Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 42

Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Isfiskmarkaðurinn í Bretlandi: 1.200 lestir héðan seldar í vikunni — hæst meðalverð fyrir ýsu og kola YFIRSTANDANDI vika er einhver mesta fisksöluvika íslendinga í brezkum höfnum, sem um getur. Átta skip selja þar afia sinn og um 600 lestir af fiski, fiuttar utan í gám- um, verða seldar þar í vikunni. Læt- ur nærri að um 1.200 lestir af fiski verði því seldar í þessari viku í Bret- landi. Auk þess hefur ísfiskur verið fiuttur utan til Danmerkur og Þýzkalands þessa daga. Vegna þessa, meðal annars, hef- ur verð lækkað nokkuð á fisk- mörkuðum í Bretlandi, en talsvert framboð hefur einnig verið frá öðrum þjóðun en fslendingum. Bidsted með d-i ÞAU leiðu mistök urðu í viðtali við danska ballettmeistarann Erik Bid- sted í blaðinu í gsr, að d-ið féll burt úr nafni hans. Var Bidsted rangnefndur Bisted og biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þeim mistökum. Bezta meðalverðið um þessar mundir er því fyrir kola og ýsu, en framboð á þeim fiskitegundum er minna en til dæmis af þorski. Tvö skip seldu afla sinn í Hull og Grimsby á miðvikudag og fengu rúmlega 30 krónur í meðal- verð. Runólfur SH seldi 107 lestir í Hull. Heildarverð var 3.646.600 krónur, meðalverð 34,09. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 33,31 króna, fyrir kola 39,46 og fyrir ýsu 43,90. Hoffell SU seldi 139,4 lestir í Grimsby. Heildarverð var 4.580.500 krónur, meðalverð 32,87. Aflinn var aðallega þorskur og meðalverð fyrir hann 33,70. í gær seldi Þorlákur helgi ÁR 49,7 lestir, mestmegnis þorsk í Grimsby. Heildarverð var 1.556.800 krónur, meðalverð 31,30. Eitt skip mun selia afla sinn í Bretlandi í dag og verður það síðasta aflasala íslend- inga þar á þessu ári. Þá mun eitt skip selja afla sinn í Þýzkalandi milli jóla og nýárs. „í brennidepli" í Regnboganum í BRENNIDEPLI heitir kvikmynd sem nú eru að hefjast sýningar á í Regnboganum. í aðalhlutverkum eru Kris Kristofferson, Rip Torn og Tess Harper, en myndin heitir á frummálinu „Flashpoint** ög er bandari.sk frá EMI. Leikstjóri er William Tannen. I brennidepli mun vera spennu- mynd og fjalla m.a. um tvo landa- mæraverði við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og dularfulla atburði sem þeir verða vitni að í starfi sínu. Svo fer að vitneskja þeirra félaga verður slík að hún gæti kostað þá lífið og leikurinn æsist uns dregur að lokum. *-Arrow^ Vandaðar skyrtur í öllum stæröum LAUGAVEGI 61-63 SÍMI 14519 WA sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stærðir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Éljagangur og síðan slydda LAUGARÁSBÍÓ er nú að hefja sýn- ingar á myndinni „StreeLs of Fire“ eða Eldstræti. Er það rokkmynd með óvanalegu ívafi, gerð af sömu aðilum og gerðu myndina „48 klukkustundir", sem Háskólabíó sýndi nýlega við góðar undirtektir. Efnið er í stuttu máli það, að ungur maður snýr heim til æsku- stöðvanna um það leyti sem vin- stúlku hans frá fyrri tíð, vinsælli rokksöngkonu, er rænt. Ungi ævintýramaðurinn hættir sér inn í háborg illræmdustu klíku bæjar- ins. Atburðarásin er sögð hröð og hressileg og rokklögum skotið inn á milli. „VESTANÁTTIN fer minnkandi um land allt á morgun," sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu íslands, í gær er blm. Mbl. innti hann eftir veðurhorfum næstu daga. „Það þýðir éljagang hér á Suð- vesturlandi, en að bjart verður á Austurlandi. Á laugardaginn kemur hins vegar lægð upp að landinu með tilheyrandi austan- og suðaustanátt, rigningu og slyddu um mestallt íand þann dag,“ sagði Trausti. „Sunnudagurinn er óráðnari, en ætli það megi ekki búast við vest- an kalda með éljum á Suður- og Vesturlandi, en bjartara á Norð- austurlandi, þ.e. svipað og verður á morgun." Trausti kvað of snemmt að spá lengra fram í tímann, en sagði þó, að þar sem ekki væri væntanleg ný lægð á aðfangadag, mætti gera sér