Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Þingvallabókin Bókmenntir Sigurjón Björnsson Björn Th. Björnsson. Uingvellir, staöir og leidir. Ljósmyndun: Rafn Hafnfjöró. Kort: Guómundur Ingvarsson. Teikning: Gísli B. Björnsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 1984. 195 bls. Helgasta og sögufrægasta stað fslands hæfir einungis mjög vönd- uð bók. Sú bók um Þingvelli, sem kemur á jtessum vetri fyrir sjónir manna, bregst ekki vonum hinna kröfuhörðustu. Hún er stórglæsi- leg jafnt hið ytra sem hið innra. Björn Th. Björnsson, sem þjóð- kunnur er að smekkvísi og rit- leikni, hefur samið leiðarlýsingu og staðhátta, svo að ekki verður á betra kosið. Sömuleiðis hafa Ijósmyndari, kortagerðarmaður og teiknari unnið sitt verk svo að ekki verður að fundið. f raun væri réttast að gagnrýn- andi léti hér staðar numið og fæli lesanda jætta glæsilega rit í hend- ur með óskum um að hann megi vel njóta. Þessi bók verður ekki ritdæmd nema að undangenginni mikilli yfirlegu og vandlegri skoð- un. Hún er ekki bók, sem lesin verður frá upphafi til enda á einu eða tveimur kvöldum. Maður hef- ur hana með sér í Þingvallaferðir og nýtur fylgdar hennar, og þá fyrst kemur í ljós, hversu vel hún reynist. (Gallinn er reyndar sá að maður tímir naumast að taka svo fallega og vandaða bók með sér í ferðalög!) en ef umsögn um þessa bók er mjög stutt, er öllum hlut- föllum raskað. Þá ættu umsagnir um sumt af því sem nú kemur á markaðinn að vera miklu styttri en eitt orð! Fyrir utan inngangs- og lokaorð skiptist bókin í fjórtán kafla eftir jjeim stöðum, sem lýst er (Vellirn- ir efri og Vellirnir neðri; Þingið; Þingvöllur; Lögberg; Lögrétta o.s.frv.). Þá fylgir heimildaskrá og örnefnaskrá. Hverjum stað er lýst ítarlega og gerð grein fyrir ör- nefnum. Mikið er um sögulegan fróðleik, og verður því textinn miklu meira en einföld leiðarlýs- ing. Mér virðist við fljótlega skoð- un, að firnamikið megi læra um mikilvæga þætti Islandssögunnar af þessari bók. Mikill fjöldi mynda er í bókinni. Sumar þeirra eru teknar úr lofti og sýna vel alla afstöðu. Margar litmyndanna eru alveg sérstakt augnayndi. Þá fylgja mörgum köflum vel gerð og skýr kort. í lokaorðum höfundar kemur fram að hann hefur haft þetta rit í smíðum um sex ára skeið, og hafði hann þá „um allmörg ár hugað að Þingvöllum". Þar við bætist að hann er „Þingvaliamað- ur“ í ættir fram eins og tileinkun sýnir. Þá hefur hann haft samráð við nokkra gamla Þingvallamenn, þjóðgarðsverði o.fl. um örnefni og sitthvað fieira. Heimildaskrá sýn- ir ennfremur að víða hefur verið leitað fanga í prentuðum gögnum. Með þetta í huga kæmi mér á óvart ef rangt væri farið með staðreyndir eða undan felldar mikilvægar upplýsingar. Bókin ber þess síður en svo merki að til hennar hafi verið kastað höndum. Hitt er líklegra að ýmsum örnefn- um t.a.m. hafi verið bjargað frá glötun eða sett á sinn rétta stað. A.m.k. er víst að þau eru nú í fyrsta sinn gerð almenningi að- gengileg og eiga þess kost að fest- ast í minni. Ég get sem sagt ekki farið öðr- um orðum en lofsorðum um þessa fögru bók og óska aðstandendum hennar og væntanlegum lesendum til hamingju með hana. Þess er ég fullviss, að margur sá sem hana fær í hendur nú, hlakkar til þeirr- ar ferðar, sem höfundur boðar í lok hins vel skrifaða inngangs síns: „Hér skal nú, í þessari bók, gengið um allar þær slóðir, frægð- ar bæði og lífsamsturs, og þess freistað að gera þjóðgarðinn á Þingvöllum enn frekar en nú er að sannri eign íslenzku þjóðarinnar." Kerfíð í augum Árna Klfars. Óhrein börn í kerfinu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gamlar þjóð- lífsmyndir Bókmenntir Sigurjón Björnsson Þorsteinn G. Þorsteinsson: ÓHREIN BÖRN. Ljóð. Myndskreytingar eftir Árna Klfar. Reykjavík 1984. Eins og fleiri ungir höfundar yrk- ir Þorsteinn G. Þorsteinsson um kerfið. í kerfinu eru menn reikulir í hugsun og órakaðir og morgundag- urinn er „framtið, sem ég klíf ekki“. En þrátt fyrir allt er jörðin staðurinn og hún verður naumast flúin. Að vísu er tjaldað til einnar nætur eins