og baka sig
í sól og jafnvel brenna sig. Slíka
geislun geta menn Iíka fengið ef
þeir fara í sólarlampa og ætla sér
að verða brúnir á mjög stuttum
tíma,“ sagði Árni Björnsson.
Um UVA-sólarlampana, sem
gerðir eru að umtalsefni í áður-
nefndum ummælum John Krogh,
sagði Árni meðal annars: „Það eru
til mismunandi tegundir af lömp-
um sem auðvitað eru misjafnlega
hættulegir hvað þetta varðar. Við
vitum að þetta danska fyrirtæki
framleiðir sólarlampa, sem eru
prófaðir með sérstökum tækjum
og þeir eiga að gefa lágmarks-
skammt af svokölluðum B-geisl-
um, en þeir eru af flestum taldir
varasamari en A-geislar. Menn
geta því að vissu leyti verið örugg-
ari að fara í slíka lampa, þar sem
vitað er að notaðar eru réttar per-
ur heldur en þar sem ekkert eftir-
lit er með þessu. Hitt er svo annað
mál, að öll útfjólublá geislun ertir
þessar frumur í húðinni og einnig
má nefna, að rannsóknir benda til
að útfjólublá geislun geti einnig
veikt ónæmiskerfi líkamans. Svar
mitt við því, hvort eitthvað sé ör-
uggara en annað í þessum efnum,
er því að ef það er tryggt, að það
sé eins lítið af B-geislum í lömp-
unum og hægt er þá megi ef til vill
halda því fram að þessir lampar
séu minna skaðlegir en aðrir. En
þó er langt frá því að ég vilji
sýkna þá algerlega," sagði Árni
Björnsson læknir.
Sæmundur Kjartansson húð-
sjúkdómafræðingur sagði í sam-
tali við blaðamann Morgunblað-
sins vegna þessa máls, að eftir því
sem hann best vissi, mætti taka
undir þær fullyrðingar að sól-
brúnka frá UVA-sólarlömpum
væri ekki eins hættuleg og snögg
og mikil sólbrúnka af völdum sól-
skins. „Hér er átt við þessi sam-
lokuljós, en ekki háfjallasól. Geisl-
arnir frá þessum bekkjum valda
yfirleitt ekki sólbruna, og eftir því
sem ég best veit er talið að menn
taki minni áhættu af að verða
brúnir í þessum bekkjum en af
sólarljósinu," sagði Sæmundur
Kjartansson.
Kór Langholtskirkju
flytur jólasöng
KÓR LANGHOLTSKIRKJU nytur jólasöngva í LangholUkirkju á föstu-
dagskvöld klukkan 23 og verða þeir nú í fyrsta skipti haldnir í fullbúinni
kirkjunni, sem var vígð 16. september sl.
Um efnisskrána segir svo í frétt
frá kórnum:
„Einsöngvari með kórnum verð-
ur John Speight. Bernhard Wilk-
inson leikur á flautu, Jón Sigurðs-
son á kontrabassa og Gústaf Jó-
hannesson á orgel. Aðstoða þeir
kórinn í nokkrum alþekktum jóla-
lögum sem hér verða flutt í nýjum
buningi Anders öhrwall, sem er
einn þekktasti kórstjóri Svía nú.
Hann gerði þessar útsetningar
fyrir hinn heimsþekkta söngvara,
Hákan Hagegárd, sem söng þær
inn á plötu ásamt Bach-kórnum í
Stokkhólmi, sem öhrwall stjórn-
ar. Tónleikarnir hefjast á nokkr-
um gömlum jólasálmum og síðan
syngja allir þrjá jólasálma og
fyrri hluta tónleikanna lýkur á út-
setningum Öhrwall. Eftir hlé
verður slegið á léttari strengi.
Kórinn og áheyrendur syngja jóla-
söngva (carols). Þá tekur við nokk-
ur hátíðleiki með flutningi kórsins
á „barokk“-verkum og nýstárlegri
útfærslu á sálmalagi eftir Bach
þar sem kórfélagar „improvisera"
með látbragði. Að lokum syngja
svo allir „Heims um ból“.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
í hléi verður hægt að fá „jóla-
súkkulaði" í sal safnaðarheimilis-
ins.
