Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
LSD
eða lýsergíð
Hugsanir fara úr böndum
og alls konar skynbrenglanir fylgja
I»essi grein um LSD eða lýsergíð
eftir próf. l»orkel Jóhannesson
er hluti úr bók um vímugjafa
undir heitinu „Lyfjafræði mið-
taugakerfisins", sem kemur út
innan skamms á vegum mennta-
málaráðuneytisins og Háskóla
íslands. I»etta er heimildartexti,
skrifaður fyrir læknanema og
framhaldsskólanemendur svo
og aðra, en kennsla í líffræði-
legum greinum hefur mjög farið
í vöxt í framhaldsskólum á
seinni árum. Kaflann um LSD
hefur Mbl. fengið til birtingar
með tilliti til frétta um að nú sé
þetta efni aftur farið að berast
til landsins eftir um áratugs hlé.
Lýsergíð (LSD) og efni
með lýsergíðlíka verkun
Langþekktast efna í þessum
flokki er lýsergíð (A). Af öðrum
efnum með lýsergíðlíka verkun
verður lítillega minnst á lýserg-
sýruamíð, psílócín (psílócýbín),
meskalín og fáein efni önnur (B).
A. Lýsergíð (LSD; lýserg-
sýrudíetýlamíð)
í sveppi, er á íslensku hefur ver-
ið nefndur korndrjóli (Claviceps
purpurea) og vex einkum á rúgi,
en einnig á fleiri korntegundum,
er að finna fjöldann allan af efn-
um, sem áhugaverð eru m.a. til
lyfja. Úr korndrjóla eru þannig
unnin a.m.k. tvö lyf, sem velþekkt
eru til lækninga. Nefnist annað
ergótamín (enska heitið á
korndrjóla er ergot), en hitt erg-
ómetrín). Ergótamín er notað við
meðferð á mígreni og ergómetrín
er einkum notað til þess að draga
saman leg eftir fæðingu. Bygg-
ingarsteinninn í ergótamíni og
ergómetríni er sýra, nokkuð flók-
innar gerðar, er nefnist lýserg-
sýra. Lýsergsýra inniheldur köfn-
unarefni og er þannig í senn
plöntubasi og lífræn sýra. Út frá
lýsergsýru, sem unnin hefur verið
úr korndrjóla, svo og ýmsum lýs-
ergsýrusamböndum, sem þar er að
finna, hafa verið framleidd mörg
ný lýsergsýrusambönd. Sum
þeirra eru notuð til lækninga. Eitt
þessara sambanda er lýsergsýru-
díetýlamíð, sem oftast er nefnt
lýsergíð eða LSD. í þessum texta
er efnið nefnt lýsergíð.
Árið 1938 samtengdi (bjó til)
svissneskur vísindamaður lýsergíð
út frá lýsergsýru. Hann hafði von-
ast til þess, að efni líkrar gerðar
og lýsergíð gætu haft verkun á
borð við pentetrazól og píkrótoxín.
Um það bil fimm árum síðar fékk
þessi sami maður af vangá ofan í
sig eftir því, er næst varð komist,
mjög lítið magn af lýsergíði. Hann
var þá við vinnu í rannsóknastofu
sinni. Honum varð svo við, að
hann kenndi svima og óróa og
ákvað að fara heim og hvílast.
Kominn heim lagðist hann fyrir
og fannst sem hann væri drukkinn
og liði ekki illa. Það vakti þó at-
hygli hans, hve mikið flug hugs-
ana og hugmynda og mynda fór
um innri hugskot hans, þegar
hann lá með lokuð augu. Sérstak-
lega fannst honum sem hann
„sæi“ mikil tilbrigði lita og líkast
því sem allt í kringum hann væru
síbreytilegir litir á ferð og flugi.
Nokkru seinna tók hann í til-
raunaskyni um munn 260 míkróg
(1 míkróg = 1/1000 mg) af lýserg-
íði og varð fyrir svipuðum áhrif-
um og fyrr, en mun meiri og leng-
ur varandi. Af þessu gat hann
ályktað, að lýsergíð væri efni, er
hefði djúpstæða verkun á mið-
taugakerfið í mjög litlum
skömmtum við inntöku. Nú er vit-
að, að 250 míkróg er nokkuð stór
skammtur, þegar lýsergíð á í hlut.
