Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 81
Margar dásamlegar minningar
eigum við hjónin úr návist og
faðmi þessarar góðu fjölskyldu.
Ógleymanlegar stundir á þeirra
friðsæla og elskulega heimili.
Selma sat oft við hljóðfærið og
spilaði, húsbóndinn ræddi gjarnan
pólitík á hógværan hátt. Og þó oft
væru 12—15 manns í heimili,
heyrðist ekki hávaði, meira að
segja smábörnin skynjuðu ró um-
hverfisins. Seint verður þökkuð sú
umhyggja sem læknirinn Jón
sýndi foreldrum sínum og bróður,
sem öll hafa kvatt þennan heim
frá þessu húsi. Alltaf boðinn og
búinn að koma til að líkna, hvort
sem var að nóttu eða degi.
Öll börnin þeirra, tengdabörnin
og seinna barnabörnin urðu vinir
okkar. Það er hægt að segja með
sanni að þessi stóri barnahópur
hafi fengið mannkosti foreldra
sinna í vöggugjöf. Allt heilbrigt,
mannvænlegt fólk og með þessa
elskulegu hógværð sem einkenndi
foreldrana.
Selma hét fullu nafni Cecilía
María Kaldalóns en var alltaf
kölluð Selma. Tónlistargáfur erfði
hún í ríkum mæli frá föður sínum,
og var óspör á að leyfa öðrum að
njóta. Hún samdi undur ljúf lög,
oft við Ijóð eiginmanns síns.
Myndirnar sem hún málaði voru
ljúfar. Allt sem þessi kona gerði
og sagði var ljúft, enda var hún
ljúflingur. Hún reisti margar
skýjaborgir, ósjálfrátt hreifst
maður með frá raunveruleikanum
og grárri flatneskjunni. Mér
fannst alltaf þetta vera hennar
vörn ef eitthvað hafði farið úr-
skeiðis. Hún leysti sín vandamál
með því að komast á æðra plan, og
greip þá gjarnan í hljóðfærið.
Nú er „Harpan" hljóðnuð.
Selma mín er búin að spila sinn
„svanasöng" í þessu lífi.
Ég er forsjóninni þakklát fyrir
að hafa eignast þessa fjölskyldu
að vinum og grönnum. Það var
höggvið nærri okkar fjölskyldu við
andlát Selmu. í dag hugsum við til
þeirra sem mest hafa misst. í
þakklátum huga eru geymdar
margar minningar sem verða
mega til huggunar, fagrar og
bjartar.
Sigríður G. Johnson
Þegar okkur verður hugsað til
Selmu, og hún hefur varla horfið
úr huga okkar þessa daga, síðan
hún svo skyndilega var köíluð burt
úr þessum heimi, má segja að
tómið hafi yfirgnæft allt annað.
Hún sem átti í ríkum mæli svo
mikið af gleði, hlýju og lífsorku.
En enginn veit sína ævina fyrr en
öll er, það eru vissulega orð að
sönnu. Allt í einu er hún horfin, og
» við stöndum eftir og spyrjum í
vanmætti okkar: Hvers vegna
hún? Hún sem var svo mikill
gleðigjafi og umvafði alla, sem
komu í nálægð hennar hlýju og
ástúð.
Rödd hennar, er við áttum með
henni gleðistund þ. 29. nóv. sl.,
hljómar enn í eyrum og mun lengi
gera: „Næst komið þið til mín, á
3ja í jólum." En það fór á annan
veg.
Það var gott að vera í návist
Selmu, hún var góð vinkona, sem
gaman var að ræða við um hin
daglegu vandamál tilverunnar,
brotsjóa lífsins jafnt sem heill-
andi sólskinsdaga — börnin og
barnabörnin og gildi góðrar vin-
áttu. Og svo lék hún svo létt og
lipurt lögin sín, og lögin hans
pabba síns, allt eftir því sem við
báðum hana. Og glettnin í augun-
um, þegar hún sagði: „Ég geri
bara það, sem þið biðjið um.“
Alltaf var hún reiðubúin að
rétta hjálparhönd, óspör og
ósérhlífin lék hún fyrir gamla og
sjúka til að létta þeim í geði. Það
var gaman að biðja hana, það var
svo auðfundið, að hún hafði yndi
af að gleðja aðra.