og segir í Ijóðinu Til einnar nætur. Ljóðin fjalla ekki síst um lífs- háskann, eins og til dæmis Sjálfs- vörn þar sem talað er um að „heyja stríð í hugarheimi/ til að finna lífi sínu farveg“. í því stríði er vissulega barist við vindmyllur eins og Don Kíkóti gerði forðum. Návist er heilræðaljóð: Leggðu allt í sölurnar fyrir sérhvert andartak, sem þú dvelur í návist annarra. Það er líklegt, að hafsjór af hreinskilni leiki skip þitt grátt, og þú komist við illan leik til hafnar. Láttu þér ekki til hugar koma, að hlustun hins lítilsiglda sé hættuminni í húsasundi strætisins. Óvarlegt orð. Þú ert staddur í frumskógi, þar sem menn eru teknir aflífi án dóms og laga. Lífið í hendinni er prósaljóð þar sem brugðið er á leik með hendur og efnið er samband fólks og sam- bandsleysi: „Ef hönd þín er á lausu, er gott að átta sig á því, hvernig hönd þú velur og ennfremur það, hvaða hönd eigi að kveðja, áður en það verður of seint að slíta eina hönd frá annarri." Óhreinu börnin hans Þorsteins G. Þorsteinssonar eru eins og mörg önnur börn sem haldið hafa innreið í íslenska ljóðagerð, dálítið óviss um sinn hag, en alls ekki óforvitnileg að kynnast. Þorsteinn vandar sig og það hefur mikið að segja þegar koma á hugsunum sínum á fram- færi. Teikningar Árna Elfars þykja mér yfirleitt misjafnar, en þegar honum tekst best upp nær hann um- talsverðum árangri. Verulega góðar myndskreytingar eru á bls. 10 (Kerfið) og bls. 30 (Heimsóknar- tími). Gamlar þjóðlífsmyndir. Árni Björns- son skrifaði texta. Halldór J. Jónsson sá um myndir. Bókaútgáfan Bjallan. Reykjavík 1984. Bókaútgáfan Bjallan hefur nú sent frá sér einkar athyglisverða og skemmtilega bók. Hún er þannig að birtar eru 192 teikningar og grafískar myndir úr þjóðlífi Islend- inga, einkum frá 18. og 19. öld. Langflestar eru þessar myndir gerðar af útlendum ferðamönnum og vísindamönnum, sem teiknuðu myndir og skrifuðu um ferðir sín- ar, eins og alkunnugt er. Fáeinar eru gerðar af íslendingum.: Sæ- mundi Hólm (4), Arngrími Gísla- syni (1), Sigurði Guðmundssyni (2), Sigríði Gunnarsson (1), Jóni Helga- syni (1), Herði Ágústssyni (1). Grípa myndirnar til fjöldamargra þjóðlífsþátta og er raðað eftir efni, eftir því sem við verður komið. Hverri mynd fylgir texti, sem bæði skýrir myndina og það efnissvið, sem um er að ræða. Þar sem myndirnar eru mjög fjölbreytilegar og textinn sem fylg- ir allítarlegur, er glettilega mikla vitneskju að fá við lestur þessarar bókar. Að vissu leyti er hún kennslubók í þjóðháttum fslend- inga. Raunar ákaflega aðlaðandi kennslubók og vel til þess fallin að glæða áhuga og stuðla að sjálf- stæðu og lifandi námi. Nú hef ég auðvitað ekki hugmynd um hvort útgefendur hafa haft nokkuð slíkt í huga. En ef ég væri grunnskóla- kennari (eins og það heitir víst nú), gæti ég vel látið mér detta í hug að fá nemendum hana í hendur til að nota sem upphaf að vinnslu verk- efna (leita uppi ljósmyndir og aðr- ar teikningar, skoða hluti og teikna, finna nákvæmar lýsingar, skrifa ritgerðir o.s. frv.). Þar fyrir utan þykir mér trúlegt að þetta sé bók, sem margir muni vilja láta liggja á glámbekk (einkum þar sem stálpuð börn og unglingar eru) til að fletta og skoða bæði til fróðleiks og skemmtunar. Eins og vænta mátti af þessum höfundum, sem báðir eru starfs- menn Þjóðminjasafnsins, er bók þessi prýðilega vel gerð. Mér finnst myndirnar einstaklega skemmti- lega valdar bæði með tilliti til augnayndis og margháttaðrar fræðslu. Textinn er ágætlega vel ritaður. mikill kostur er að ritarinn reynir að setja sig í spor þess sem lítið veit og hefur ekki vald á þungu máli. Þann lesanda leiðir ritarinn áfram og kennir honum bæði málið og hinn forna lífsheim, sem málið er svo nátengt. Textaritarinn leit- ast við að draga fram skemmtileg- ar sögur og smellnar tilvitnanir í þau rit, sem myndirnar fylgdu upp- haflega eða önnur, sem málið varða. Brot bókarinnar er fremur stórt (23x31 sm), sem veidur því að myndirnar njóta sín vel. Prentverk allt er næsta smekklegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.