Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Nýr bankastjóri í Seðlabankann BANKARAÐ Seðlabankans mun vKntanlega í dag gera tillögu til bankamálaráðherra um eftirmann (•uðmundar Hjartarsonar, Seðla- bankastjóra, sem lætur af störfum nú um áramótin. Samkvæmt upplýs- ingum Mbl. hefur það verið rætt í ríkisstjórnarflokkunum, að Tómas Árnason, alþingismaður og fráfar- andi forstjóri Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, taki við af Guðmundi Hjartarsyni. Stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun, að leggja til við ríkisstjórnina að Gunnlaugur M. Sigmundsson, 36 ára deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, verði forstjóri í stað Tómasar frá og með 1. janúar 1985. Blaðamaður Mbl. spurði Tómas í gær hvað tæki við hjá honum er hann léti af störfum í Fram- kvæmdastofnun ríkisins. „Það er óákveðið," svaraði Tómas, „en ég er alþingismaður og það er ærið starf út af fyrir sig.“ — Hvers vegna lætur þú af störfum í Framkvæmdastofnun? „Það er af sérstökum ástæðum.“ — Verður þú Seðlabankastjóri í stað Guðmundar Hjartarsonar? „Það veit enginn nema ráð- herra, þú verður að spyrja ráð- herra bankamála um það,“ sagði Tómas Árnason. Matthías Á. Mathiesen, banka- mála- og viðskiptaráðherra, sagð- ist hafa óskað eftir tillögum um stöðu Seðlabankastjóra frá banka- ráðinu. Fyrr en sú tillaga lægi fyrir gæti hann ekkert sagt um málið. Kosið í bankaráð eft- ir átök í flokkunum SAMKOMULAG náðist milli stjórn- arflokkanna um að bjóða fram sam- eiginlega til kosninga í bankaráð ríkisbankanna, sem stóð til að færi fram á Alþingi seint í gærkvöldi. Áð- ur hafði Alþýðuflokkur gert Sjálf- stæðisflokki tilboð, sem hefði getað orðið til þess að sjálfstæðismenn fengju tvo menn í hvert hinna fjög- urra bankaráða, en framsókn aðeins einn í hvert þeirra. Samkomulag stjórnarflokkanna byggist á því, að framsókn fær tvo menn í bankaráð Seðlabankans. Framsókn á aðeins einn fulltrúa í hinum bankaráðun- um, en Sjálfstæðisflokkur tvo í hverju þeirra. Alþýðuflokkur fær einn fulltrúa í þrjú bankaráð, önnur en Seðlabankaráðið. Eftir að ljóst varð, að Kvenna- listi og Bandalag jafnaðarmanna ætluðu að sitja hjá við kjör í bankaráð komu alþýðuflokksmenn að máli við forustumenn Sjálf- stæðisflokks og gerðu þeim tilboð. Vegna veikrar stöðu Alþýðu- flokksins á þingi eiga þeir einir sér ekki möguleika á neinum manni í bankaráðin og bentu því á, að með því fyrirkomulagi yrðu alþýðubandalagsmenn með odda- menn í öllum bankaráðunum, en þeir eru öruggir einir sér með 10 þingmenn að baki að fá einn mann í hvert ráðanna. Þegar sjálfstæð- ismenn tóku jákvætt í tilboð Al- þýðuflokksins tilkynntu alþýðu- flokksmenn, að þeir hygðust ná samkomulagi við Alþýðubanda- lagið um að bjóða fram sameigin- lega með þeim. Fólitískt jafnvægi Við ofangreinda stöðu var stjórnarandstaðan komin með 16 manna lista, Sjálfstæðisflokkur á 22 þingmenn en framsókn aðeins 14. Ef Sjálfstæðisflokkur hefði staðið einn að kosningunum hefði MorgunblaSið/Ól.K.M. Forsetaskipti í borgarstjórn hann með þessu móti getað náð tveimur mönnum í hvert banka- ráðanna, en framsókn aðeins ein- um. Stjórnarandstaðan hefði verið örugg um tvo í hvert ráð, þá vænt- anlega einn frá hvorum flokki. Framsóknarmenn lögðu við þessi tíðindi mjög mikla áherslu á að bjóða fram sameiginlega með sjálfstæðismönnum og höfðuðu m.a. til stjórnarsamstarfsins og að því gæti orðið hætt, ef ekki næðist samstaða. Samkomulag náðist í máli þessu í gær á þá lund, sem að ofan grein- ir. Sjálfstæðismenn gerðu kröfu um, að Alþýðuflokkurinn fengi einn mann í hvert bankaráð, nema Seðlabankann, og að framsókn fengi þess í stað tvo menn í Seöla- bankaráð. Samkvæmt heimildum Mbl. telja sjálfstæðismenn að með þessu sé dágott pólitískt jafnvægi í bankaráðum viðskiptabankanna og að bankaráð Seðlabankans skipti ekki sköpum, því þeirra maður í stóli viðskiptaráðherra sé þar allsráðandi. Viðskiptaráð- herra skipar til dæmis banka- stjóra Seðlabankans, sem banka- ráðin gera aftur á móti í við- skiptabönkunum. Samkomulag náöist einnig milli