Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 14% hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar: Skuldir hafa hækkað um 2,5 milljarða vegna gengissigs og gengisfellingar GJALDSKRÁ Landsvirkjunar hækkar um 14% frá og með 1. janú- ar næstkomandi. Með hækkuninni er ætlunin að ná hallalausum rekstri fyrirtækisins, eins og fram kemur í eftirfarandi fréttatilkynningu, em barst Mbl. í gær: „Síðasta gengisfelling og nýgerðir kjarasamningar hafa gjörbreytt forsendum rekstrar- áætlunar Landsvirkjunar fyrir ár- ið 1985 þannig að óhjákvæmilegt er að hækka gjaldskrá almenn- ingsveitna um næstu áramót. Þannig hafa skuldir Landsvirkj- unar hækkað um alls 2,5 milljarða króna vegna gengissigs frá 30. september sl. og gengisfellingar- innar hinn 20. nóvember sl. Hækka vextir og afskriftir af þessum sökum um 390 m.kr. á ár- inu 1985. Hér er því um að ræða verulega hækkun á rekstrargjöld- um Landsvirkjunar, enda nemur fjármagnskostnaður um 85% af rekstrarkostnaði fyrirtækisins. Miðað við óbreytta kjarasamninga og gengisforsendur hefði hins veg- ar verið unnt að ná hallalausum rekstri árið 1985 þrátt fyrir 10% verðbólgu á næsta ári og án hækk- unar á órkuverði til almennings- veitna. Við endurskoðun fjárhagsáætl- unar Landsvirkjunar fyrir 1985 hefur verið stuðst við nýja þjóð- hagsspá sem gerir m.a. ráð fyrir 20% verðbólgu á næsta ári. Til þess að ná hallalausum rekstri miðað við hinar nýju forsendur hefur stjórn Landsvirkjunar því samþykkt að hækka gjaldskrá fyr- irtækisins um 14% hinn 1. janúar 1985. Til frekari upplýsinga varðandi umrædda hækkunarþörf er rétt að taka fram að síðan 1. ágúst 1983 hefur gjaldskrá Landsvirkjunar aðeins hækkað um 5% og var það hinn 1. maí sl., án þess þó að sú hækkun færi út í smásöluverðið. Verðið til almenningsveitna var hinn 1. ágúst 1983 111,8 aurar á kWst (40,1 mill), en er nú 117,4 aurar á kWst (29,2 mill) eða um 93,0 aurar á kWst á verðlagi 1. ágúst 1983. Gjaldskrárverð Lands- virkjunar hefur því á þessu tíma- bili lækkað að raungildi um 20% miðað við byggingarvísitölu. Mið- að við gengi dollars er verðhækk- unin hins vegar mun meiri eða um 27%. Á sama tíma hefur orðið um 82% hækkun á raungildi orku- verðs til ÍSAL. . Fjárhagsáætlun Landsvirkjun- ar fyrir árið 1985 gerir ráð fyrir HÆKKUN Á RAFMAGNSVERÐI LANDSVIRKJUNAR Á TÍMABILINU 1. ÁGÚST 1983 TIL 31. DESEMBER 1985 HÆKKUN % Hækkun á rafmagnsverði Landsvirkjunar á tímabilinu 1. ágúst 1983 til 31. desember 1985. samningsbundnu verði til stóriðju og er áætlað að orkuverð til ÍSÁL verði að meðaltali 13,8 mill á kWst miðað við spár sérfræðinga um þróun álverðs í heiminum. Orkuverðið til ISAL var 7,5 mill á kWst (20,6 aurar á kWst) þann 1. ágúst 1983 samkvæmt bráða- birgðasamningi ríkisstjórnarinn- ar og Alusuisse. Nú er það hins vegar um 12,5 mill á kWst (50,2 aurar á kWst) og hefur því hækk- að um 140% mælt í íslenskum krónum. Á sama tímabili hefur hækkunin í krónutölu til almenn- ingsveitnanna aðeins numið 5% eins og áður segir. Ef reiknað er með 14% hækkun á verði til almenningsveitnanna frá og með 1. janúar 1985 og síðan óbreyttu verði til ársloka er áætl- að að gjaldskrárverð Landsvirkj- unar til almenningsrafveitna hafi í árslok 1985 