Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Isfiskmarkaðurinn í Bretlandi: 1.200 lestir héðan seldar í vikunni — hæst meðalverð fyrir ýsu og kola YFIRSTANDANDI vika er einhver mesta fisksöluvika íslendinga í brezkum höfnum, sem um getur. Átta skip selja þar afia sinn og um 600 lestir af fiski, fiuttar utan í gám- um, verða seldar þar í vikunni. Læt- ur nærri að um 1.200 lestir af fiski verði því seldar í þessari viku í Bret- landi. Auk þess hefur ísfiskur verið fiuttur utan til Danmerkur og Þýzkalands þessa daga. Vegna þessa, meðal annars, hef- ur verð lækkað nokkuð á fisk- mörkuðum í Bretlandi, en talsvert framboð hefur einnig verið frá öðrum þjóðun en fslendingum. Bidsted með d-i ÞAU leiðu mistök urðu í viðtali við danska ballettmeistarann Erik Bid- sted í blaðinu í gsr, að d-ið féll burt úr nafni hans. Var Bidsted rangnefndur Bisted og biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þeim mistökum. Bezta meðalverðið um þessar mundir er því fyrir kola og ýsu, en framboð á þeim fiskitegundum er minna en til dæmis af þorski. Tvö skip seldu afla sinn í Hull og Grimsby á miðvikudag og fengu rúmlega 30 krónur í meðal- verð. Runólfur SH seldi 107 lestir í Hull. Heildarverð var 3.646.600 krónur, meðalverð 34,09. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 33,31 króna, fyrir kola 39,46 og fyrir ýsu 43,90. Hoffell SU seldi 139,4 lestir í Grimsby. Heildarverð var 4.580.500 krónur, meðalverð 32,87. Aflinn var aðallega þorskur og meðalverð fyrir hann 33,70. í gær seldi Þorlákur helgi ÁR 49,7 lestir, mestmegnis þorsk í Grimsby. Heildarverð var 1.556.800 krónur, meðalverð 31,30. Eitt skip mun selia afla sinn í Bretlandi í dag og verður það síðasta aflasala íslend- inga þar á þessu ári. Þá mun eitt skip selja afla sinn í Þýzkalandi milli jóla og nýárs. „í brennidepli" í Regnboganum í BRENNIDEPLI heitir kvikmynd sem nú eru að hefjast sýningar á í Regnboganum. í aðalhlutverkum eru Kris Kristofferson, Rip Torn og Tess Harper, en myndin heitir á frummálinu „Flashpoint** ög er bandari.sk frá EMI. Leikstjóri er William Tannen. I brennidepli mun vera spennu- mynd og fjalla m.a. um tvo landa- mæraverði við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og dularfulla atburði sem þeir verða vitni að í starfi sínu. Svo fer að vitneskja þeirra félaga verður slík að hún gæti kostað þá lífið og leikurinn æsist uns dregur að lokum. *-Arrow^ Vandaðar skyrtur í öllum stæröum LAUGAVEGI 61-63 SÍMI 14519 WA sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stærðir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Éljagangur og síðan slydda LAUGARÁSBÍÓ er nú að hefja sýn- ingar á myndinni „StreeLs of Fire“ eða Eldstræti. Er það rokkmynd með óvanalegu ívafi, gerð af sömu aðilum og gerðu myndina „48 klukkustundir", sem Háskólabíó sýndi nýlega við góðar undirtektir. Efnið er í stuttu máli það, að ungur maður snýr heim til æsku- stöðvanna um það leyti sem vin- stúlku hans frá fyrri tíð, vinsælli rokksöngkonu, er rænt. Ungi ævintýramaðurinn hættir sér inn í háborg illræmdustu klíku bæjar- ins. Atburðarásin er sögð hröð og hressileg og rokklögum skotið inn á milli. „VESTANÁTTIN fer minnkandi um land allt á morgun," sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu íslands, í gær er blm. Mbl. innti hann eftir veðurhorfum næstu daga. „Það þýðir éljagang hér á Suð- vesturlandi, en að bjart verður á Austurlandi. Á laugardaginn kemur hins vegar lægð upp að landinu með tilheyrandi austan- og suðaustanátt, rigningu og slyddu um mestallt íand þann dag,“ sagði Trausti. „Sunnudagurinn er óráðnari, en ætli það megi ekki búast við vest- an kalda með éljum á Suður- og Vesturlandi, en bjartara á Norð- austurlandi, þ.e. svipað og verður á morgun." Trausti kvað of snemmt að spá lengra fram í tímann, en sagði þó, að þar sem ekki væri væntanleg ný lægð á aðfangadag, mætti gera sér vonir um skaplegt veður þann