vonir um skaplegt veður þann dag. Nýtt landnám rásar 2: Utsendingar hafnar fyrir vestan og fyrirhugaðar fyrir norðan og austan „VIÐ FÖGNUM þessum fyrsta áfanga í nýju landnámi rásar 2, sem er við ísafjarðardjúp," sagði Þorgeir Ástvaldsson, for- stöðumaður rásar 2 hjá Kíkisút- varpinu í samtali við blm. Mbl. eftir að úLsendingar hófust fyrir vestan á miðvikudag síðastlið- inn. Þorgeir sagði að mikið hefði verið hringt frá útsendingar- svæðinu og bæri mönnum sam- an um að útsendingar heyrðust vel þar vestra og almenn ánægja ríkti með þessa þróun mála. Að sögn Þorgeirs er sendirinn, sem notaður var við þessa fyrstu útsendingu, staðsettur á Bæjum á Snæfjallaströnd og hefði hann senditíðnina 91,5. Síðar sama dag var annar sendir tekinn í notkun, sem staðsettur er á Arnarnesi við ísafjörð. Þjónar hann aðallega Isafjarðarkaupstað og Hnífsdal og er sá með senditíðnina 96,5. Þor- geir sagði, að ekki væri búist við, að sendingar næðust alls staðar á Vestfjörðum að sinni, enda erfitt að koma í veg fyrir gloppur í út- sendingum þegar sent er með FM-dreifingarkerfi. Hins vegar væri full ástæða til að fagna þess- um áfanga, sem er fyrsta útvíkkun sendinga á rás 2, frá því rásin tók til starfa fyrir réttu ári. Aðspurður sagði Þorgeir Ást- valdsson að uppbygging dreif- ingarkerfis rásar 2 hefði gengið seinna fyrir sig en áætlað hefði verið. Næsta skrefið væri að færa sig austur á bóginn eftir Norður- landi og væri þá miðað við að sendar yrðu settir upp á Blöndu- ósi, í Þrándarhlíðarfjalli, á Hegra- nesi í Skagafirði, Vaðlaheiði og Gagnheiði. Kvaðst Þorgeir hafa fulla ástæðu til að ætla, aö send- ingar gætu hafist fyrir norðan og austan á fyrri hluta næsta árs. Stjóm Lögmannafélagsins: Mótmælir vít- um Hæstarétt- ar á lögmann MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt stjórnar Lögmannafélags íslands: Á fundi stjórnar Lögmannafé- lags íslands fyrir nokkru var svo- felld ályktun samþykkt sam- hljóða: „Stjórn Lögmannafélags ís- lands leyfir sér að mótmæla vítum Hæstaréttar á hendur Guðmundi Jónssyni héraðsdómslögmanni í málinu nr. 110/1984, en ákvörðun um víturnar birtast í forsendum Hæstaréttardóms í máli þessu þann 4. desember sl. Lögmaðurinn er víttur fyrir ummæli í bréfi til Sakadóms Reykjavíkur 29. maí 1984, þar sem hann fyrir hönd skjólstæðings VIOAOJL FERJULEIÐIR - SÉRLEIÐIR Hafralell síns óskaði áfrýjunar málsins. í bréfinu fjallaði lögmaðurinn út frá sjónarmiðum og hagsmunum skjólstæðings síns um atvik er lágu til þess að skjólstæðingurinn hafði áður fallið frá áfrýjun máls- ins. Var það brýn starfsskylda lögmannsins að fjalla um atvik þessi, þar sem þau skiptu máli um kröfu þá, sem gerð var. Það er ein- dregin skoðun stjórnar Lög- mannafélags íslands, að umfjöllun lögmannsins í bréfinu um þessi efnisatriði hafi haft næga stoð í gögnum málsins. Þótt sjálfsagt megi deila um orðalag í bréfinu verður engan veginn talið, að hann hafi í því gngið lengra, heldur en málið gaf tilefni til. Eru vítur Hæstaréttar að áliti stjórnarinnar ómaklegar og til þess fallnar að letja starfandi lögmenn í að sinna störfum sínum á þann hátt sem þeim er skylt og hagsmunir skjólstæðings krefjast." Rally-spilið endurútgefið ÍSSPIL hefur endurútgefið Rally- spilið, sem fyrirtækið gaf fyrst út 1978. Þetta er teningsspil og geta þátttakendur verið tveir til fjórir. Rallyleiðirnar liggja hringinn í kringum landið og einnig um há- lendið. í spilinu eru ferjuleiðir og sérleiðir og möguleikar eru á 18 mismunandi rallyum í spilinu. E1 Salvador-nefndin: Fé safnað til að kaupa lyf EL SALVADOK-nefndin á íslandi stendur fyrir fjársöfnun nú fyrir jólin og verður fénu varið til kaupa á læknislyfjum og sjúkra- gögnum til barna á frelsuðum svæðum í El Salvador. Safnað verður I miðbæ Reykjavíkur og söfnunarbaukar munu liggja frammi í ýmsum verslunum. Þá verður safnað í helstu kaupstöðum landsins. (FrétUtilkynninK)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.