Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Samþykkt SÞ um ráðstefnuhöll í Eþíópíu: Fulltrúar Norður- landa sátu hjá * Islendingar greiddu atkvæði gegn tillögu Sov- étmanna um „frystingu“ kjarnorkuvopna FULLTRÚI íslands sat hjá þegar atkvæði voru greidd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag um þá tillögu, að verja á næstu þremur árum jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna til að reisa ráðstefnuhöll í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Geir Steingrímur Hjörleifur Sigríður Dúna Guðmundur Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra: Fullyrðing Arkins fullkomlega afsönnuð — Svar Bandaríkjanna fullkomlega viðunandi, sagði forsætisráðherra Fullyrðing Williams Arkin fól það í sér að forseti Bandaríkjananna hefði þegar árið 1975 heimilað flutning kjarnavopna til íslands, ef styrjöld brytist út í okkar heimshluta. Forstöðumaður bandaríska sendiráðsins hefur af þessu tilefni, fyrir hönd forseta og stjórnar Bandaríkjanna, ítrekað skriflega, að Bandaríkin hafi og muni staðfastlega halda ákvæði varnarsamnings milli ríkjanna, þar á meðal að kjaranvopn verði aldrei flutt til íslands nema til komi samþykki íslenzkra stjórnvalda. Þar með er fullyrðing W. Arkin, sem er nú öðru sinni tilefni utandagskrárumræðna, fullkomlega afsönnuð. Menn ættu að fara varlega í að leggja út af staðhæHngu manns, sem hefur játað að fyrri fullyrðingar hans um kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli á friðartímum hafi verið rangar, ekki sízt þegar fyrir liggur jafn afdráttarlaus yfirlýsing ábyrgra bandarískra stjórnvalda um hið gagnstæða. I>etta vóru efnisatriði úr máli Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, á þingi í gær. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á síðasta starfsdegi þings í gær og gerði að umtalsefni svar handa- rískra stjórnvalda til utanríkis- ráðherra vegna „fortakslausrar heimildar“ til að flytja kjarna- vopn til Keflavíkurflugvallar á styrjaldartímum. Hann kvað svar- ið ónógt og krafði forsætisráð- herra svara um, hvort ekki væri nauðsynlegt að taka af tvímæli í löggjöf, sem kvæði á um að flutn- ingur kjarnavopna til landsins og geymsla þeirra hér væri óheimil, hvort heldur væri á friðar- eða styrjaldartímum. Hann spurði ennfremur, hvort forsætis- og utanríkisráðherrar teldu fram- komið svar Bandaríkjamanna fullnægjandi og hvaða bandarískt stjórnvald stæði að gefnu svari. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, kvað svar Bandaríkja- manna gefið af forstöðumanni handaríska sendiráðsins hér á landi í nafni forseta og stjórnar Bandaríkjanna. Það tæki af tví- mæli um þá afstöðu Bandaríkj- anna að þau myndu halda i einu og öllu varnarsamning milli ís- lands og Bandaríkjanna, þar á meðal ákvæði um að Bandaríkin myndu ekkert það aðhafast hér á landi, sem þau hefðu ekki fyrir- fram samþykki íslenzkra stjórn- valda til. Þetta gilti að sjálfsögðu um kjarnavopn sem annað. Hins- vegar gilti sú starfsregla hjá Atl- antshafsbandalagsríkjum að gefa hvorki játandi né neitandi svar við spurningum er lúta að meintum trúnaðarskjölum. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði svar Banda- ríkjanna við fyrirspurnum utan- ríkisráðherra vegna staðhæfinga Williams Arkin fullkomlega við- unandi. Það er kjarnaatriði máls- ins að bandarísk stjórnvöld stað- festa að kjarnavopnum verður ekki fyrir komið hér á landi nema með samþykki íslendinga. Forsætisráðherra kvað koma til greina að ríkisstjórnin, í samráði við utanríkismálanefnd þingsins, staðfesti enn og aftur margyfir- lýsta varnar- og öryggisstefnu, sem fæli það m.a. í sér að kjarna- vopn yrðu aldrei geymd hér á landi, hvorki á styrjaldar- né frið- artímum. Löggjöf um þetta efni leitt til Viðskiptaráóherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur lagt fram frum- varp á Alþingi um flutningsjöfnun- argjald á olíu. Verði frumvarpið að lögum felur það í sér, að ekki verður fyrir hendi lagaskylda til að selja olíu og bensín hvar sem er á landinu á sama verði. „Það gerir kleift að hagkvæmni í viðskiptum geti leitt til hagkvæmara og lægra verðs,“ segir í greinargerð frumvarpsins. I fyrstu grein frumvarps um • Þjóðarframleiðsla dregst minna saman árið 1984 en spáð var í haust eða um 'Á % í stað rösklega 1% frá fyrra ári. Þessum bata veldur meiri sjávarafli en áður var reiknað með, einkum af loðnu en einn- ig af þorski og rækju. Lands- framleiðsla er nú talin aukast um 'k% á árinu 1984 í stað spár um 'k % samdrátt í haust. • Fyrir árið 1985 er nú spáð, að þjóðarframleiðsla aukist um 'k% frá fyrra ári en lands- framleiðsla um nær l'k%. Þetta eru lægri vaxtartölur en gert var ráð fyrir í þjóðhags- hefði hinsvegar takmarkað gildi nema fyrir liggi yfirlýsingar kjarnorkuvelda, þess efnis, að slík löggjöf yrði virt. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (K.) taldi svar Bandaríkjanna ekki fullnægjandi. Hér væri nánast um yfirlýsingu að ræða — en ekki svar. Hún skoraöi á utanríkis- ráðherra að láta hér ekki staðar numið, helduV knýja á um fyllri svör. Guðmundur Einarsson (Bj) tók í svipaðan streng og Sigríður Dúna. Fyrri yfirlýsingar hefðu að vísu fengizt staðfestar. Hinsvegar hefði ekkert nýtt komið fram. Nauðsynlegt væri að ganga eftir marktæku svari. flutningajöfnunarsjóð olíu og bensíns segir, að greiða skuli flutningsjöfnunargjald af öllu seldu magni af gasolíu, svartolíu, ljósaolíu, bifreiðabensíni, flug- vélabensíni og flugsteinolíu, þó ekki flugvélabensíni og flugstein- olíu sem ætluð er til nota í utan- landsflugi. Gjald þetta ákveður verðlagsráð fyrir þrjá mánuði í senn. Verði upphæð þess miðuö við það að gjaldið nægi til að áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1985, og stafar það af meiri framleiðslu árið 1984 en þar var gert ráð fyrir, en ekki því að nú sé reiknað með minni umsvifum árið 1985 en gert var í þjóðhagsáætlun. • Hagur atvinnuvega er enn mjög misjafn. Staða fyrir- tækja í sjávaraútvegi er erfið vegna samdráttar í þorskafla, lækkandi markaðsverðs og mikilla skulda fiskveiðiflot- ans. Hagur iðnaðar, verslunar og ýmissa annarra greina virðist hins vegar hafa verið með skásta móti að undan- Tillagan var samþykkt með 122 atkvæðum gegn 5, en 16 fulltrúar sátu hjá, þ.á m. allir fulltrúar Norðurlanda. Fulltrúar Banda- ríkjanna, Belgíu, Bretlands, Hol- lands og Lúxemborgar greiddu at- kvæði gegn henni. Ráðstefnuhöllin á að hýsa Efna- hagsnefnd Afríku, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sam- þykkt allsherjarþingsins hefur verið gagnrýnd harðlega víða um heim og benda menn á, að nær væri að verja þessum fjármunum til að fæða þá íbúa Eþíópíu, sem nú líða hungur. Þrjár tillögur um „frystingu" kjarnorkuvopna voru samþykktar á allsherjarþinginu, áður en gert var hlé á störfum þingsins í fyrra- dag. Fulltrúi íslands greiddi at- kvæði gegn einni þeirra, sem Sov- étríkin og níu önnur kommúnista- ríki báru fram, en sat hjá við at- kvæðagreiðslur um hinar tvær, sem annars vegar voru bornar greiða flutningskostnað á því magni af ofangreindum olíuvörum sem