stjórnarflokkanna um að fram- sókn fái formennsku í bankaráði Búnaðarbankans, en sjálfstæð- ismenn í hinum ráðunum þremur. Af breytingum flokkanna, sem Mbl. náði fréttum af seint í gærkvöldi, áður en til kosninga kom, má nefna, að Ingi R. Helga- son hættir setu í bankaráði Seðla- bankans fyrir Alþýðubandalagið. Við stöðu hans tekur Þröstur Ólafsson. Halldór Blöndal Sjálf- stæðisflokki tekur sæti í Búnaðar- banka fyrir séra Gunnar Gíslason. Valdimar Indriðason og Kristmar Karlsson tekur sæti Alberts Guð- mundssonar og Guðmundar Karlssonar í Útvegsbanka. FUNDUR borgarstjórnar Reykja- víkur í gær var síðasti fundurinn sem Markús Örn Antonsson stýrði sem forseti borgarstjórnar, en hann tekur sem kunnugt er við starfl útvarpsstjóra um næstu ára- móL Páll Gíslason læknir tekur þá við embætti forseta borgarstjórn- ar, en hann hefur verið borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum innan flokks- ins og utan. Markús Örn Antonsson hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík síðan árið 1970 og tók hann við embætti forseta borgarstjórnar vorið 1983, er Albert Guðmundsson, þáverandi forseti borgarstjórnar tók við embætti fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Morgun- blaðsins, Ólafur K. Magnússon, af Páli Gislasyni og Markúsi Erni Antonssyni á borgarstjórn- arfundinum í gær. Listasafn alþýðu: Matsmenn meta teikn- ingu Muggs SÉRFRÓÐIR matsmenn verða kvaddir til að meta verðgildi teikn- ingarinnar eftir Mugg, sem stolið var af yflrlitssýningu í Listasafni al- þýðu fyrir réttri viku og síðan eyði- lögð, að því er Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður safnsins, sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær. „Ég geri mér vonir um að matsmennirnir tveir Ijúki verki sínu strax eftir ára- mótin,“ sagði Þorsteinn. Ein heildartrygging náði yfir allar myndir á sýningunni en eins og oft er á slíkum sýningum hafði ekki verið sett ákveðið verðmæti á hverja einstaka mynd. „Nokkrar myndir eru tryggðar fyrir ákveðna upphæð, nefnilega þá, sem eigendur hafa gefið upp sem verðmæti," sagði Þorsteinn. „Mat- ið á teikningunni verður miðað við það verð, sem við þekkjum. Til að geta metið þessa einstöku mynd verður að meta allar myndirnar á sýningunni. Myndir Muggs hafa lítið verið hér á markaði en þegar það hefur gerst að undanförnu hafa þær verið seldar fyrir mjög hátt verð.“ Þorsteinn Jónsson sagði að í framhaldi af þjófnaðinum hefðu í stjórn safnsins farið fram ítarleg- ar umræður um varúðarráðstaf- anir, svo slíkir hörmungaratburð- ir endurtækju sig ekki. „Það verða örugglega gripið til einhverra ráð- stafana af okkar hálfu, bæði hér í safninu og á þeim vinnustaða- sýningum, sem við höfum staðið fyrir,“ sagði hann. Fjárfestingafélag íslands: Stofnar fyrsta verð- bréfasjóð á íslandi Fjárfestingafélag íslands hf. hefur ákveóið að beita sér fyrir stofnun verðbréfasjóðs, sem er hinn fyrsti sinnar tegundar á íslandi. Hliðstæð- ir sjóðir hafa verið starfræktir um árabil í Bandaríkjunum, á Bretlandi og í Danmörku og nefnast þar „Mutual Funds“, „Unit Trusts" og „Investerings Foreninger". Tilgang- ur verðbréfasjóðsins er að safna áskriftum og framlögum með útgáfu hluta- og skuldabréfa. Andvirði þeirra verður ávaxtað með kaupum á verðbréfum. Fjárfestingafélagið hefur látið hanna tölvuforrit, sem gerir kleift að birta daglegan gengisútreikning á verðbréfaeign sjóðsins. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá stjórn Fjár- festingafélagsins um stofnun verð- bréfasjóðsins: Stjórn Fjárfestingafélags ís- lands hf. hefur ákveðið að beita sér fyrir stofnun fyrsta verðbréfa- Hróplegt óréttlæti fólgið í lífeyrismálum — segir Guðjón A. Kristjánsson, en kröfur formanna voru lagðar fram í gær Guðión A, Kristjánsson, formað- FARMANNA- og flskmannasamband íslands lagði í gær fram kröfur sínar vegna fyrirliggjandi kjarasamninga. Meginatriði í kröfum sambandsins eru úrbætur í lífeyris- og trygginga- málum, afnám kostnaðarhlutdeildar utan skipta og tvöflilduM kauptrygg- ingar og fastra launa á stórura togur- um. Afnám kostnaðarhlutdeildarinnar