Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Undirstöðurit
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Sören Sörenson: ENSK-ÍSLENSK
ORÐABÓK. 1241 bls. Jóhann S.
Ilannesson bjó til pr. Örn og Örlyg-
ur. 1984.
»Ég gerði eins og ég best gat,«
segir Sören Sörenson i formála
þessarar miklu bókar. Sennilega
er hér á ferðinni mesta einstakl-
ingsframtak í íslenskri bókaút-
gáfu frá upphafi. Það ber höfund-
um sínum glæsilegt vitni. Svo
nákvæmlega hefur saga þessa
verks verið rakin í fjölmiðlum að
undanförnu að óþarft sýnist að
endurtaka það hér og nú. Um tutt-
ugu manns hafa unnið að bókinni
árum saman.
Bók eins og sú, sem hér um ræð-
ir, getur aldrei orðið eins manns
verk. Þessi ber höfundarheiti Sör-
ens Sörensonar vegna þess að
hann var óumdeilanlega upphafs-
maður verksins, lagði hornstein-
inn að því sem nú er risið. Næst
kemur nafn Jóhanns S. Hannes-
sonar sem einnig vann geysimikið
að bókinni. Svo er talið að hér sé
um að ræða stærstu og viðamestu
tvímálsorðabók á Norðurlöndum.
Aðeins tvær íslenskar orðabækur
sýnist unnt að taka til samanburð-
ar: Blöndalsorðabók og orðabók
Menningarsjóðs. Það hefur auðvit-
að gert þessa bók stærri í sniðum
að sú stefna var tekin að hafa
hana »með alfræðilegu ívafi* eins
og stendur á titilsíðu. Alfræði-
orðabók hefur aldrei fyrr komið út
á íslensku. Við lok seinni heims-
styrjaldarinnar (áður en búið var
að eyða stríðsgróðanum) var
ákveðið að taka saman og gefa út
þess konar orðabók og skyldi ríkið
standa straum af kostnaði verks-
ins. Fjöldi manna var sendur út af
örkinni til að safna áskrifendum.
Hlaut margur drjúg umboðslaun
fyrir vikið, enda vildu margir
kaupa slíkan kostagrip þó dýr
yrði. En það fór um orðabók þessa
eins og margt sem ríkið tekur sér
fyrir hendur: hún sá aldrei dags-
ins Ijós.
Ensk-íslenskar orðabækur hafa
komið hér út áður og gegnt sínu
hlutverki, hver fyrir sinn tíma. En
orðabók verður fyrr úrelt en aðrar
bækur nú — á dögum tækni og
framfara. Jafnvel alíslensk orða-
bók úreldist á tveim til þrem ára-
tugum, hvað þá tvímálsorðabók.
Stærð og umfang orðabókar
hlýtur auðvitað að fara eftir hlut-
verki því sem henni er ætlað að
gegna. Á stríðsárunum voru gefn-
ar hér út litlar vasaorðabækur —
sem báru raunverulega nafn með
réttu — runnu niður í hvaða vasa
sem var. Þess konar orðabækur
eru gagnlegar fyrir þann sem lítið
kann í máli. Hann getur þá borið á
sér bókina hvert sem hann fer og
gripið til hennar hvenær sem þörf
krefur. Eigi orðabók hins vegar að
vera til stuðnings við bóklestur,
málanám, bréfaskriftir eða því um
líkt, er gagn hennar takmarkað ef
hún er ekki nokkuð tæmandi. Að
fara úr einni orðabók í aðra —
hver þekkir ekki þess konar upp-
flettingar — er bæði þrautleiðin-
legt, og býður heim ónákvæmni.
Auk þess afleit tímasóun. Þessi
mikla orðabók Arnar og Örlygs
líst mér þannig að þá sé maður
kominn í einhvers konar óvenju-
legan enskan texta þegar hún dug-
ir ekki lengur. Þótt hið alfræði-
lega ívaf auki vissulega gildi
hennar er langmest vert um hitt
að fá hér svo nákvæma ensk-
íslenska orðabók sem raun ber
vitni. Það hjálpar manni ekki að-
eins við enskuna, heldur líka —
eins og bent hefur verið á — að
forðast enskuna, halda henni að-
skilinni frá móðurmálinu.