dag. Nýtt landnám rásar 2: Utsendingar hafnar fyrir vestan og fyrirhugaðar fyrir norðan og austan „VIÐ FÖGNUM þessum fyrsta áfanga í nýju landnámi rásar 2, sem er við ísafjarðardjúp," sagði Þorgeir Ástvaldsson, for- stöðumaður rásar 2 hjá Kíkisút- varpinu í samtali við blm. Mbl. eftir að úLsendingar hófust fyrir vestan á miðvikudag síðastlið- inn. Þorgeir sagði að mikið hefði verið hringt frá útsendingar- svæðinu og bæri mönnum sam- an um að útsendingar heyrðust vel þar vestra og almenn ánægja ríkti með þessa þróun mála. Að sögn Þorgeirs er sendirinn, sem notaður var við þessa fyrstu útsendingu, staðsettur á Bæjum á Snæfjallaströnd og hefði hann senditíðnina 91,5. Síðar sama dag var annar sendir tekinn í notkun, sem staðsettur er á Arnarnesi við ísafjörð. Þjónar hann aðallega Isafjarðarkaupstað og Hnífsdal og er sá með senditíðnina 96,5. Þor- geir sagði, að ekki væri búist við, að sendingar næðust alls staðar á Vestfjörðum að sinni, enda erfitt að koma í veg fyrir gloppur í út- sendingum þegar sent er með FM-dreifingarkerfi. Hins vegar væri full ástæða til að fagna þess- um áfanga, sem er fyrsta útvíkkun sendinga á rás 2, frá því rásin tók til starfa fyrir réttu ári. Aðspurður sagði Þorgeir Ást- valdsson að uppbygging dreif- ingarkerfis rásar 2 hefði gengið seinna fyrir sig en áætlað hefði verið. Næsta skrefið væri að færa sig austur á bóginn eftir Norður- landi og væri þá miðað við að sendar yrðu settir upp á Blöndu- ósi, í Þrándarhlíðarfjalli, á Hegra- nesi í Skagafirði, Vaðlaheiði og Gagnheiði. Kvaðst Þorgeir hafa fulla ástæðu til að ætla, aö send- ingar gætu hafist fyrir norðan og austan á fyrri hluta næsta árs. Stjóm Lögmannafélagsins: Mótmælir vít- um Hæstarétt- ar á lögmann MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt stjórnar Lögmannafélags íslands: Á fundi stjórnar Lögmannafé- lags íslands fyrir nokkru var svo- felld ályktun samþykkt sam- hljóða: „Stjórn Lögmannafélags ís- lands leyfir sér að mótmæla vítum Hæstaréttar á hendur Guðmundi Jónssyni héraðsdómslögmanni í málinu nr. 110/1984, en ákvörðun um víturnar birtast í forsendum Hæstaréttardóms í máli þessu þann 4. desember sl. Lögmaðurinn er víttur fyrir ummæli í bréfi til Sakadóms Reykjavíkur 29. maí 1984, þar sem hann fyrir hönd skjólstæðings VIOAOJL FERJULEIÐIR - SÉRLEIÐIR Hafralell síns óskaði áfrýjunar málsins. í bréfinu fjallaði lögmaðurinn út frá sjónarmiðum og hagsmunum skjólstæðings síns um atvik er lágu til þess að skjólstæðingurinn hafði áður fallið frá áfrýjun máls- ins. Var það brýn starfsskylda lögmannsins að fjalla um atvik þessi, þar sem þau skiptu máli um kröfu þá, sem gerð var. Það er ein- dregin skoðun stjórnar Lög- mannafélags íslands, að umfjöllun lögmannsins í bréfinu um þessi efnisatriði hafi haft næga stoð í gögnum málsins. Þótt sjálfsagt megi deila um orðalag í bréfinu verður engan veginn talið, að hann hafi í því gngið lengra, heldur en málið gaf tilefni til. Eru vítur Hæstaréttar að áliti stjórnarinnar ómaklegar og til þess fallnar að letja starfandi lögmenn í að sinna störfum sínum á þann hátt sem þeim er skylt og hagsmunir skjólstæðings krefjast." Rally-spilið endurútgefið ÍSSPIL hefur endurútgefið Rally- spilið, sem fyrirtækið gaf fyrst út 1978. Þetta er teningsspil og geta þátttakendur verið tveir til fjórir. Rallyleiðirnar liggja hringinn í kringum landið og einnig um há- lendið. í spilinu eru ferjuleiðir og sérleiðir og möguleikar eru á 18 mismunandi rallyum í spilinu. E1 Salvador-nefndin: Fé safnað til að kaupa lyf EL SALVADOK-nefndin á íslandi stendur fyrir fjársöfnun nú fyrir jólin og verður fénu varið til kaupa á læknislyfjum og sjúkra- gögnum til barna á frelsuðum svæðum í El Salvador. Safnað verður I miðbæ Reykjavíkur og söfnunarbaukar munu liggja frammi í ýmsum verslunum. Þá verður safnað í helstu kaupstöðum landsins. (FrétUtilkynninK)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.