Skömmu fyrir 1950 birtust
niðurstöður fyrstu vísindalegu at-
hugana á verkunum lýsergíðs hjá
mönnum. Þótti nú sýnt, að lýserg-
íð væri hið dæmigerða hugvíkk-
andi eða psýkedelíska lyf eða efni
og með því mætti hugsanlega
kanna „djúp sálarinnar", fá fyllri
upplýsingar um tilurð hegðunar
eða afbrigða í hegðunarmynstri
manna, svo og beita því við geð-
lækningar eða við könnun á uppá-
komu geðsjúkdóma.
Á árunum frá 1950 og fram yfir
1960 óx vegur lýsergíðs mjög með-
al ýmissa lækna, en einkum meðal
sálfræðinga og sumra rithöfunda
og listamanna. Sumir hinna síð-
artöldu rituðu á grundvelli sjálfs-
tilrauna hástemmdar lýsingar á
verkunum lýsergíðs og lýsergíð-
líkra efna. Þeir lýstu lýsergíðvím-
unni sem ferðum („trips") um
ókunna stigu innra sjálfs og sem
flugi um ytri víðáttur með ótal til-
brigðum skynjana og kennda. Lýs-
ingar þessar gefa í engu eftir lýs-
ingum „hassistanna" eða hrifn-
ingu manna yfir kókaíni á síðustu
öld. Þegar leið á 7. áratug þessarar
aldar, varð hins vegar deginum
Ijósara, að lýsergíði var mjög
vandstýrt og notkun þess, jafnvel í
venjulegum skömmtum, gæti leitt
til geðveikikenndra viðbragða með
„ekta“ rangskynjunum, mikils
ótta og árásarhneigðar og jafnvel
enn fleiri afbrigðilegra fyrirbæra
(„bad trips“). Það var læknum til
sóma, að þeir voru fljótir að leggja
lýsergíð fyrir róða við tilraunir á
mönnum og til lækninga. Eftir
stendur þó, að verkunarháttur
efna á borð við lýsergíð, þegar
þekktur verður til meiri hlítar en
nú er (sbr. á eftir), kann að varpa
Ijósi á orsakir truflana í starfsemi
miðtaugakerfisins, þar á meðal
geðsjúkdóma.
Lýsergíð er nær alltaf tekið um
munn. Nokkuð algengt er, að lýs-
ergíði sé dreift í formi taflna
(framleiddar ólöglega), sem ekki
sjaldan eru litaðar (rauðar, bláar),
eða innþornuðu í pappírsbútum,
sem einnig kunna að vera litaðir.
Slíkir pappírsbútar, er komu til
rannsóknar í Rannsóknastofu í
lyfjafræði og í var lýsergíð, eru
sýndir á mynd. Samtals hafa
Rannsóknastofunni borist 28 sýni
til rannsóknar með tilliti til lýs-
ergíðs á árunum 1972 og 1973.
Fjöldi sýna og dreifing eftir árum
bendir því til þess, að smygl og
dreifing á lýsergíði hafi aldrei ver-
ið mikil hér á landi og farið
minnkandi. Engar heimildir eru
um notkun lýsergíðs hér á landi
fyrir 1969.
Lýsergíð og flest efni með lýs-
ergíðlíka verkun eru nú felld undir
lög um ávana- og fíkniefni frá
1974. Er meðferð þeirra, sala og
dreifing bönnuð á íslensku yfir-
ráðasvæði nema það sé sérstak-
lega leyft. Sömu ákvæði gilda m.a.
um tetrahýdrókannabínól og
hvers konar kannabissamsetn-
ingar.
Á slangurmáli er lýsergíð gjarn-
an nefnt „sýra“ („acid"). Onnur
slanguryrði á ensku yfir lýsergíð
eru „cubes" og „sugar“. Á slang-
urmáli eru þeir, sem oft nota lýs-
ergíð eða sækjast eftir því, nefndir
„acid heads" eða „acid freaks“
(gætu væntanlega heitið „sýru-
fríkarar“ á íslensku slangurmáli).
Eftir gjöf lýsergíðs eru ókyrrð
og auknar hreyfingar áberandi
hjá flestum tilraunadýrum.