þarf að flytja frá innflutn- ingsstöðum til olíustaða svo að fullnægt verði eftirspurn eftir þessum vörum hvar sem er á land- inu. í greinargerð segir, að með frumvarpinu sé stefnt að því að í stað verðjöfnunar á olíu og bens- íni verði tekin upp flutningsjöfn- un. Hins vegar verður áfram í förnu. Atvinnuástand hefur yfirleitt verið gott þegar á heildina er litið og ekki virð- ast horfur á miklum breyting- um á því á næstunni. • Horfur í verðlags- og kaup- lagsmálum hafa nú breyst mikið frá því sem var í vetr- arbyrjun. í stað áframhald- andi hjöðnunar verðbólgu er nú útlit fyrir svipaðar meðal- breytingar verðlags á árinu 1985 og á árinu 1984. Því er spáð, að meðalbreytingar verðlags á fyrsta fjórðungi ársins 1985 verði 45—50%, en síðan dragi til muna úr verð- hækkunum. Frá upphafi til loka árs er spáð 20% verð- hækkun og þá ekki reiknað með áhrifum hugsanlegra kaupbreytinga haustið 1985, en meðalhækkun verðlags milli áranna 1984 og 1985 er fram af fulltrúum Mexíkó og Sví- þjóðar o.fl. ríkja og hins vegar af fulltrúa Indverja. íslendingar, Norðmenn og Danir tóku undir það sjónarmið fulltrúa annarra vestrænna ríkja, að tillaga Sov- étmanna væri of einhliða og eftir- léti Sovétríkjunum hernaðarlega yfirburði. Þá var gagnrýnt að í til- lögunni er ekkert að finna um það hvernig unnt er að tryggja að ákvæðum hennar verði fylgt. Sví- ar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, en Finnar greiddu tillögunni at- kvæði. Fulltrúi íslands sat einnig hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Ungverjalands og níu annarra kommúnistaríkja um bann við framleiðslu og notkun nifteinda- sprengja. Sú tillaga var samþykkt með 61 atkvæði, en fulltrúar 11 ríkja greiddu atkvæði gegn henni og 51 sat hjá. Finnar greiddu til- lögunni atkvæði, en fulltrúar ann- arra Norðurlanda sátu hjá. gildi hámarksverð. Við ákvörðun á verði á olíu og bensíni yrði sam- kvæmt sérstökum útreikningi verðlagsstofnunar tekin ákvörðun um flutningsjöfnunargjald sem rynni í flutningsjöfnunarsjóð til að mismunandi flutningskostnað- ur hefði ekki áhrif á útsöluverð eftir landshlutum. 1 frumvarpinu er byggt á sömu grundvallaratrið- um og í lögum um jöfnun flutn- ingskostnaðar á sementi. talin verða 26—28%. Kaup- máttur ráðstöfunartekna heimilanna er talinn verða svipaður, reiknaður á hvern mann, árið 1985 og til jafnað- ar á árinu 1984. • Þrátt fyrir að nú virðist lokið þriggja ára samdráttarskeiði í íslenska þjóðarbúskapnum og horfur þyki á nokkrum hagvexti á ný er mikill halli á viðskiptunum við útlönd og svo verður enn á árinu 1985. Spáð er lítils háttar halla á vöruskiptajöfnuði en að öðru leyti stafar viðskiptahallinn eingöngu af greiðslum vaxta af erlendum lánum. Vaxta- greiðslurnar eru taldar nema um 15% af útflutningstekjum árin 1984 og 1985, sem bera má saman við 4—5% árin 1970-1974 og um 7% árin 1975-1979. Flutningsjöfnunargjald á olíu: Hagkvæmni í viðskiptum geti lægra olíuverðs Endurmetin þjóðhagsspá: Þjóðarframleiðslan dregst minna saman í ár en spáð hefur verið ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur nú gefið út endurmetna þjóðhags.spá. Spá- in hefur verið endurmetin á grundvelli nýjustu vitneskju um framvinduna á líðandi ári og miðað við þær horfur, sem nú virðast við blasa að afstöðnum kjarasamningum, gengislækkun í nóvember og öðrum stefnu- ákvörðunum stjórrivalda og líklegum niðurstöðum fiskveiðistefnuna á komandi ári. Helstu niðurstöður þessa endurmats eru eftirfarandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.