Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Hver var Jesús? Bókmenntír Sigurjón Björnsson Dr. ('harles Francis Potter: ÁRIN ÞÖGLU í ÆVI JESÚ. Árelíus Níelsson og Gísli Olafsson þýddu. Bókaútgáfan Þjóósaga. Reykjavík 1984. 173 bls. Bókaútgáfan Þjódsaga tileinkar þessa mjög svo athyglisverðu bók ári Biblíunnar á fslandi, sem senn er liðið. Er annar þýðandi hennar fv. prestur íslensku þjóðkirkjunn- ar. En í þessari bók er mörgum mikilvægum spurningum og efa- semdum varðandi hefðbundna boðun kristninnar varpað fram. Lestur hennar mun sjálfsagt gleðja suma og vekja forvitni þeirra, öðrum mun hún að líkind- um valda áhyggjum eða gremju. Höfundur, sem skilja má að sé prestlærður, þó að ekki sé hann kynntur hér, skýrir frá því að allt frá árinu 1945 hafi menn verið að finna mikinn fjölda handrita og handritabrota suður í ísrael, eink- um í svonefndum Kumran-skorn- ingum, skammt frá Jerúsalem. Þessi handrit eru talin vera leifar úr bókasafni svonefndra Essena. En samkvæmt fornum heimildum voru Essenar þessir róttækur trú- arflokkur, sem uppi var á dögum Jesú. Þeir lögðu stund á klaustur- lifnað. Engá einkaeign máttu þeir eiga, allt var monnum sameigin- legt. Þeir ástunduðu guðrækni, einfalt líf, bróðurkærleika og iðju- semi. Þeim var viðbrugðið fyrir fagurt og göfugt líferni og frið- semi í hvívetna. Nú hefur komið i ljós við lestur þessara handrita, að efni þeirra svipar mjög til kenninga Jesú eins og þær birtast i Nýja Testament- inu, jafnvel svo að orðfærið er á stundum hið sama. Þar mun t.a.m. vera að finna allt inntak Fjallræð- unnar. Þar sem þessi rit virðast vera skráð fyrir daga Jesú getur ekki verið um áhrif frá honum að ræða í þessum essensku kenning- um, heldur hið gagnstæða. j því sambandi vaknar að sjálfsögðu spurningin: Hvernig var sambandi Jesú við Essena háttað? Tilgáta höfundar er að „Árin þöglu í ævi Jesú“, þ.e. 18 árin frá tólf ára aldri til þrí- tugs, hafi verið námsár hans hjá Essenum. Hann hafi þar setið við fótaskör fræðimanna og ausið úr vísdómslindum hins mikla bóka- safns þeirra. Þessi ályktun er m.a. studd því að Nýja Testamentið sýni að Jesús hafi verið hámennt- aður og víðlesinn maður. Þegar svo þessum námstíma lauk tók Jesús að predika fyrir lýðnum (en það var raunar ekki háttur Ess- ena) og boða sinn eigin skilning á essenskum kenningum. Þessar kenningar telur hann ekki koma að öllu leyti réttar til skila í því Nýja Testamenti, sem við höfum. í fyrsta lagi sé það ekki ritað fyrr en löngu síðar og við- horf manna og skilningur þeirra á Jesú hafi breyst mjög mikið I millitíðinni. Og í öðru lagi sé í Nýja Testamentinu einungis hluti þeirra rita sem þar ættu að vera. Hér gerist ekki tóm til að rekja rökstuðning höfundar fyrir þessu. Lesandinn verður að kynna sér hann sjálfur. En ályktanir hans kunna að koma mörgum nýstár- lega fyrir sjónir. Þessar eru helst- ar: Jesús var maður, raunar göfug- asti maður sem sagan greinir frá. Hann var mannssonur, en ekki fremur guðssonur en allir menn. Hann var ekki eingetinn og mey- fæðingin er goðsögn, sem síðar er til komin. Hann steig ekki niður til heljar og reis ekki upp frá dauðum á þriðja degi. Og ekki gekk hann um meðal manna í lík- amanum eftir dauðann. Persónu- leiki Jesú var óviðjafnanlega göf- ugur og fullkominn. Þar i er leyndardómur og sérstæði krist- indómsins fólginn. Sá leyndar- dómur verður aldrei ráðinn af guðfræðinni, heldur af sálfræði- legum vísindum. Ekki er ég þess umkominn að leggja mat á traustleika þessara víðdrægu sjónarmiða höfundar. Um það verða aðrir að fjalla. Von- andi er að svo verði að þessi bók verði því upphaf að hreinskilnum og heiðarlegum skoðanaskiptum. Raunar krefst bókin þess, svo mikil rök sem höfundur færir að máli sínu. Hins vegar get ég sem leikmað- ur látið í ljós