miðað við stöðuna 1976 þýðir um 9% hækkun launa sjómanna. Samningar allra félaga sjómanna, bæði undirmanna og yfirmanna eru lausir um áramót og flest aðildar- félög Sjómannasambandsins hafa ennfremur aflað sér verkfallsheim- ildar, en kröfur þess eru mjög svip- aðar kröfum FFÍ. Mörg aðildarfélög Farmanna- og fiskimannasam- bandsins hafa einnig aflað sér verk- fallsheimildar eða eru að því um þessar mundir. Þá má geta þess, að nú stendur yfir allsherjar atkvæða- greiðsla hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur um verkfallsheimild. Stendur atkvæðagreiðslan til 7. jan- úar næstkomandi. 11 ói ur FFI, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hróplegt óréttlæti væri fólgið í lífeyris- og tryggingamálum sjómanna. Eins og staðan væri nú, væru þess dæmi að mánaðarlegur lífeyrir sjómanna væri aðeins 1.100 krónur. Leiðrétting þessara mála væri því eitt af brýnustu verkefnun- um auk þess, að fá aftur til baka eðlilegan hlut þess fiskverðs, sem tekið væri utan skipta. Þá væri ennfremur nauðsyn hækkunar tekjutryggingar og fastakaups. sjóðsins á íslandi og mun stofnun hans fara fram fyrir nk. áramót. Sjóður þessi mun þjóna og vera opinn almenningi, sem njóta mun alls hagnaðar af starfsemi hans. Tilgangur sjóðsins er að safna áskriftum og framlögum með út- gáfu hluta- og skuldabréfa, sem fara mun fram fljótlega eftir ára- mót. Fé sjóðsins mun verða ávaxt- að eins vel og kostur er með kaup- um á traustum og auðseljanlegum verðbréfum á hinum frjáísa mark- aði. Mikilvægur þáttur í starfsem- inni verður áhættudreifing, sem felst í því að valin eru saman verð- bréf, sem dregið geta úr heildar- áhættu sjóðsins, þannig að fjár- festingum sjóðsins verður dreift á mörg verðbréf (skuldara og trygg- ingar). Varsla sjóðsins verður í höndum færustu sérfræðinga, sem munu nýta sérþekkingu sína og yfirsýn við innkaup og umsýslu fjármuna sjóðsins. Þess er vænst, að Fjárfestinga- félagi íslands hf. verði falin umsjá sjóðsins, en starfsmenn félagsins, sem menntaðir eru í fjármálum í N-Ameríku, hafa á undanförnum árum kynnt sér rækilega starf- semi hliðstæðra sjóða í Bandaríkj- unum, á Bretlandi og í Danmörku, þ.e. „Mutual Funds", „Unit- Trusts" og „Investerings Foren- inger", en félagið hefur jafnframt á sl. 15 mánuðum látið hanna öfl- ugt tölvuforrit, sem gerir fjárfest- ingastjórnun verðbréfasjóða sem markvissasta m.a. með daglegum gengisútreikningi alls verðbréfa- lagers sjóðsins. Stjórn Fjárfestingafélags ís- lands hf. telur, að með starfrækslu sjóðs sem þessa, sé hægt að stuðla að eftirfarandi þróun á fjár- magnsmarkaðinum hér á landi: 1. Fjölga tegundum verðbréfa á markaðinum, s.s. með nýjum, traustum og auðskildum verð- bréfum og gera þannig öllum þorra landsmanna kleift að stunda verðbréfaviðskipti. Gengi útgefinna skuldabréfa sjóðsins mun verða reiknað út og birt reglulega. 2. Að hér geti komist á sem fyrst regluleg skráning á verði hluta- bréfa, sem er forsenda þess að koma upp virkum hlutabréfa- markaði hér á landi. Slíkur hlutabréfamarkaður getur opnað vænlegum atvinnunýj- ungum framtíðarinnar leið inn á fjármagnsmarkaðinn og stuðlað þannig að bættum kjör- um landsmanna. Stjórn Fjárfestingafélags ís- lands hf. væntir þess, að stofnun þessa verðbréfasjóðs geti stuðlað að nauðsynlegum breytingum á skattalögum og lagaákvæðum og ákvörðunum um vexti, svo að verðbréfamarkaðurinn geti þjónað atvinnulífinu með hliðsjón af þeirri nýsköpun atvinnulífsins, sem nauðsynleg er á næstu árum. Þess er vænst, að umræddur verðbréfasjóður nái því á árinu 1985 að uppfylla skilyrði ríkis- skattstjóra um frádráttarbærni hlutabréfakaupa frá skattskyldum tekjum manna. Reykjavík, 20. desember, 1984, Stjórn Fjárfestingafélags fsl. hf. Karl vann KARL Þorsteins vann skák sína í fyrstu umferð Evrópumóts ungling* í skák í Groningen í Hoilandi í g*r. Karl hafði hvítt gegn Freddy Berent frá Luxemborg og vann skákina í 4° leikjum. Karl er stigahæstur 32 keppenda, en nokkrir skákmenn eru aðeins 10—20 stigum lægri en hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.