Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
<• •>
Kaffikvörn
Malar kaffiö eins gróft
eða ffnt og óskaó er og
ótrúlega fljótt.
Hraðgengt rifjárn
Sker niður og afhýðir
grænmeti á miklum
hraóa og er með fjórum
mismunandi járnum.
■■Hl
Þrýstisigti
Aðskilur steina og
annan úrgang frá ávöxt-
um. Auðveldar gerð
sultu og ávaxtahlaups.
Rjómavél
Býr til Ijúffengan, fersk-
an rjóma á nokkrum
sekúndum, aðeins úr
miólk og smjöri.
KENWOOD chef
eldhóshjAlpin
Hakkavél
Hakkar kjöt og f isk jafn-
óðum og sett er I hana.
Einnig fljótvirk við gerð
ávaxtamauks.
Grænmetiskvörn
Blandar súpur, ávexti,
kjötdeig og barnamat.
Saxar hnetur, o.fl.,
malar rasp úr brauöi.
Sítrónupressa
Býr til Ijúffengan fersk-
an sltrussafa á litlu
lengri tlma en tekur að
skera sundur appelslnu.
Grænmetisrlfjárn
Sker niöur rauðrófur,
agúrkur, epli, kartöflur.
Raspar gulrætur, ost,
hnetur og súkkulaói.
m
Stálskál
Endingargóð og varan-
leg skál, tilvalin I alla
köku- og brauðgerö.
Ávaxtapressa
Skilar ávaxta- og græn-
metissafa með öllum
vltamlnum.
Dósahnifur
Opnar allar tegundir
dósa án þess að skilja
eftir skörðóttar brúnir.
Grænmetisrifjárn
Sker og raspar niður I
salat. — Búið til yöar
eigin frönsku kartöflur
með til þess gerðu járni.
Kartöfluhýðarl Hetta
Eyöiö ekki mörgum Yfirbreiðsla yfir Ken-
stundum I að afhýða wood Chef vélina.
kartöflur sem Kenwood
afkastar á svipstundu.
KENWOODc
er engin venjule
hrærivél.
Innifalid í verdi:
Skál, þeytari,
hnodari og
hrærari.
Kr. 9.730,-
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
HEKLAHF
LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 • 21240
| Hljómplötur
Sigurður Sverrisson
Tíminn vinn-
ur lítt á
Spilverkinu
Spilverk þjóéanna.
Nokkur lykilatriAi.
Steinar.
Óneitanlega fannst mér það
nokkur dirfska að drífa út
safnplötu með Spilverki þjóð-
anna, nú á árinu 1984 mörgum
árum eftir að það lagði upp laup-
ana. Óttinn reyndist ástæðulaus
því tíminn hefur merkilega lítið
náð að setja mörk sín á tónlist
Spilverksins. Hún er að stærst-
um hluta jafn fersk í dag og hún
var fyrir 6—10 árum, ótrúlegt en
satt.
Auðvitað ber að hyggja að því
að Spilverkið var á sínum tíma
alger brautryðjendaflokkur í ís-
lenskri popptónlist. Á meðan all-
ir kyrjuðu sín lög við enska texta
(reyndar gerði Spilverkið það
líka fyrst) sungu meðlimir Spil-
verksins á íslensku og það sem
meira var, textanir voru bráð-
hnyttnir margir hverjir.
Á þessari samantekt um feril
Spilverksins er að finna eigi
færri en 16 lög frá árunum
1975—1978. Val þeirra er sérlega
gott og greinilegt að mikil vinna
hefur verið lögð í að byggja
þessa plötu sem best upp. Gruna
ég Jónatan Garðarsson um að
eiga þann heiður skilinn. Hann á
sömuleiðis þakkir fyrir mjög
greinargóða yfirlitsgrein um fer-
il Spilverksins, sem fylgir hverri
plötu.
Hér er í raun engin ástæða til
þess að fjalla um tónlist Spil-
verksins. Það var gert er plöt-
urnar, sem þessi lög eru tekin af,
komu út. Reyndar voru dómarn-
ir almennt mjög hástemmdir og
skyldi engan gruna. Tónlistin
var og er þrusugóð.
