Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Innilegar þakkir til allra vina og ættingja sem glöddu mig með kveðjum og heimsóknum á 80 ára afmæli mínu þann h- desember sl. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Þorgrímur Maríusson, sjómaður, Húsavík. Rúmteppi — Rúmteppi Falleg ódýr rúmteppi í úrvali. Baðmottusett — sæng- urverarsett — handlæöi — dúkar og m.fl. Nytsöm gjafavara á góöu veröi. (íuwtiin utit tiatiílf lönaöarhúsinu Hallveigarstíg 1, Sími 22235. Matseðill í jólaönninni á bæjarins besta horni. SVARTA PANNAN V\ Pönnukjúklingur kr. 99 Vfe Pönnukjúklingur kr. 180 Pönnufiskur kr. 49 Pönnuborgari kr. 85 Tvöfaldur pönnuborgari kr. 113 Pönnusmáborgari kr. 66 Pönnusteik kr. 255 Pönnusamloka kr. 68 Kínverskar pönnukökur kr. 45 Franskar kartöflur kr. 36 Heit kjúklingasósa kr. 25 Pönnusósa kr. 25 Pönnusalat kr. 28 Benaissósa kr. 35 Gos kr. 27 SOUTHERN FRIED CHICKl 1—11 bitar á kr. 46 pr. stk. 11 bitar o.fl. á kr. 44 pr. stk. Gos kr. 27 Franskar kartöflur kr. 36 Heit barbequesósa kr. 25 Heit kjúklingasósa kr. 25- -45 Pönnusalat kr. 28- -50 Hraörétta veitingastaður í hjarta borgarinnar áhorni Tryggvagotu og Pösthússtrætis Stmi 16480 Kjúklíngastaóurinn SOUTHERN FRIED CHICKEN Sími 29117 Plasthnífapör og diskar fylgja ef óskað er. Pantið réttina í vinnuna eða heim. Nýr sendiherra Sovétríkjanna NÝR SOVÉSKUR sendiherra á fs- landi, Evgeniy Aleksandrovich Kos- arev, afhenti forseta íslands trúnaö- arbréf sitt 2. október sl. Eiginkona hans er Valentina Kosareva söng- kona. Hún söng m.a. í Bolshoileik- húsinu og kom hingaö til lands á sjötta áratugnum og söng á vegum MÍR. Fyrrverandi sendiherra, Streltsov, hélt héðan til Moskvu. Hann mun ekki hafa tekið við starfi í Norðurlandadeild ráðu- neytisins í Moskvu, eins og til dæmis Farafonov, fyrirrennari hans, og aðspurður mun hann lítið hafa viljað gefa út á hvaða verk- efni tækju við hjá honum, sam- kvæmt upplýsingum frá utanrík- isríkisráðuneytinu. Evgeniy Aleksandrovich er fæddur árið 1919. Hann útskrifað- ist frá Flugskóla Moskvuborgar og síðar diplómataskóla sovéska utanríkisráðuneytisins og hóf störf í utanríkisþjónustu Sovét- ríkjanna árið 1945. Hann var kon- súll í Karl Marx Stadt í Austur- Þýzkalandi árin 1957—1961. 1965—1969 var hann sendiráðu- nautur við sovéska sendiráðið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Hann var sendiherra Sovétríkj- anna í Lúxemburg árin 1969— 1979, en fór þaöan til Moskvu og hefur dvalist þar fram að þessu við sérstök verkefni í sovéska utanríkisráðuneytinu. Ingólfur Halldórsson og Jón Böövarsson. Moruunblaðið/Eyjólfur Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Jón Böðvarsson lætur af starfi skólameistara Vojfuro, 10. desember. VIÐ brautskráningu Fjölbrauta- hans í þágu skólans, voru Gunn- skólans á Suöurnesjum um helgina ar Sveinsson, formaður skóla- kvaddi Jón Böövarsson, sem var nefndar, sem afhenti Jóni gjöf, fyrsti skólameistari skólans, en og Ingólfur Halldórsson, settur honum hefur nú veriö veitt lausn skólameistari. aö eigin ósk. Jón Böðvarsson hefur tekið að Meðal þeirra, sem ávörpuðu sér að skrifa iðnsögu íslands. Jón og þökkuðu honum störf Eyjólfur Athugasemd frá starfsmönn um útvarps og sjónvarps í leiðara Morgunblaðsins á mið- vikudag og í viðtali við Davíð Oddsson, borgarstjóra, sama dag er fjallað um úrskurð félagsdóms í máli borgarstarfsmanna á hendur borginni um ágreining þessara að- ila varðandi greiðslu launa í októbermánuði. í báðum tilvikum er ruglað sam- an tveimur ólíkum málum, þ.e. annars vegar deilumáli borgar- starfsmanna og borgaryfirvalda, þar