álit mitt á fáeinum atriðum, sem varða trúverðug- leika höfundar. Engum vafa er bundið að hann er mjög fróður um viðfangsefni sitt, enda virðist hann hafa lagt stund á þessi fræði um langt árabil. Þá er bókin ljós í framsetningu og auðveld aflestr- ar. En jafnframt eru á henni gall- ar, sem fallnir eru til að vekja efa- semdir. Höfundur ritar í talsverð- um ádeilustíl. Honum er bersýni- lega allmikið niðri fyrir. Alltaf er hætt við því að mönnum sem svo er farið kunni að vera skreipt á röksemdafærslunni og full djarfir í staðhæfingum. Ekki verður því neitað að röksemdafærslan er á stöku stað nokkuð laus í reipun- um. Þá á höfundur það til að vera með útúrdúra, sem erfitt er að sjá að komi málinu mikið við. I einum af slíkum útúrdúr rakst ég á und- arlegar staðhæfingar. Á bls. 44 ræðir hann um koine-grísku og segir hana vera „sambland ýmissa tungumála — þó einkum grísku" og „koine var sameiginlegt mál þeirra tima, eins konar esp>er- anto“. Hvað segir grískufræðingar um þetta? Á sömu bls. er staðhæft að menn hafi ekki gert sér ljóst fyrr en á 20. öld að „hið svonefnda gríska Nýja Testamenti var ekki ritað á klassískri eða bókmennta- legri grísku heldur á venjulegu koine“. Þá er ég illa svikinn ef þetta er rétt. Og undarlegt þykir mér að lesa þetta hjá manni, sem segist hafa lært klassíska grísku í átta ár. Auðvitað er þetta óvið- komandi meginniðurstöðum höf- undar. En mér er svo farið, að rek- ist ég á eina rangfærslu, er mér ekki grunlaust um nema fleiri kunni að finnast. Þýðing bókarinnar er lipur og áferðarfalleg, eins og vænta mátti. Samt varð ég var við fáein minni háttar lýti, sem ég vil tína til í lokin. Það kann að mega virða mér til smámunasemi. Á bls. 19 stendur: „Sagnfræð- ingarnir Philo, Jósefus og Pliny.“ Hví ekki Plinius? er einhver þörf á enskri stafsetningu á þessu eina nafni? Á bls. 37 er rætt um glatað rit Philos, sem menn hafa þó titil á. Það kallast hér „Apology for the Jews“ og er íslensk þýðing í svig- um. Aldrei var þetta enskt rit, svo að tilgangurinn með enska titlin- um er ekki augljós. Sama er að segja um rit Efsebíusar. Á bls. 151 eru skammstafanirnar „B.C. (f.Kr.) og A.D. (e. Kr.).“ B.C. er auðvitað skammstöfun fyrir Be- fore Christ og A.d. fyrir Anno Domini. Hvaða erindi á skamm- stöfunin B.C. í íslenska bók? Og að lokum: Hver er ástæðan fyrir því að alls staðar stendur „Death Sea Scrolls" í stað „Dead Sea“? Er það frá höfundi komið? Jólafrí á loðnunni 425.000 lestir veiddar á vertíðinni JÓLAFRÍ er nú hafió á loónuveiðun- nm, en veióar mega hefjast aó nýju 4. janúar næstkomandi. í gær voru síóustu fimm bátarnir á leió í land meó afla, en óheimilt var að halda til veióa eftir 17. þessa mánaóar. Tveir bátar hafa nú þegar lokið kvóta sín- um, Svanur RE og Grindvíkingur GK. Alls eru um 425.000 lestir komnar á land á vertíöinni. Auk þeirra, sem getið var í Morgunblaðinu á sunnudag, til- kynnti Sjávarborg GK um afla á laugardag, samtals 730 lestir. Á sunnudag tilkynnti Sæberg SU um afla, samtals 530 lestir. Á þriðju- dag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Svanur RE, 500, Huginn VE, 600, Júpíter RE, 1.000, Guðmund- ur RE, 920, Grindvíkingur GK, 800, Heimaey VE, 270 og Þórs- hamar GK, 500. í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Börkur NK, 520, Sæberg SU, 300, Pétur Jónsson RE, 600, Guðmundur ólafur ÓF, 200. Bergur VE var á leið í land síðdegis í gær, en hafði ekki gefið upp afla sinn. BARNAHÚSGÖGN OLE ZORILLA PANTER Panter stóll kr. 769.- Panter borö kr. 1.290.- Zorilla teiknipappírsrúlla kr. 489.- •■ '•V && ÆNNART Hamster sófi kr. 790.- Borö kr. 739.- Bekkur kr. 595.- Bubbla leiktjald kr. 1.695. MICKEL HAGKAUP SKEIFUNNI 15. SÍMI 68-65-66 Lennart kr. 495.- Mickel kr. 329.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.