Sommerset Maugham spáði því
eitt sinn að eftir tvö hundruð ár
mundu allir jarðarbúar tala ensku
sem móðurmál. Sem betur fer eru
hreint engar líkur til að sá spá-
dómur rætist. Hins vegar á ensk-
an um mjög langa framtíð eftir að
verða þess konar heimsmál sem
hún er nú búin að vera frá lokum
fyrri heimsstyrjaldar. Hún er
ríkismál í einu eða fleiri löndum í
öllum álfum jarðar. Og í löndum,
þar sem hún keppir við önnur
tungumál, fer vegur hennar vax-
andi, t.d. í Kanada. Enskan á
greiðari leið til útbreiðslu en önn-
ur tungumál, fyrst og fremst
vegna þess að maður kemst af með
svo fá orð á ensku til að gera sig
skiljanlegan.
Það skilst best ef maður er
staddur í hópi íslendinga erlendis.
Þá kemur á daginn að nánast hver
Sören Sörenson
einasti Islendingur, allt niður í
börn, getur bjargað sér á ensku og
sinnt þannig sínum persónulegu
viðskiptum að því marki sem
nauðsyn krefur á ferðalögum.
Einföld málfræði og stutt orð
gera enskuna meðfærilega. Þyki
orðin í Iengra lagi er bara sneitt af
þeim. Þannig varð til hið fræga
»pop«, einnig orð eins og »pub«,
»mod«, »flu«, og fleira. Tvö síðar-
töldu orðin finn ég ekki í The Con-
sise Oxford Dicitonary of Current
English frá 1964. Vitanlega verður
góð orðabók að ná til daglegs
máls, jafnvel þess sem hvorki þyk-
ir formlegt né vandað.
En svo eru líka háspekilegu
málefnin, hvort sem þau teljast nú
heldur til hugvísinda eða raunvís-
inda, eitthvað verða þau að heita.
Ég tek mér í hönd síðustu ensk-
íslensku orðabókina á undan þess-
ari og fletti upp á orðinu »onto-
Iogy«. Þar útleggst það »veru-
fræði*. Orðabók Arnar og Örlygs
gefur hið sama, en útskýrir það
ögn nákvæmar: »verufræði, sú
grein heimspeki sem fjallar um
tilveru hlutanna.* Þá fletti ég upp
á »phenomenology«. Ensk-íslensk
orðabók Sigurðar Arnar Bogason-
ar gefur það ekki. í orðabók Arnar
og Örlygs er það þýtt svo: »1.
fyrirbærafræði; einkum haft um
kenningakerfi Edmunds Husserls
um greiningu vitundarlífsins. 2. (í
visíndum og víðar) lýsing, athug-
un á fyrirbærum í því skyni að
lýsa þeim eins og þau koma fyrir
sjónir.*
Ég vil taka fram að í þessum
tilvitnunum sleppi ég hljóðritun-
um, en af þeim má læra framburð
ef rétt er lesið. Til þess þarf auð-
vitað að læra hljóðtáknin. Ekki
hygg ég sé algengt að fólk læri
Jóhann S. Hannesson
framburð af orðabókum nú á dög-
um, en þó er nauðsynlegt að geta
leitað til þeirra vegna framburðar
einstakra orða; eða orða sem af
einhverjum orsökum teljast af-
brigðiieg.
Framkvæmdastjóri útgáfunnar,
Örlygur Hálfdanarson, fylgir bók-
inni úr hlaði með stuttum inn-
gangi, sem hann nefnir „Hlífi-
skjöldur til varnar tungu vorri“. Þar
segir hann að án efa sé »útgáfu-
kostnaður þessarar bókar orðinn
meiri en við nokkra aðra íslenska
bók fram til þessa.« Hann bendir á
hvílíkum erfiðleikum það sé háð
að ráðast í slíkt fyrirtæki þar sem
íslensk bókaútgáfa geti ekki geng-
ið að neinum stofnlánum. »Það
sætir raunar furðu,« segir hann,
»að bókaþjóðin skuli búa svo að
þessari grein að telja jafnframt
sæmandi að leggja söluskatt á
bækur.« Undir þetta er óhætt að
taka. Og það kröftuglega. Þeir,
sem fara með fjármuni þjóðarinn-
ar, ættu að kynna sér muninn á
hugtökunum »eyða« og »verja«.
Því miður er hér miklu eytt en
litlu varið.
Þó bók þessi, sem nú er orðin að
veruleika, sé stórvirki er saga
verksins næstum undursamlegri:
Maður á efra aldri sest við skrif-
borðið og tekur að snúa á ísiensku
erlendri orðabók. Nokkru síðar
eru tuttugu komnir í verkið! Segir
ekki Lao-Tse að margra mílna
ferð byrji á einu skrefi?
Auðvitað er hægt að vega og
meta hlutina á marga vegu. Mér
sýnist þetta verk vera — hvernig
sem á það er litið — mesta fyrir-
tæki sem íslensk bókaútgáfa hefur
ráðist í og lokið við seinustu ára-
tugina. Það á örugglega eftir að
koma mörgum að gangi.
