Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
Þessi bók lýsir Sölva Helgasyni frá
nýju sjónarhomi og nú loks nýtur hann
sannmælis, snillingurinn misskildi,
Sólon Sókrates Húmbolt Philo-
mates Voltaire Hegel Newton
Beethoven Göthe Spinoza Helga-
fóstri Islandus, eins og hann kallaði
sig stundum. Margar nýjar heimildir
hefur Jón Óskar fundið og komist í
gegn um handrit Sölva, skrifúð með
undursmárri skrift
Bókina prýðir fjöldi litprentaðra
mynda Sölva.
Falleg bók, vegleg gjöf.
Þegar söguhetja þessarar bókar,
Bastían Balthasar Búx, hóf að lesa
Söguna endalausu, fór hann bráðlega
að lifa sig inn í efni hennar og taka þátt
í atburðarásinni. Þessi unglingabók
hrífúr alla með sér og þeir sem lesið
hafa gefa henni ýmsar einkunnir:
„meiriháttar", „geðveik1', „frábær" o.
s. frv., enda margföld verðlaunabók.
Allir unglingar þekkja lagið „The
Neverending Story" en kvikmyndin
sem lagið er úr er einmitt gerð eftir
fyrri helmingi bókarinnar. Myndin
er jólamynd í Bíóhöllinni. Tvímæla-
laust sú bók sem hirtir best í mark hjá
unglingunum fyrir þessi jól.
Þessi bók er sú fyrsta sinnar tegundar
eftir norrænan lækni - höfundurinn er
héraðslæknir í Finnlandi. Bókin skipt-
ist í tvo hluta, í fyrri hlutanum er fjallað
um mál sem menn deila oft um - hin
ýmsu fyrirbæri dulsálarfræðinnar. í
síðari hlutanum er fallegur boðskapur
sem Rauni-Leena Luukanen ritaði með
ósjálfráðri skrift. Þessi boðskapur á
enndi til allra og skiptir þá ekki máli
hverrar trúar menn eru. Þessi bók varð
strax metsölubók í heimalandi höfund-
arins, síðan á hinum Norðurlöndunum
og er nú komin út í íslenskri þýðingu
Bjöms Thors.
ÍSAFOLD
Vandaóar skyrtur
íöllum stæróum
LAUGAVEGI 61-63
SÍMI 14519
Þú svalar lestrarþorf dagsins
Klukkan glymur — af efnahagsvið-
undrum, íslenskum og ísraelskum
— eftir Ama Helgason
Hin mikla Jórvíkurdómkirkja á
Englandi brann illa á síðastliðn-
um vetri þegar eldingu laust niður
í hana. Ekki fylgdi fréttinni hver
urðu afdrif bjöllunnar miklu sem
hér verður gerð að umtalsefni. En
kirkja þessi hefur oftsinnis verið
grátt leikin af eldi og brandi.
» Um miðja síðustu öld kviknaði í
einum af turnum hennar og
hrundu niður klukkurnar sem f
turninum voru. Þá var aflað sam-
skotafjár til kaupa á nýjum klukk-
um, og með svo góðum árangri að
kirkjuhaldarar höfðu nægt fé til
að Iáta smíða eina gríðarstóra níð-
þunga ellefu tonna klukku í stað
hinna sem fóru forgörðum í eldin-
um. En þegar klukkan var komin á
sinn stað í turninum komust þeir
að raun um að ekki færri en 30
menn þurftu að sveifla bjöllunni
til að hún klingdi, en það sem
verra var, klukkan hljómaði ekki
saman með litlu systrum sínum í
öðrum turnum kirkjunnar.
Kirkjuhaldarar dóu ekki ráða-
lausir. Þeir tóku til bragðs að
senda mann upp í turninn þegar
hringja átti klukkunum og skyldi
hann dangla í þá stóru með hamri.
í heilan mannsaldur bifaðist ekki
kólfur klukkunnar en henni hringt
með þessum hætti, þangað til loks
á fjórða áratug líðandi aldar að
þolinmóðustu Jórvikurbúum var
nóg boðið og þótti orðið óbærilegt
að láta þennan falska tón ham-
arshögganna skera í eyru öllu
lengur; var þá klukkan tekin
niður, hún endursmiðuð og gerð
nothæf til síns brúks og boðleg
mannlegu eyra. Upp frá því þótti
hljómur hennar hinn dýpsti og
fegursti allra kirkjuklukkna í allri
Evrópu, og er ekki fleira af þessari
bjöllu að segja.
Undir merkjum hamars-
ins og sverðsins
Heiðurskáboj íslensku flokks-
kirkjunnar fór á dögunum í trú-
boðsferð um Miðjarðarhafsbotn
og gaf þá ísraelskum kollegum
sínum góð ráð um landstjórnar-
list, en þeim hefur gengið harla
brösuglega að finna rétta sam-
hljóma í efnahagslífinu. Var
krómaður amerískur Stanley með
gúmmíhaldi eða venjulegur ís-
lenskur með tréskafti í pússi kú-
rekans? Það er aukaatriði. Hann
er kominn aftur heim í heiðardal-
inn og hamrar ákafar en nokkru
sinni fyrr bjölluna stóru. En þá
herma fregnir frá ísrael að launa-
fólk í landinu muni nú eiga að
gegna veigamiklu hlutverki í leit
ísraelskra kirkjuhaldara að tónin-
um eina og hreina.
