Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Þorsteinn Ö. Stephen-
sen — Afmæliskveðja
Einn af þeim mönnum sem hæst
ber í íslenskri leiklistarsögu,
Þorsteinn Ö. Stephensen, er átt-
ræður í dag. Það er náttúrunnar
lögmál að hin síðustu ár höfum við
séð minna til Þorsteins á sviði og
sjaldnar heyrt til hans í útvarpi
en áður var. Og þó mun engum,
sem eitthvað varðar og einhverju
skiptir menning þessa litla ey-
lands, blandast hugur um, hvílíkt
stórveldi Þorsteinn hefur verið í
okkar leiklist og er enn. Hann
kemur inn í leiklistina, þegar hún
er borin uppi af hugsjón og fórn-
fýsi og leitun á ótraustara — og í
raun óhæfara lifibrauði, segir
skilið við sitt háskólanám (hann
er einn af þeim, sem við getum
þakkað fyrir að hafa ánetjast
Thaliu í skóla), brýst til annarra
landa þar sem skipulagt og virt
nám var fyrir hendi í þessari
listgrein og er einn hinna fyrstu,
sem kemur síðan heim til að hefj-
ast handa með leiknám að baki.
Þá er ekki að neinni atvinnu-
mennsku að hverfa og Þorsteinn
Ö. tók að sér þularstarf í ríkisút-
varpinu að aðalstarfi — hann átti
fyrir stórri fjölskyldu að sjá — og
varð einn vinsæíasti útvarpsmað-
ur okkar svo sem alþjóð er kunn-
ugt. Auk þess lék hann á hverju
ári eitthvað með Leikfélagi
Reykjavíkur, þegar þetta tvennt
rakst ekki á. Það stoðar lítt að
rifja upp slíka sögu fyrir ungum
leikaraefnum sem nú á dögum
koma út úr skólum og kvíða verk-
efnaleysi — veraldarhjólið snýst
of ört til að menn geti sett sig
fyllilega inn í þessa ekki svo mjög
fjarlægu tíð á hverjum tíma. í
rauninni er aðeins eitt haldreipi
til þess og það er að gera meiri
kröfur til sjálfs sín en annarra.
Þar hygg ég Þorsteinn sé mér
sammála og sé þess gætt í nútíð-
inni, held ég yfir allan efa hafið,
að hinn ungi leikari hefur að allt
öðru og meiru að hverfa í dag en
fyrir fimmtíu árum, þegar Þor-
steinn Ö. stóð á krossgötum,
braust út til náms og stóð enn á
krossgötum heim kominn.
En þetta með krðfurnar til
sjálfs síns lærist kannski ekki fyrr
en á löngum ferli. Sá agaði lista-
maður — sá yfirburða listamaður
vil ég segja — sem Þorsteinn með
árunum varð — sá listamaður
stökk ekki alskapaður og full-
þroska fram úr skóla eins og sum-
ir ímynda sér að hægt sé að gera
nú á dögum (og fjölmiðlum hættir
til að ýta undir þessa skoðun fyrir
nýjabrunns sálir, þannig að ungt
og efnilegt fólk týnir áttum og
heldur að það hafi fundið upp
púðrið). Eftir árastarf sem þulur
tók Þorsteinn Ö. að sér að stjórna
barnatíma útvarpsins og loks varð
hann fyrsti leiklistarstjóri þess.
Hann hefur því allan sinn starfs-
aldur fyrst og fremst verið út-
varpsmaður. Þessu hefur fylgt, að
í rauninni fengum við of sjaldan
að njóta hæfileika hans á sviði og
má það vera til marks um snilli
hve mikið hefur greypst óafmá-
anlega í okkur, þegar Þorsteinn
kom þar. Hitt vannst í staðinn, að
enginn maður varð jafn mikill sér-
fræðingur í samspili raddar og
hljóðnema — og Þorsteinn var
orðsins leikari í öðrum meiri.
Margir hafa lýst list Þorsteins
Ö. og oft — þeirra á meðal sá, sem
hér heldur á penna — og er það
mjög að vonum að sé freistandi,
svo auðugt mannþing, sem gefur
að líta — og heyra. Þarna eru
skapvitrir hugsjónamenn og
aumkunarverðir fáráðar, afburða-
menn í glímu við höfuðskepnur og
minnstu rök og hinn venjulegi
maður með sitt domt, ögn spaugi-
legur kannski eins og við erum
flest eða svolítið lítilsigldur gagn-
vart hinum stóru spurningum —
m.ö.o. mannlegur fyrst og fremst.
