Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 10

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Hvernig breytast bílar milli ára? Ýmsar útlitsbreytingar verða með 1985 írgerðinni af Mazda 323, stuð- ari hefur stskkað og svuntur eru nú sambyggðar. Þá eru hliðarnar plastklsddar að utanverðu neðan hliðarlista o.fl. Á innfelldu myndinni er B-2000, sem er alveg nýr bíll. Nýr fólksbfll frá Mazda og breyt- ingar á öðrum ÝMSAR breytingar verða á Mazda-bflum milli ára bsði í útliti og búnaði, veruleg breyting verður á stsrri fólksflutningabfl og alveg nýr „pirk-up“ bfll kemur á mark- að. Mazda 323 fær nýtt og íburð- armeira útlit með 1985 árgerð- inni, er nú m.a. með stærri stuð- ara, sem eru með sambyggðri neðri svuntu. Þá eru hliðar bíls- ins plastklæddar að utanverðu fyrir neðan hliðarlista. Einnig bætist við innfelld rauð rönd í stuðurum ásamt nýjum röndum á hliðum. Nýir litir að innan og utan hafa bæst við ’85 línuna. Þá verður sú breyting á Mazda 626 með '85 árgerðinni að hann verður fáanlegur með beinni innspýtingu næsta sumar og einnig tölvustýrðum dempurum, auk annarra minniháttar breyt- inga á innréttingu og útliti og nýrra lita. Með 1985 árgerðinni verða allar útgáfur af Mazda 626 með svokölluðu GLX útliti. Með nýrri árgerð verður sú breyting á Mazda 929 Sedan og Hardtop að bein innspýting verður fáanleg. Aðrar minni- háttar breytingar verða á inn- réttingu og útliti. Þá bætist alveg nýr bíll við, þar sem er B-2000 og B-2200 „pick-up“-bíllinn. Er hann nýr í öllu tilliti, nýtt útlit, ný vél og annar vélrænn búnaður, miðað við forvera hans. Þá er von á þessum bíl fjórdrifnum, en ótrúlega kemur sú breyting með 1985 árgerðinni. Þá er Bongo-bíllinn verulega breyttur frá forvera hans, sem var fyrst og fremst sendibill. Nú er Bongo framleiddur fyrst og fremst sem fólksbíll og er orðinn fjórdrifinn, en það er nýjung. Er hann og heldur styttri með nýrri árgerð. Verður hann innréttaður fyrir 9 menn í sæti þótt aðrir möguleikar séu fyrir hendi. Verður hann fimm hurða, þ.e. með rennihurðum á báðum hlið- um. Vélin hefur verið stækkuð í 1800 rúmsentimetra, en þar er um að ræða nánast sömu vélina og í Mazda 626. Fóiksbfllinn nýi er styttri en forverinn, en drif er nú á öllum hjólunum fjórum og vélin stærri. Messur í Stykkishólmi Stjkkishólmi 19. desember. SEINUSTU ferðir á Snæfellsnes eru fyrirhugaðar fyrir jól sem hér segir: Seinasta ferð áætlunarbflsins verður fram og til baka á Þorláksmessu ef veður leyfir. Þá fer Baldur seinustu ferðina til Flateyjar og Brjánslækjar laugardaginn 22. þessa mánaðar. Messur um jólin í Stykkishólmi verða þannig: I kaþólsku kirkjunni helgistund á Þorláksmessu klukk- an 14.30 og hámessa á miðnætti jólanætur. Einnig verður messa klukkan 10 á jóladag; gamlársdag klukkan 18 og nýársdag klukkan 10. í Stykkishólmskirkju aftan- söngur aðfangadag klukkan 18, fjölskyldumessa á jóladag klukkan 11 og messa á gamlársdag klukkan Í8. — Árni Beinar útsendingar hafn- ar í „Villavídeói44 í Ólafsvík VILL/I VIDEO Stillimynd myndbandakerfisins á Ólafsvík. Olafsvík, 18. desember. „SVO KANN að fara, að þeir Ólafs- víkingar, sem ekki komast til jóla- guðsþjónustunnar, eigi þess kost að hlýða á hana og sjá í beinni útsend- ingu frá Ólafsvflturkirkju, fái „Villa- vídeó“ leyfi sóknarprestsins til að senda beint frá henni tij félags- manna sinna,“ sagði Hans Óli Hans- son, stjórnarmaður í „Villavídeói" í Ólafsvík í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins, en í dag sýndi „Villavídeó" í beinni útsendingu frá litlu jólunum í grunnskólanum. „Stjórn „Villavídeós" mun ræða við prestinn um þetta næstu daga, en hann er ekki heima eins og er. Með hliðsjón af því að kirkjan er ævinlega fullsetin á jólum, auk þess sem eldri borgarar eiga vont með að fara ef eitthvað er að veðri, hljótum við að vonast til að leyfið fáist," sagði Hans Óli. „Villavideó" fagnar nú þriðja áfanganum í starfsemi sinni. Sá fyrsti var auðvitað þegar við byrj- uðum, annar áfanginn var stækk- unin og þessi er sá þriðji, sá, að nú er okkur kleift að senda efni beint úr húsnæði grunnskólans og sömuleiðis úr Ólafsvíkurkirkju. Til þess að þetta væri hægt kom- um við fyrir sendingarbúnaði í skólanum og magnara. Annar magnari er svo í kirkjunni. Lagður var kapall frá skólanum um kirkj- una, 700 til 800 metra leið heim að Skipholti 6, en þar, á heimili Vil- helms Árnasonar, eru aðalstöðvar okkar," sagði Hans Óli. „Það hefur verið okkur til mikils ama, að þurfa að starfa utan við lög,“ sagði Hans Óli. „Það bráð- vantar lög um þessa starfsemi. Fundur forstöðumanna kapal- kerfa sendi menntamálaráðherra fyrir allnokkru áskorun um að veita leyfi til bráðabirgða, en ekk- ert svar hefur borist ennþá, það ég veit. Við trúum því hins vegar ekki að Alþingi setji lög um þessi efni á annan hátt en þann, að koma til móts við nútimalegar þarfir og vilja fólks,“ sagði Hans Oli. Aðspurður sagði Hans Óli, að hann hafi ekki orðið var neinna þröskulda á vegi þeirra hjá „Villa- videói“. „Skólastjórinn, Gunnar Hjartarson, hefur verið okkur mjög innan handar enda sjá menn í hendi sér, að nú getum við svo um munar notfært okkur mögu- leika tækninnar til að nota „Villa- vídeó“ til aukinnar menningar í byggðarlaginu, með heimaunnu efni, beinum útsendingum frá ýmsum viðburðum og jafnvel kennslu," sagði Hans Oli. „„Víd- eó“-klúbburinn gæti enn aukið og bætt starfsemina. Þá á ég við að íbúar Neshrepps, utan Ennis, tengdust okkur. Þá þarf reyndar þráðlausa tækni, skerm á báðum stöðum. Það yrði íbúum beggja staða til ánægju og gagns. Ég vil samt taka það fram, að þetta eru aðeins hugrenningar ennþá. Það er samt engin ástæða til að láta þetta ógert, heldur gera „Villa- vídeó" að öflugu menningartæki í þágu beggja byggðarlaganna. Helgi. 40 % hækkun fasteignagjalda á Akureyri: „Skattagleðin hefur tekið völd í herbúðum meirihlutans á ný“ — sagði Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna Akureyri 19. desember. „ÉG FÆ EKKI skilið hvernig meirihlutinn hugsar sér að launþegar, sem á næsta iri munu að líkindum fá aðeins 10% hækkun launa, eiga að standa undir því að greiða til bæjarfélagsins 40% hærri fasteignagjöld en var á liðnu ári,“ sagði Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, við umræður í bæjarstjórn Akureyrar um þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að hækka fasteignagjöld á Akureyri um 40% á næsta ári, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Gunnar harmaði það að þessi sundurlyndi bæjarstjórnarmeiri- hluti skyldi nú loksins standa sam- einaður