Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 66

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 35 milljóna hlutafjáraukning Fjárfestingafélagsins: Erum að bjóða fjárfestingu sem skilar hagnaði og arði — segir Gunnar Helgi Hálfdánar- son, framkvæmdastjóri félagsins HVERS vegna ættu almenningur og venjulegir sparifjáreigendur að taka þátt í hlutafjáraukningu og umsvifum Fjárfestingafélags íslands hf.? Félagið býður nú landsmönnum að taka þátt í „stórátaki, sem ætlað er að örva nýtt atvinnulíf í landinu, meðal annars Hskeldi með hafbeit," eins og það er orðað í auglýsingum félagsins. Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að svarið lægi i augum uppi: „Það er verið að bjóða fjárfestingu, sem skilar arði um leið og hún lækkar skatta fólks," sagði hann. „Það er verið að bjóða fólki að taka þátt í at- vinnuuppbyggingu fyrir framtíð- ina.“ Hann sagði að félagið væri með á prjónunum merk mál og þýð- ingarmikil: „í fyrsta lagi er það áhættufjármögnun, fyrst og fremst fiskeldi með hafbeit og svo er það fjármálaleg þjónusta af ýmsu tagi, sem félagið hyggst beita sér enn frekar í. Fyrir hinn almenna sparifjáreiganda er hér um að ræða hagnaðarmöguleika. Vissulega er þetta áhættusamari fjárfesting en t.d. spariskírteini ríkissjóðs eða peningar á banka- bók en ef áætlanir okkar ganga eftir mun fjárfestingin skila hagnaði og arði, sem ætti að geta orðið betri en framangreindir kostir. Við erum náttúrlega að tala um langtímafjárfestingu fyrir sparifjáreigendur, 2—3 ár, sá tími verður notaður til fjárfest- ingar og uppbyggingar félagsins. Hvað varðar skattaafslátt þá get- ur hann orðið allt að 25 þúsund krónur fyrir einstakling eða 50 þúsund krónur fyrir hjón ef fólk kaupir hlutabréf fyrir áramótin. Þessi skattaafsláttur eykur því verulega líkurnar á að fjárfesting- in skili hluthöfunum arði.“ — Hvernig má svo greiða þessi hlutabréf? Allt á borðið eða má borga með afborgunum? „Það væri ágætt að fá allt á borðið en við höfum gefið fólki kost á að borga hlutafé sitt með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á verðtryggðu skuldabréfi á tíma- bilinu febrúar til júlí á næsta ári. Það er rétt að taka fram, að um er að ræða 1000, 10.000 og 100.000 króna hlutabréf og að hverju 1000 króna bréfi fylgir eitt atkvæði." 15 milljónir í laxarækt í kynningarbæklingi, sem félag- ið hefur gefið út í tilefni af fyrir- hugaðri stækkun, kemur fram að nýja hlutafénu, 35 milljónum, hyggst félagið verja á þrennan hátt: í fyrsta lagi til uppbyggingar annars áfanga laxahafbeitar- stöðvar félagsins í Vogum, Vatns- leysuströnd, á árinu 1985 í sam- vinnu við bandaríska fyrirtækið Weyerheauser Co., alls 15 milljón- um króna. í öðru lagi skal verja 2,5 milljónum króna til uppbygg- ingar og framþróunar verðbréfa- markaðs og fjármálaráðgjafar fé- lagsins, s.s. á tölvukerfi, og í þrið- ja lagi skal verja 17,5 milljónum króna til aukningar leigukaupa- starfsemi félagsins á vélum og tækjum til atvinnulífsins og eða þátttöku í atvinnurekstri. í bæklingnum segir: „Þar sem tilgreint hlutafé mun styrkja verulega efnahagsreikning félags- ins, gefur umrædd aukning hluta- fjár félaginu tækifæri til viðbót- arlántaka (erlendra og innlendra), allt að 35 m.kr., sem varið yrði til enn frekari eflingar leigu- kaupastarfseminnar og þátttöku í arðbærum atvinnunýjungum og eldri fyrirtækjum með stjórnun- arlega og/eða fjárhagslega endur- skipulagningu í huga, s.s. í sam- bandi við kynslóðaskipti stjórn- enda.