Ókyrrð eftir gjöf lýsergíðs í til-
raunum með ýmis dýr og sú stað-
reynd, að amfetamín hefur sam-
verkandi verkun við lýsergíð og
klórprómazín andstæða verkun, er
forsenda þess, að teija megi lýs-
ergíð hafa örvandi verkun á mið-
taugakerfið. Lýsergíð kann og að
breyta hegðunarmynstri dýra.
Þannig virðast kettir, sem gefið er
lýsergíð, hræðast mýs, og fiskar
synda lóðrétt í vatni (rangskynj-
anir?).
Minnsti skammtur af lýsergíði
við inntöku, sem myndi hafa
merkjanlega verkun á menn, er á
Dr. Þorkell Jóhannesson
bilinu 20—40 mígróg. Við tilraunir
eru venjulega notaðir allmiklu
stærri skammtar eða 1—2 míkró-
g/kg líkamsþyngdar (oft sem næst
100 míkróg.) Eftir töku þessa
skammts myndi hámarksþéttni í
blóði verða eftir 'h—1 klst., en
minnka smám saman á næstu
klukkustundum. Lýsergíð myndi
þó enn vera mælanlegt í blóði eftir
8-10 klst.
Eftir töku lýsergíðs (100 míkr-
óg) yrði fyrstu einkenna að öllum
likindum vart um það bil 15—30
mín. síðar. Blóðþrýstingur hækk-
ar, líkamshiti hækkar, tíðni hjart-
sláttar eykst, öndunartíðni eykst,
klígja kemur fyrir og ef til vill
uppsala, víkkun sjáaldra, skjálfti
og doði, ósamræmi í hreyfingum
og kvíði eða spenna. Fleiri fyrir-
bæri og einkenni mætti og telja.
Eiginleg víma byrjar um það bil
30 mín. eftir töku lýsergíðs eða ef
til vill aðeins fyrr.
Víman byrjar gjarnan með því,
að hlutaðeiganda finnst sem
margs konar kenndir og hugsanir
bærist með honum saman eða
hverjar á fætur annarri. Oftast er
vellíðan þó ríkjandi. Hugsanir
fara úr böndum og virðast koma
og fara stjórnlítið eða stjórnlaust.
Atriði, sem áður skiptu litlu máli,
fá nú ef til vill miklu dýpra og
meira gildi. Maðurinn kann að
vera spenntur og í viðbragðsstöðu
gagnvart því ástandi, sem hann er
í. Óft dregur hann sig í hlé og
situr eða liggur með augun aftur
til þess að reyna að hemja hugsan-
ir sínar og kenndir. Þegar lengra
líður á (eftir ca. 1—2 klst. eða
fyrr), fara skynbrenglanir að
verða ríkjandi.
Skynbrenglanir eru margs kon-
ar. Tímaskyn brenglast (tíminn
líður seinna en ella) og fjarlægð-
arskyn. Heyrnin verður skarpari
og ef til vill bragð. Langmest áber-
andi eru þó brenglaðar sýnir, svo
sem á litum, formi hluta og útliti
eigin líkama. Svokallaðar „eftir-
myndir" eru mjög viðloðandi (þ.e.
a.s. hlutir skilja eftir sig mynd
eftir að hætt er að horfa á þá) og
víxlskynjanir eru algengar. Venj-
an er, að rangskynjanir þessar eru
ekki „ekta“ rangskynjanir þannig,
að hlutaðeigandi veit, að þær eru
af völdum lýsergíðs. Á þessu stigi
kunna þó skynbrenglanir, oftast
eftir töku stærri skammta, en þó
einnig eftir töku venjulegra
skammta, að breytast í „ekta“
rangskynjanir. Ef það gerist, glat-
ar hlutaðeigandi skilningi á því,
hvers vegna hann er í þessu sér-
kennilega ástandi. Hann kann þá
að fyllast ótta, hræðslu, jafnvel
ofsahræðslu og ofsóknarkennd.
Þetta má skoða sem geðveikikennt
ástand, sem venjulega nær há-
marki um leið og hlutaðeigandi á
síðari stigum vímunnar verður var
við rof eigin persónumörkunar.
