Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
5
Borgey hf. Hornafírði:
Skráð hlutafé 72.000 kr.
Kaupir togara á 90 millj.
HINN 1. janúar 1985 tekur Bolli l»ór
Bollason hagrræðingur við starfi að-
stoðarforstjóra l>jóðhagsstofnunar
af Hallgrími Snorrasyni, sem skipað-
ur hefur verið hagstofustjóri. Bolli
verður jafnframt forstöðumaður
þjóðhagsspár og yfirlitsskýrslna
l'jóðhagsstofnunar um þjóðarbú-
skapinn.
Bolli er fæddur 24. febrúar 1947.
Hann lauk B.A.-prófi í hajífræði
frá Manchester-háskóla árið 1971
og cand.polit.-prófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1975.
Bolli starfaði við Þjóðhagsstofnun
hluta úr ári hverju 1970—1974 en
samfellt frá árslokum 1974.
Þá verður Gamalíel Sveinsson
viðskiptafræðingur forstöðumað-
ur þjóðhagsreikninga og atvinnu-
vegaskýrslna Þjóðhagsstofnunar
frá næstu áramótum. Gamalíel er
fæddur 18. desember 1946. Hann
lauk cand.oecon-prófi frá Háskóla
íslands árið 1971 og stundaði
framhaldsnám í gerð þjóðhags-
reikninga við Institute of Social
Studies í Haag í Hollandi
1973—1974. Gamalíel hefur starf-
að við Þjóðhagsstofnun frá 1971.
HLUTAFÉLAGIÐ Borgey á Höfn í
Hornafirði festi fyrir skömmu
kaup á togaranum Erlingi GK 6 úr
Garði. Kaupverð var 90 milljónir
króna, en samkvæmt hlutafélaga-
skrá er hlutafé Borgeyjar, sem er
að 75% í eigu Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga, 72.000 krónur. Hef-
ur togarinn nú verið skráður með
heimahöfn á Höfn og ber nafnið
Þóhallur Daníelsson SF 71.
Kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga er Her-
mann Hansson og sagði hann
það rangt í samtali við Morgun-
blaðið, að hlutaféð væri 72.000
krónur. Hann vildi ekki gefa upp
hlutfé félagsins, það kæmi
Morgunblaðinu ekkert við, en
það væri ekkert óeðlilegt við
þessi skipakaup. Hins vegar vildi
hann vildi ekki tjá sig um það
hvernig kaupin væru fjármögn-
uð, en sagði hlutfélagið byggt á
gömlum merg og ætti það tals-
vert eigið fé eða alls um 30 millj-
ónir króna. Hlutafé starfandi
hlutafélaga skipti ekki megin-
máli, heldur eiginfjárstaða
þeirra.
Hermann sagði, að skipið væri
keypt til að tryggja aukið og
jafnt hráefnisstreymi til staðar-
ins og tryggja þannig jafnari
vinnu verkafólks í landi. Höfn
F/ERT er víðast hvar um landið,
samkvæmt upplýsingum er Mbl.
fékk hjá Lórenz Rafn hjá Vegaeftir-
litinu í gær. Þó er Breiðamerkur-
sandur aðeins fær stórum bílum og
jeppura austur um. En frá Hornafirði
og um Austfirði er vel fært.
Allri umferð er fært fyrir
Hvalfjörð og um Borgarfjörð og út
á Snæfellsnesið, en ófært fyrir
Nesið um Fróðárheiði. Stórum bíl-
um og jeppum er fært um Kerl-
ingarskarð og vel búnum bílum
um Heydal og þaðan í Búöardal og
allt vestur í Reykhólasveit.
Norður um Strandir og í
Hólmavík er öllum fært, allar göt-
ur til Akureyrar og þaðan með
væri eitt fárra sjávarútvegs-
byggðarlaga, sem ekki hefði átt
togara síðustu ár, og það gæti
varla talizt óeðlilegt, þó atvinna
og hráefni væru tryggð með
þessum hætti.
ströndinni til Vopnafjarðar. Þá er
fært á Siglufjörð og frá Akureyri
á Ólafsfjörð. Hæstu fjallvegir, t.d.