Hvellhetta
varla
dínamít
Ýmsir flytjendur
Dínamit
Spor
Eftir þó nokkurt hlé er safn-
plötufárið komið í gang á ný.
Dínamit heitir ein þeirra allra
nýjustu frá Steinum/ Spor og er
bara harla góð. Á henni eru 13
lög og meginþorri þeirra er mjög
nýr af nálinni. Einhver eru orðin
nokkurra mánaða gömul en það
er ekki hlaupið að því að vera í
takt við tímann i poppheiminum,
þar sem allt virðist ganga á tvö-
földum hraða.
Fyrri hlið plötunnar byrjar á
lagi Billy Ocean, Caribbean
Queen, og vinsældir þess hef ég
aldrei skilið, slík er formúlulykt-
in af því. Wham! kemur næst
með Freedom og þá Fox the Fox
með Precious Little Diamond.
Það er snotrasta lag. Á eftir því
kemur eitt af þessum hörmulegu
Streetbeat-lögum og þá Madame
Butterfly í gerð Malcolm McLar-
en, sjálfum finnst mér þessi út-
setning lítið vera annað en nafn-
ið eitt. Lokalag fyrri hliðar er
svo þægilegt lag Chris Beckers,
Splash.
Sú síðari hefst á smellinum
sem aldrei varð neitt neitt frá
Culture Club, War song, og síðan
kemur Paul Young með I’m Go-
ing to Tear Your Playhouse
Down. Ágætasta lag. Sade fylgir
á eftir með eitt af lögunum sín-
um frábæru, hér er það Smooth
Operator. Mauraforinginn,
Adam Ant kemur síðan með
Appolo 9 — sæmilegt lag en síð-
an koma þrjú góð í lokin. Fyrst
Stranglers með Skin Deep, þá
She Bop með Cyndi Lauper —
það er sennilegasta elsta lagið á
plötunni, og loks Alison Moyet
með All Cried Out. Synd og
skömm hve litla athygli það lag
hefur vakið jafn gott og það er
og eins og söngur Moyet er góð-
ur.
Þegar öllu er á botninn hvolft
er Dínamit kannski ekki nema
ágætis hvellhetta. Séu menn
hins vegar í vafa hvaða plötu
þeir eiga að gefa í jólagjöf gæti
þessi verið „patent“-lausn á
vandanum. Það má þá alltaf fá
henni skipt.
Að hætti
Quiet Riot
W.AJS.P.
W.AJS.P.
Capitol/Fálkinn
Það tók mig ekki nema um 20
sekúndur að átta mig á því
hvaða hljómsveit W.A.S.P líkist.
Að mörgu leyti eru W.A.S.P. og
Quiet Riot eins og samlokur og
söngur þeirra Ken duBrow (QR)
og Blackie Lawless í W.A.S.P. er
ótrúlega líkur á köflum. Þegar
svo bætist við svipaður hljóð-
færaleikur og lík lög er hreint
ekki að undra þótt samlíking sé
óumflýjanleg.
Ef mig misminnir ekki er
W.A.S.P. frá Los Angeles og auk
Lawless, sem syngur og leikur á
bassa, er flokkurinn skipaður
Chris Holmes/gítar, Randy Pip-
er/gítar og Tony Richards/
trommur. Allir virðast þeir fjór-
menningarnir vera hinir fram-
bærilegustu spilarar og ef efn-
istökin væru eilítið frumlegri
ætti W.A.S.P. enn meiri mögu-
leika en ella.
Það er athyglisvert að fylgjast
með þróun þungarokksins vest-
anhafs þessa dagana. Eftir að
þungarokksbylgjan hefur leikið
um meginland Evrópu í 4—5 ár
og virðist þar á undanhaldi hef-
Jófaskreytmgar
Gerið jódn fiátíðCeg með fattegum jófaskreytingum
frá Borgarbtóminu. BS*1 ttREDlTKOI
Sérjrœðinqar í hátujflskrevtinqmn^* ^
Opið ki 10-21
BORGARBLOMÍÐ
SKlPHOLTl 35 SÍMh 32ZI3