að flutningi slíkrar tillögu, sem hann kvað berlega sýna það viðhorf ráðamanna, að ná sem mestu fé af fólki, sitja síðan í valdamiklum embættum og útdeila þéssu fé eftir eigin duttlungum. Hann taldi bæjarstjórn hafa viður- kennt á síðasta ári þá skoðun sjálfstæðismanna í bæjarstjóm, að minnkandi verðbólga kæmi bæjar- félaginu til góða eins og öðrum og því hefðu fasteignagjöld þá aðeins verið innheimt með 12,5% álagi í stað 25%, eins og lög leyfðu. En nú væri horfið frá þessu sjónarmiði og skattagleðin hefði tekið völdin í herbúðum meirihlutans. Þá ræddi Gunnar nokkuð um það samdráttarástand sem ríkti í at- vinnumálum á Akureyri og þann flótta fólks til suðvesturhornsins, sem verulega hefur borið á undan- farin ár, og spurði hvort þessi hækkun væri framlag meirihlutans til þess að stuðla að enn frekari fólksflótta frá Akureyri. Hann taldi þá kjararýrnun sem orðið hefði á liðnu ári svo alvarlega, að allan almenning munaði um hverja krónu, endar næðu oft ekki saman hjá fjölskyldum og því væri óðs manns æði að fara að auka útgjöld íbúðareigenda í bænum á þennan hátt, enda sýndu nauðungarupp- boðsauglýsingar í bæjarblöðunum að undanförnu, að fólk ætti æ erf- iðara með að standa í skilum gagn- vart lánardrottnum. Þetta bað Gunnar þá bæjarfulltrúa að íhuga, sem ætíð væru í orði málsvarar launþega, en nýttu hvert tækifæri á borði til þess að auka á þá álögur. Gunnar Ragnars benti á, að á síðasta ári hefðu aðeins verið lögð 12,5% ofan á fasteignagjöld og þrátt fyrir það hefði tekist að koma ýmsum málum bæjarfélagsins verulega áleiðis innan ramma fjár- hagsáætlunar, fjárhagur bæjar- sjóðs væri traustur í dag og því engin ástæða til þessarar hækkun- ar. Bæjarfulltrúar meirihlutans töldu að verðbólga sú sem nú dyndi yfir í kjölfar nýgerðra kjarasamn- inga, gerði það nauðsynlegt að gjöld þessi yrðu hækkuð, þrátt fyrir það að kaup launþega fylgdi ekki þessari verðbólgu. Valgerður Bjarnadóttir K taldi að fasteigna- skattur væri sanngjarnastur allra skatta, þar sem ekki væri hægt að svíkja þar undan, auk þess sem hún taldi að 9,5% hækkun skattsins umfram eðlilegar hækkanir skiptu litlu máli fyrir þá sem litlar eignir ættu. Meirihlutafulltrúarnir voru allir sammála um það, að fulltrúar sjálfstæðismanna bæru ekki hag launþega fyrir brjósti, heldur stór- eignamannanna, og að þessi ágreiningur sem þeir gerðu um þessa skattlagningu væri fyrst og fremst áróðursins vegna. Eftir að 7 bæjarfulltrúar höfðu greitt þessari skattahækkun at- kvæði, gegn 4 atkvæðum sjálfstæð- ismanna, óskuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir að gera eftirfarandi bókun: „Sú ákvörðun meirihluta bæjar- stjórnar að hækka álögur fasteigna gjalda er veruleg viðbótarskatt- heimta, langt umfram verðlags- hækkanir. Þessari hækkun erum við algjörlega andvíg og teljum hana óviðunandi fyrir greiðendur þessara gjalda. Enginn rökstuðn- ingur liggur fyrir vegna þessarar ákvörðunar, hvorki um ráðstöfun þessara fjármuna, né ákvörðun um aðra skattheimtu. Þessi ákvörðun meirihlutans er svo andstæð okkar stjónarmiðum, að við teljum að við óbreyttar aðstæður séu ekki for- sendur fyrir samstarfi við gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjar- sjóðs." GBerg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.