Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 20.12.1984, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 um tíma safnaðist umtalsverð upphæð sem var mikil aðstoð til þessara framkvæmda. Kvenfé- lagskonur kirkjunnar lögðu að mörkum einnig fjármagnsaðstoð, þær hafa með félagsstarfi um dag- ana stuðlað að velferð kirkjunnar á marga lund gegnum árin. Það er mjög einkennandi, hvað konur landsins hafa löngum fórn- að kröftum sínum til þess að vinna að mikilvægum málum safnaða og kirkju. Með þeim hætti hafa þær kveikt ljós á kyndli kristninnar. Kirkja vor er fagurt hús Enn heldur mikilvæg endurnýj- un kirkjunnar áfram. Nýlega var sett nýtt járn á þak hennar, en það hefur ekki verið gert fyrr, síð- an að kirkjan var byggð, þó hefur eðlilegt viðhald farið fram. Nú um þessar mundir hafa verið miklar undirbúningsframkvæmdir á döf- inni til endurbóta á þessu fagra guðshúsi. Hitaveita hefur verið lögð í kirkjuna þá um leið ný hita- lögn, því upphitun hefur farið fram með rafmagni. Einnig hefur verið unnið að undirbúningi vegna einangrunar á lofthvelfingu við þakið innanvert, en það hefur ekki verið gert áður. Ennfremur var teiknað að- komusvæði við aðaldyr kirkjunn- ar, sem verður endurbyggt með hitalögn og munu margir fagna því um vetrartímann. Hafnar- fjarðarsókn telur um sex þúsund sóknarmenn og fer vel á því við tfmamót, að söfnuðurinn fylgist með hvernig tekjum kirkjunnar er ráðstafað en fé hennar er vand- lega gætt og notað til eðlilegra þarfa við endurbætur og forsjá þessari helgu stofnun, svo að hún haldi vöku sinni um tilgang og tign, sem er sómi sóknarinnar og bæjarfélags. Það hefur ávallt verið sjónar- mið sóknarnefndar, að kirkjan njóti virðingar í sinni stílfegurð með helgum áhrifum yfir um- hverfi sínu. Þeir sem hafa kynnst safnaðarlífi er kunnugt um það, að framlag hvers sóknarmanns við starfsháttu kirkjunnar er ljósgjafi Hafnarfjarðarkirkja til framtíðar hennar, þess vegna getur umræða um slíka stofnun verið lífshamingja vorra mann- anna og mjög gjarnan til íhugunar fyrir safnaðarfólk á merkum degi. LokaorÖ á tímamótum Þrátt fyrir það að oft hafi verið talað um deyfð í safnaðarlffi landsmanna, hefur kirkjan með starfi sínu ásamt innri kjarna hennar, ieitast við aö miðla söfn- uði af náðargjöf sinni sem kristin móðir. Hún vill laða og leiða lýð sinn að náðarbrauði, sem hún veitir af móöurkærleik og bendir á um leið birtu hins himneska friðar mannkyninu til handa og heilla. Kirkjunni hefur ávallt tekist að fá menn til fylgis með sér þeir hafa ævinlega leitast við að finna dýrðarljóma og með þeim hætti fundið djúpan frið í frumgróðri Iffsins, þar sem kirkja Krists þró- ar sinn boðskap, sem hún deilir til vor mannanna og veitir friðelsk- andi þjóðum líkn sína. Margir eru þeir sem þrá að krjúpa að þeim fótstalli kirkjunn- ar sem veitir birtu og innri frið í gegnum strauma lífins. Það finna menn við altari hennar, en þar fer fram túlkun á boðum drottins, sem hann veitir oss af náð sinni á kyrrðar stundum. Slikar stundir í kirkjunni skapa andlegan styrk, umburðarlyndi og bróðurlegt sam- starf á öllum sviðum mannlífsins. Á afmælisdegi Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði fagnar söfnuður kirkju sinni á tímamótum. Frá altari hennar eiga margir minnis- stæðar helgar