Selma skilur eftir sig mikið sól-
skin í huga þeirra sem kynntust
henni. Það kom fljótt í ljós við
kynni okkar þriggja að samhugur-
inn var það sterkur, að þar vinnur
enginn dauði á.
Að hafa kynnst henni og átt
hana að vini dreifir öllum sorg-
arskýjum. Semla lifir — minning-
in um hana yljar — hún heldur
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
áfram aö brosa sínu heillandi
brosi, og verður áfram gleðigjafi.
Með þakklátum huga minnumst
við hennar, og biðjum algóðan
Guð að blessa hana og ástvini
hennar, sem nú verða að sjá á bak
elskaðri eiginkonu, móður og
ömmu. Blessuð sé minning henn-
ar.
Sigrún Ragnarsdóttir,
Hrefna Tynes.
„Hví er einn dagur öðrum ólík-
ur, þar eð sólin er ljósgjafi dag-
anna árið allt? Vizka Guðs veldur
mun þeirra.“ Þannig er spurt í
Síraksbók og þannig er þar svar-
að. Svarið er altækt og endanlegt,
en þegar við veltum spurningunni
fyrir okkur, kemur ótal margt í
hugann, sem Guð hefur svo úr
garði gert, að það veldur mun dag-
anna. Eitt af því, sem í hugann
kemur, er að stundum hittum við
fyrir aðra menn, sem með sér bera
dagamun inn í líf okkar. Mér virð-
ist jafnvel að til séu þeir einstakl-
ingar, sem aldrei tjá manni
hversdagsleikann hvort sem þeir
nú upplifa hann nokkurn tímann
sjálfir. Hvort það er vitum við
ekki. Það er hinn heillandi leynd-
ardómur við slíkt fólk.
Þessir hlutir koma mér í hug, er
ég spyr andlát frú Selmu Kalda-
lóns. Mér er enn í minni sá
bernskudagur er ég hitti hana
fyrst, og marga daga man ég, sem
hún gerði öðrum ólíka með nær-
veru sinni og list. Ég veit, að þeir
sem þekktu Selmu minnist hennar
nokkuð á þessa leið. Dagurinn sem
hún er kvödd af þessum heimi er
okkur því mörgum ólíkur öðrum
dögum. Það er sorgardagur, sem
vekur þó með okkur óvenjuleg
íhugunarefni.
Selma Kaldalóns fæddist í Ár-
múla við ísafjarðardjúp þann 27.
desember 1919. Hún var yngst af
þremur börnum er upp komust
þeirra hjóna Sigvalda Kaldalóns
og Karenar Margarethe, sem fædd
var Mengele-Thomsen. Ölst Selma
upp með foreldrum sínum. Barn-
ung fluttist hún með þeim til Flat-
eyjar á Breiðafirði og þaðan til
Reykjavíkur og loks til Grindavík-
ur. Áf því merka heimili fara
kunnar sögur, sem hér munu ekki
raktar. Á unglingsaldri nam
Selma eitt ár við Tónlistarskólann
í Reykjavík og annað ár var hún í
píanónámi hjá Elsu Stender. Ann-
ars nam hún tónlist af föður sín-
um, hina kunna tónskáldi. Á
heimili hans skipaði tónlistin
ávallt ótvírætt öndvegi, og áttu
þau Selma náið samfélag um þá
hluti.
7. maí 1944 giftist Selma Jóni
Gunnlaugssyni lækni. Hann var
þá enn við nám og stofnuðu þau
heimili í Reykjavík. Árið 1947
varð Jón héraðslæknir á Reykhól-
um. Þar kvað þegar að Selmu á
sviði menningar og tónlistarmála,
en á þeim tíma var fágætlega
skipað listamönnum og listvinum í
þeirri sveit. 1953 fluttust þau hjón
að Selfossi, þar sem Jón stundaði
læknisþjónustu til 1964, að hann
fluttist vestur á Seltjarnarnes.