A FOSTU
Óskabækur unglinganna í fyrra og hittifyrra voru Viltu byrja
með mér? og Fjórtán . . . bráöum fimmtán — sögurnar um
Elias Þór Árnason eftir Andrés Indriðason. Bráðfyndnar sögur
um vandræðalegan strák og hressar stelpur.
Núerkominný!
TÖFF TÝPA Á FÖSTU tekur upp þráðinn haustið '83 þegar
Elias Þór byrjar i 8. bekk — en þráðurinn er bara ekki sá sami:
Mamma og Elías eru flutt í nýtt hverfi og Elias byrjar í nýjum
skóla með krökkum sem hann hefur aldrei séð. Þá er málið aö
koma vel fyrir, vera töff, svalur að slást, djarfur að breika,
ódeiguraðveifaflöskuogtröllavindli. . . þó mann langi mest
til aö skriða i felur niðri i geymslu. Best af öllu væri þó að sýna
nýju félögunum hana Evu, hlaupaspiruna af Skaganum — þá
gæti enginn efast lengur um að Elias væri Töff týpa á föstu!
Bækurnar um Elías Þór eru heillandi skemmtilegar og mjög
vel skrifaðar bækur sem sýna líf unglinga í Reykjavik á lifandi
hátt. Þær eru sjálfstæöar bækur hver um sig en segja þó eina
sögu saman: söguna af þvi hvernig Elias finnur sjálfan sig.
Snjallar myndir Önnu Cynthiu Leplar gefa bókunum aukið
gildi.
Bækur Andrésar hafa verið söluhæstu unglingabækurnar
undanfarin ár. Þær bregöast ekki.
Verökr. 548.—
Félagsverð kr. 466. — k i
|M| ijcfum cfóðar bœkur
Mál IMI og menning
Hvað getur
maður sagt?
Bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Umberto Eco:
Nafn rósarinnar.
Þýð. Thor Vilhjálmsson.
494 bls. Svart á hvítu.
Nafn rósarinnar er mikil bók og
fræg. Hið síðara reyndar í þvílík-
um mæli að eðlilegast virðist að
dagblaðsgagnrýnandi norður í
Ultima Thule bukki sig virðulega
og skrifi hundrað dálksentímetra
af halelúja. Eins og fram kemur á
bókarkápu gerir heimsbók-
menntaelítan það. Anthony Burg-
ess segir halelúja. Der Spiegel seg-
ir halelúja. Einnig New York Tim-
es Book Review og Books and
Bookmen og síðast en ekki síst:
Illugi Jökulsson segir halelúja.
Hvað getur maður sagt?
Staðreyndir málsins eru þær, að
hér er á ferðinni bók sem hvar-
vetna hefur orðið metsölubók og
selst í milljónum eintaka, bók sem
er almennt viðurkennd sem bók-
menntalegt stórvirki.
Og um hvað fjallar þessi mikla
bók? Margt, auðvitað. Höfundur
sjálfur segir í formála að hún
fjalli um bækur, aðrir segja að
hún fjalli um allt. í formála Ecos
segir að hún sé byggð á handriti
munksins Adso frá Melk sem uppi
var á fjórtándu öld. Sagan er sögð
í fyrstu persónu og það er Adso
þessi sem er sögumaður. Hann er
sem gamall munkur að rifja upp
atburði er hann upplifði ungur.
Hin eiginlega atburðarás sögunn-
ar nær yfir sjö daga í lok nóvem-
ber árið 1327 og sviðið er klaustur
eitt einhversstaðar þar sem landa-
mæri Ítalíu og Frakklands eru nú.
Frásögnin er á tveimur hæðum,
þ.e. annars vegar er verið að fjalla
um trúarlegar og pólitískar deilur
innan kirkjunnar, en hins vegar
um dularfull sakamál. Adso hinn
ungi er fylgisveinn fransiskana-
munks frá Bretlandseyjum, Vil-
hjálms af Baskerville og eru þeir
tvímenningar greinilega afsprengi
þeirra Watsons og Sherlocks
Holmes úr sögum Arthur Conan
Doyles. Vilhjálmur hefur fengið
það verkefni að undirbúa fund
andstæðra fylkinga í trúardeilun-
um í klaustrinu, en vegna líkfund-
ar þar á staðnum strax á fyrsta
degi er honum einnig falið að
rannsaka sérstætt sakamál. Það
LAUGAVEGI 61-63
SÍMI 14519
~Arrow*“
Vandaóar skyrtur
í öllum stæröum