stundir, þar sem safnaðarfólk hefur mótast af lif- andi blessunarorðum, sem lýst hefur þeim um ýmsa vegu. Vegna tímamóta Hafnarfjarð- arkirkju eru hér sendar heillaósk- ir og þess vænst að kirkjan í heild sinni verði ávallt Ijósberi kynslóð- anna eins og Betlehemstjarnan vísar til. Hún er lampi fóta vorra og ljós á vegum vorum, sem okkur syndugum mönnum er mikilsvert að hafa sem leiðarljós á lífsgöng- unni, sem einnig lýsir um friðar- veg og skapar frelsi á vorri kæru fósturjörð. Um þessar mundir er Þjóðkirkj- an f Hafnarfirði prúðbúin til allra athafna og vekur athygli sem fyrr vegna tignar sinnar og frumgerð. Hún stendur nú endurnýjuð úti sem inni, og er safnaðarnefnd til mikils sóma og öllum þeim sem eiga hlut að máli. Um marga áratugi mun kirkjan vera merkasta og tignarlegasta bygging bæjarfélagsins, sem bæj- arbúar veita lotningu og bera virð- ingu fyrir. Þá mun kirkjan ávallt minna á tilgang hennar, með turni sínum og klukknahljóm, sem minnir vegfarendur á helgar tfðir og frið hersveitanna á himni og jörðu. Heill kirkju vorri, lind lífsins! Sóknamefnd á undanförnum árum og nú á tímamótum Hafnar- fjarðarkirkju er skipuð eftirfar- andi mönnum: Ólafur Vigfússon, formaður, Guðmundur Guðgeirs- son, varaformaður, Bjarni Linnet ritari og m eðstjórnendur Sólveig Eyjólfsdóttir og Jóhanna Andr- ésdóttir. SafnaðarfuIItrúi er Ei- rfkur Pálsson lögm. Uudmundur Guögeirsson er hir- skeramcistari í llafnartirði. seld eintök þar séu færri en þau sem fóru til Færeyja. Það væri ennfremur gaman að fá skýringar Jens á þeirri staðreynd, að Æskan býður nú Poppbókina með 30% af- slætti f bókabúðum. Slfk lækkun á verði bóka hefur hingað til undan- tekningarlaust þýtt örvæntingar- fullar tilraunir bókaútgáfa til að losna við bækur sem ekkert selj- ast! Um það er einnig ágreiningur á milli okkar Jens, hvort Eðvarð Ingólfsson hafi misnotað sér að- stöðu sína sem dagskrárgerðar- maður á rás 2 þegar hann tók við- tal við Jens um Poppbókina í þætti sfnum Frístund fyrir ári sfðan. Orðrétt segir Jens: „í þriðja lagi vann Eðvarð Ingólfsson ekki hjá Æskunni, hvorki aðalstarf né hlutastarf, þegar viðtalið fræga var tekið." Samkvæmt upplýsing- um sem ég fékk frá barnablaðinu Æskunni (sama fyrirtæki og bókaútgáfa og verslun með sama nafni) 12. des. sl. hefur Eðvarð Ingólfsson unnið sem blaðamaður þar í u.þ.b. 3 ár. Auk þess má benda á að á sama tíma og bóka- útgáfan Æskan sendi frá sér Poppbókina, þá komu út hjá henni tvær bækur eftir Eðvarð. Séu upp- lýsingar þessar frá Æskunni rétt- ar, þá leikur enginn vafi á því að hún var einn starfsmaður Æsk- unnar að tala við annan slíkan um bók frá útgáfunni. Ef slíkt telst ekki misnotkun á aðstöðu sinni, þá veit ég ekki hvað annað það getur kallast! Jens telur það einnig rangt hjá mér að viðtalið hafi ver- ið langt. Því er til að svara að 4 mfnútur af 60 mfnútna þætti get- ur vart talist annað en nokkuð langt viðtal, þó þar sé ég ekki að halda því fram að viðtalið hafi verið óeðlilega langt. Fjögurra mínútna auglýsing kostar sam- kvæmt auglýsingataxta rásar 2 kr. 28.800 - (240 sek. x 120 kr.). Ef ég réði rfkjum á rás 2, þá væri ég ekki í vafa um að ég myndi krefja stjórnanda þáttarins um þessa upphæð fyrir þessa misnotkun á aðstöðu sinni! Ekki verður svo skilið við Poppb- ókina — í fyrsta sæti, að minnst verði á tvfsögli Jens f henni ann- ars vegar og f Hjáguð hins vegar. Fremst í Poppbókinni segir Jens: „Þessi bók er hvorki fræðiverk af neinu tagi né uppsláttarrit." í Hjá- guð segir hann svo: „Poppbókin ... er hvorttveggja í senn uppslátt- arrit og afþreyingarlesning" (bls. 15). Bókin er semsagt bæði upp- sláttarrit og ekki uppsláttarrit! Það var og! Maður spyr sig hvort til sé heil brú f hugsun þessa manns. Kás 2 Jens Guð gerir fjölmiðlaskoðan- akannanir að umtalsefni. Vitnar hann þar í könnun sem Hag- vangur mun hafa framkvæmt. Um niðurstöður hennar er ekkert nema gott að segja, en heldur þykir mér samanburður Jens á rás 1, sjónvarpi og Morgunblaðinu við rás 2 vera óraunhæfur. Þarna er Jens að tala um rótgróna fjölmiðla sem hafa f tfmans rás fest sig f sessi á meðal þjóðarinnar, en rás 2 hefur aðeins eitt starfsár að baki. Auk þess er rás 2 ekki ætlað að höfða til allra aldurshópa, svo sem eins og hinum nefndu fjölmiðlum er. Ég hygg ennfremur að tölur þær sem Jens leggur fram taki til vikulegrar hlustunar og lesturs, og njóta hinir ríkisfjölmiðlarnir sér- stöðu í þeim efnum hvað varðar fréttir, en það er vart til sá maður sem hlustar ekki a.m.k. einu sinni í viku á þær. Jens segir á einum stað orðrétt í grein sinni: „Gagnrýnin er ekki sett fram af illum hvötum, heldur er henni ætlað að veita rás 2 það aðahald sem henni er nauðsyn- legt.“ Ég veit það vel Jens að veita þarf rás 2 það aðhald sem henni er nauðsynlegt, en málið er það, aö eins og þin gagnrýni er sett fram, þá fær enginn betur séð en hún sé sett fram af illum hvötum, og þar af leiðandi tekur enginn mark á henni. Ég endurtek það að eigi gagnrýni að vera marktæk, þá verður hún að byggjast á rökstuðningi, en ekki meiðyrðum í garð einstakra manna eða órök- studdum dylgjum. Niðurlag Niðurstaða mfn i greininni frá 13. nóv. var sú að blaðið HjáguÖ væri eitthvert versta sorp sem komið hefur á prent á tslandi. Ég er ennþá sannfærðari en áöur um sannleika þessarar fullyrðingar. I rökstuðningi mfnum fyrir þessari skoðun nefndi ég einkum tvö at- riði: annars vegar margumrædda gagnrýni Hjáguðs á rás 2, og hins vegar sorpblaðamennsku sem finna mátti f rfkum mæli f grein- unum um látnu stjörnurnar, Elvis Presley og John Lennon. Það er svolítið merkilegt að Jens skuli ekki minnast á síðartalda atriðið f grein sinni. Kannski hann kunni að skammast sín! Ég vil að lokum þakka Jens þann áhuga sem hann sýnir námi mínu í grein sinni. Ég hyggst að vfsu ekki verða prófessor f við- skiptum, en ætlun mín er að verða í framtíðinni kandidat í fræðun- um. Ef slfkt á að takast er nauð- synlegt að standast prófkröfur, og verð ég þvf að láta þetta verða mín sfðustu orð um Hjáguð f bili, eða a.m.k. fram yfir próf. Eitt að lok- um, ég heitir Eggert og er Jónas- son, ekki Jónsson! Gleðileg jól Jens. Eggert Jónasson er nemi f riöskiptafræði rið Háskóla ts- lands. Æ Terelynebuxur nýkomnar Glæsileg ný sniö, margir litir 2 bakvasar meö hnepptum vasalokum. Verð kr. 1.050,00, kr. 950,00, kr. 920,00, kr. 790,00. Ódýr og vandaður jólafatnaöur f miklu úrvali. Andrés, Skólavöróustíg 22a Verðtryggðar og varanlegar gjafír. Óutndeilanlegar í 250 ár. Konunglega Hverfisgötu 49, símí 13313.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.