Þar hafa þau átt heima síðan.
Börn þeirra Jóns og Selmu eru níu
talsins. Karen Oktavía er gift
Henrik Friis og búsett í Noregi.
Þorbjörg býr í Kanada, gift
Edward Balys. Elsa gift Árna
Ólafssyni býr í Noregi. Sólveig er
gift Helga Grane Madsen og bú-
sett í Danmörku. Gunnlaugur
Andreas er kvæntur Guðrúnu
Brynleifsdóttur og er við nám í
Svíþjóð. Sigvaldi, kvæntur Helgu
Kristinsdóttur, er búsettur á ísa-
firði. Margrét, Þórhallur og Egg-
ert Stefán eru öll búsett í Reykja-
vík. Barnabarna þeirra hjóna, Jón
Stephenson, hefur alist upp hjá
þeim og er enn á heimjli þeirra.
Bak við slíka upptalningu býr
mikil saga. Jón hefur ávallt verið
mikill starfsmaður og atorkusam-
ur, bæði við skyldustörf sín og í
félagsmálastörfum. Heimilið hef-
ur alltaf verið stórt og aldrei
minna en barnafjöldinn gefur til-
efni til að ætla. Það hefur ávallt
verið opið heimili og unlsvifamik-
ið. Þar dvaldi móðir Selmu oft, og
þar var kær hvíldarstaður elli-
móðum föðurbróður, Eggert Stef-
ánssyni söngvara, og þannig
mætti lengi telja. Þar var gestum
fagnað og þar áttu börnin ávallt
öruggt skjól, sem og hefur orðið
raunin á um tengdabörn og barna-
börn. Mikið starf er þar að baki og
þess minnist nú fjölskylda Selmu
og vinir af þökk og djúpum sökn-
uði.
Selmu Kaldalóns mun þó verða
minnst fyrir fleira. Eins og fyrr er
getið, ólst hún upp við tónlistar-
iðkun, og tónlistin varð þannig
hluti af henni, að aldrei leið það
viðfangsefni hennar fyllilega úr
huga. Alla tíð iðkaði hún tónlist
og ekki hafa kynni manns af
Selmu orðið veruleg ef hann aldrei
heyrði hana spila á píanóið. Mitt í
erii daganna hvarf Selma inn í
heim lifandi tóna. Þess vegna
nefni ég þá tóna lifandi, að í pí-
anóleik sínum átti hún sinn ein-
staka stíl, sem gaf því öllu sér-
staka merkingu. Leikur hennar
var ávallt persónuleg tjáning og
lifandi leikur við fegurðina. Oft
lék Selma lög föður síns, og
minnisstætt er að heyra hana
leika þessi alkunnu lög og hvernig
hún tjáði þau sum öðru vísi en
algengt er að gera. Þá grunaði
mann óneitanlega að þannig hefði
hann tjáð þau og heyrt þau innri
heyrn. Selma lagði mikla rækt við
minningu föður síns. Stuðlaði hún
með manni sínum að útgáfu verka
Sigvalda. Sjálf samdi Selma söng-
lög, sem sum eru þegar kunn. í
fyrra kom út sönglagahefti með
lögum eftir hana. Á seinni árum
kom Selma nokkuð fram opinber-
lega með þekktum söngvurum, og
vakti það verðskuldaða athygli.
Síðstu tónleikar hennar voru
haldnir í Selfosskirkju 26. ágúst
síðastliðinn. Hún hafði þá fengið
til liðs við sig nokkra landskunna
listamenn til að flytja Kaldalóns-
tónleika. Ágóði þeirra var gefinn
kirkjunni. Það var eftirminnileg
stund og gerð hennar gagnvart
kirkjunni í samræmi við það per-
sónulega örlæti, sem við minn-
umst í fari hennar.