Kór Langholtskirkju hélt sína
fyrstu jólasöngva í kirkju Krists
konungs í Landakoti 1979 og hafa
þeir síðan verið fastur liður í
starfi kórsins og m.a. verið haldn-
ir í kirkjuskipi Langholtskirkju
ófullgerðu. 4
Kveikt á jólatrénu í Hólminum
Vernd með
fataúthlutun
„FÓLK hefur brugðist vel yiö og gef-
iö gamlan fatnaö en einnig höfum
viö fengiö fatnaö frá fyrirtækjum.
Viö erum því með sæmilegar birgöir,
en þörfin er mikil og það gengur
fljótt á birgðirnar," sagði Jóna Gróa
Sigurðardóttir, formaður félaga-
samtakanna Verndar, í samtali við
Mbl.. en fataúthlutun Verndar er
hafín. Samtökin hafa flutt í nýtt hús-
næði á Bergstaðastræti 26 og verður
úthlutun daglega milli klukkan 11
ogl3.
„Við viljum hvetja fólk til þess
að koma til okkar fatnaði, því
þörfin er mikil og verður tekið á
móti fatnaði á sama tíma og út-
hlutað er,“ sagði Jóna Gróa.
Das Kapital
á Hótel Borg
HUÓMSVEITIN Das Kapital held-
ur tónleika á Hótel Borg í kvöld
klukkan 22.30. Lög af nýútkominni
plötu hljómsveitarinnar verða kynnt,
en einnig annað nýtt efni, sem
hljómsveitin á í fórum sfnum.
HÍjómsveitina skipa Bubbi Morth-
ens, Jakob Magnússon, Jens Hans-
son, Guðmundur Gunnarsson og
Mike Pollock.
Lambakjöt kynnt é Keflavíkurflugvelli:
Stykkishólmi, 17. desember.
í G/ER var kveikt á stóni jólatré í
Stykkishólmi, en tré þetta er gjöf frá
vinabæ Stykkishólms, Drammen I
Noregi, og er þetta í fyrsta sinn sem
okkur berst svona vinaleg gjöf frá
þeim.
Það var mikill mannfjöldi sam-
ankominn í skrúðgarði okkar,
Hólmgarði, þar sem tréð var reist,
og hófst athöfnin með því að
Lúðrasveit Stykkishólms, undir
stjórn Daða Þ. Einarssonar, lék
þar ýms ættjarðarlög og jólalög og
kirkjukór Stykkishólmskirkju,
undir stjórn Jóhönnu Guð-
mundsdóttur, söng jólasálma. Þá
flutti oddviti Hólmara, Ellert
Kristinsson, ræðu þar sem hann
þakkaði þessa vinalegu og höfð-
inglegu gjöf og rakti vinabæjar-
tengsl þessara tveggja staða.
f Drammen, sagði Ellert, starf-
ar nú íslendingafélag af miklum
krafti og hefir hópur þaðan heim-
sótt Stykkishólm og eins hefir
hópur á vegum hreppsins heimsótt
Drammen.
í lok ræðu sinnar bað Ellert
formann norrænu deildarinnar í
Stykkishólmi, Árna Helgason,að
kveikja á ljósunum á jólatrénu og
á eftir lék lúðrasveitin þjóðsöng
Norðmanna og í lokin sungu allir
viðstaddir Heims um ból, við und-
irleik lúðrasveitar.
Var þessi athöfn öll hin hátíð-
legasta.
Árni.
Morgunblaðið/EG
Varnarliðsmaður skoðar lærisneiðar af íslenzku lambi í verzhin á Kefla-
vfkurflugvelli.
mni
Til mikillar gleði fyrir yngstu
slóðina komu margir jólasveinar í
fallegum búningum og dönsuðu
kringum jólatréð.