Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 63

Morgunblaðið - 20.12.1984, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 63 ur „metalið" loksins náð að festa rætur að nýju vestra. Upp hafa sprottið flokkar á borð við Möt- ley Crue, W.A.S.P., Ratt og Met- allica svo nokkur dæmi séu nefnd. Allar eru þær mun „agr- essíveri" en hinar hefðbundnu AOR (sk.st. fyrir American Old Rock, þ.e. gamla bandaríska iðn- aðarrokkið) -hljómsveitir. Þetta mun fyrsta platan frá W.A.S.P. og lofar bara ansi góðu. Hins vegar verða framfarirnar að verða örari en t.d. hjá Quiet Riot ef nafnið á ekki að gleymast á skömmum tíma í hinni hörðu samkeppni. Á þessari plötu eru mörg góð lög og erfitt að gera upp á milli þeirra. Þungarokkar- ar ættu að kynna sér hana þessa, þeir sem hafa hlustað á Quiet Riot vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga með W.A.S.P. Athyglisvert Ono-safn Ýmsir flytjendur. Every Man Has a Women. Polydor/Fálkinn. Aldrei hef ég tekið nein bak- föll af gleði yfir lögum Yoko Ono. Hér held ég að ég skipti um skoðun (engin bakföll samt) þar sem eru saman komin 12 lög eft- ir hana í flutningi einhverra annarra en hennar sjálfrar. Það gerir augljóslega gæfumuninn því það er allt annað að hlusta á tónlist hennar í meðförum ann- arra. Fyrir vikið verður Every Man Has a Woman hin eiguleg- asta plata. Lögin eru ólík en fara ekki illa hlið við hlið. Ég hef alltaf amast við því hversu ríkt það er í Yoko að teygja allar ljóðlínur í lögum sínum. Þetta kann að vera arf- leifð frá Japan, þar sem hún er fædd. Þarlend tónlist hljómar oft mjög ankannalega í eyrum okkar Vesturlandabúa. Á þessari plötu eru þessi einkenni ekki heyranleg nema í einu lagi, sjálfu titillaginu sem bersýni- lega er samið með það fyrir aug- um að John Lennon syngi það. Það hefur hann gert áður en hann var skotinn og afrakstur- inn er að finna á þessari plötu. Auk Lennons heitins eru það eftirtaldir, sem flytja lög Yoko Ono: Harry Nilsson (3 lög), Eddie Money, Rosanne Cash, Roberta Flack, Alternating Box- es, Elvis Costello and the Attractions, Trio, Spirit Choir og Sean Ono Lennon, sonur þeirra Lennon og Yoko. í það heila tekið eru þetta áheyrilegustu lög þótt auðvitað séu þau ekki öll jafn aðlaðandi. Sjálfur var ég sérstaklega ánægður með Trio, Elvis Cost- ello og Edde Money en Harry Nilsson skilar sínu einnig vel. Lögin, sem hann flytur, eru þó öll fremur róleg. Fyrir þá, sem hafa fylgst með Yoko Ono í gegnum tíðina, ætti þetta að vera forvitnileg plata. Einnig fyrir hina, sem ekkert hafa pælt í þeirri japönsku. UTVARPSMÁ GNARl: 2x40 vött. Mjög fallegt og smekklega útfært útvarp og magnari. SEGVLBANDSTÆKI: Sambæft, létt stjómkerfl, Dolby suðeyðlr, glæsllegt segulbandstæki. PLÖTVSPILARI: Beltlsdriflnn, hilfsjilfvirkur, létt- armur, bigæða tónhaus og stjómtakkar að traman. HATALARAR: Kraftmlkllr, 60 vatta, 3 way, bass- reflex, hörkugóðlr. SKÁPUR: í stí! vlð tækln. Kr. 27.980 stgr. 80 vött ÚTVARP: Öflugt útvarp með stórum skala, móttöku- styrkmæll of Ijosastilli. MAGNARt: Óflugur magnarl, 2X43 vótt, stórir takk- ar með Ijósamerkjitm. Þetta er magnari sem ræður vlð alla tónllst. SEGULBANDSTÆKI: Sambæft, létt stjómkerfi. Dolby suðeyðir, glæstlegt segulbandstæld. PLÓTUSPILARI: Beltlsdriflnn, bilfsjélfvirkur, létt- armur, bágæða tónhaus og stjómtakkar að framan. HÁTALARAR: Kraftmlkllr, 60 vatta, 3 way, bass- reflex, hörkugóðlr. SKÁPUR: í stíl vlð tækln. Kr. 31.980 stgr. 86 vött

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.