Þannig minnumst við nú mik-
ilhæfrar iistakonu um leið og mik-
ilvirk húsmóðir er kvödd. Selma
Kaldalóns var þrekmikil mann-
eskja til líkama og sálar. Hún var
aldrei venjuleg, aldrei hversdags-
leg. Með henni bjó hæfileikinn til
að skynja hið ævintýralega í tii-
verunni. Hún var áræðin og aldrei
beygð af samanburði við annað
fólk. t brjósti bar hún heilbrigðan
metnað sín vegna og sinna og
hafði ávallt eitthvað á prjónunum,
sem til gagns eða gamans mætti
verða fyrir hana og aðra. Stundum
kom Selma fólki á óvart í því
hvernig hún hagaði hlutunum, en
það skapaði ekki óöryggi í kring-
um hana, því það þekktu þeir sem
nærri stóðu, að með henni bjó
mikil staðfesta og skapfesta, og
óeigingjörn var hún og yfirgaf
aldrei það sem hún hafði að sér
tekið. Selma var mikill vinur vina
sinna og trygg í lund um leið og
hún gat ávallt mætt nýju fólki
með opnum huga.
Trúlega átti þessi kona oft við
innri andstæður að stríða í skapi
sínu. Hún var skapmikil og kapp-
söm við það sem áhuginn beindist
að. En svo stillti hún skap sitt, en
óhætt er að segja um hana að hún
hafi í mótlætinu verið föst fyrir en
í gleði sinni stillt. Ekki tjáði
Selma sig gjarnan um tilfinningar
sínar og innstu hugsanir nema í
tónum. Eitt sinn sagði hún við
vinkonu sína á Selfossi: „Hvernig
fyndist þér ef það væru engin jól?“
Þetta var rétt fyrir jólin. Ekki
kann ég að rekja samtal þeirra
allt, en þeim kom saman um að
jólin væru þeim báðum ómissandi
andleg uppbygging og hressing.
Jólin gegna miklu hlutverki í trú-
arlífi barna. Hvergi finnst fegurra
jólahald en í opnu hjarta barnsins.
Hvað sem trú hennar leið, þá hefði
Selma Kaldalóns aldrei rengt
slíka fegurð um neitt. Öll viðhorf
hennar til lífsins og þanki hennar
um trúna og hin hinztu rök sveigð-
ist þannig eins og sjálfkrafa undir
inngróna köllun hennar til að leita
ávallt i átt til hins góða, fagra og
fullkomna.
Það er lærdómsríkt að minnast
konu sem þessarar, því að þegar
allt kemur saman i huga manns,
þá er það í aðra röndina eins og
leyndardómsfullt ævintýri. Slík
kynni eru þakkarefni. Ég vil í dag
þakka þau um leið og ég votta Jóni
og fjölskyldu hans samúð mína og
fjölskyldu minnar og þá einnig
foreldra minna Stefaníu og Sig-
urðar Pálssonar, sem eiga langra
kynna og mikilla tryggða að minn-
ast. Góðum Guði þökkum við líf og
starf þessara ágætu konu. Guði
séu þakkir fyrir það, að ekki eru
allir dagar eins og ekki allir menn
í sama mót steyptir.
Sigurður Sigurðarsson,
Selfossi.
Kveðja frá Soroptimistaklúbbi
Seltjarnarness
Stundum erum við svo gæfusöm
að kynnast og eignast vináttu
81
þeirra einstaklinga, sem eru svo
búnir mannkostum og göfuglyndi,
að helzt má hugsa sér hinn tákn-
ræna ljósbera. Því varð skamm-
degismyrkrið skyndilega svo
ógnþrungið er við fréttum að
Selma Kaldalóns væri dáin, horfin
vinum og vandamönnum eins og
jólaljósið væri slökkt fyrirvara-
laust.
