Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 14% hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar: Skuldir hafa hækkað um 2,5 milljarða vegna gengissigs og gengisfellingar GJALDSKRÁ Landsvirkjunar hækkar um 14% frá og með 1. janú- ar næstkomandi. Með hækkuninni er ætlunin að ná hallalausum rekstri fyrirtækisins, eins og fram kemur í eftirfarandi fréttatilkynningu, em barst Mbl. í gær: „Síðasta gengisfelling og nýgerðir kjarasamningar hafa gjörbreytt forsendum rekstrar- áætlunar Landsvirkjunar fyrir ár- ið 1985 þannig að óhjákvæmilegt er að hækka gjaldskrá almenn- ingsveitna um næstu áramót. Þannig hafa skuldir Landsvirkj- unar hækkað um alls 2,5 milljarða króna vegna gengissigs frá 30. september sl. og gengisfellingar- innar hinn 20. nóvember sl. Hækka vextir og afskriftir af þessum sökum um 390 m.kr. á ár- inu 1985. Hér er því um að ræða verulega hækkun á rekstrargjöld- um Landsvirkjunar, enda nemur fjármagnskostnaður um 85% af rekstrarkostnaði fyrirtækisins. Miðað við óbreytta kjarasamninga og gengisforsendur hefði hins veg- ar verið unnt að ná hallalausum rekstri árið 1985 þrátt fyrir 10% verðbólgu á næsta ári og án hækk- unar á órkuverði til almennings- veitna. Við endurskoðun fjárhagsáætl- unar Landsvirkjunar fyrir 1985 hefur verið stuðst við nýja þjóð- hagsspá sem gerir m.a. ráð fyrir 20% verðbólgu á næsta ári. Til þess að ná hallalausum rekstri miðað við hinar nýju forsendur hefur stjórn Landsvirkjunar því samþykkt að hækka gjaldskrá fyr- irtækisins um 14% hinn 1. janúar 1985. Til frekari upplýsinga varðandi umrædda hækkunarþörf er rétt að taka fram að síðan 1. ágúst 1983 hefur gjaldskrá Landsvirkjunar aðeins hækkað um 5% og var það hinn 1. maí sl., án þess þó að sú hækkun færi út í smásöluverðið. Verðið til almenningsveitna var hinn 1. ágúst 1983 111,8 aurar á kWst (40,1 mill), en er nú 117,4 aurar á kWst (29,2 mill) eða um 93,0 aurar á kWst á verðlagi 1. ágúst 1983. Gjaldskrárverð Lands- virkjunar hefur því á þessu tíma- bili lækkað að raungildi um 20% miðað við byggingarvísitölu. Mið- að við gengi dollars er verðhækk- unin hins vegar mun meiri eða um 27%. Á sama tíma hefur orðið um 82% hækkun á raungildi orku- verðs til ÍSAL. . Fjárhagsáætlun Landsvirkjun- ar fyrir árið 1985 gerir ráð fyrir HÆKKUN Á RAFMAGNSVERÐI LANDSVIRKJUNAR Á TÍMABILINU 1. ÁGÚST 1983 TIL 31. DESEMBER 1985 HÆKKUN % Hækkun á rafmagnsverði Landsvirkjunar á tímabilinu 1. ágúst 1983 til 31. desember 1985. samningsbundnu verði til stóriðju og er áætlað að orkuverð til ÍSÁL verði að meðaltali 13,8 mill á kWst miðað við spár sérfræðinga um þróun álverðs í heiminum. Orkuverðið til ISAL var 7,5 mill á kWst (20,6 aurar á kWst) þann 1. ágúst 1983 samkvæmt bráða- birgðasamningi ríkisstjórnarinn- ar og Alusuisse. Nú er það hins vegar um 12,5 mill á kWst (50,2 aurar á kWst) og hefur því hækk- að um 140% mælt í íslenskum krónum. Á sama tímabili hefur hækkunin í krónutölu til almenn- ingsveitnanna aðeins numið 5% eins og áður segir. Ef reiknað er með 14% hækkun á verði til almenningsveitnanna frá og með 1. janúar 1985 og síðan óbreyttu verði til ársloka er áætl- að að gjaldskrárverð Landsvirkj- unar til almenningsrafveitna hafi í árslok 1985 