Þarna er Arnas Arneus, Jeppi,
Brynjólfur biskup, Björn hrepp-
stjóri í Fjalla-Eyvindi, Davíðsen
konsúll, Absolon Beyer, Njú Kína-
prins, Kammerráð Kranz, Jean
Valjean Vesalinganna, Sloper
læknir, annað jóðið hans Odds,
skóarinn hans Jökuls (og reyndar
Davíð í sumrinu líka), þingmaður-
inn hans Agnars í kjarnorkunni,
kennarinn í Crocker-Harris í
Browningþýðingunni að ógleymd-
um pressaranum í Dúfnaveisl-
unni. Eða mannmergðin í útvarp-
inu af enn öðrum toga og gerðum.
Til þess að lýsa kennileitum í
list Þorsteins þarf annað rými en
hæfir í lítilli afmæliskveðju. Hins
vegar langar mig að nota hér
tækifærið að minnast á það leik-
listarstarf Þorsteins sem í raun
réttri er hans ævistarf: leikhús-
stjórn í því leikhúsi, sem náði þá
til flestra landsmanna og gerir
kannski enn. Hér á landi þykir
fínt að finna að, það fellur inn í
goðsöguna um gáfurnar sem þessi
þjóð á að vera svo ríkulega gædd
— og sitthvað þótti nú aðfinnslu-
vert þá. En seinn til áræðis verður
Þorsteinn Ö. Stephensen ekki
sagður: við blasir lífsverk list-
rænnar dirfsku og listræns metn-
aðar, þar sem á hverjum vetri var
ráðist í stórvirki eftir stórvirki og
ekki kannski síst um vert hversu
mörgum hátindum sígildra leik-
bókmennta var skilað okkur og
gert að eign okkar í fyrsta sinn á
þessum árum. Og það var ekki
leikið fyrir daufum eyrum: fjöl-
skyldurnar sátu saman við tækin
sín og þetta voru helgistundir,
sem mótuðu lífsviðhorf manna og
verðmætamat. Þarna var reisn,
kjarkur, dómhæfni og listrænn
skilningur.
Þessar linur eru skrifaðar á Ak-
ureyri, þar sem landshornaflakk-
arinn marghýddi, Sölvi Helgason,
fyllir þanka mína dag og nótt. Þá
sem eru minni máttar og utan-
garðs hefur Þorsteinn ævinlega
átt auðvelt með að skilja. En líka
þá listhneigð, sem býður öllu
byrginn og brýst fram — kannski
stundum af meiri ofstopa en hóg-
værð — brýst fram þvert ofan í
allar aðstæður — af því að listin
er heilög köllun. Vegna þess að list
Þorsteins Ö. Stephensen hefur
ævinlega verið borin uppi af
mannúð.
Ég sendi Þorsteini og hans list-
fengu fjölskyldu hugheilar árnað-
aróskir. Það hlýtur að vera gaman
að verða áttræður og hafa gert
svona mörgum gott í sinni.
Sveinn Einarsson.
I dag þegar Þorsteinn ö. Steph-
ensen leikari fyllir áttatíu ár er
það með einlægri virðing og þökk
sem Félag íslenskra leikara sendir
honum sínar bestu heillaóskir. ís-
lenskir leikarar eiga honum skuld
að gjalda, bæði í listrænu og fé-
lagslegu tilliti, sem aldrei verður
að fullu goldin.
Það væri hrein fásinna að ætla
sér í þessari klausu að gera nokk-
ur viðhlítandi skil þeim merka
þætti sem Þorsteinn hefur átt í
leiklistarmálum íslendinga. Er
þess að vænta að þeirri sögu verði
gerð skil af þeim sem til þess eru
betur hæfir. Aftur á móti er mér
það Ijúft og skylt að nefna hér
þann hlutann af lífsstarfi Þor-
steins Ö. Stephensen sem snýr að
félagsmálum íslenskra leikara þó
aðeins í stuttu máli sé. Mun á eng-
an hallað þó sagt sé að Þorsteinn
hafi verið einn aðalhvatamaður-
inn að stofnun Félags íslenskra
leikara. Var hann enda kosinn
fyrsti formaður þess og gegndi því
starfi fyrstu sjö árin. Islenskir
leikarar búa enn að því starfi sem
þá var unnið og aldrei verður full-
þakkað.