Segja má, að lýsergíðvíman sé í
hámarki 3—5 klst. eftir töku efn-
isins. Hlutaðeiganda finnst þá
sem mörk milli hans og umhverf-
isins séu rofin og hann geti sam-
lagast náttúrunni eða alheimin-
um. Ef „trippið" er velheppnað,
finnst mönnum sem þeir verði
fyrir dulmagnaðri eða goðmagn-
aðri reynslu eða einhvers konar
almættisreynslu þannig, að þeir
komist, líkt og í draumi, helgisögu
eða fallegri þjóðsögu, í snertingu
við „álfheima" og tilverusvið utan
seilingar venjulegs manns í hold-
legum líkama. Að því er virðist er
þessi kennd eftirsóknarverðust
alls, er menn verða fyrir eða
skynja í lýsergíðvímu. Ef „trippið"
heppnast hins vegar ekki vel, kann
maðurinn að verða skelfingu lost-
inn yfir þvi, að hann sé í pörtum
og brotum og komist aldrei aftur
til sjálfs sín. Honum finnst þá sem
festa hans í fyrra veruleika sé
brotin og hann verður aldrei sam-
ur aftur. í þessu ástandi kann og
að koma fyrir, að manninum finn-
ist sem honum mæti andúð, illvilji
eða hatur frá öflum eða verum
utan eigin persónumarka. Hann
bregst þá oftar en ekki við þessum
rangskynjunum og ranghugmynd-
um með ofsa og árásum, er leitt
geta til slysa eða dauða annarra
eða hans sjálfs. Venjulega rennur
hið geðveikikennda ástand af
manninum á stuttum tíma. Hins
vegar eru þekkt dæmi þess, að lýs-
ergíð, bæði eftir einn skammt og
langvarandi töku, hafi valdið
langvarandi geðveikikenndu
ástandi, er að sumu leyti likist
geðklofa. Ef „trippið" heppnast
vel, minnka áhrifin smám saman
og eru oftast með öllu horfin að
10—12 klst. liðnum.
Yfirleitt er talið, að stórir
skammtar af lýsergíði auki hættu
á „ekta“ rangskynjunum og slæm-
um „trippum". Þetta er þó að því
er virðist engri reglu háð. Sömu
sögu er að segja um langvarandi
töku lýsergíðs. Það er með öðrum
orðum sagt engin örugg leið að
segja fyrir um, hvenær víma eftir
lýsergíð verður „góð“ eða ekki. Af
þessum sökum eru lýsergíðneyt-
endur venjulega nokkrir saman
þannig, að hinir eldri og reyndari
reyna að líta eftir hinum sem
óvanir eru, og hjálpa þeim og
styrkja, ef „trippið" heppnast ekki
vel.
Velheppnuð víma eftir lýsergíð
eða lýsergíðlík efni einkennist
þannig samkvæmt framansögðu
umfram allt af hugvíkkandi eða
psýkedelískri verkun eins og áður
er lýst. Psýkedelísk verkun er þó,
svo sem áður getur, þekkt eftir
töku stórra skammta af tetra-
hýdrókannabínóli og getur komið
fyrir eftir stóra skammta eða
langvarandi töku ýmissa lyfja eða
efna (t.d. amfetamíns eða kóka-
íns). Sérkennandi fyrir lýsergíð og
lýsergíðlík efni er hins vegar, að
psýkedelísk verkun er, þegar veí
gengur, meginverkun þeirra eftir
töku venjulegra eða lítilla
skammta. Slíkt er nánast óþekkt
eftir töku annarra efna í litlum
skömmtum.
Svo sem við er að búast er
manni í lýsergíðvímu öll hugvinna
erfið. Hann á þannig erfitt með að
nema, hugsa rökrétt, tjá sig í orð-
um o.s.frv. Nýminni bilar talsvert.
Vafasamt er þó, hvort það er með
sama hætti og eftir tetrahýdró-
kannabínól. Menn hallast að því
að flug hugmynda og hugsana og
eldri minninga trufli svo mann-
inn, að hann geti af þeim sökum
illa fest sér í minni það, er fyrir
hann ber í vímunni. Full ástæða er
og til þess að ætla, að lýsergíð
verki með öðrum hætti en tetra-
hýdrókannabínól, enda þótt segja
megi að stórir eða jafnvel miðl-
ungsstórir skammtar af tetra-
hýdrókannabinóli hafi lýsergíð-
líka verkun.
Þol myndast mjög fljótt gegn
verkunum lýsergíðs. Eftir töku
lýsergíðs í litlum skömmtum í
3—4 daga myndast mjög mikið þol
gegn vímugefandi verkunum þess.