sem útborgunarákvæði voru samningsbundin, og svo hins veg- ar deilumáli ríkisstarfsmanna við fjármálaráðuneytið en í því tilviki eru útborgunarákvæði bundin í lög. Síðarnefnda málið hefur ekki verið til lykta leitt fyrir dómstól- um. Þegar menn deila ber þeim að sjálfsöðgu að láta dómstóla skera úr um ágreiningsefni sín. í því til- viki sem hér um ræðir var ljóst frá upphafi að menn væru ekki á eitt sáttir og leituðu báðir aðilar eftir lögfræðilegu áliti. Það kom síðan á daginn að álitsgerðir lögfræðinga stönguðust á. Það var okkar sjónarmið að teldi fjár- málaráðuneytið að vegna yfirvof- andi verkfalls bæri því ekki að greiða laun með þeim hætti sem viðgengist hefur um langt skeið þá hefði það verið eðlilegur fram- gangsmáti að leita úrskurðar dómstóla um Iögmæti þessa áður en gripið var til einhliða aðgerða. Morgunblaðið er ákafur mál- svari einkaútvarps og er ásamt Reykjavíkurborg hluthafi í stór- fyrirtæki sem á hagsmuna að gæta varðandi ný útvarpslög og afnám einkaréttar Ríkisútvarps- ins. Það er í hæsta máta ódrengi- legt af hálfu Morgunblaðsins og Davíðs Oddssonar borgarstjóra að nýta sér deilumál um útgöngu út- varps- og sjónvarpsstarfsmanna hinn fyrsta október hagsmunum sínum til framdráttar. Margoft hefur það verið gefið í skyn í leið- urum og í öðrum skrifum í Morg- unblaðinu að útganga útvarps- og sjónvarpsmanna hafi sýnt fram á nauðsyn einkastöðva, öryggis- hagsmunum hafi verið í voða stefnt, og á allan hátt hefur verið reynt að sverta starfsmenn Ríkis- útvarpsins og gera þá tortryggi- lega. Sannleikurinn í þessu máli er að sjálfsögðu sá að útvarps- og sjón- varpsstarfsmenn og heildarsam- tök opinberra starfsmanna töldu og telja enn að brotin hafi verið á þeim lög og að þeir hafi gripið til fullkomlega lögmætra aðgerða í mótmælaskyni. f öðru lagi er það rangt að ör- yggishagsmunum hafi verið stefnt í voða. Allan tímann veitti Ríkis- útvarpið neyðarþjónustu í full- komnu samræmi við úrskurð þess aðila sem stjórnvöld töldu einan fullbæran til þess að meta slíkt. Allt fyrirkomulag dagana 1. til 14. október var með nákvæmlega sama hætti og fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins höfðu lagt til í út- varpsráði að yrði meðan á verk- falli stæði, þ.e.a.s. að eingöngu yrði um öryggisþjónustu að ræða. Tvískinnungurinn í þessu máli er með ólíkindum. Aðilar sem vildu nota verkfallið til að greiða götu einkastöðvanna reyndu að koma í veg fyrir að útvarpað yrði fréttum þegar starfsmenn Ríkis- útvarpsins óskuðu eftir því, en tóku hins vegar undir það sjón- armið að fréttaflutningur ólög- legra útvarpsstöðva helgaðist af þeirri neyð sem skapaðist af fréttaleysi Ríkisútvarpsins. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra reyndi síður en svo að greiða fyrir fréttaút- sendingum í Ríkisútvarpinu í verkfalli BSRB og fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsráði lögð- ust beinlínis gegn þeim. Þessir að- ilar ættu að sjá sóma sinn í því að gera hreint fyrir sínum dyrum því það er greinilegt að þetta mál þarf að upplýsa. Að lokum þetta: Svo lengi sem lög eru í heiðri höfð og menn búa við verkfallsrétt geta þær aðstæð- ur skapast að menn leggi niður vinnu. Um heimild manna til þess að neyta lýðræðislegra réttinda sinna skiptir engu hvort þeir starfa hjá einkafyrirtækjum eða fyrirtækjum í almenningseign. Stjórnir starfsmannafélaga útvarps og sjónvarps. / IC=31 Allar mfyiA jSlabc&kucnar og þúsomdir mmra bókad-Ha. Jdíapappír cj jótaskratft'i mik/a úriali: / BOKHLAÐAN OG MARKAÐSHUSIÐ Laugavegi39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.