Enda þótt með tímanum hafi
Þorsteinn Ö. Stephensen sem Pressarinn í Dúfnaveislunni.
færið og þakka fyrir mig, að hafa
fengið að starfa með honum og
læra af honum, bæði í félagsmál-
um og í starfi hans sem leikari.
f.h. Félags íslenskra leikara,
Sigurður Karisson.
Þorsteinn ö. Stephensen er átt-
ræður í dag. Einn okkar mikil-
hæfustu leikara, sem um áratuga
skeið hefur auðgað tilveru leik-
húsgesta og útvarpshlustenda; sá
leikari, sem við Oll, utan leikhúss
og innan virðum ekki aðeins sem
einn af frumkvöðlum íslenskrar
atvinnuleiklistar, heldur einnig
sem einn gáfaðasta og fjölhæfasta
listamann okkar — og er þá
reyndar rétt að minna á þá hneisu,
að þjóðin skuli enn ekki hafa séð
heimkomuna. 1934 lék hann fyrstu
stóru hlutverkin: Jeppa á Fjalli og
Dag Vestan í Straumrofi Laxness
við góðan orðstír. Þorsteinn lék
síðan svo til óslitið með Leikfélag-
inu allt fram undir 1970 og gegndi
auk þess forystu- og stjórnarstörf-
um, var m.a. formaður félagsins í
tvígang. Þegar Þjóðleikhúsið tók
til starfa 1950 og við lá, að Leikfé-
lag Reykjavíkur yrði lagt niður,
skipaði Þorsteinn sér í sveit for-
ystumanna félagsins og hóf starf-
semina til vegs og virðingar á
næstu árum, þótt hann léki reynd-
ar einnig í Þjóðleikhúsinu strax
við vígslu þess Björn hreppstjóra í
Fjalla-Eyvindi og Arnas Arnæus í
í slandsklukkunni.
Á leikferli sínum hefur Þor-
steinn sjaldan, ef nokkurn tíma
brugðist og þegar skoðaðir eru
aðrir menn tekið við forystustörf-
um í félaginu hefur Þorsteinn alla
tíð verið virkur félagsmaður og
látið sig varða hvernig unnið hef-
ur verið að þeim markmiðum sem
því voru sett í öndverðu og enn eru
í fullu gildi. Á þessu fékk undirrit-
aður að kenna þegar Þorsteini
þótti ungir menn ara offari í að
breyta og bylta því sem þeim þótti
úrelt og gamalt í félaginu. Vorum
við Þorsteinn þá settir saman í
nefnd til að jafna ágreininginn, og
þó ekki verði sagt að þau nefnd-
arstörf hafi gengið átakalaust, var
það mikil og dýrmæt reynsla fyrir
byrjandann þegar Nestorinn tók
hann á hné sér og leiddi hann í
ýmsan sannleika um félagsmál
leikara. Samt sem áður tókst
okkur ekki að verða sammála um
alla hluti í nefndinni og varð aðal-
fundur að skera úr um sumt. Tel
ég mér skylt að játa það hér og nú
að betur hefði ég tekið meira mark
á efasemdum Þorsteins um ágæti
ýmissa þeirra breytinga sem þá
voru gerðar (þú veist hvað ég
meina, Þorsteinnl).
Um leið og ég flyt Þorsteini
bestu árnaðaróskir frá Félagi ís-
lenskra leikara ásamt þakklæti
fyrir störf hans vil ég nota tæki-
sóma sinn í að veita honum heið-
urslaun listamanna. Mig langar,
Þorsteinn, að senda þér fáein
kveðjuorð á þessum degi og þakka
þér einstaklega ánægjulega sam-
vinnu og kynni á liðnum árum,
fyrst á Leiklistardeild útvarps og
síðan í starfi á leiksviði Þjóðleik-
hússins.
Ekki ætla ég að rekja hér til
neinnar hlítar leik- eða starfsferil
Þorsteins en strax í menntaskóla
vakti hann athygli fyrir leikhæfi-
leika, fór síðan utan til náms við
Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn og hóf leik með Leik-
félagi Reykjavíkur strax eftir
leikdómar um hann, er hrannað
þar upp hrósyrðum af slíkri rausn,
að fylla mætti lesendur efasemd-
um, ef ekki hefðu sjálfir sann-
reynt réttmæti þeirra. Tvívegis
hlaut hann Silfurlampann, viður-
kenningu íslenskra leikgagnrýn-
enda: fyrir leik sinn sem Crocker-
Harris í Browning-þýðingunni
1957 og fyrir pressarann í Dúfna-
veislu Laxness 1966. Meðal ann-
arra stórra og minnisverðra hlut-
verka hans má nefna Brynjólf
biskup í Skálholti, Wilkins dóm-
ara í gamanleiknum Elsku Rut,
sem ég reyndar nefni hér af því að
þar sá ég Þorstein fyrst á leik-
sviði, þá sex ára gamall, og er mér
enn minnisstætt; Lenna í leikrit-
inu Mýs og menn, Róbert Belford í
Marmara, Krans kammerráð í
Ævintýrinu, Jean Valjean í Vesal-
ingunum, Þorleif alþingismann í
Kjarnorku og kvenhylli, gamla
manninn í Stólunum og Davíð í
Sumrinu ’37 og er þó fátt eitt talið.