“ 500 milljón króna velta 1989 Fjárfestingafélag íslands hf. Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags ís- lands: Erum að tala um langtíma- fjárfestingu fyrir sparifjáreigendur. var stofnað 1971 af einstaklingum, fyrirtækjum, samvinnufyrirtækj- um og peningastofnunum, til að „efla íslenskan atvinnurekstur og örva til þátttöku í honum með því að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum og veita þeim fjárhagslega fyrir- greiðslu," eins og segir í sam- þykktum félagsins. Núverandi starfssvið eru fimm, að því er seg- ir í kynningarbæklingnum: áhættufjárfestingar, leigukaup/- fjármögnun, verðbréfamarkaður, fjármálaráðgjöf og sjóða- og fyrir- tækjavarsla. Af núverandi verk- efnum ber hæst þátttaka félagsins í laxarækt og Vogun hf., sem er eignarfélag Trésmiðjunnar Víðis hf. I laxarækt hefur félagið byggt upp hafbeitarstöð í Vogum í sam- vinnu við Oregon Aqua Foods, dótturfyrirtæki bandaríska stór- fyrirtækisins Weyerheauser Co., sem hefur verið brautryðjandi í seiðaeldi og hafbeit með Kyrra- hafslax. Tilraunir með seiðaaðlög- un og sleppingar frá Vogum hóf- ust vorið 1982 en síðan hefur 20.000 seiðum verið sleppt árlega. Endurheimtur hafa reynst betri en búist var við. Segir að til þessa hafi Fjárfest- ingafélag íslands hf. borið allan kostnað af uppbyggingu stöðvar- innar til jafns við bandaríska fyrirtækið og sé hlutur félagsins nú rúmlega 8 milljónir króna. Næsta vor er stefnt að því að ráð- ast í byggingu 200-400 þúsund seiða stöðvar í félagi við Weyer- heauser. Áætlaður byggingakostn- aður er 30 milljónir en árleg velta stöðvarinnar er áætluð um 25 milljónir. Á árunum 1988—1989 er fyrirhugað að koma stöðinni í end- anlega stærð, eða 5—10 milljón seiði. Byggingarkostnaður þeirrar stöðvar er áætlaður um 400 millj- ónir og árleg velta um 500 milljón- ir. „Björgunaraðgerðir“ Félagið tók þátt í stofnun Vog- unar hf. í febrúar sl. til að kaupa meirihluta hlutafjár í Trésmiðj- unni Víði hf., sem átti í miklum fjárhagsvanda. Segir í bæklingn- um, að „auk hagnaðarvonarinnar hefur félagið ásamt hluthöfum í Vogun hf. bundið vonir við að Það kostar sitt að framleiða eingöngu vandaðar og góðar matvörur SS hefur alltaf leitast við að svara kröfum neytenda um nýjungar í framleiðslu, úrvinnslu og frágangi SS lærir af dómi neytenda, og breytir eftir honum SS ber virðingu fyrir neytendum . SS lækkar ekki verðlag á framleiðslu sinni, með því að gera minni gæðakröfur: Neytandinn á aðeins skilið það besta, jafnvel þótt það kosti meira Sérþjálfað starfsfólk SS tryggir vönduð vinnubrögð SS treystir gæðaeftirlitið með góðu skipulagi og stjórnun á öllum stigum vinnslunnar SS kappkostar að eiga gott samstarf við bændur og stjórnendur framleiðslubúa SS vill kosta miklu til svo neytendum standi ávallt til boða matvörur í hæsta gæðaflokki á sanngjömu verði Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.