lækkað að raungildi um 24% frá 1. ágúst 1983 að telja. Til samanburðar skal þess getið að á sama tímabili er áætlað að raungildi verðsins til ÍSAL hækki um 100%. Til frekari glöggvunar varðandi þróun rafmagnsverðs Landsvirkj- unar er rétt að fram komi að í áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að verðið til almenn- ingsrafveitna verði 133,8 aurar á kWst (31,5 mill) í árslok 1985 að meðtalinni 14% hækkun hinn 1. janúar nk., en verðið til ÍSAL og Áburðarverksmiðjunnar áætlast þá verða 65,8 aurar á kWst (15,5 mill) og til íslenska járnblendifé- lagsins 26,3 aurar á kWst (6,2 mill).“ reyfarakaup W • W m íi^ ’ ■■ "."S'J1'11 --' '• '^WbST ÞÚ GERIR a jola stórútsölu- markaðnum Fosshálsi 27 21 fyrírtæki — þúsundir vörutegunda í 1000 fm húsnæði Hagstætt verð — Gífurlegt vöruúrval ALLT TIL JOLANNA Jólafatnaður á börn 0—12 ára — Dömu-, herra-, unglingaselskapsfatnaöur. jólaskreyt- ingar — jólaseríur — aöventuljós — handunnar jólaskreytingar og gjafir — jólakerti — jólaskór — jólaplötur — þurrskreytingar. Sportvðrur — heimilistœki s.s. ísskápar — handþeytarar — dósaopnarar — brauöristar — vöfflujárn — út- vörp — feröatæki — kassettutæki — arm- bandsúr — hljómflutningstæki — allar raf- magnssmávörur — tölvuspil — mikiö plötu- og kassettuúrval. Skartgripir, snyrtivörur, gler, kop- ar, postulín. Mikiö úrval af efnum — bútum — vinnufatnaöur. Leikföng fyrir alla aldurshópa. Jólastjarna. OPIÐ frá kl. 13—21 í dag og frá kl. 10—23 á morgun. Valgerður Bjarnadóttir, sem verður Hólmfríður Árnadóttir verður for- forstöðumaður hótelrekstar Flug- stöðumaður hagdeildar Flugleiða. leiða. Nýir forstöðumenn hjá Flugleiðum UM MIÐJAN janúar verða gerð- ar skipulagsbreytingar hjá Flug- leiðum, sem fela í sér að tvær konur taka við störfum forstöðu- manna. Önnur þeirra verður for- stöðumaður nýrrar deildar. Valgerður Bjarnadóttir, nú- verandi forstöðumaður hag- deildar fyrirtækisins, verður forstöðumaður hótelreksturs. Við starfi hennar í hagdeild- inni tekur Hólmfríður Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda (SVG). Valgerður Bjarnadóttir hef- ur starfað hjá Flugleiðum um árabil og Hólmfríður hefur áð- ur unnið hjá fyrirtækinu um nokkurra ára skeið. Við starfi framkvæmda- stjóra SVG tekur Erna Hauks- dóttir, viðskiptafræðingur. Jólalög í sókn á vin- sældalista rásar 2 LITLAR stökkbreytingar hafa orð- ið á vinsældarlista rásar tvö í vik- unni og trónir lagið Last Christmas með hljómsveitinni Wham! efst eins og síðasta föstudag. Fast á hæla því að vinsældum á rásinni fylgir síðan annað jólalag, Do They Know It’s Christmas. En það er flutt af mörgum helstu stórstirnum dsgurtónlistarinnar til styrktar sveltandi börnum Afríku og hefur á örskömmum tíma öðlast miklar vinsældir um heimsbyggðina. En svona lítur listinn út í heild: 1. Last Christmas — Wham! (1) 2. Do They Know It’s Christmas — Band Aid (3) 3. Wild Boys — Duran Duran (2) 4. Love is Love — Culture Club (8) 5. Heaven’s on Fire — Kiss (4) 6. Heart Beat — Wham! (9) 7. One Night in Bangkok — Murray Head (—) 8. The Riddle — Nick Kershaw (5) 9. Power of Love — Frankie Goes to Hollywood (6) 10. The Never Ending Story — Limahl (—)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.