Á síðustu árum hefur Þorsteinn
verið alltof sjaldséður á leiksviði,
síðast lék hann Firs í Kirsuberja-
garðinum hjá LR 1980 og örnólf í
Stundarfriði Guðmundar Steins-
sonar í Þjóðleikhúsinu 1979—’81.
Fyrir þann tíma langar mig sér-
staklega að þakka þér, kæra af-
mælisbarn og félagi. Vinnan við
Stundarfrið er einhver ánægju-
legasta endurminning undirritaðs
úr leikhússtarfi og ekki síður ferð-
irnar og vináttan, sem í kjölfarið
fylgdi. Reyndar starfaði ég með
Þorsteini á Leiklistardeild útvarps
um skeið og aðdáun mín á honum
sem listamanni var rótgróin en
það var í raun ekki fyrr en í ferða-
íogunum um þvera og endilanga
Evrópu að mannkostir hans birt-
ust mér til hlítar. Við sem mótuð-
um fjöldskylduna brjóstumkenn-
anlegu í leikritinu hans Guðmund-
ar urðum reyndar sjálf eins og
stór fjölskylda á þriðja ár vegna
tíðra ferða á leiklistarhátíðir er-
lendis, sýninga, enduræfinga og
loks sjónvarpsupptöku. Aldrei féll
þar styggðaryrði og ekki var
streitunni fyrir að fara í fjölskyld-
unni þeirri, þar áttir þú stóran
hlut að máli, Þorsteinn. Ógleym-
anleg er okkur rík kimnigáfa þín
og hlýja, sem yljaði okkur og kætti
á löngum og erfiðum ferðum.
Þegar flett er leikdómum um af-
rek Þorsteins á leiksviðinu, rek-
umst við aftur og aftur á orð eins
og höfðinglegur, snjallmæltur,
háðskur, heill, hnitmiðaður og
sannur. Með góðri samvisku og svo
langt sem leikhúsreynsla mín og
minni nær, tek ég í lotningu undir
þessi ummæli en þau eiga svo
sannarlega ekki síður við manninn
á bak við hlutverkin. Vilji maður
endilega leita uppi einhverjar að-
finnslur, má segja, að líkamleg til-
þrif hafi ef til vill ekki verið meðal
fyrirferðarmestu þáttanna í leik
Þorsteins, enda lítt ginnkeyptur
fyrir kollsteypum og handahlaup-
um ýmissa yngri spámanna úr
röðum svonefnds hreyfileikhúss,
sem ég held reyndar að Þorsteinn
af sinni alkunnu kímni hafi fyrst-
ur manna nefnt „svitalyktarleik-
hús“. Meðferð Þorsteins á íslensku
máli í leik og utan hefur nálgast
það að vera óaðfinnanleg og allra
manna best kann hann þann gald-
ur í list sinni, að vera eðlilegur,
geta látið hverja setningu hljóma,
sem væri hún að kvikna í fyrsta
sinn á sviðinu þá stundina, hugsuð
af viðkomandi persónu og óhugs-
andi í munni annarra.
Kæra afmælisbarn, ég vona, að
þú sért búinn að fyrirgefa mér
það, þegar ég lét hífa þig upp und-
ir rjáfur í Þjóðleikhúsinu á rós-
rauðu skýi í Góðu sálinni og dúsa
þar dágóða stund kvöld eftir kvöld
og að ég skuli ekki enn hafa komið
í verk, að endurnýja kynni mín af
pressaranum góða nema i leik-
lestrarformi á friðarsamkomu í
fyrra. En ég veit að ég mæli fyrir
munn okkar allra í Stundarfriðs-
fjölskyldunni og gömlu félaganna
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þegar
ég óska þér alls góðs á ókomnum
árum um leið og ég vona, að við
eigum enn eftir að njóta krafta
þinna á leiksviðinu, ekki bara einu
sinni heldur oft.
Stefán Baldursson