Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 62

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 <• •> Kaffikvörn Malar kaffiö eins gróft eða ffnt og óskaó er og ótrúlega fljótt. Hraðgengt rifjárn Sker niður og afhýðir grænmeti á miklum hraóa og er með fjórum mismunandi járnum. ■■Hl Þrýstisigti Aðskilur steina og annan úrgang frá ávöxt- um. Auðveldar gerð sultu og ávaxtahlaups. Rjómavél Býr til Ijúffengan, fersk- an rjóma á nokkrum sekúndum, aðeins úr miólk og smjöri. KENWOOD chef eldhóshjAlpin Hakkavél Hakkar kjöt og f isk jafn- óðum og sett er I hana. Einnig fljótvirk við gerð ávaxtamauks. Grænmetiskvörn Blandar súpur, ávexti, kjötdeig og barnamat. Saxar hnetur, o.fl., malar rasp úr brauöi. Sítrónupressa Býr til Ijúffengan fersk- an sltrussafa á litlu lengri tlma en tekur að skera sundur appelslnu. Grænmetisrlfjárn Sker niöur rauðrófur, agúrkur, epli, kartöflur. Raspar gulrætur, ost, hnetur og súkkulaói. m Stálskál Endingargóð og varan- leg skál, tilvalin I alla köku- og brauðgerö. Ávaxtapressa Skilar ávaxta- og græn- metissafa með öllum vltamlnum. Dósahnifur Opnar allar tegundir dósa án þess að skilja eftir skörðóttar brúnir. Grænmetisrifjárn Sker og raspar niður I salat. — Búið til yöar eigin frönsku kartöflur með til þess gerðu járni. Kartöfluhýðarl Hetta Eyöiö ekki mörgum Yfirbreiðsla yfir Ken- stundum I að afhýða wood Chef vélina. kartöflur sem Kenwood afkastar á svipstundu. KENWOODc er engin venjule hrærivél. Innifalid í verdi: Skál, þeytari, hnodari og hrærari. Kr. 9.730,- HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLAHF LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 • 21240 | Hljómplötur Sigurður Sverrisson Tíminn vinn- ur lítt á Spilverkinu Spilverk þjóéanna. Nokkur lykilatriAi. Steinar. Óneitanlega fannst mér það nokkur dirfska að drífa út safnplötu með Spilverki þjóð- anna, nú á árinu 1984 mörgum árum eftir að það lagði upp laup- ana. Óttinn reyndist ástæðulaus því tíminn hefur merkilega lítið náð að setja mörk sín á tónlist Spilverksins. Hún er að stærst- um hluta jafn fersk í dag og hún var fyrir 6—10 árum, ótrúlegt en satt. Auðvitað ber að hyggja að því að Spilverkið var á sínum tíma alger brautryðjendaflokkur í ís- lenskri popptónlist. Á meðan all- ir kyrjuðu sín lög við enska texta (reyndar gerði Spilverkið það líka fyrst) sungu meðlimir Spil- verksins á íslensku og það sem meira var, textanir voru bráð- hnyttnir margir hverjir. Á þessari samantekt um feril Spilverksins er að finna eigi færri en 16 lög frá árunum 1975—1978. Val þeirra er sérlega gott og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í að byggja þessa plötu sem best upp. Gruna ég Jónatan Garðarsson um að eiga þann heiður skilinn. Hann á sömuleiðis þakkir fyrir mjög greinargóða yfirlitsgrein um fer- il Spilverksins, sem fylgir hverri plötu. Hér er í raun engin ástæða til þess að fjalla um tónlist Spil- verksins. Það var gert er plöt- urnar, sem þessi lög eru tekin af, komu út. Reyndar voru dómarn- ir almennt mjög hástemmdir og skyldi engan gruna. Tónlistin var og er þrusugóð. Hvellhetta varla dínamít Ýmsir flytjendur Dínamit Spor Eftir þó nokkurt hlé er safn- plötufárið komið í gang á ný. Dínamit heitir ein þeirra allra nýjustu frá Steinum/ Spor og er bara harla góð. Á henni eru 13 lög og meginþorri þeirra er mjög nýr af nálinni. Einhver eru orðin nokkurra mánaða gömul en það er ekki hlaupið að því að vera í takt við tímann i poppheiminum, þar sem allt virðist ganga á tvö- földum hraða. Fyrri hlið plötunnar byrjar á lagi Billy Ocean, Caribbean Queen, og vinsældir þess hef ég aldrei skilið, slík er formúlulykt- in af því. Wham! kemur næst með Freedom og þá Fox the Fox með Precious Little Diamond. Það er snotrasta lag. Á eftir því kemur eitt af þessum hörmulegu Streetbeat-lögum og þá Madame Butterfly í gerð Malcolm McLar- en, sjálfum finnst mér þessi út- setning lítið vera annað en nafn- ið eitt. Lokalag fyrri hliðar er svo þægilegt lag Chris Beckers, Splash. Sú síðari hefst á smellinum sem aldrei varð neitt neitt frá Culture Club, War song, og síðan kemur Paul Young með I’m Go- ing to Tear Your Playhouse Down. Ágætasta lag. Sade fylgir á eftir með eitt af lögunum sín- um frábæru, hér er það Smooth Operator. Mauraforinginn, Adam Ant kemur síðan með Appolo 9 — sæmilegt lag en síð- an koma þrjú góð í lokin. Fyrst Stranglers með Skin Deep, þá She Bop með Cyndi Lauper — það er sennilegasta elsta lagið á plötunni, og loks Alison Moyet með All Cried Out. Synd og skömm hve litla athygli það lag hefur vakið jafn gott og það er og eins og söngur Moyet er góð- ur. Þegar öllu er á botninn hvolft er Dínamit kannski ekki nema ágætis hvellhetta. Séu menn hins vegar í vafa hvaða plötu þeir eiga að gefa í jólagjöf gæti þessi verið „patent“-lausn á vandanum. Það má þá alltaf fá henni skipt. Að hætti Quiet Riot W.AJS.P. W.AJS.P. Capitol/Fálkinn Það tók mig ekki nema um 20 sekúndur að átta mig á því hvaða hljómsveit W.A.S.P líkist. Að mörgu leyti eru W.A.S.P. og Quiet Riot eins og samlokur og söngur þeirra Ken duBrow (QR) og Blackie Lawless í W.A.S.P. er ótrúlega líkur á köflum. Þegar svo bætist við svipaður hljóð- færaleikur og lík lög er hreint ekki að undra þótt samlíking sé óumflýjanleg. Ef mig misminnir ekki er W.A.S.P. frá Los Angeles og auk Lawless, sem syngur og leikur á bassa, er flokkurinn skipaður Chris Holmes/gítar, Randy Pip- er/gítar og Tony Richards/ trommur. Allir virðast þeir fjór- menningarnir vera hinir fram- bærilegustu spilarar og ef efn- istökin væru eilítið frumlegri ætti W.A.S.P. enn meiri mögu- leika en ella. Það er athyglisvert að fylgjast með þróun þungarokksins vest- anhafs þessa dagana. Eftir að þungarokksbylgjan hefur leikið um meginland Evrópu í 4—5 ár og virðist þar á undanhaldi hef- Jófaskreytmgar Gerið jódn fiátíðCeg með fattegum jófaskreytingum frá Borgarbtóminu. BS*1 ttREDlTKOI Sérjrœðinqar í hátujflskrevtinqmn^* ^ Opið ki 10-21 BORGARBLOMÍÐ SKlPHOLTl 35 SÍMh 32ZI3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.