lækkað að raungildi um 24% frá 1. ágúst 1983 að telja. Til samanburðar skal þess getið að á sama tímabili er áætlað að raungildi verðsins til ÍSAL hækki um 100%. Til frekari glöggvunar varðandi þróun rafmagnsverðs Landsvirkj- unar er rétt að fram komi að í áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að verðið til almenn- ingsrafveitna verði 133,8 aurar á kWst (31,5 mill) í árslok 1985 að meðtalinni 14% hækkun hinn 1. janúar nk., en verðið til ÍSAL og Áburðarverksmiðjunnar áætlast þá verða 65,8 aurar á kWst (15,5 mill) og til íslenska járnblendifé- lagsins 26,3 aurar á kWst (6,2 mill).“ reyfarakaup W • W m íi^ ’ ■■ "."S'J1'11 --' '• '^WbST ÞÚ GERIR a jola stórútsölu- markaðnum Fosshálsi 27 21 fyrírtæki — þúsundir vörutegunda í 1000 fm húsnæði Hagstætt verð — Gífurlegt vöruúrval ALLT TIL JOLANNA Jólafatnaður á börn 0—12 ára — Dömu-, herra-, unglingaselskapsfatnaöur. jólaskreyt- ingar — jólaseríur — aöventuljós — handunnar jólaskreytingar og gjafir — jólakerti — jólaskór — jólaplötur — þurrskreytingar. Sportvðrur — heimilistœki s.s. ísskápar — handþeytarar — dósaopnarar — brauöristar — vöfflujárn — út- vörp — feröatæki — kassettutæki — arm- bandsúr — hljómflutningstæki — allar raf- magnssmávörur — tölvuspil — mikiö plötu- og kassettuúrval. Skartgripir, snyrtivörur, gler, kop- ar, postulín. Mikiö úrval af efnum — bútum — vinnufatnaöur. Leikföng fyrir alla aldurshópa. Jólastjarna. OPIÐ frá kl. 13—21 í dag og frá kl. 10—23 á morgun. Valgerður Bjarnadóttir, sem verður Hólmfríður Árnadóttir verður for- forstöðumaður hótelrekstar Flug- stöðumaður hagdeildar Flugleiða. leiða. Nýir forstöðumenn hjá Flugleiðum UM MIÐJAN janúar verða gerð- ar skipulagsbreytingar hjá Flug- leiðum, sem fela í sér að tvær konur taka við störfum forstöðu- manna. Önnur þeirra verður for- stöðumaður nýrrar deildar. Valgerður Bjarnadóttir, nú- verandi forstöðumaður hag- deildar fyrirtækisins, verður forstöðumaður hótelreksturs. Við starfi hennar í hagdeild- inni tekur Hólmfríður Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda (SVG). Valgerður Bjarnadóttir hef- ur starfað hjá Flugleiðum um árabil og Hólmfríður hefur áð- ur unnið hjá fyrirtækinu um nokkurra ára skeið. Við starfi framkvæmda- stjóra SVG tekur Erna Hauks- dóttir, viðskiptafræðingur. Jólalög í sókn á vin- sældalista rásar 2 LITLAR stökkbreytingar hafa orð- ið á vinsældarlista rásar tvö í vik- unni og trónir lagið Last Christmas með hljómsveitinni Wham! efst eins og síðasta föstudag. Fast á hæla því að vinsældum á rásinni fylgir síðan annað jólalag, Do They Know It’s Christmas. En það er flutt af mörgum helstu stórstirnum dsgurtónlistarinnar til styrktar sveltandi börnum Afríku og hefur á örskömmum tíma öðlast miklar vinsældir um heimsbyggðina. En svona lítur listinn út í heild: 1. Last Christmas — Wham! (1) 2. Do They Know It’s Christmas — Band Aid (3) 3. Wild Boys — Duran Duran (2) 4. Love is Love — Culture Club (8) 5. Heaven’s on Fire — Kiss (4) 6. Heart Beat — Wham! (9) 7. One Night in Bangkok — Murray Head (—) 8. The Riddle — Nick Kershaw (5) 9. Power of Love — Frankie Goes to Hollywood (6) 10. The Never Ending Story — Limahl (—)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.