Fáum hefur dulist hvernig
sverði síonismans hefur verið
beitt af hörku innan landamæra
sem utan gegn palestínskum
íbúum ríkisins til að gera stór-
veldisdrauma að veruleika. Stríðið
við þessa innbyggja landsins hefur
kostað gífurlega fjárfestingu í
drápstólum og peningarnir til
þeirra nota aðallega verið seiddir
fram með dansi ímyndunarinnar.
Þökk sé ráðagóða íslenska kábojn-
um, — nú getur ísraelska flokks-
kirkjuráðið hætt að þreyja lýjandi
dansinn kringum örverukrónu
þessa hrjáða lands, hinn hríðfall-
andi shekel, en í leiftursókn með
Stanley að vopni eða íslenskan
með tréskafti fjármagnað hasar-
inn undir drungalegum bjöllu-
hljómum gengisfellingar kjara og
raunverulegra stríðsvaxta. Stóri
Káboj í Villta Vestri hefur nú þeg-
ar látið í Ijós velþóknun sína og
lofað hinum óseðjandi vopna-
viðskiptavini sínum heilum millj-
arði dollara sem enn einu framlagi
til baráttunnar.
Á hinn bóginn eru draumar há-
kirkjufeðranna islensku og hvern-
ig þeir hafa ræst í rányrkju til
lands og sjávar, veitingu fallvatna
til Sviss, útflutningi á hugvits-
mönnum, hjákátlegum hallar-
byggingum fyrir betlifé og vaxta-
okur, svo eitthvað sé nefnt, að ekki
sé minnst á drauminn um óend-
anlega víðáttumikla landhelgi.
Ógnþrungin rödd sjóvíkingsins á
alþjóðavettvangi eins og bjöllu-
hljómar hamarshögganna berast
nágrönnunum, Grænlendingum og
Færeyingum, til eyrna:
Vér Icelandic Cowboys höfum
helgað oss alla loðnu innan sem
utan takmarkalausrar landhelgi
vors Kántrís, enda hlutskipti vort
í samfélagi þjóðanna aö varðveita
áratuga gamla sérþekkingu á
meðferð þessa sjávarfangs í vor-
um gömlu góðu ryðguðu síldar-
bræðslum. Dirfist ei að ásælast
vort síli!
ÁRMÚLI 30 - 128 REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 8736
Opið á laugardögum
KONRÁÐ AXELSSON
SKRIFSTOFUVÖRUR
multi
form
ERÉAÐ
VI.VT.VI
Spánnýtt og spennandi spil
sem þjálfar þolinmæðina
ÍNINTAI þýðirþolinmæði á japönsku).
Góða skemmtun
Lampar&glerhf
Suðurgótu 3, Reykjavik
Simi: 91-21830
Hamar úr skíragulli
En Stóri Káboj í Vestrinu er
ekki nógu skilningsríkur i garð ís-
lenzku eftirlíkingarinnar. Eða
hvað eru 20 milljónir dollara fyrir
einn flugskúr annaö en loðnuskít-
ur á priki? — Heimavöllur fisk-
veiðitólanna er nánast þurraus-
inn. Útlenskir sælkerar gína ekki
lengur við lambakjötsvillibráð af
rótnagaða landinu og brátt missir
Mexíkó:
Ammoníak-
gasleki olli
skelfingu
í smábæ
Meiíkibon, 18. deseraber. AP.
4MMONIAKGASLEKI frá gas-
Hutningabíl í Matamoros-bæ í norð-
lustanverðu Mexíkó olli mikilli
ikelfingu meðal bæjarbúa á mánu-
lagskvöld, en embættismenn í lög-
reglu og slökkviliði bæjarins sögðu
ið svo virtist sem fáir hefðu orðið
fyrir alvarlegu heilsutjóni.
Matamoros er rétt handan
landamæranna við Texas, um 1000
km fyrir norðan Mexíkóborg.
Að minnsta kosti einn, maður
sem stjórnaði því þegar gasið var
flutt úr gasflutningabílnum yfir á
járnbrautarvagn, hlaut skaða af,
en ekki er vitað hversu alvarlegan,
að sögn Miguel Machuca, vakt-
stjóra hjá slökkviliði staðarins.
Kvað hann manninn hafa verið
meðvitundarlausan þegar sjúkra-
bíll kom á vettvang.
Machuca sagði í símaviðtali, að
margir hefðu verið sendir á
sjúkrahús, en flestir hefðu fengið
að fara heim að lokinni meðferð
og sumir hefðu aðeins gengist
undir skoðun. Engar opinberar
tölur lágu fyrir um hversu margir
hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús
eða orðið að fá læknismeðferð.