Þol þetta er svo mikið, að jafnvel
mjög stórir skammtar megna ekki
að framkalla vímu. Fyrst eftir
nokkurra daga hlé, má búast við
að lýsergíð sé virkt á ný. Slíkt þol
er óalgengt, en þó ekki með öllu
óþekkt.
Mjög mikið krossþol er milli
lýsergíðs og flestra efna með lýs-
ergíðlíka verkun (psílócín, meskal-
ín o.fl.). Krossþol er hins vegar
ekki milli t.d. lýsergíðs og tetra-
hýdrókannabínóls eða lýsergíðs og
amfetamíns. Með krossþoli er átt
við, að þol gegn einu lyfi eða efni
leiði til þols gegn verkunum ann-
ars lyfs og gagnkvæmt („þol í
kross“). Mikið krossþol er yfirleitt
milli lyfja í sama verkunarflokki
án tillits til þess, hvort lyfin kunni
að vera efnafræðilega skyld eða
ekki. Mikið krossþol milli lyfja eða
efna þykir bera vott um, að verk-
unarháttur þeirra sé líkur eða
hinn sami.
Óvíst er, hvort fráhvarfsein-
kenni koma fyrir eftir töku lýserg-
íðs. Á eftir „lýsergíðstrippi" er
svefnleysi þó þekkt.
Hjá þeim, sem gengið hafa
gegnum velheppnaða lýsergíð-
vímu, er ekki sjaldan hvöt til þess
að endurtaka „trippið". Sumir
þessara manna sækjast því bein-
línis eftir að nota lýsergíð. Þeir
nefnast „acid heads" eða „acid
freaks" (sbr. að framan) og teljast
hafa fengið ávana í lýsergíð. Miklu
algengara er þó, að menn hafi not-
að lýsergíð tilviljunarkennt fyrir
forvitni sakir, í tilraunaskyni eða
inn á milli annarra ávana- og
fíknilyfja og efna (t.d. kannabis).
Vafasamt er, hvort fíkn myndist í
lýsergíð. Raunar mælir hin hraða
og mikla þolmyndun, er fyrr ræð-
ir, gegn því, að svo geti verið. Til-
raunadýr virðast heldur ekki
sækjast eftir því að sprauta sig
með lýsergíði, enda þótt þau eigi
greiðan aðgang að því.
Lýsergíð virðist nú hvarvetna
vera lítið notað. Kemur bæði til
óvissa um rás vímunnar („slæm
tripp"), hætta á endurhvarfi (sjá á
eftir) og minni áhugi á psýkedel-
ískum áhrifum efna en áður var.
Flestir þeirra, er áður tóku lýserg-
íð, hafa annað hvort hætt því með
öllu eða færst yfir á aðra vímu-
gjafa, ekki síst kannabis.
Endurhvarf („flashback") er
furðulegt fyrirbæri, sem þekkist
eftir töku lýsergíðs og a.m.k.
sumra annarra efna með lýsergíð-
líka verkun. Fyrirbæri þetta er í
því fólgið, að verkun fýsergíðs
hverfur til mannsins aftur löngu
eftir að það hefur skilist út og án
þess að það sé tekið á ný. Endur-
hvarf er algengara hjá þeim, sem
oft hafa tekið lýsergíð, en þeim,
sem sjaldan hafa komist í lýserg-
íðvímu. Endurhvarfið stendur
oftast stutt (fáeinar mínútur).
Brenglaðar sýnir eru algengustu
einkenni, er fyrir koma í endur-
hvarfi. Ekki hefur sannast, að
tetrahýdrókannabínól valdi
endurhvarfi. Ef kannabis er notað
ásamt lýsergíði, virðist það þó
auka hættu á endurhvarfi.
Ef mólgerð (mólikúlgerð) lýs-
ergíðs er skoðuð, má sjá viss lík-
indi með lýsergíði og boðefninu
serótóníni. Sum önnur efni með
lýsergíðlíka verkun eru þó enn lík-
ari serótóníni að gerð (t.d. psílóc-
ín). Það þykir þess vegna ærið at-
hyglisvert, að lýsergíð og lýsergíð-
lík efni hafa í tilraunum marg-
háttuð áhrif á verkum serótóníns