Möðrudalsöræfi, eru ófærir, en
annars kvað Lórens færð óvana-
lega góða á landinu miðað við
árstíma.
Ef þörf krefur verður mokað frá
Reykjavík norður um land í dag,
föstudag, og út á Snæfellsnes.
Einnig verða vegir ruddir þar á
landinu, sem þess gerist þörf, á
laugardag og þar næst á annan
dag jóla, þann 26. desember.
Þá verður mokað föstudaginn
28. des. og síðan næst 2. janúar og
er þar með upp talinn hinn hefð-
bundni jólamokstur, eins og þeir
kalla það hjá Vegaeftirlitinu.
■■■■■V
Jón Páll undirbýr átökin við bifreiðina, sem hann hyggst velta nokkrar
veltur þann 29. desember nk. En slíkar bflveltur munu vera veigamikill
þáttur í keppninni um titilinn „Sterkasti maður heims“, sem fram fer í
Svíþjóð í janúar nk.
Veltir bifreið í
fjáröflunarskyni
Jón Páll undirbýr sig fyrir keppni „sterkustu
manna heims“ og borðar átta máltíðir á dag
JÓN Páll Sigmarsson, lyftinga-
kappi, heldur í byrjun janúar til
Svíþjóðar og tekur þar þátt í
keppninni „Sterkasti maður
heims“, sem honum hefur verið
boðin þátttaka í. Ekki mun hér
vera á ferðinni kraftlyftinga-
keppni, heldur eru þrautirnar, sem
lagðar eru fyrir keppendur, harla
óvenjulegar. Þurfa þeir m.a. að
lyfta steinum, hlaða 70 kg ísklump-
um á vöruflutningabíl, draga tíu
tonna vörubíl og kasta trjástofnum
sem lengst, svo að eitthvað sé
nefnt.
Munu sterkustu menn heims
taka þátt í keppni þessari, en
þetta er í þriðja skipti, sem Jóni
Páli er boðin þátttaka. Fyrir
tveimur árum lenti hann í þriðja
sætinu og í fyrra hreppti hann
annað sætið, en að þessu sinni
mun hann stefna á sigur.
Jón Páll hefur að sjálfsögðu
hafið þjáifun fyrir þessa miklu
keppni og hyggst hann kynna
hana og jafnframt æfa sig í einu
keppnisatriðanna nk. laugardag,
29. desember, klukkan 14.00 fyrir
utan verslunina H. Johnson og
Co. í Brautarholti 22. Æfingin
felst í því, að kappinn veltir bíl
nokkrar veltur, en það er einmitt
veigamikið atriði í keppninni
ytra.
Sveinbjörn Guðjohnsen, eig-
andi H. Johnson og Co. hefur
skipulagt þessa æfingu hjá Jóni
Páli, en Sveinbjörn hyggst
styrkja hann til Svíþjóðarfarar-
innar. Vonast þeir félagar til
þess að fleiri fyrirtæki taki þátt
í því að styrkja Jón Pál til farar-
innar, því það mun ekki kostnað-
arlaust að gera tilkall til titilsins
„Sterkasti maður heims". M.a.
borðar Jón Páll nú átta máltíðir
á dag. Hann er að reyna að
þyngja sig fyrir keppnina og er
haft eftir kokkunum á Hótel
Borg, vinnustað Jóns Páls, að í
hvert mál borði hann á við sex
fíleflda karlmenn.
Bolli Þór Bollason
Gamalíel Sveinsson
Breytingar á yfirstjórn
Þjóöhagsstofnunar
TIL KL. 21.00 I KVOLD
^RlKARNABÆ
Laugavegi 66 — Austurstræti 22 — Glæsibæ.
Sími frá skiptiborði 45800.
Bonanarte
Laugavegi 30.
Óvenju góð færð