Mánudaginn 10. desember sat ég
við rúmstokkinn hennar og naut
samvista við hana, þar sem stórir
draumar voru ræddir um óunnin
verkefni og hvernig hún skyldi
sem bezt einbeita sér öðrum til
blessunar og gleði. Á meðan ég sat
hjá henni kom blómasending frá
systrum hennar í Soroptimista-
klúbbi Seltjarnarness. Augu henn-
ar, svo hlý og björt, geisluðu og
brosið hennar ljómaði er hún
sendi kveðjur sínar á jólafundinn
okkar, þar sem hennar var inni-
lega saknað þá um kvöldið.
f afmælisriti Soroptimistasam-
bands fslands 1984 er þýðing
Kristínar Snæholm Hansen á ljóði
D.V. Kissinger svohljóðandi:
Ef gæti ég annars þjónað þorf,
ef gæti ég stutt minn vinn við störf,
ef gæti ég minnkað manna kvöl,
með þeim deilt, sem á ég völ,
þá myndi ég sanna gleði finna
í slíkri framkvæmd verka minna,
og ég mun skilja því mig þyrsti,
í það, að vera soroptimisti.
Ef hlýtt ég gæti frelsisköllum,
fús að sýna vinsemd öllum,
og eiga kærleik eigin landi,
öðrum þjóðum vinabandi,
tryggu tengjast alheim í.
Fyndi ég þá hve fagurt er,
fyrst soroptimista nafn ég ber.
Ef allt hið bezta vernda ég vildi,
veita smáum kjark sem skyldi,
ef heimilið ég hefði kært,
hjartans þakkir drottni fært.
Tilgang lífsins þá ég þekkti,
það mér skilning meiri vekti,
þess í auðmýkt þá mig fýsti,
fá æ að vera soroptimisti.
Selma var sannur soroptimisti
og ég get aldrei þakkað sem ég
vildi þau áhrif sem hún hafði á, að
ég fékk að gerast meðlimur.
Það er svo margt fallegt, sem
minningar um Selmu kalla fram í
hugan, er við kveðjum hana, því
allt sem hún snerti, hugsaði um og
skapaði var lofgjörð til fegurðar
og göfgi. Aldrei heyrðist Selma
segja styggðaryrði eða hnjóða í
nokkurn mann. Þess vegna veit ég,
að þótt fyrstu viðbrögð við and-
látsfregn hennar væru lamandi
tilfinningar, slökknuð birta og »
horfinn ylur, þá mun minning
hennar lifa og lýsa okkum öllum,
ástvinum, félögum og vinum, nær
og fjær, hvar sem leið hennar lá.
Góðu guð styrki eftirlifandi
mann hennar, sem var henni svo
óendanlega kær og mikils virði, og
alla hennar stóru fjölskyldu.
Við systur í Soroptimistaklúbbi
Seltjarnarness drúpum höfði í
söknuði, virðingu og þakklæti.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi,
HELGI SIGUROUR EGGERTSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. desember
kl. 13.30.
Jóhann Helgason, Ellen Marie Sveins,
Eírikur Helgason, Olaffa Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR ÁSGEIR GUDMUNDSSON.
málarameístari,
isafiröi,
sem andaöist 15. desember veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju
föstudaginn 21. desember kl. 14.00.
Anna Hjartardóttir, Margrót Pétursdóttir,
Hjörtur Arnar Sigurösson,
Pétur Sigurgeir Sigurösson, Kristin Böövarsdóttir,
Gunnar Þór Sigurósson og sonarsonur.
t
Móöir min, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu laugardaginn 22. desember
kl. 10.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Vilberg S. Helgason, Margrét N. Guöjónsdóttir,
Elsa K. Vilbergsdóttir, Sveinn Már Gunnarsson,
Guójón S. Vilbergsson, Ásrún Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir og tengdafaöir,
ÞORSTEINN PJETURSSON,
Akurgeröi 39,
fyrrum starfsmaóur Fulltrúaráös verkalýösfélaganna i Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. desember kl.
13.30.
Guömunda Lilja Ólafsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson, Vilhelmina Þorsteinsdóttir,
Guðriöur Þorsteinsdóttir, Stefán Reynir Kristinsson,
Helga Karlsdóttir, Gunnar Ingimarsson.